Dagur - 01.04.1999, Page 9

Dagur - 01.04.1999, Page 9
Ð^tr FIMMTUDAGUR 1. APRlL 1999- 29 LÍFIÐ í LANDINU ið undir þetta. En því miður gekk þessi hreyf- ing svo svæsið yfir að allir héldu að þeir yrðu nútíma- skáld með því að yrkja í fijálsu formi. Það var nútíminn á Is- landi. Nú er þessi aðferð orð- in útjöskuð í höndum margra, og það er hefðbundinn keimur af henni. Við þurfum ekki annað en að líta á þá ljóða- gerð sem birt- ist vikulega í Lesbók Morg- unblaðsins. Margt þar er ekki birting- arhæft. En allt er hirt og allt er birt. Hvað sjálfan mig varðar leitaði ég nútímans innra með mér án þess að þurfa að fleygja öllum kostum bragarins. Um þetta stóð töluverður styr og von var að barist væri gegn hreinum afturhaldsmönnum í Ijóðagerð. Þegar ég kem heim 1954 eftir tveggja ára nám í út- löndum hafði ég mestmegnis ort í kyrrþey og stóð utan við ís- lenskt bókmenntalíf. Eg hafði þó birt stöku Ijóð í Tímariti Máls og menningar og Magnús Asgeirsson, Steinn Steinarr, Kristinn E. Andrésson og fleiri fengu mætur á þessum Ijóðum sem voru alls ekki í stíl atóm- skáldanna en samt annars konar en sumt annað sem var þá á döf- inni í ljóðagerð. Atómskáldin tóku því ekki vel þegar Magnús birti nokkur ljóð mín í sýnisbókinni Ljóð ungra skálda sem kom út árið 1954. Þeim fannst ég fá of góðar und- irtektir og vera að stela frá þeim senunni. Sérstaklega þótti þeim Hallgrímur lýkur Passíusálmum Ó loksins - og hann leggur seint til hliðar hinn létta fjöðurstaf og blaðar þögull í verki sínu, veit að nú er allt sem vildi hann öðrum segja fólgið þar fullskapað, heilt og hreinna en jarðarvatn. UPP við Ijóða/estur: bágt að Steinn Steinarr skyldi taka ofan fyrir þessari ljóðagerð og að Magnús Asgeirsson, sem hafði borið svo mikið af nýjungum til landsins í þýðingum sínum, skyldi gera það einnig. Eg las á einum stað að ég væri einn af sporgöngumönnum atómskáldanna. Sá sem það skrifaði skildi sýnilega ekki orðið sporgöngumaður. Eg gekk aldrei í spor þeirra og þess vegna urðu þeir flestir argir út í mig. Eg kynntist engu atómskáld- anna persónulega svo orð sé á gerandi nema Hannesi Sigfús- syni. Það fór ágætlega á með okkur. Fljótlega eftir að við hitt- umst fyrsta sinn fórum við heim til hans og hann las fyrir mig rit- dóm sem hann hafði skrifað í miklum ham um Kvæðabók, fyrstu bók mína. Hann hafði sent Kristni dóminn til birtingar í Tímariti Máls og menningar. Kristinn endursendi dóminn til Hannesar, fannst hann ekki gera Hann- esi greiða með því að birta hann þar sem of mikill reiðitónn væri í dómnum. Eftir að Hannes hafði lesið fyrir mig dóminn reif hann blöðin í tætlur fyrir framan augun á Rís svo á fætur, finnur svíða á ný hin fúlu kaun sem aldrei batna, en dýjika og breiðast út; sem hefði andlit hans og hendurnar til yztu fingurgóma ei annað hlutverk átt að rækja á jörð en innibyrgja, geyma þetta verk og mætti nú opnast eins og bresti skurn utan af hinum fullþroskaða blóma. (Ljóðið er tír Kvæðabók, fyrstu Ijóðabók skáldsins settt kom út 1955) Grasagarður Þig lýstur Leiftrið í gróðurdýrð jarðarinnar. Og fyrr en þú veizt af væmir þig við hátign handar þinnar, sem ljómar ekki! Þú næmir jafnvel staðar undir nakinni grein eins og nafnfrægum sigurboga. (Ljóðið er úr Ijóðabókinni Eldhyl setn kotn út 1993) að endurprenta ritdóm upp úr Stefni, sem var tímarit ungra sjálfstæðismanna. Morgunblað- ið gat aldrei rausnast til að láta skrifa um bókina. Ariðl956 birti ég kvæði sem hét Kreml og var ádeila á stalín- ismann. Um leið og kvæðið birt- „Stjórnmála- menn viður- kenna að tungan sé eitt hið allra dýrasta sem við eigum, þannig að ef við iðkum hana af metn- aði og viti þá er það stórpóli- tísks eðlis að vera rithöfund- ur, skrifa á ís- lensku og gera það vel.“ Nú ertu stundum sagður vera stðasta þjóð- skáldið. „Eg hef heyrt þetta og tek lítið undir það. Þjóð- skáld eru ekki lengur til í þeim skilningi sem lagður var í það orð. Það var svo fjarri því að ég liti á mig sem þjóð- skáld að nokkrum sinnum hafnaði ég því algjörlega að yrkja Ijóð eftir pöntun. Einhvern tímann kom háskólarektor til mín og bað mig um að yrkja mikið háskólaljóð og Þjóðhátíðarnefnd Reykjavík- ur bað mig oftar en einu sinni að yrkja svonefnt Fjallkonuljóð 1 manna sem a/ast Flokkspólitík og list - Vtkjum aðeins að kalda stríðinu í bók- menntum, hvernig sneri það við þér? „Kalda stríðið í bók- menntunum var merkilegur tími og snerti mig nokkuð sem skáld. Ég ætla að láta nægja að nefna tvö kjarnadæmi. Þegar Kristinn E. Andrésson gaf út fyrstu bók mína hjá Heimskringlu kom aldrei ritdómur um hana í Morgunblað- inu, skrifaður á þess vegum. Það var víst ekki til siðs hjá þeim ritdómara sem þá var aðalritdómari blaðsins að skrifa um bækur sem komu út hjá for- Iagi Kristins. Bókinni var vel tekið og blað- stjórn Morgunblaðs- ins mun hafa þótt ein- kennilegt að dómur um hana kæmi ekki hjá stærsta blaði landsins og brá á það „Stjórnmálamenn viðurkenna að tungan sé eitt hið allra dýrasta sem við eig- um, þannig að efvið iðkum hana afmetnaði og viti þá erþað stórpólitísks eðlis að vera rithöfundur, skrifa á íslensku og gera það vel.“ ist varð ég allt annað skáld í augum Kristins E. Andréssonar sem áður hafði borið á mig mik- ið lof. Það var ekki lengur eins mikið í mig varið og allt sem ég gerði áður hafði breytt um lit. í stuttu máli gerðist það á þessum tima að flokkspólitík var þvælt saman við alla list og allar bókmenntir. Allt var dregið í ein- hvers konar dilka, oft á skökkum forsendum. Þetta var vondur tími og Ieiðinda vélar í gangi.“ - En telurðu að skáld hafi ein- hverjar sérstakar skyldur við þjóðfélagið i stnum skáldskap? 17. júní og 1994 var þess farið á Ieit við mig að yrkja hátíðarljóð til flutnings á Þingvöllum. Slík verkefni tóku þjóðskáld að sér en ég vísaði þeim frá mér því þau höfða alls ekki til mín.“ - Hvemig vildirðu verða skil- greindur sem skáld? „Ég velti því ekkert fyrir mér. Ég vil alls ekki segja til um það hvers konar skáld ég er.“ - En þú ert elskað og virt skáld. „Það má vel vera að svo sé. Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa haldið upp á Ijóð manns og aðrir síður. Það er bara eins og verða vill.“ -KB B?Siliáto*un3fl| [m^SÁMMRARl GAMANLEIKUR UM GLÆP Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir Leikm. og bún,: Elín Edda Árna- dóttir Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörns- son Leikgervi: Kolfinna Knútsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikarar og söngvarar: Margrét Ákadóttir, Helga Vala Helgadóttir, Katrin Þorkelsdóttir, Aino Freyja Járvelá, Guðmundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal, Hjörleifur Hjartarson, Jón St. Kristjánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Agnar Jón Egilsson, Michael Jón Clarke, Kristján Hjart- arson, Kristjana Arngrimsdóttir og Rósa Kristín Baldursdóttir. 7. sýning Fimmtud. 1. apríl kl. 20 8. sýning Laugard. 3. apríl kl. 20 9. sýning Föstud. 9. apríl kl. 20 10. sýning Laugard. 10. apríl kl. 20 UPPSELT ÍLil iIlJliiBnií^ikiMjJiiilLIIJ IBEOEirOi illátol.rBfl LtlKFELAG AKUREYRAR Miðasala: 462-1400 Miðasalan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 13-17 og fram að sýningu sýningardaga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.