Dagur - 26.05.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 26.05.1999, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 - 3 D^ur- FRÉTTIR Ráðherrasætin á Alþingi, þar eru aðeins tíu stólar nú. Menn vita ekki enxt með hvaða hætti tveinmr ráðherrastól- iim til viðhdtar verður komió fyrir í hiimm miklu þrengslum í sal Alþiugis eftir að ráð- herramir verða orðnir 12. Gárungar eru farnir að kalla verð- andi tólf manna ríkisstjórn Davíðs Oddssonar „postulastjórnina" enda mynduð að mestu um hvfta- sunnuhelgina. Þeir sem komið hafa á þingpalla og séð þá þröngu aðstöðu sem tíu ráðherrar hafa haft til þessa, sitt hvoru megin við forsetastólinn, spyija sig eðlilega með hvað hætti hægt sé að koma fyrir tveimur ráðherrastólum til viðbótar. Friðrik Olafsson, stórmeistari og skrifstofustjóri Alþingis, sem hefur marga fléttuna leyst á skák- borðinu um dagana, var spurður að því í gær með hvaða hætti hann og hans fólk ætlaði að leysa þessa þraut. Hann sagðist ekki geta fullyrt um hvernig þetta yrði leyst, málið væri í skoðun. „En þetta þarf að gera og við munum leysa málið, hvernig sem við förum að því,‘‘ sagði Friðrik Tvær leiðir færar Aðrir sem spurðir voru með hvaða hætti hægt sé að koma tveimur ráðherrastólum til viðbótar fyrir í hinum miklu þrengslum í sal Al- þingis, og þá ekki hvað síst á svæði ráðherranna, benda á að senni- lega séu bara tvær leiðir færar. Onnur Ieiðin er að færa forseta- stólinn aðeins framar þannig að hægt sé að ganga á bak við hann og loka síðan inngangi öðru meg- in að ráðherrastólunum. Þá þyrftu ráðherrar sem þar koma til með að sitja að ganga á bak við forsetastólinn til að komast í sæti sín. Hin leiðin sem sögð er fær er að mjókka sjálfan forsetastólinn. Hann er yngri en Iýðveldið þannig að hann er ekki á neinni minja- skrá og því má breyta honum. Ef þessi Ieið yrði farin er alveg ljóst að enn þrengra yrði um ráð- herrana en nú er og jafnvel svo að velja yrði þá með tilliti til holda- fars, eins og einn orðaði það í gær þegar þetta mál bar á góma. - S.DÓR Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Sterkari saman Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, og Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, annar af tveimur varaforsetum ASI, telja að það sé farsælla fyrir launafólk að sem flestir rúmist innan raða heildarsamtaka launafólks í stað þess að skipta þeim upp eftir hópum. Þau eru sammála um að því samhentari sem samtök launafólks séu því sterkari séu þau í baráttunni fyrir bættum kjörum, bæði gagnvart atvinnu- rekendum, ríkisvaldi og sveitar- félögum. í Degi í síðustu viku varpaði Aðalsteinn A. Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, því fram að hann gæti vel séð fyrir sér að faghóp- ar væru sér og þeir sem eftir væru i ASI og BSRB mundu sameinast í ein stór og öflug heildarsamtök. Astæðan fyrir þessari sýn væri sú staðreynd að í báðum þessum heildarsamtök- um væri órói meðal faghópa. - GRH Blóðnasir vítt iim Bi amarfj örö Tugir manna slógust á Hólmavik eftir rtans leik án þess að tilefuið væri skýrt. Einstætt at- vik á síðari tíinuin að mati lögreglwmar. „Ég skil eiginlega ekkert í þessu. Þama voru tugir manna að slást þegar mest var og út af engu,“ seg- ir Höskuldur Erlingsson, varð- stjóri hjá lögreglunni á Hólmavík. Þar varð allt vitlaust að loknum dansleik í Laugarbóli í Bjamarfirði aðfaranótt mánudagsins. Um 150 manns sóttu ballið og fór það frið- samlega fram. Eftir dansleikinn fóm þeir fjórir lögreglumenn sem voru á staðnum að aðgæta ástand ökumanna, en sáu þá tilsýndar um 150 metra frá sér að fjöldaýfingar voru í uppsiglingu. „Við keyrðum á staðinn og þá skipti engum togum að það Iogaði allt í slagsmálum. Menn slógust gjörsamlega út um allt, en enginn vissi út af hverju," segir Höskuldur. Að líkindum hafa héraðserjur spilað eitthvað inn í. Þannig lenti Höskuldur Erlingsson, lögreglu- varðstjóri á Hólmavík, segist ekk- ert skilja í slagsmálunum. hópur fólks á Isafjarðarsvæðinu upp á kant við heimamenn, en Höskuldur segir mjög erfitt að átta sig á orsök ólátanna. Milli 20 og 30 manns slógust þegar mest var og áttu fjórir lögregíumenn eins og gefur að skilja erfitt með að bregð- ast við. Þeir gengu á milli og reyndu að róa Iýðinn, en illdeil- urnar blossuðu aftur og aftur upp og þurfti lögreglan að vakta svæð- ið í hálfa aðra klukkustund. Engar fangageymslur eru á Hólmavík og sú staðreynd auð- veldaði lögreglunni ekki störfin. Höskuldur segir samt að erfitt hefði verið að yfirgefa staðinn þótt fangageymslur hefðu verið fyrir hendi, en gott hefði verið að geta kippt þeim 4-5 einstaklingum sem harðast gengu fram, úr umferð. Skortur á fangageymslum á Hólmavík heyrir senn sögunni til þar sem smíði nýrrar lögreglu- stöðvar hefst í ár. Einstætt Tíðindum sætir að engar kærur hafa verið lagðar ffam eftir slags- málin. Þeim var óspart hótað þeg- ar leikurinn stóð sem hæst en eng- inn virðist hafa meiðst alvarlega í átökunum þótt töluvert hafi verið um „blóðnasir og blóðuga munna" að sögn Höskulds. Lögreglan á Hólmavík segir fjöldaslagsmál heyra liðinni tíð og lítur á uppá- komuna sem einstæða á síðari tímum. „Það er dálítið sérstakt að á meðan fréttir berast af stór- auknu ofbeldi í höfuðborginni, höfum við fundið fyrir hinu gagn- stæða,“ segir Höskuldur. - rþ Skdlamir fá viðbótina Borgarráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt að verja samtals 170 millj- ónum til grunnskóla Reykjavíkur á næsta ári, að tillögu borgarstjóra. Fjárveitingunni er ætlað að standa undir kostnaði við að innleiða nýja starfshætti, efla samvinnu kenn- hlutað hefur verið til fræðslumála fyrir árið 2000. Heimilt verður að veija 30% af ljárveitingu ársins 1999 til greiðslu kennara fyrir að aðlaga skólastarfið að nýrri nám- skrá. ara, efla foreldrasamstarf og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Ríflega helmingur fjárhæðar- innar er aukafjárveiting vegna yfir- standandi árs en 80 milljónir verð- ur sérstök viðbót við þann 5.480 milljóna fjárlagaframma 'semiút- dinfiToíJiföii! epWfilíiig «fj 38 fifierrtqí^ert ia)g §§ mrna Gengi FBA og Baugs bækkaði Viðskipti með hlutabrér námu 179,4 milljónum króna í gær og lækk- aði úrvalsvísitalan um 1,0%. Mest var verslað með bréf FBA (Fjár- festingarbanka atvinnulífsins) eða fyrir 31,9 milljónir og hækkaði- gengið um 2,4%. Viðskipti með Baug námu 19 milljónum og hækk- aði gengið um 0,5% en Baugur tilk)Tmti síðastliðna helgi um kaup á verslanakeðjunni 10-11 eins og nánar er fjallað um annars staðar í blaðinu. Mesta lækkunin var á bréfum íslenska járnblendifélagsins eða 7,9% í viðskiptum upp á 5,3 milljónir. Kjördæmameistarar í bridge Vel á annað KjETIElíl®!ii----------- hundrað spilara komu saman á Fosshótel KEA á Akureyri um síð- ustu helgi þar sem kjördæma- keppni Bridgesambands Islands fór fram. Reykjavík vann öruggan sigur og endaði með 510 stig. Sveit Norð- urlands eystra varð í öðru sæti með 449 stig en sveit Suðurlands varð þriðja með 446. Mótið fór vel fram undir stjórn Isaks Arnar Sigurðssonar. — BÞ Afrek miðaldra konu Bandarísk kona á sjötugsaldri gekk um 35 km til byggða til að láta vita af dóttur og og eiginmanni sem sátu föst í bíl í Kaldadal. Vont veður var á þessum slóðum og er konan talin hafa unnið mikið afrek. Kanarnir höfðu villst og festu leigujeppa sinn í snjó. Konan hélt þá af stað og kom fjórum klukkustundum síðar til byggða að Húsafelli. Hún var fljót að jafna sig og ekkert amaði að fólkinu hennar þegar náð var í það, enda hafði fólkið vit á að halda sig í bílnum. Sigursveit Reykvíkinga í bridge. Sigtryggur Sigurðsson fyrirliði með bikarinn til hægri. - mynd: bþ Flokksráð kallað saman Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað flokksráð sitt saman til fundar annað kvöld, fimmtudaginn 27. maí kl. 20.30. Fundarefnið er aðeins eitt í fundarboði: Akvörðun um þátttöku í ríkisstjórn. Þetta þýðir að -MEl • ný ríkisstjóm verði að öllum líkindum kvnnt á, föstudas., — s.nón

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.