Dagur - 26.05.1999, Page 1

Dagur - 26.05.1999, Page 1
Gífurlegt áfall fyrir bæði bæi arfélögin Bæjarstjóri Ölfuss segir stjóm Vinnslu- stöðvariunar svíkja gefin loforð með því að loka landvinnsl- unni í Þorlákshöfn. Um 90 starfsmönnum fyrirtækisins í Þor- lákshöfn og Vest- mannaeyjum verður sagt upp. „Þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Arni Johnsen, fyrsti þing- maður Suðurlands, um þá ákvörðun stjórnar Vinnslu- stöðvarinnar að hætta allri landvinnslu á næstu vikum. Um 45 manns missa vinnuna í Þor- lákshöfn, 34 í Iandvinnslunni í Eyjum og 10 í yfirstjórn, á skrif- stofu og verkstæði í Eyjum. Arni segir þetta ef til vill verra áfall fyrir Þorlákshafnarbúa en Vestmannaeyinga, þar sem ekk- ert atvinnuleysi sé í Eyjum en nokkurt á Árborgarsvæðinu. Hann segir ljóst að eitthvað hafi verið að í rekstri Vinnslu- stöðvarinnar. Það séu til fyrir- tæki í landvinnslu sem gangi vel og vonandi nái Vinnslustöðin að vinna sig út úr vandanum og hefja landvinnslu á nýjan leik. „Það er augljóst að það er eitt- hvað að í rekstrinum. Maður sér ekki að þetta komi kvótakerf- inu nokkuð við. Fyrir- tækið hefur nógar heimildir. En það er mikils um vert að þeir ætla ekki að selja afla- heimildir eða skip. Þess vegna hefur maður trú á því að það muni vænkast hagur bæði í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. “ Óhjákvæmilegt Stjórn Vinnslustöðvarinnar segir þessar sársaukafullu ráðstafanir óhjákvæmilegar „svo komið verði f veg fyrir að stórfelldur halla- rekstur leiði til skuldasöfnunar sem síðan sligi félagið með til- heyrandi afleiðingum fyrir starfs- fólkið og byggðarlögin", eins og segir orðrétt í tilkynningu stjórn- arinnar. Sem kunnugt er varð um 600 milljóna króna tap á rek- stri Vinnslustöðvarinnar á fyrri helmingi yfirstand- andi rekstrarárs. Þungt hljóð „Það er vægast sagt þungt hljóð í okkur í Þorlákshöfn," segir Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Olfuss. Hún segir að þótt vitað hafi verið að stjórn Vinnslustöðv- arinnar myndi grípa til ráðstafana til þess að stöðva tap- rekstur fyrirtækisins „þá datt manni síst í hug að þetta yrði svona hastarlegt og lenda svona hastarlega á okkur hér í Þorláks- höfn“. Þegar Meitillinn og Vinnslu- stöðin voru sameinuð 1996 skrifuðu aðalhluthafar Vinnslu- Arni Johnsen: „Þetta er auðvitað mikið áfall.“ stöðvarinnar undir yfirlýsingu um að vinnsla og útgerð skipa Meitilsins yrði áfram í Þorláks- höfn. „Með yfirlýsingunni sem stjórnin sendi frá sér í dag er þetta loforð svikið,“ segir Sess- elja. „Við höfum bent á það að einingin hér í Þorlákshöfn hefði alla burði til þess að skila hagn- aði ef hún fengi nóg hráefni og væri rétt stjórnað." Það er ef til vill ekki margt sem bæjarstjórnin getur gert en stjórnarformaður Vinnslustöðv- arinnar „verður minntur á þessar yfirlýsingar sínar. Það er alveg klárt“, segir Sesselja. „Það sem er alvarlegast í þessu er að með þessari ákvörðun er framleiðslunni hætt, skipin eru farin og kvótinn líka. Um 4000 þorskígildi eru farin burt úr Þor- lákshöfn og það finnst okkur mjög alvarlegt," segir hún. „Sem betur fer hefur at\dnnuástand hér verið gott. Flestir hafa feng- ið vinnu sem geta unnið og hér eru önnur stór og stöndug fisk- vinnslufyrirtæki. En þetta er gíf- urlegur skellur,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. -vj Glerí lifrarpylsu Lögreglan í Reykjavík hefur með höndum rannsókn á því hvernig glerbrot og glermylsna hefur kom- ist í mjölafurðir hjá Sláturfélagi Suðurlands (SS) sl. vor. Þá þurfti fyrirtækið með ærnum kostnaði að innkalla alla lifrarpylsu SS á markaðnum þegar glerbrot fannst í einum slíkum kepp og í fram- haldinu greindist glermylsna í mjöli hjá fyrirtækinu. Sýslumannsembættið hóf rann- sókn málsins og skoðaði fram- leiðsluferlið hjá SS 27. apríl síð- astliðinn, þegar mjöl var sigtað. Samkvæmt heimildum blaðsins kom ekkert gler fram í mjöli sem var í lokuðum pokum frá byrgjum. Lögreglan í Reykjavík fékk málið 6. maí og hefur haldið rannsókn málsins áfram. Engar hugsanlegar skýringar hafa enn verið útilokað- ar, þótt afar ólíldegt sé talið að um viljandi skemmdarverk sé að ræða. - FÞG Þessar ungu stúlkur voru að virða fyrir sér eggjaslettur á götu og gangstéttinni við Vanabyggð á Akureyri. Stúdentsefni í MA höfðu farið þar um skömmu áður á traktorskerrum en „dimission" var ískóianum ígær. Stúdentsefnin höfðu látið eggjum rigna um nágrennið, litlu krökkunum í hverfinu til mikillar furðu og foreldrum þeirra til mæðu, enda augljóslega hreinsunarstarf framundan. -mynd: brink 1 1 i Sagan hófst þegar Geir Hjartarson varð fyrir verulegu tjóni vegna uppskerubrests sumarið 1992. Stefnir kerfínu Geir Hjartarson, fyrrum garð- yrkjubóndi að Melavöllum á Kjal- arnesi, hefur stefnt Bændasam- ' tökum Islands, Bjargráðasjóði Is- ' lands og ráðuneytum landbúnað- armála, félagsmála og fjármála með kröfu um 13,8 milljóna króna bætur fyrir íjárhagslegt tjón auk 50 milljóna króna miskabóta fyrir röskun á stöðu og högum. Geir telur að mistök og klúður þessara aðila hafi leitt til þess að hann stendur í dag „eftir einn á báti, án atvinnu, Qölskyldu, heim- ilis og gjaldþrota." Löng saga er að baki stefnu Geirs, en hún hófst þegar hann varð fyrir verulegu tjóni vegna uppskerubrests sumarið 1992. Var tjónið metið á 6 milljónir króna og sótti Geir um bætur í Bjargráðasjóð. Honum var synjað um bætur á grundvelli þess að Samband garðyrkjubænda hefði hætt þátttöku í Bjargráðasjóði, en Geir var aldrei í sambandinu og fékk aldrei tilkynningu um breytta stöðu, en hann hafði áfram greitt 0,6% gjald í sjóðinn. Ólöglegar auglýsingar Geir telur að ákvörðun um aft- urvirka niðurfellingu bjargráða- sjóðsgjalds og auglýsingar land- búnaðarráðuneytisins þar um hafi verið ólöglegar og barðist á næstu árum íyrir því að fá leið- réttingu á sínum málum, bæði sjálfur og í gegnum Umboðs- mann Alþingis. Er athyglisvert að landbúnaðarráðuneytið í tíð Halldórs Blöndals virti fyrir- spurnir Geirs helst ekki svars; einu bréfinu var ráðuneytið 17 mánuði að svara og öðru bréfi 10 mánuði. Eftir mikið japl, jaml og fuður var ákveðið að greiða Geir 1,2 milljónir króna upp í tjón hans, en Geir er ósáttur við þá ákvörð- un sem ófullnægjandi. Hann telur að Bjargráðasjóður og aðr- ir kerfisaðilar hafi orðið til þess að hann „flosnaði upp af jörð sinni" og lenti í gjaldþroti. -FÞG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.