Dagur - 26.05.1999, Side 4
FRÉTTIR
4 i MmV'IK VO A'G U<R 2>'6'i MÁtíUASW'íf M
Um helgina bar mikið á hraðakstri og ölvunarakstri samkvæmt dag-
bók lögreglunnar í Reykjavík. Höfð voru afskipti af 79 ökumönnum
vegna hraðaksturs og voru nokkrir þeirra vel yfir hámarkshraða. Einn
ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka á 141 km hraða á
Breiðholtsbraut. Þá voru 19 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölv-
un við akstur.
Slagsmál í Tryggvagötu
Lögreglumenn veittu athygli ungri stúlku sem sat grátandi í bifreið í
Fossvoginum. I Ijós kom að hún hafði sætt árás af hendi sambýlis-
manns. Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar.
Nauðsynlegt reyndist að senda mikinn Ijölda lögreglumanna til að
ná tökum á slagsmálum sem brutust út í Tryggvagötu við Naustið að
morgni laugardags. Þar var æstur og ölvaður maður að slá til fólks.
Er verið var að handtaka hann reyndu félagarnir að hindra handtök-
una.
Að kvöldi laugardags var tilkynnt um hnífsstungu við veitingastað
í miðborginni. Karlmaður var fluttur á slysadeild með minniháttar
áverka á bijóstkassa. Ekki er vitað um árásarmann.
-Ðujur
Frá útskriftinni í VMA um heigina, sem jafnframt var síðasta útskrifin hjá Bernharði Haraldssyni
sem skólameistara.
Sparkað í liggjandi meim
Tveir menn voru í átökum í miðborginni að morgni sunnudags. Þeir
féllu í götuna og komu þá að þrír piltar og ein stúlka og hófu að
sparka til þeirra m.a. í höfuð og líkama. Lögreglan náði að handtaka
þrennt þeirra á hlaupum þar nærri. Sex aðilar voru fluttir á lögreglu-
stöð vegna málins og einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Þá var ráðist að eldri blaðburðarkonu að morgni sunnudags. Árás-
araðilar voru þrir karlar og ein kona. Auk hótana voru konunni veitt-
ir áverkar á höfði. Árásaraðilar eru ófundnir.
Ráðist var að leigubílstjóra að morgni mánudags. Bílstjórinn hafði
sjálfur náð að yfirhuga mennina er Iögreglan komst á vettvang. Bíl-
stjórinn hlaut áverka á höfði og hendi. Arásarmaður var handtekinn
og fluttur á lögreglustöð.
Iimbrot í geymslur
Brotist var inní 17 geymslur í húsnæði í miðbænum. Ekki er vitað
hvernig var farið inní húsið. Ekki ljóst hversu miklu var stolið þar
sem ekki hefur tekist að ná til allra eigenda.
Brotist var inní bílskúr á Háaleitisbraut og stolið þaðan nokkrum
verðmætum meðal annars skotvopnum. Rannsókn hefur staðið yfir
um helgina og voru tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna
málsins til 10. júní nk.
Brotist inn á myndbandaleigu
Brotist var inn í skrifstofur
myndbandaleigu við Lágmúla
um kl. tvö aðfaranótt mánu-
dags. Skrifstofurnar eru beint
fyrir ofan búðina og gerðist
þetta á afgreiðslutíma. Málið
uppgvötaðist þegar starfsstúlka
fór upp á skrifstofuna til að ná í
hulstur utan um spólur, en hún
tók eftir að ekki var allt með
felldu. Þjófarnir stálu tæpum
tveimur milljónum króna í
peningum. Rannsókn stendur
yfir vegna málsins.
Skemmdu ljósastaur
Lögreglu barst tilkynning síðdegis á mánudag um einstaklinga sem
léku sér að því að vinna skemmdir á ljósastaurum á Hverfisgötu. Er
lögreglan kom á staðinn voru þar fimm einstaklingar að bogra við bif-
reið. Við skoðun lögreglu kom í Ijós poki með 8 vindlingalengjum var
á staðnum og gat enginn viðstaddra gert grein fyrir því. Málið fer í
frekari rannsókn.
Myndbandaieigan í Lágmúla þar sem
tæpum 2 milljónum var stolið.
Köstuðu glasi í löggubíl
Tveir 19 ára piltar voru handteknir eftir að hafa kastað ölglasi í lög-
reglubifreið sem ók framhjá þeim. Piltarnir voru gestir á svölum veit-
ingastaðar í míðbænum.
Þrír 14 ára piltar teknir fyrir að skemma eigur með því að spreyja
á þær málningu.
Datt ofau af Kringlunni
Unglingspiltur slasaðist er hann féll niður tvo metra af þaki á versl-
unarmiðstöðinni í Kringlunni. Hann reyndist fótbrotinn og var flutt-
ur á slysadeild.
Sjarmör í miðborgiuui
Lögreglumenn verða oft vitni að undarlegum tilburðum einstaklinga
til að vekja á sér athygli oftast í þeim tilgangi að heilla hitt kynið.
Ekki verða allir þessir tilburðir til árangus og t.d. var karlmaður
handtekinn að morgni mánudags í miðborginni. Hann hafði fundið
sig knúinn til að sýna karlmennsku sína á þann hátt að bera sig að
ofan, berja í stöðumæla og míga utan í hús. Hann var fluttur einn og
vfirgefinn í fangabús logreglu þar sem hann dvaldi næturlangt.
„Ég bið að heilsa44
Byggmgatíini Verk-
meimtaskólans hefur
staðið allt frá árinu
1981 og eun er óbyggt
mikið og með sömu
fjárveitiugum lýkur
byggiugum ekki fyrr
en komið verður inn í
nýja öld, sem er 20
árum lengra en ætlað
var í fyrstu.
Brautskráning fór fram frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri sl.
laugardag en þá brautskráðust
87 stúdentar, 16 iðnnemar, 8 vél-
stjórar, 2 matartæknar og 3
starfsdeildarnemar. Flestir voru
stúdentar af félagsfræðibraut,
eða 29 talsins, en frá upphafi
hafa brautskráðst vel á fjórða
þúsund nemendur frá Verk-
menntaskólanum. A laugardag-
inn brautskráðust síðustu stúd-
entarnir í skólameistaratíð Bern-
harðs Haraldssonar, en hann
Iætur nú af störfum en hann hef-
ur gegnt starfinu frá upphafi
vega, eða frá árinu 1985. Við
upphaf dagskrárinnar söng Jó-
hann Már Jóhannsson lag Inga
T. Lárussonar við ljóð Jónasar
Hallgrímssonar, Eg bið að heilsa,
sem er fyrsta kvæðið sem ort er á
íslensku undir sonnettuhætti.
Það er einnig nokkuð táknrænt
nú þegar fyrsti skólameistari
VMA lætur af störfum. Hann
sagði af því tilefni að þessi 16 ár
hefðu verið áreynslumikil og
þroskandi, en tími sem hann
hefði ekki viljað missa af. Að
leiðarlokum var hann sæmdur
gullmerki Verkmennaskólans á
Akureyri.
Umsóknir um nám í dagskóla
VMA voru á skólaárinu 1146 en
þar af skiluðu 1046 sér til náms,
um 100 voru í öldungadeild og
270 í fjarnámi. Skólameistari
sagði að á þessum 15 árum
hefðu ýmsir erfiðleikar steðjað
að en þeir hefðu allir verið yfir-
stignir með sóma. Byggingatími
skólans væri hins vegar orðinn
Iangur, eða allt frá árinu 1981 og
enn væri óbyggt mikið og með
sömu fiárveitingum lyki bygging-
um ekki fyrr en komið væri inn í
nýja öld, sem er 20 árum lengra
en ætlað var í fyrstu og sagði
skólameistari að sér væri ekki
kunnugt um neinn framhalds-
skóla sem hefði verið svo lengi í
byggingu. Þegar nýtt og vandað
hús fyrir tréiðnaðardeildina verð-
ur tekið í notkun í haust verður
Húsmæðraskólinn við Þórunnar-
stræti eina „annexían". Bernharð
sagðist vera þess fullviss að
stærsta byltingin sem átt hefði
sér stað í íslenska framhalds-
skólakerfinu um Iangt skeið,
jafnvel áratugi, væri fiarkennslan
gegnum tölvur sem hófst við
Verkmenntaskólann fyrir um
hálfum áratug síðan. Nú útskrif-
uðust fiórir úr fiarnámi, þar af
voru nemar frá Kanada og Þýska-
landi sem voru viðstaddir braut-
skráninguna. Hugmyndasmið-
irnir að fjarnáminu voru þeir
Haukur Agústsson ogAdam Osk-
arsson, sannkallaðir eldhugar í
kennslu og tölvutækni. gg
Hætt viö flutning tón-
1 i st arkemisliuin ar ?
Fráfarandi skólastjóri
Tónlistarskólans á
Akureyri harðorður í
garð bæjaryfirvalda.
Atli Guðlaugsson, skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri, var
á köflum þungorður í garð bæj-
aryfirvalda í lokaræðu sinni við
skólaslit Tónlistarskólans sl.
föstudag. Atli hefur sagt upp
störfum og ákveðið að flytja burt
af Eyjafiarðarsvæðinu, þar sem
hann telur sig ekki geta starfað
Iengur við óbreyttar aðstæður.
Akureyrarbær hefur ekki staðið
við samninga að hans sögn.
Hann vitnaði í samþykktar breyt-
ingar hjá bæjarstjórn í fyrra um
breyttar áherslur í starfi og
skipulagi skólans en sagði um
efndirnar: „Sú milda vinna sem
þessar breytingar hafa kostað
hefur því miður verið einskis
rnetjpfOg virðist |m' vænsti kp$l- ,
Atli Guðiaugsson.
urinn í stöðunni vera sá að hætta
við flutning tónlistarkennslunn-
ar út í grunnskólana um ókomin
ár, því betra er að hætta starf-
seminni heldur en að vera með
og skilar mjög takmörkuðum ár-
angri.“
Atli sagði lýðum ljóst að það
kostaði meira að kenna 450
nemendum í einkakennslu og
540 nemendum í forskóla í sjö
skólum, en að kenna aðeins 450
nemendum í einum skóla. Hann
sagði tónleikahaid hafa marg-
faldast á skömmum tíma en allt
kæmi fyrir ekld varðandi skilning
yfirvalda. Hvað starfslok hans
sjálfs varðaði sagði Atli: „Tónlist-
arfólk hefur sýnt ótrúlega bið-
Iund og þolinmæði í gegnum tíð-
ina. Þó er nú svo komið hjá mér
að mitt margteygða Ianglundar-
geð hefur sagt stopp. Eg er á för-
um. Eg kveð ykkur auðvitað með
söknuði í hjarta, en metnaður
minn fyrir hönd skólans og bæj-
arfélagsins er meiri en svo að ég
geti hugsað mér að horfa upp á
hnignunina sem búið er að setja
okkur út í.“ bþ