Dagur - 26.05.1999, Qupperneq 7

Dagur - 26.05.1999, Qupperneq 7
itfMVuióó'A g'V* w: 'rfA'/'vyvá' J ÞJÓÐMÁL Fjórflokkuriim blífur JÓN KRIST- JANSSON ALÞINGISMAÐUR SKRIFAR Nú þegar kosningar eru afstaðn- ar liggur ljóst fyrir hvernig flokkakerfi íslendingar leggja með inn í nýja öld. Umræða síðustu ára hefur oft- ar en ekki hnigið að því að sú skipan stjórnmálaflokka sem búið hefur verið við Iungann úr öld- inni sé úrelt, og ný pólitísk tilvera muni taka við. Niðurstaðan eftir kosningarnar er hins vegar sú að íjórflokkurinn blífur. Það kemur greinarhöfundi ekki á óvart. Það hefur farið fram mikill lúðrablástur í kringum Samfylk- inguna og maður hefur gengið undir manns hönd til þess að sannfæra þjóðina um þá byltingu sem hún mundi valda í íslensk- um stjórnmálum. Þingmenn Al- þýðubandalagsins voru kvaddir einn af öðrum þegar þeir gengu ekki inn í hina nýju tilveru, og dálkahöfundar sem mærðu Sam- fylkinguna töldu að ekki væri mikil eftirsjá í mönnum á borð við Hjörleif Guttormsson og Steingrím Sigfússon og Kristin H. Gunnarsson og Ogmund Jón- asson, svo nokkrir séu nefndir. Eg minnist þess að hafa fullyrt það í blaðagreinum þegar sam- runaferlið á vinstri vængnum var að fara af stað að vinstri vængur- inn mundi aldrei sameinast í einum flokki. Þar kæmu meðal annars til ólíkar lífsskoðanir sem ekki væri hægt að bræða saman. Það er nú komið á daginn að ég hafði fullkomlega rétt fyrir mér. Sigur grænna Niðurstaða kosninganna er sú að Samtök um grænt framboð hafa sex þingmenn á Alþingi eftir kosningarnar. Þetta eru að sönnu færri þingmenn en Alþýðubanda- lagið hafði áður, en þarna eru eigi að síður komnir inn á þing „Niðurstaða kosninganna er sú að Samtök um grænt framboð hafa sex þingmenn á Alþingi eftir kosningarnar. Þetta eru að sönnu færri þingmenn en Alþýðubandalagið hafði áður, en þarna eru eigi að síður komnir inn á þing aftur þeir forustumenn þess sem hugðu á endurkjör/' segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni. aftur þeir forustumenn þess sem hugðu á endurkjör. Það er ljóst að nokkur atriði voru þeim hag- felld í þessum kosningum. I fyrsta lagi losaralegur mál- flutningur Samfylkingarinnar. Ljóst var að málflutningurinn var eins og hentaði á hverjum stað. Það var önnur stóriðju- stefna fyrir austan en fyrir sunn- an svo eitthvað sé nefnt. Þetta losnaði Steingrímur Sigfússon við. Orð hans voru Iög í hinum nýju samtökum, og grunnurinn var vissulega stefna Alþýðu- bandalagsins, sem var rótgróinn flokkur með fortíð. Hins vegar var breitt yfir nafn og númer flokksins með auknum áherslum í umhverfismálum. Þessi áhersla hjálpaði samtökunum mikið. Hún kom einkar vel við þá um- ræðu og áróður sem verið hefur um virkjanir og stóriðju, og hún féll mjög vel að áherslum Kvennalistans, sem nú heyrir sögunni til. Það er ljóst að íjöl- margir fylgismenn hans hafa veðjað á Steingrím og félaga, enda var einn af frumheijum Kvennalistans og áhrifamikill þingmaður hans frá upphafi, Kristín Halldórsdóttir, þar í framboði, þótt hún næði ekki inn á Alþingi. Sigur Steingríms á Norður- landi eystra skýrist þó af fleiru heldur en fylgi rótgróinna al- þýðubandalagsmanna, umhverf- issinna, og stuðningsmanna Kvennalistans. Ljóst er að hann hjó inn í raðir framsóknarmanna og kom með því Halldóri Blöndai í sæti fýrsta þingmanns kjör- dæmisins. Vonbrigði SamfyUdngariim- ar Ljóst er að útkoman í kosning- unum urðu Samfylkingunni mikil vonbrigði. Viðbrögðin eru í fyrsta lagi að Sighvatur sendir Steingrími skeyti fyrir að ijúfa samstöðu vinstri manna. I öðru lagi blossar upp umræða um nýj- an foringja og það er orðinn fast- ur liður hjá Ijölmiðlafólki að tala við Ingibjörgu Sólrúnu um vænt- anlegan foringjadóm hennar. Þau viðtöl eru ekki til þess fallin að efla traust á talsmanninum Margréti Frímannsdóttur. I þriðja lagi eru hafin skoðana- skipti um það hvenær Samfylk- ingin eigi að verða stjórnmála- flokkur að formi til og sýnist sitt hverjum. Það er meðal annars þetta sem veldur almennri vantrú á það að Samfylkingin sé trúverðug í stjórnarsamstarf. Sú vantrú er ótrúlega útbreidd, og ég hygg að ekki sé ofmælt að hún nái inn í raðir samfylkingarmannanna sjálfra. Fjórflokkuriiui blífur Staðan að Ioknum kosningum er sú að Alþýðubandalagið lifir með breyttu nafni og Steingrími J. Sigfússyni sem formanni. Al- þýðuflokkurinn hefur stækkað og enn er Margrét Frímanns- dóttir talsmaður þeirrar fylking- ar. Framsóknarflokkurinn er í varnarstöðu á miðjunni, því Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin sækja þangað. Niður- staðan er að fjórflokkurinn lifir inn í nýja öld. í stjórnmálaum- ræðunni er enn tekist á um ai- þjóðahyggju og þjóðernishyggju, einkavæðingu, umhverfismál og varnar- og öryggismál. Ekki síður er tekist á um nýtingu og eignar- hald á auðlindum. Þetta eru þau mál sem verða ofarlega á baugi í umræðunni áfram, ásamt mörg- um fleirum sem ég ætla ekki að telja upp að sinni, en láta hér staðar numið. Staða Framsóknarflokksins Þegar þessi grein er rituð standa yfir viðræður milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsam- starf. Vissulega er framsóknar- mönnum nokkur vandi á hönd- um i þeim viðræðum. Flokkur- inn tapaði fylgi í kosningunum, þótt vissulega megi á það benda að það tap er ekki stórvægilegt umfram uppsveifluna sem varð í síðustu kosningum þegar flokk- urinn var í stjórnarandstöðu. Mín tilfinning fýrir tapinu út um Iandsbyggðina er sú að byggða- þróunin hafi farið í taugarnar á kjósendum, og af einhverjum ástæðum voru þeir frekar tilbún- ir að refsa Framsóknarflokknum fyrir hana en Sjálfstæðisflokkn- um. Vafalaust hafa landsbyggð- armenn meiri væntingar til flokksins að þessu leyti heldur en Sjálfstæðisflokksins. A höfuð- borgarsvæðinu hafa umhverfis-, hálendis- og virkjanamál og sú mikla umræða sem verið hefur um þau, vafalaust haft áhrif, ásamt linnulausum áróðri þing- manna Samfylkingarinnar um einstaka ráðherra flokksins. Hins vegar er þetta veruleiki sem við framsóknarmenn þurfum að lifa í og draga okkar lærdóma af. Það er hins vegar alveg ljóst að flokkurinn hefur víðtækt traust til þess að taka þátt í ríkisstjórn og víðtækur \ilji er til þess hjá þjóðinni að núverandi stjórnar- flokkar vinni að því áfram að tryggja stöðugleika í þjóðfélag- inu. Eg er þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að sinna þessu kalli og reyna að tryggja stjórnar- sáttmála við Sjálfstæðisflokkinn, sem tekur á þeim málum sem einkum voru til umræðu í kosn- ingabaráttunni, en það eru trygg- ingamál, byggðamál og baráttan gegn fíkniefnum, sem ég set efst á blað í þessari umræðu. Alþingi fyrr og nú „Nú er lokið þessu þingi.“ Þannig hljóðar upphaf vísu, sem Leifur heitinn Haraldsson orti eitt sinn að loknu flokksþingi framsóknarmanna. Og nú fyrir nokkru var öðru þingi að Ijúka, sjálfu Alþingi Islendinga. En um það yrkir enginn Leifur eftir- mæli. Ósjaldan heyrist því haldið fram, að virðing almennings fyr- ir Alþingi hafi farið mjög þverr- andi á síðari árum. Alþingis- menn sjálfir hafa jafnvel, sumir hveijir, haft þetta á orði og þá eðlilega í kvörtunar- og mæðu- tón. En hver er ástæðanr1 Hvar er hennar að Ieita? Það skyldi þó ekki vera innan þingsins sjálfs? Hér á árum áður var ég allvel kunnugur störfum Alþingis. Bæði sat ég þar öðru hvóru sem varaþingmaður og svo gegndi ég störfum þingfréttaritara um all- langt skeið, fyrst fýrir Tímann, seinna fyrir Þjóðviljann. Þetta gaf mér að sjálfsögðu færi á að- fýlgjast vel með þingstörfunum. A síðari árum hafa kynni mín af Alþingi og störfum þess einkum verið gegnum fjölmiðla: blöðin, útvarpið og þó fyrst og fremst sjónvarpi frá þingfundum. Og mikil er sú breyting, sem orðin er á þessari samkomu frá því „í gamla daga“. Þá kom það naum- ast fýrir, að nokkurn þingmann né ráðherra vantaði á þingfundi nema óviðráðanlegar ástæður hömluðu, svo sem veikindi. Menn sátu kyrrir í sætum sínum og hlýddu á þá, sem voru í ræðu- stól hverju sinni en brugðu sér inn í hliðarherbergi ef þá langaði til að kveikja sér í pípu og gátu þá jafnframt fylgst með umræð- um þar sem opið var fram í þingsalinn. Nú er hinsvegar svo að sjá og heyra að þingmenn og þá ekki síður ráðherrar, haldi sig oft og einatt allstaðar annars- staðar fremur en í þingsalnum meðan fundir standa þar þó yfir. „Ósjaldan heyristþví haldið fram, að virðing almennings fyrir Alþingi hafi farið mjög þverrandi á síðari árum, “ segir Magnús m.a. i grein sinni. Þegar sjónvarpsskjárinn rennir „augum“ yfir þingsalinn kemur oft og einatt í ljós, að mikill meirihluti þingbekkjanna er í „eyði“. Stundum má sjá einn og einn ráðherra híma þarna með armæðusvip, stundum engan. Þegar greiða á atkvæði þarf vesalings forsetinn tíðum saman að hamast kófsveittur á bjöllunríi til þess að smala inn í þingsalinn hjörð, sem er einhversstaðar úti um hvippinn og hvappinn. Eitt sinn heyrði ég einn þingmann- inn afsaka þetta háttalag með því, að tæknin, sjónvarpið, gerði mögulegt að fylgjast með um- ræðum þótt hafst væri við í ein- hverjum húsakjmnum úti í bæ. Erí’hvao eru þeiir að 'géra þar? Lúra þeir kannski bara uppi í sófa? Eða eru þeir að sinna ein- hverjum sérstökum verkefnum, skrifa sendibréf, semja frumvörp eða greinargerðir? Vel má vera að þingmenn séu búnir meiri og fjölþættari hæfileikum en al- mennt gerist en að þeir geti ein- beitt sér að mörgum verkefnum samtímis, það dreg ég mjög í efa. En það er fleira í vinnubrögð- um Alþingis sem rýrir álit manna á því. Þegar líður að þinglokum þá er hrúgað á dagskrá hvers fundar tugum mála. Yfirleitt eru þetta frumvörp frá ríkisstjórn- inni, sem eru að velkjast í ráðu- neytum fram undir þinglok. Þá er þeim loksins ruslað inn í þing- ið og ætlast til þess að þau séu afgreidd þar á nokkrum klukku- stundum, helst umræðulaust. Svona hundavaðsháttur er auð- vitað ekki sæmandi stofnun, sem á að heita löggjafarsamkoma. A fleiri atriði mætti benda, sem rýra virðingu almennings fyrir Alþingi og eiga rót sína að rekja til vinnubragða þingmanna sjálfra. Einhverntíma var talað um „hrafnaþing“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.