Dagur - 26.05.1999, Qupperneq 9
8- MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MIDVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
rD^tr
Óttast vaxandi fákeppnl
Kaupin gerast hratt á eyrinni um þessar mundir. í það minnsta lá mönnum svo mikið á að ganga frá kaupum Baugs á klukkubúðunum 10-11 að ekki gafst ráð-
rúm til að bíða eftir áliti Samkeppnisstofnunar.
GUÐMUNDUR
■Y *>■/' RÚNAR
\ - y A HEIÐARSSON
j
HPfe SKRIFAR
Ekki búist við miklum
breytmgum á mat-
vöramarkaði með
kaupiim Baugs á 10-
11 verslununum.
Keppinautar boða
aukna samkeppni.
Áhyggjur hjá neytend-
um. Samkeppnisstofn-
un skoðar málið. Ekki
glæpur að vera stðr.
Talið er að markaðshlutdeild
Baugs og verslana í hans eigu á
matvörumarkaðnum á höfuð-
borgarsvæðinu geti numið vel yfir
50% eftir að fyrirtækið keypti all-
ar þrettán 10-11 verslanirnar um
hvítasunnuhelgina. Innan raða
Baugs eru m.a. Bónus, Hagkaup,
Nýkaup og Hraðkaup. Þegar
verðbréfamarkaðir voru opnaðar í
gærmorgun hækkaði gengið á
hlutabréfum Baugs úr 9,95 í rúm
10. Enn fremur stefna Baugs-
menn að því að auka hlutafé fyr-
irtækisins um 600 milljónir
króna. Þá hefur þróunin á mat-
vörumarkaðnum einkennst af því
að þeir stóru verða sífellt stærri á
sama tíma og kaupmaðurinn á
horninu er nánast að hverfa af
sjónarsviðinu. Kaupás, helsti
keppinautur Baugsveldisins, hyg-
gst bregðast við stækkun þeirra
með því að efla og fjölga eigin
búðum. Til marks um það verður
opnuð ný Nóatúnsbúð í Hafnar-
firði í haust.
Kaupverð imi 1,5-2 milljarðar
Svo mikill hraði einkenndi þessi
kaup á 10-11 búðunum að ekki
gafst tími til að bíða eftir áliti
Samkeppnisstofnunar á þeim.
Búist er við að Samkeppnisstofn-
un muni verða tilbúin með álit
sitt á kaupunum með tilliti til
markaðsstöðu Baugs og fyrir-
tækja þess innan fárra vikna. Eins
og venja er í slíkum viðskiptum
fæst kaupverðið ekki gefið upp.
Hins vegar er talið af þeim sem
gerst þekkja til að það geti hafa
verið á bilinu 1,5-2 milljarðar
króna. I þessum kaupum fylgdu
engar fasteignir þar sem 10-11
verslanirnar eru allar í leiguhús-
næði. Þarna var því fyrst og
fremst verið að kaupa viðskipta-
vild þessara klukkubúða sem Ei-
ríkur Sigurðsson og Qölskylda
höfðu byggt upp. I fyrstunni er
ekki búist við að þessi samþjöpp-
un muni leiða til hærra vöruverðs
vegna þeirrar samkeppni sem fyr-
ir er á markaðanum. Þar eru fyrir
Kaupás með 11-11 verslanirnar,
Nóatúnsbúðirnar og matvöru-
deild Kaupfélags Arnesinga með
10 milljarða króna ársveltu á móti
22-23 milljarða króna veltu hjá
Baugsverslunum. Nokkru minni
er veltan hjá KEA og verslunum
þess, eða um 4 milijarðar og hjá
Kaupfélagi Suðurnesja um 2
milljarðar. Formaður Neytenda-
samtakanna telur ástæðu til að
hafa áhyggjur af framtíðinni með
tilliti til þróun verðlags á matvör-
um.
Markaðsráðandi
Jón Asgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs, vísar því á bug
að þeir hafi verið að kaupa sam-
keppnisaðila út af markaðnum
með kaupunum á 10-11 verslun-
unum. Hann segir að seljendur
hafi ekki viljað bíða eftir áliti
Samkeppnisstofnunar á kaupun-
um og því hefði það ekki verið
gert. Að auki gerast kaup sem
þessi einatt mjög hratt. Astæðuna
fyrir kaupunum segir Jón Ásgeir
fyrst og fremst þá að Baug hafi
vantað þetta rekstrarform sem
klukkubúðirnar séu. Það hefði
verið talið vænlegra að kaupa
þessa verslanakeðju í stað þess að
setja upp Hraðkaupsbúðir á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Stóra málið í þessu er það að
Samkeppnisstofnun hefur úr-
skurðað að Baugur sé markaðs-
ráðandi fýrirtæki nú þegar. Þess
vegna lýtur Baugur ákveðnu eftir-
Iiti stofnunarinnar. Kaupin á 10-
11 breyta engu því mati,“ segir
Jón Asgeir.
Breytir ekki miklu
Hann telur að með kaupunum og
sölu á tveimur til þremur verslun-
um Baugs muni markaðshlut-
deild Baugs og fyrirtækja þess
aukast um 4-5%. Af þeim sökum
breyta þessi kaup ekki svo miklu
um þeirra hlutdeild á markaðn-
um. Á hinn bóginn séu þessi
kaup mikill styrkur fyrir Baug. Þá
sé ekki búið að taka neinar
ákvarðanir um sölu á verslunum í
framhaldi af þessum kaupum.
Jón Ásgeir segir að neytendur
muni ekki verða varir við neinar
breytingar á sínum högum hvað
verðlag áhrærir. Hins vegar sé
viðbúið að Baugur muni ná fram
nokkurri hagræðingu innan sinna
raða með þessum kaupum sem
síðan mun væntanlega skila sér
til neytenda. Hann segir að kaup-
verðið sé trúnaðarmál en sá
kostnaður muni ekki koma fram í
vöruverði. Að auki hefði stór hluti
kaupverðsins verið greiddur út í
formi hlutabréfa í Baugi, eða sem
nemur 5-6% af hlutaQáreign í
Baugi. Aðspurður segir Jón Asgeir
að það séu ekki frekari verslana-
kaup á borðinu. Hins vegar sé
ekkert sem bannar verslunum
innan Baugs að eflast og stækka.
Spýta ílófa
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Kaupáss, segir að þessi
kaup hafi í sjálfu sér ekki komið
svo mjög á óvart. Menn hafi get-
að búist við þessu eftir að 10-11
verslanirnar gerðust aðilar að
innkaupasambandi Baugs sl.
haust. Af þeim sökum hafi mönn-
um ekki brugðið neitt þegar frétt-
ist af þessum kaupum um helg-
ina. Hann segir að viðbrögð þeirra
við vaxandi Baugsveldi geti ekki
verið nema á einn veg, þ.e. að
spýta í lófana og reyna að auka
enn frekar eigin veltu til að veita
þeim verðugt aðhald og sam-
keppni. I því sambandi bendir
hann á að í haust verður opnuð
ný Nóatúnsbúð í Hafnarfirði.
„Menn hljóta að velta því fyrir
sér,“ segir Þorsteinn aðspurður
hvort Kaupásmenn séu heitir fyr-
ir því að kaupa eitthvað af þeim
verslunum sem Baugsmenn hafa
rætt um að selja. Meira sé ekki
um það að segja á þessu stigi
málsins á meðan engar verslanir í
þeirra eigu hafa verið auglýstar til
sölu. Hann minnir einnig á að
samkeppnin á matvörumarkaðn-
um sé alveg gríðarlega hörð og
ekkert útlit fyrir annað en að hið
daglega verðstríð haldi áfram af
fullum krafti. I því sambandi
bendir Þorsteinn m.a. á að
Baugsmenn muni eflaust reyna
að sýna neytendum fram á hag-
kvæmni kaupanna á 10-11 versl-
unum með því að bjóða þeim
„góð verð.“ Hann segir að þeir
muni ekki gefa neitt eftir í þeirri
baráttu, frekar en fýrri daginn.
Samkcppni keypf út
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að
kaup Baugs á 10-11 verslunum
sé í sjálfu sér ekki nýjung. Það sé
vegna þess að verslanakeðjan hef-
ur verið í viðskiptum við Aðföng,
fyrirtæki Baugs, um nokkurt
skeið. Hins vegar sé ljóst að með
þessu sé Baugur að kaupa sam-
keppnisaðila út af markaði. Til að
byija með telur Jóhannes að þessi
kaup muni ekki hafa nein áhrif á
vöruverð til neytenda. Það helg-
ast af þeirri samkeppni sem sé á
markaðnum og því sé engum
stætt á því að fara að hækka vöru-
verð. Engu að síður sé ástæða til
að hafa áhyggjur af því hvað
framtíðin ber í skauti sér í þess-
um efnum. Það getur þó haft áhrif
til hækkunar þegar til Iengri tíma
sé litið þegar Baugur sé orðinn svo
stór á markaðnum. I það minnsta
munu þessi kaup ekki auka á sam-
keppnina, svo mikið sé víst.
Aúkinyfirráð
Þá sé næsta víst að þessi kaup séu
m.a. gerð til þess að ná meiri yfir-
ráðum á markaðnum og til að
geta stýrt honum betur. Af þeim
sökum hljóta Neytendasamtökin
að setja spurningarmerki þegar
svo sé komið. Það megi svo aftur
deila um það hversu mikið 10-11
verslanirnar hafi verið virkar í
þessari samkeppni eftir að þær
fóru að kaupa nær allar sínar vör-
ur frá Aðföngum. Jóhannes
minnir hins vegar á að 10-11
verslanirnar voru í bullandi sam-
keppni t.d. við Hagkaup á sínum
tíma. Síðast en ekki síst telur
hann að 10-11 verslanirnar hafi
átt heiðurinn að lækkun vöru-
verðs í landinu á tímabili. Hann
telur að síðan verslanirnar byrj-
uðu viðskipti við Aðföng hafa
hlutirnir breyst í þá veru að verð-
Iag hefur stigið fremur upp á við
en til lækkunar. Hann minnir
enn fremur á að ef menn gleyma
sér á verðinum í samkeppninni,
þá skapa menn rými fýrir aðra.
Það ættu Baugsmenn að þekkja
öðrum fremur.
Ekki heppilegt
Formaður Neytendasamtakanna
telur einnig ljóst að út frá sjónar-
miðum samkeppninnar sé staðan
þannig að Baugur og hlutdeild
verslana í hans eigu séu orðin
markaðsráðandi á matvörumark-
aðnum. Það sé hins vegar sam-
keppnisyfirvalda að dæma um
það. Þá telur formaður Neyt-
endasamtakanna einsýnt að yfir-
völd samkeppnismála munu
skoða mjög vandlega þessi kaup
með tilliti til stöðu Baugs og fyr-
irtækja þess á matvörumarkaðn-
um. Engu að sfður sé það ekki
heppilegt, hvorki í matvöru né í
öðrum atvinnugreinum, að hafa
markaðsráðandi aðila. Hins vegar
eiga menn eftir að sjá hver þróun-
in verður í framhaldinu.
Tvö módurfélög
Hann minnir á að Baugsmenn
hafa boðað sölu á einhverjum af
sínum verslunum. Þá sé það
spurningin hver muni kaupa af
þeim, hversu margar verslanir þeir
ætli sér að selja og hversu stórar
séu þær verslanir. Formaður Neyt-
endasamtakanna telur engu að
síður að þetta ýti því miður undir
þá þróun að hérlendis verða tvö
stór móðurfélög í matvörugeiran-
um sem séu í samkeppni hvort við
annað og einnig innbyrðis. Hann
hefði þó gjarnan viljað sjá að fleiri
væru á markaðnum í stað þessara
stóru, Baugs með allar sínar versl-
anir og síðan Kaupás með 11-11
verslanirnar og Nóatúnsbúðirnar
svo ekki sé minnst á KEA Nettó
búðir. Honum þykir það einnig
mjög miður að þessi kaup skuli
hafa þurft að ganga fram með
þeim hætti að rétt yfirvöld hefðu
ekki getað kannað lögmæti þess-
ara viðskipta áður en þau voru
gerð. I því sambandi bendir hann
á að það sé mun erfiðara að vinda
niður slíka hluti en að vinda þá
upp.
Kluhkan tifar
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun segir að stofnunin
sé ekki búin að taka afstöðu til
þess hver sé markaðshlutdeild fyr-
irtækja Baugs eftir kaupin á 10-11
verslununum. Hann segir að
stofnunin muni fara að skoða
þetta mál og hvaða áhrif það hefur
á samkeppnina á markaðnum.
Samkvæmt lögum mega líða allt
að tveir mánuðir frá því að Sam-
keppnisstofnun sé kunnugt um
slíkan samruna og þangað til
stofnunin verður að birta sitt álit.
Það þýðir að hans mati að klukkan
hafi byijað að tifa frá og með síð-
asta laugardegi. Guðmundur úti-
Iokar þó ekki að stofnunin verði
tilbúin með sinn úrskurð áður en
þessi formlegi frestur rennur út,
enda með þokkalega yfirsýn yfir
markaðinn. Hann minnir þó á að
stofnunin hefði verið Iátin vita af
þessum kaupum fyrir helgi, en
bæði kaupendur og seljendur
höfðu ekki tök á að bíða eftir áliti
stofnunarinnar.
Skilgreining
Guðmundur segir að allar tölur
um hugsanlega markaðshlutdeild
Baugs og fyrirtækja þess séu dálít-
ið varhugaverðar. I þeim efnum
þarf að liggja fyrir hvað heildar-
markaðurinn sé stór, enda hægt að
skilgreina hann með ýmsum
hætti. I þeim efnum þarf m.a. að
taka afstöðu til þess hvort mat-
vörumarkaðurinn samanstendur
aðeins af veltu hefðbundinna
verslana eða hvort einnig sé tekið
tillit til þeirrar veltu sem er í sölu-
turnum og bensínstöðvum, eða
ekki, svo dæmi sé tekið. I þessu
sambandi þarf einnig að skilgreina
hinn landfræðilega markað, höf-
uðborgarsvæðið eða aðeins Iands-
byggðina nema hvort tveggja sé. Af
þeim sökum sé hægt að fram-
kvæma slíka úttekt á marksstöð-
unni á marga vegu, eða allt eftir
því á hvaða forsendum sé unnið út
frá.
Ekki glæpur að vera stór
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtaka Islands,
telur fljótt á litið að litlar breyting-
ar verði á matvörumarkaðnum
þrátt fýrir þessi kaup Baugs á 10-
11 búðum, enda verði þessi versl-
anakeðja væntanlega áfram rekin
á sínum forsendum. Það sé m.a.
ástæðan fyrir kaupum þeirra
Baugsmanna. Þá sé ekki heldur
búist við að kaupin breyti neinu
með tilliti til samkeppninnar, enda
hefur 10-11 keypt nær allt sitt frá
Aðföngum. Hins vegar sé því ekki
að leyna að með þessum kaupum
séu Baugur og verslanir hans orð-
in stór og ráðandi eining á mark-
aðnum og ekki nema eðlilegt að
neytendur og aðrir hafi áhyggjur
af því. Aftur á móti telur Sigurður
að viðhorf manna til stærðarinnar
í samkeppnismálum hafi verið
breytast í seinni tíð og líklega til
samræmis við það sem sé að gerast
í Evrópu.
„Þau eru að breytast í þá veru að
það sé ekki glæpur að vera stór.
Það sé hins vegar glæpur að mis-
nota stærð sína,“ segir fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtak-
anna. Hann áréttar þó að það sem
sé talið markaðsráðandi í einu
landi sé það ekki í öðru. Þetta
ræðst fyrst og fremst af mati sam-
keppnisyfirvalda í hverju landi fyr-
ir sig.
Akureyrsk menningamótt
Magnús Már Þorvaldsson hefur
hafið undirbúning að opnun
skrifstofu Ferðamálafélags Eyja-
fjarðar að Hafnarstræti 82. Hann
er ráðinn til sex mánaða, en verk
nýrrar stjórnar Markaðsskrif-
stofu Akureyrar verður að semja
um framhald starfseminnar.
Magnúsi Má er ætlað að undir-
búa og sjá um reksturinn til að
byrja með og kynna svokallaða
viðburðaferðamennsku.
Hefur m.a. verið stofnaður
hugmyndabanki þar sem afurð-
irnar hafa þegar litið dagsins ljós.
Þannig er Jón Haukur Brynjólfs-
son skráður fyrir hugmynd um
„Akureyrska menningarnótt"
mánaðamótin ágúst-september
og Iíta menn þá til Menningar-
nætur Reykjavíkur sem fyrir-
myndar.
Um 5 ára skeið hefur takmark-
aður hópur hagsmunaaðila kom-
ið að ýmsum viðburðum á Akur-
Skrifstofa Ferðamálafélags Eyjafjarðar að Hafnarstræti 82
eyri og hefur hugtakið viðburða-
ferðamennska verið notað um
þær uppákomur. I bréfi Mark-
aðsskrifstofu Akureyrar til hags-
munaaðila í ferðaþjónustu segir
að kraftur hins takmarkaða hóps
hafi gert mögulegt að halda stór-
viðburði á Akureyri, sem ekki eigi
sér hliðstæðu í sögu bæjarins.
Nú hyggist menn fara af stað
með enn meiri krafti en nokkru
sinni fyrr. - BÞ
Háskóli íslands,
endurmenntunarstofnun
Aðgerðir gegn ofbeldi
Ráðstefna í tengslum við fund sérfræðinganefndar
Evrópuráðsins, í samvinnu við Neyðarmóttöku vegna
nauðgunar og Skrifstofu jafnréttismála
Dagskrá:
Haldið á Hótel Sögu 27. maí kl. 9.00-17.00:
í dagskránni:
09.00-09.10.
09.10-09.40.
09.40-10.10.
10.10- 10.30.
10.30- 10.50.
10.50-11.05.
11.10- 11.30.
11.30- 11.50.
12.00-12.35.
12.35-14.00.
14.00-14.20.
14.20- 15.00.
15.00-15.20.
15.20- 15.40.
16.40-17.00.
Setning Guðrún Agnarsdóttir.
Ávarpsorð. Ráðherra.
Kynning á jafnréttisnefnd Evrópuráðsins, CDEG, með sérstakri áherslu
á aðgerðir gegn ofbeldi. Caroline Mechin.
Kynning á sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um aðgerðir til verndar
konum og ungum stúlkum gegn ofbeldi, EG-S-FV, og tillögum
nefndarinnar. Guðrún Agnarsdóttir.
Kynferðislegt ofbeldi í styrjöldum. Charlotte Lindsay.
Kaffi.
Aðgerðir og bráðaúrræði Evrópuráðsins til að varðveita lýðræði og
stöðugleika í Suð-austur Evrópu (Balkanskaga.)
Sophía Piguet.
Vandamál við samanburð á ofbeldi í ólíkum samfélögum.
Hildigunnur Ólafsdóttir.
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar, þverfagleg fyrirmynd.
Eyrún Jónsdóttir.
Hlutverk löglærðra talsmanna - áhrif nýrra löggjafar.
Helga Leifsdóttir.
Hádegisverður.
Ákvörðun refsingar í nauðgunarmálum - hæstaréttardómar á tuttugu ára
tímabili. Ragnheiður Bragadóttir.
Langtíma afleiðingar kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis - meðferð og
forvarnir. Barbro Wijma.
„Karlar til ábyrgðar11 - meðferðarúrræði fyrir karla sem beita
heimilisofbeldi. Einar Gylfi Jónsson.
Kaffi.
Umræður.
Staða og viðbrögð við ofbeldi.
15.40-16.00. Hvað er að gerast í Austurríki?
16.00-16.20. Hvað er að gerast í Tyrklandi?
16.20-16.40. Hvað er að gerast í Rúmeníu?
Valentín Wedl.
Cánán Arin.
Norica Nicolai.
Fundarstjórar:
Fyrir hádegi: Elsa Porkelsdóttir, framkvæmdarstjóri Skrifstofu jafnréttismála.
Efir hádegi: Sigrún Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Rauða kross íslands.
Veiðc 3.500 kr.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 525-4923, myndsíma 525-4080 og tölvupósti
endurm@hi.is. Heimasíða: www.endurmenntun.hi.is