Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 21

Dagur - 01.04.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 - 41 RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA Starfsmð ur Óskum eftir sölumanni í verslun okkar sem selur meðal annars gólfefni og heimilistæki. Þarf að vera liðtækur í öll störf sem til falla. Heiðarleiki, samviskusemi og þjónustulund eru kostir sem við metum mikils. Þarf að vera sjálfstæður og hafa frumkvæði í starfi. Góð laun í boði. Upplýsingar sendist Degi fyrir 8. apríl merktar „196“. AKUREYRARBÆR Tónlistarskólinn skólastjóri Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn stærsti tónlistarskóli landsins og býður upp á kennslu á öllum stigum hljóð- færa- og söngnáms. Hljómsveitastarf er mjög fjölbreytt og samstarf í gangi við alla grunnskóla og framhalds- skóla bæjarins, svo og Háskólann á Akureyri og Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Skólastjóri hefur yfirumsjón með daglegu starfi skólans, þar með talið fjármálastjórnun, starfsmannahaldi og skipulagningu skólastarfsins. Því er æskilegt að umsækj- endur hafi reynslu af ofangreindum þáttum. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starfið veita: Skólafulltrúi í síma 460 1400 og skólastjóri í síma 462 1788 Umsóknarfrestur er til 21 apríl nk. Starfsmannastjóri. F U N D I R Alþýðuflokkurinn Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjanesi Fundarboð Fundur verður haldinn í kjördæmisráðinu þriðjudaginn 6. apríl nk. í félagsheimili Alþýðuflokksins í Kópavogi að Hamraborg 14a. Fundurinn hefst kl. 19:30. Dagskrá: 1. Sameiginlegt framboð til alþingiskosninga 8. maí nk. undir merkjum Samfylkingar. Samþykkt framboðslista. 2. Önnur mál Ráðgert er að fundinum Ijúki um kl. 20:30, en þá hefst sameiginlegur fundur Samfylkingarinnar í félagsheimili Kópavogs. Stjórnin Aðalfundur KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn á Fosshótel KEA, laugardaginn 17. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 10.00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun stjórn félagsins leggja fram tillögu um breytingar á samþykktum félagsins. Mál sem óskast tekin til meðferðar á fundinum þurfa að berast félagsstjórn eigi síðar en 9. apríl nk. svo unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga NAM Menntamálaráðuneytið Námsvist við alþjóð- lega menntaskóla Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við tvo al- þjóðlega menntaskóla. Nám við skólana tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu alþjóðlegu stúdents- prófi, International Baccalaureate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólarnir eru: Alþjóðlegur menntaskóli í Fjaler í Noregi. íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nemandi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur 20.000 norsk- um krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Li Po Chun United World College í Hong Kong. Skólavist býðst fyrir einn nemanda. Nemandi þarf að greiða 25% skólagjalda eða ísl. kr. 350 þús. á ári (uppihaldskostnaður innifalinn), svo og ferðakostn- að. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 1999-2000. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á alþrinum 16-19 ára. Umsóknir berist rpenntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 16. apríl næst- komandi. Framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild ráðuneytisins veitif nánari upplýsingar í síma 560 9500. Par er einni^ að fá umsóknareyðublöð. Menntamálaráðuneytið, 29. mars 1999. www.mrn.stjr.is S\S\. MCNNTflFELRG ÖVGGINGfíRIÐNRÐRRINS AUGLYSING UM SVEINSPRÓF í BYGGINGAGREINUM Sveinspróf í húsasmíði, húsgagnasmíði, bólstrun, mál- araiðn, múraraiðn, pípulögnum og vegg- og dúklögn fara fram í maí og júní 1999. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Ekki er tekið við um- sóknum sem berast eftir þann tíma. Með umsókn skal leggja fram afrit af burtfararskírteini með einkunnum og afrit af námssamningi. Þeir, sem Ijúka námi á yfirstandandi önn, þurfa ekki að leggja fram burtfararskírteini. Nemar á vegum skóla hafi samband við deildarstjóra skólans í viðkomandi iðngrein. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1,1. hæð, Reykjavík, sími 552-1040 og fax 552 1043. U T B 0 Ð í I I I _ UTBOÐ _ F.h. Órkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Gufuskiljur' fyrir 3. áfanga Nesjavallavirkjun- ar. Um er að ræða efnisútvegun, forsmíði og flutning á Nesjavelli á tveimur þrýstikútum í þrýstiflokki PN 25. Þvermál þrýstikúts er 1,8 m og lengd 8,5 m. Þrýstikútar eru að mestu leyti úr svörtu WstE 285 stáli. Kútarnir eru einangraðir með steinull og klæddir álkápu. Stálþungi þrýstikúta er 2 x 12000 kg. Verktaki leggur til allt efni til smíðinnar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 8. apríl 1999 gegn 15.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: 27. apríl 1999, kl. 11:00 á sama stað. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 12l Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 S T Y R K I R VINNUMALASTOFNUN Styrkir til atvinnumála kvenna Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnu- mála kvenna. Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til ann- arra um fjárstyrk. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjöl- breytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr at- vinnuleysi meðal kvenna. Skilyrði fyrir umsókn: • Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk. • Aðaláherslan verður á verkefni í þremur at- vinnugreinum; þróun á lífrænum vörum, ný- sköpun í ferðaþjónustu og stuðningur við at- vinnuþróunarverkefni kvennahópa, en heimilt er að styrkja verkefni innan allra atvinnugreina. Forgangs njóta verkefni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Svæði þar sem hlutfall atvinnulausra kvenna er hátt og fá- breytni í atvinnulífi eru þar með talin. • Styrkir ekki veittir til verkefna sem eru í sam- keppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu. • Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitinga. • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir. • Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar. • Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. • Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meir en 50% af heildarkostnaði við verk- efnið. • Hámarksstyrkur á verkefni er kr. 2,5 milljónir. Umsóknareyðubiöð fást á Vinnumálastofnun, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 5112500 og á heimasíðu stofnunarinnar www.vinnumalastofnun.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 1999 Y M I S L E G T Byssumenn Eru byssur ykkar komnar inn í skáp! Hreinsun, öryggisprófun, byssuviðgerðir og smíði hjá mér. Högni Harðarson, byssusmiður, Kaldbaksgötu 2, 600 Akureyri. S: 899-9851 og 462-1261. Opnunartími: Virka daga kl. 17.00-19.00 og laugardaga kl. 13.00-16.00. www visir is FYRSTUR MEO FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.