Dagur - 20.05.1999, Síða 9

Dagur - 20.05.1999, Síða 9
FIM MTUDAGUR 2 0. MAÍ 1999 - 9 Doqur. ardsstrandar 15 ára Bergi Svalbarðseyri; Gunn- ar Ingi Ómarsson 16 ára, Neðri- Dálksstöðum Svalbarðsstrandar- hreppi og Heiða Björk Pétursdótt- ir 14 ára, Laufási Grýtubakka- hreppi. Forsetinn sýndi verkefnum nemenda mikinn áhuga - Hvernig fannst börnunum í Valsárskóla að fá forseta Islands í heimsókn í kennslustund.? Þorsteinn Stefánsson á Þ Þórisstöðum, nemi í 1. bekk: „Bara gaman. Eg sýndi honum vinnubókina mína og honum fannst hún fIott.“ Bergþóra Sveinsdóttir á Sval- barðseyri, nemi í 1. bekk: „Það var mjög gaman. Eg hef séð hann áður í sjónvarpinu. Svo sung- um við fyrir hann „Stebbi stóð á ströndu, var að troða stry'og sýnd- um honum norðlenskan fram- burð.“ Hjálmar Gylfason á Breiða- bóli, nemi í 4. bekk: „Eg hef aldrei hitt forsetann áður en hann var að tala við mig um verkefnið mitt um fugla og fiska. Eg veit ekki hvort ég hitti forsetann bráðum aftur, en kannski." Dagbjört Hermannsdóttir Beck á Neðri-Dálksstöðum, nemi 6. bekk: „Við vorum búin að undirbúa dálítið þegar Ólafur Ragnar for- seti kæmi í heimsókn. Eg held að krakkarnir sem voru í skólaferða- lagi verði dálítið súr að hafa misst af þessu. Það var mjög gaman að fá forsetann í heimsókn, en ég hef aldrei séð hann áður.” Gunnar Gíslason, skólastjóri Valsárskóla, var spurður hvers virði það væri fyrir skólann að fá forseta Islands í heimsókn og ekki síður lítið sveitarfélag eins og Svalbarðsstrandarhrepp. „Það er mjög mikils virði. Heimsóknin vekur athygli á sveit- arfélaginu í fjölmiðlum og erum \4ð meðan á því stendur á landa- kortinu. Þetta er líka tækifæri fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu til þess að kynna sig og sínar vörur og þjónustu. Ég vona að þetta sé einnig minnisstætt fyrir forset- ann og hann minnist þess síðar þegar þetta sveitarfélag ber á góma. Eg held að hver einasti for- seti ætti að hafa það á stefnuskrá að heimsækja öll sveitarfélög landsins og kynnast lífinu þar af eigin raun. Það skiptir máli fyrir hann þegar hann er að kynna land og þjóð á erlendum vett- vangi. Það skiptir máli fyrir íbú- ana að forsetinn komi í heim- sókn, ekki síst nú þegar fólks- flóttinn af landsbyggðinni er jafn mikill og raun ber vitni.“ Níels Hafstein, eigandi Safna- safnsins: „Ef þjóðin fylgist með forseta sínum á ferðum hans þá skilar það sér á margvíslegan máta. Ekki síður er það mikilvægt fyrir fámennari sveitarfélög eins og t.d. Svalbarðsstrandarhrepp. Ef forseti Islands sér að það er þess virði að koma þá ættu fleiri for- svarsmenn minni sveitarfélaga að hugsa svipað. Það er eðlilegt að forsetinn heimsæki öll sveitarfé- lög landsins á embættisferlinum. Hann á að vera maður fólksins, inn á við sem út á við, og virkur tengiliður." Girnilegt morgunverðarborð á Þórisstöðum en á myndinni er forsetinn að skoða reykta ýsu frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri sem erpökkuð í loft- tæmdar umbúðir. oðuð í fylgd Ingibjargar Sigurlaugsdóttur, Arnviðarsonar, sýslumanns Eyfirðinga. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólaslit fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 22. maí kl.10 árdegis. Skólameistari. Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 1999 í Síðumúla 3-5, kl. 20:30. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn SÁÁ. VÁTRYGGINGAFÉLAG fSLANDS HF Útbod Fyrir hönd eigenda hússins Glerárgötu 24, Akureyri, er hér með óskað eftir tilboðum í sprungu- og múrviðgerðir og málningu utan- húss á húsinu. Helstu magntölur: Háþrýstiþvottur 750 m2 Viðgerðir á sprungum 230 m Viðgerðir á köntum 120 m Silanböðun og málun steins 750 m2 Málun karma, pósta o.fl. 1160 m Verklok eru 15. september 1999. Útboðsgögn verða afhent á VST h.f. Glerárgötu 30, Akureyri, frá og með fimmtudeginum 20. maí. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 31. maí kl. 11.00. VST hf. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.