Dagur - 01.04.1999, Síða 5

Dagur - 01.04.1999, Síða 5
T>a^mr FIMMTUDAGUR í. APRÍL 1999 - 25 Menningarlífið Það er sitthvað hægt að gera í borginni yfir pásk- ana til að svala menningarþörfinni. Þó eru margir leikarar í fríi og engar sýningar verða í Borgarleik húsi né Þjóðleikhúsi... FOSSAR - Freyja Önundardóttir opnar sýninguna fossar í Galleríi Listakoti á laugardaginn en sýningin stendur til 24. apríl og er opin frá kl. 12-18 virka daga en kl.11-16 á laugardögum. Passíusálmarnir Hinn árvissi maraþonlestur á Passíusálmunum eftir Hallgrím Pétursson í Hallgrímskirkju verður á föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13.30 og gert er ráð fyrir að hann standi til 18.30. Sautján kirkjunnar menn lesa sálmana, þ.á.m. eru Helga Soffía Konráðsdóttir, Jón Bjarm- an, Jón Dalbú Hróbjartsson, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Olafur Skúlason biskup og dr. Sigurbjörn Einarsson sem les síðustu 3 sálmana. Douglas A. Brotchie leikur á orgel á milli Iestra. Þennan dag gefst einnig tækifæri til að berja augum ein- stakt altarisldæði. Altarisklæðið er svart, ber mynd pelíkanans sem er tákn píslanna og frið- þægingarinnar og er eftir Unni Ólafsdóttur listakonu. Wagner og grafík Á laugardaginn geta Wagner að- dáendur kæst því kl. 13 verður ópera hans Parsifal verður sýnd af myndbandi í Norræna hús- inu. Parsifal var síðasta verk Wagners og hefur skapast hefð hjá Richard Wagner félaginu á Islandi að sýna óperuna á pásk- um. Sú hefð verður ekki rofin nú. Kvikmyndin er 255 mínútur, sungið er á þýsku en enskur texti fylgir. Þennan dag verður einnig opnuð sýning í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í tilefni af 30 ára afmæli Félagsins Islensk grafík. Yfir 30 félagsmenn sýna ný verk og verður sýningin opin alla daga frá kl.12-18 nema mánudaga. Lokað verður á páskadag en opið á annan í páskum. LISTASAFN ÍSLANDS - Erró er einn þeirra sem á verk á sýningu Listasafns íslands Nýraunsæi í myndlist 8. áratug- aríns. MIÐNÆTURHROLLVEKJA -Leikritið SKURÐUR - llmur María Stefánsdóttir opnar sýningu á Mokka miðvikudaginn 7. apríl á 6 lágmyndum og þrívíðum veggmyndum úr Ijósleiðurum, matar- lími, vír, gúmmíi o.fl. Myndirnar eru all- ar unnar út frá starfsemi líkamans og heita t.d.: Bifhár, Heili, Hvít blóðkorn o.s.frv. Verkið sem hér sést heitir Skurður. Sýningin stendur til 7. maí. Nýraunsæi 8. áratugarins Nýraunsæið á 8. áratugnum í ís- lenskri myndlist er þema sýning- ar sem opnar í Listasafni Islands á Iaugardaginn og stendur til 24. maí. Þar verða sýnd málverk, grafík og skúlptúr sem bera með sér áhrif nýrra hugmynda um form og inntak myndlistar á 8. áratugnum. Eins og Ólafur Kvaran á Listasafninu segir þá eiga listamennirnir „það sam- merkt að taka til endurskoðunar formhyggju módernismans og leita aftur í fígúratíft myndmál, þar sem oftar en ekki er vísað til hins pólitíska og samfélagslega veruleika sem einkenndi um- brotatíma á Vesturlöndum.“ Þá bendir Ólafur einnig á að áhrif höfðu borist hingað frá popplist- inni og flúxus-hreyfingunni í gegnum Erró og SÚM-hópinn en einnig hafi kvenfrelsisbarátt- an haft talsverð áhrif á íslenska svartlist. Messías á ísafirði Að lokum má geta þess að á föstudaginn langa verður stór- viðburður í vestfirsku tónlistar- lífi en kl. 20.30 verður óratórían Messífls eftir Georg Friedrich Handel flutt í ísafjarðarkirkju. Messías er gríðarlega Mnsælt kórverk en það er hátíðarkór Tónlistarskóla Isafjarðar sem flytur verkið ásamt einsöngvur- unum Guðrúnu Jónsdóttur, Ing- unni Ósk Sturludóttur, Snorra Wium og Lofti Erlingssyni og hljómsveit undir stjórn Ingvars Jónassonar. Akveðið var á síð- asta ári að flytja þetta verk í minningu Ragnars H. Ragnars, fyrrum skólastjóra Tónlistarskól- ans, en hann átti aldarafmæli árið 1998 og átti sér þann draum að þetta stórbrotna kór- verk yrði einhvern tímann flutt á ísafirði. Sá draumur rætist nú á föstudaginn. Svartklædda konan verður sýnt á mið- nætti föstudagsins langa í Tjarnarbíó. Viðar Eggertsson [tók við af Arnari Jónssyni) og Vilhjálmur Hjálmarsson leika íþessari draugasögu sem hentar öllum aldurshópum. HÁSKÓLABÍÚ - Dóttir hermanns grætur ei heitir páskamynd Háskóla- bíós en þar segir frá bandarískri fjöl- skyldu sem búsett er í París á 7. ára- tugnum. Aðalhlutverk leika Krist Kristofferson, Barbara Hershey og Leelee Sobieski. Myndlist, leiklist, tónlist.. Tvær sýningar verða opnaðar í Listagilinu á Akureyri um pásk- ana. Ýmislegt annað í boði. Laugardaginn 3. apríl nk. kl. 16 verða opn- aðar tvær myndlistarsýningar í Listagilinu á Akureyri. í Ketilhúsinu opnar Gunnar Kr. málverka- sýningu. Gunnar Kr. Jónasson er fæddur 1956 og er búsettur á Akureyri. Hann lærði járnsmíði í Slippnum á Akureyri en söðlaði um eftir nokkurra ára starf þar og keypti auglýsingastofuna Stíl. Sýning Gunnars mun aðeins standa um páskahelgina. Opið verður laugardaginn 3. apríl frá klukkan 16 en páskadag og annan í páskum frá kl. 14-18. Tvísýni í Deiglunni í Deiglunni opna Erlingur Jón Valgarðsson og Aðalsteinn Svanur Sigfússon myndlistar- sýninguna Tvísýni. Á sýningunni flétta þeir verk sín saman í tvíþætta innsetningu. Annarsvegar er þrívítt verk Erlings sem nefnist Rými fyrir hugsanir. í sýningarskrá segir Erlingur meðal annars: „Þessi sýning er tileinkuð litlum dreng sem sótti sér koll, vafði yfir hann laki og stakk höfði sínu inn undir kollinn - skapaði sér rými, næði, sinn eigin heim - milli fóta stóls- ins, innan veggja Iaksins.“ Hinsvegar eru ljósmyndir Aðalsteins Svans í tveimur myndröðum, Utsýn og Innsýn. Báðir hafa þeir Erlingur og Aðalsteinn stundað myndlist um alllangt skeið og ein- beittt sér að málverki en reyna nú fyrir sér með öðrum miðlum. Sýniningin Tvísýni verður opin laugardag- inn 3. apríl frá kl. 16 -18. Síðan verður hún opin daglega frá kl. 14 -18 uns henni lýkur sunnudaginn 11. apríl. Fuglalíf Gerðar og fleira Ýmislegt fleira geta Akureyringar og gestir þeirra dundað sér við í Gilinu um páskana. í Gallerí Svartfugli stendur yfir sýning á textíl- verkum Gerðar Guðmundsdóttur. Verkin eru öll unnin á þessu ári með blandaðri tækni, einkum silkiþrykki, útsaumi og málun. Nú er vorið skammt undan og fuglar Gerðar eru snemma á ferð. Þeir eru litríkir sem fyrr og virðast flestir njóta lífsins og vera gefnir fyrir loftfimleika. Norðlendingar og aðrir geta virt þá fyrir sér daglega klukkan 14-18 nema mánudaga. I Samlaginu listhúsi stendur yfir kynning á textfllist Grétu Arngrímsdóttur í apríl. Opið klukkan 14.00-18.00 daglega. Lokað skírdag, föstudaginn langa og páskadag. Að- gangur ókeypis. Á Café Karólínu sýnir Þór- arinn Blöndal. Aðgangur ókeypis. Á Lista- safninu á Ákureyri stendur yfir sýningin „Draumurinn um hreint form“. Á annan dag páska spilar Siggi Björns trú- bador í Deiglunni ásamt Keith Hopcroft frá Englandi, sem spilar á gítar og Roy Pascal frá Trinidad og Tobago. Þeir verða með létta blöndu af nýútkomnum diski og fleiru. Þá má einnig geta leiksýninga sem boðið er uppá um páskana. Leikfélag Akureyrar sýnir Systur í syndinni eftir Kristínu og Ið- unni Steindsdætur, Freyvangsleikhúsið sýnir Hamingjuránið eftir Benght Alfors og á Renniverkstæðinu verður hinn geisivinsæli Hellisbúi sýndur alla páskahelgina. Iðnaðarsafnið opið Iðnaðarsafnið á Akureyri var opnað 17. júní á liðnu ári en þar hefur Jón Arnþórsson safnað ýmsum merkum munum sem tengj- ast sögu iðnaðar á Akureyri. Nú í vetur hefur safnið verið opið á sunnudögum kl. 14-16 en Akureyringar og gestir þeirra fá gott tæki- færi til að skoða safnið nú um páskana, því safnið verður opið frá skírdeig til annars páskadags kl. 16-18 alla dagana. Frá 1. júní verður safnið síðan opið alla daga kl. 14-18 en mögulegt er að opna safnið sérstaklega fyrir hópa sem geta haft samband við Jón í síma 462 3550. - Hl MENNINGARLÍF I HMúsík Mvvatns- Laufey Sigurðar- dóttir og félagar halda tón/eika í Mývatnssveit um páskana. Tónlistarmenningin blómstrar í Mývatns- sveitinni um páskana. Laufey Sigurðardóttir fiðluleik- ari, Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Bryndís Björg- vinsdóttir sellóleikari, Brjánn Inga- son fagott- leikari, Sól- veig Anna Jónsdóttur pfanóleikari og Sólrún Bragadóttir sópransöngkona halda tónleika í Reykjahlíðar- kirkju á föstu- daginn langa klukkan 21. Þar verður flutt margskonar tónlist sem hæfir stað og stund, og má þá nefna Adiago eftir Albinoni, Intermezzo eftir Mascagni og verk eftir Bach. Daginn eftir ldukkan 16 í Skjólbrekku, félagsheimili Þing- eyinga, verða kammertónleikar þar sem Ieikin verða verk eftir Mozart, Danzig, Brahms og Beethoven. Þetta er í annað sinn sem tón- leikar af þessu tagi fara fram á þessum stað. í fyrra spilaði hóp- urinn reyndar í Safnaheimilinu á Húsavík í boði Guðna Hall- dórssonar safnvarðar en ekki í Skjólbrekku þar sem flygill fé- lagsheimilisins var í lamasessi. „Þetta er gamall Petrof flygill með sál,“ segir Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari," sem MýH'etn- ingar hafa látið gera upp þannig að nú verða tónleikarnir haldnir í Skjólbrekku.“ Pétur Snæbjörnsson hótel- haldari í Reynihlíð átti frum- kvæðið að páskatónleikahaldinu, sem allt stefnir f að verði árviss viðburður. „Ég óskaði eftir því við Laufeyju, sem er Mývetning- ur, að við fengjum að njóta krafta hennar og félaga hennar um páskana. Fyrir 1994 voru engir gestir hér á hótelinu um páska en síðan hefur gestum Ijölgað jafnt og þétt. Jafnframt höfum við reynt að hafa á boðstólum dagskrá sem byggist á náttúruskoðun, gönguferðum og menningu. Tónleikarnir eru hluti af þessari dagskrá," segir Pétur. „Viðtökurnar í fyrra voru góðar,“ segir Laufey, „og við von- umst til að Þingeyingar og aðrir ferðamenn íjölmenni, rétt eins og þá.“ Eyfirskt á Pollinum Eyfirskir músíkantar munu láta gamminn geisa og fremja tónlist af ýmsum toga á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri, frá klukk- an 21.00 og framundir miðnættið í kvöld. Þar munu meðal annarra koma ffarn hljómsveitin 1 & sjö- tíu, snaggaralegir stubbar og fjall- myndarlegir, Helgi og hljóðfæra- leikaramir, alþýðuskáld og algaul- ur, Sara og sóknarbörnin, blús- gengi framan úr firði, hljómsveit- in Opíum, nýkomnir úr músíktil- raunum, Freyvangsleikhúsfólk með atriði úr Hamingjuráninu í farteskinu, Sigrún Arngrímsdóttir söngkona, Ema Hrönn Olafsdótt- ir söngkona og Kristbjörg Jakobs- dóttir söngkona.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.