Dagur - 26.05.1999, Qupperneq 6

Dagur - 26.05.1999, Qupperneq 6
MIRVIHIWAGUR ?6. 19 9 9, ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is CREYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Amundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Ungt fólk í vanda í fyrsta lagi Á undanförnum árum hefur fólk frá mörgum öðrum Iöndum flutt til Islands og sest hér að. Þetta á ekki aðeins við um flóttamenn, sem hafa leitað hér hælis vegna hörmunga á heimaslóð, heldur einnig Qölskyldur sem hingað koma á eigin vegum í von um bjartari framtíð. Þetta er eðlileg afleiðing þess að íslenskt þjóðfélag hefur tengst alþjóðahraðbrautinni og get- ur, ef vel tekst til, auðgað verulega íslenskt mannlíf. En til þess að svo megi verða þurfa íslendingar ekki aðeins að taka vel á móti þeim nýbúum sem hingað koma, heldur einnig að gera þeim kleift að ná árangri í samfélaginu. í öðru lagi Með þetta í huga hlýtur frétt Dags á laugardaginn um flótta nýbúa úr íslenska skólakerfinu að kalla á alvarleg athugun og viðbrögð af hálfu þeirra sem ráða menntamálum. Þar kemur fram það sé „nærri 100% brottfall hjá nýbúum" í framhalds- skólum landsins. Þetta þýðir að þeir nýbúar sem á annað borð komast upp í framhaldsskóla hætta nær undantekningarlaust námi. Ástandið er reyndar enn alvarlegra, því fram kemur í frétt Dags að innan við 50% tvítyngdra barna í 10. bekk reyna yfirleitt að fara í framhaldsskóla. „Við erum í raun að útiloka framhaldsmenntun fyrir þennan hóp,“ segir Ingibjörg Hafstað, verkefnisstjóri í nýbúafræðslu. í þriðja lagi Ekki er hægt að leggja of mikla áherslu á nauðsyn þess að þeim ungu nýbúum sem vilja njóta hæfileika sinna í íslensku samfélagi, sé hjálpað til að bjarga sér í skólakerfinu og öðlast þá menntun sem er forsenda virkrar þátttöku í atvinnulífi landsmanna. Þetta er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir einstakling- ana sem í hlut eiga, en einnig fyrir samfélagið. Það má ekki gerast að hér verði til fjölmennur hópur nýrra íslendinga sem vanti þá menntun og tungumálakunnáttu sem krafist er af þeim sem ætla að bjarga sér í atvinnulífinu og ná árangri í samfélaginu yfirleitt. Elias Snæland Jónsson. Auglýsingar og annað efni Garri veit af langri blaða- mannsreynslu að það getur verið erfitt að átta sig á því hvað er frétt og hvað er ekki frétt og hvenær auglýsing er auglýsing en ekki eitthvað allt annað. Blaða- og frétta- menn þurfa stund- um að berja frá sér fólk sem vill endi- lega koma á fram- færi „fréttum“ af sér og sínu fyrirtæki, stofnun eða félagi sem eru engar frétt- ir en ættu ágætlega heima á auglýsinga- síðum. Garri hefur talið sig hafa gott fréttanef og oftast getað fótað sig prýðilega á þessari hálu braut, en nú hefur Kjart- ani Gunnarssyni, formanni út- varpsréttarnefndar og fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, tekist að slá Garra gjörsamlega út af laginu. 1 Mogganum kom nýlega fram að útvarpsréttarnefnd hefði tilkynnt Skjá 1 sjón- varpsstöðinni að útsendingar á þætti David Lettermans væru brot á lögum því þátturinn hefur ekki verið þýddur á ást- kæra ylhýra málið. Forsvars- menn stöðvarinnar virtust telja að ekki sætu allir við sama borð gagnvart útvarps- lögunum því Stöð 2 kæmist upp með að ijúfa fréttatíma sinn með auglýsingum þótt það mætti alls ekki. En málið er víst ekki þannig vaxið. Kjartan upplýsti sem sagt í Morgunblaðinu að þarna væri ekki um lögbrot að ræða. Það væri heimilt að Kjartan Gunnarsson. hluta fréttatíma í sundur með öðru efni og það hefði ekki verið talið „að þarna væri verið að rjúfa fréttaútsendingu með auglýsingum," sagði formaður útvarpsréttarnefnd- ar. Þetta varð til að rugla Garra veru- lega í ríminu. Hann hélt að þegar Páll Magnússon og fé- lagar segðu: „Við erum bara rétt hálfnuð, hér að loknum auglýsing- um fjöllum við um ...,“ þýddi það að það sem á eftir kæmi væru auglýsingar. Og Garri getur svo guðssvarið að honum hef- ur aílt sýnst þetta vera venju- legar auglýsingar. Nú er hins vegar upplýst að þetta er „ann- að efni“ en Kjartan gat þess ekki undir hvað mætti flokka það. Garri veit að formaður út- varpsréttarnefndar fylgist vel með fjölmiðlum og hann hefur sjálfsagt horft á flest alla ÍTéttatíma Stöðvar 2. Auðvitað veit hann hvað hann er að tala um og þekkir auglýsingar þeg- ar hann sér þær en Garri hef- ur augljóslega vaðið um í villu og svima. Það finnst Garra að minnsta kosti trúlegri skýring en að ekki séu allir jafnir fyrir lögum. Nú bíður Garri bara eftir því að fréttaþulirnir á Stöð 2 átti sig líka og segi framvegis þegar fréttatfminn er hálfnaður: „Við erum bara rétt hálfnuð, að loknu öðru efni fjöllum við um....“ - GARItl V ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Varfæmir hagspekingar hafa um skeið varað við þenslu í efnahags- lífinu. Þeir þykjast koma auga á hættumerkin hér og hvar og mæla einkum með lækkun ríkisútgjalda til að spoma við hættunni. Aðalat- riðið er samt að launafólk sýni þjóðhollustu og viðhaldi sáttinni um að ísland verði sérstakt lág- Iaunaríki meðal tæknivæddra þjóða í sínum heimshluta. Það er að segja að sá helmingur þjóðar- innar sem ekki hefur orðið var við marglofað góðæri leggi enn sitt af mörkum til að viðhalda stöðug- Ieikanum. Á meðan kjósendur voru enn að sofa úr sér gleði talningarnætur- innar eftir kosningar var tilkynnt nær þríðjungs launahækkun til handa öllum nýkjömu þingmönn- unum og póiitískt ráðnum emb- ættismönnum og kjörnum biskup- um. Á þeim bæjum skal góðærið ríkja áfram hvað sem stöðugleika- stéttunum líður. Fleiri þenslumerki gera vart við sig í stjórnkerfinu sem þykist vera Þensla í rfldsstjóminni að búa sig undir sparnað, eða hef- ur að minnsta kosti verið ráðlagt að draga saman seglin, því hag- vaxtarskriðið þolir ekki þá hrað- siglingu, sem þjóðarskútan fleytir nú kerlingar á. Ofurpólitíkusar Foringjar ríkisstjórnar, þeirrar sem enn situr og þeirrar næstu, ganga á undan með góðu fordæmi og munu fjölga ráðherrum um 20%, sem að vísu er heldur Iægrí hlutfallstala en Iaunin þeirra voru hækkuð um, en samt efnileg þensla í sjálfri rík- isstjórninni. Ríkisstjómar- þenslan er nauðsynleg til að halda friðinn innan þingflokkanna. Þar eiga svo margir yfirnáttúrulegan rétt á ráðherrasætum, að eðlileg og skynsamleg ráðherratala er ekki brúldeg fyrir þá ofurpólit- íkusa sem telja sig hafa verið kosna beint í ráðherrastólana. Smám saman er að skapast sú hefð að kjördæmi og kosningaúr- slit gefi rétt til ráðherradóms. Þannig á sá þingmaður sem er efstur á sínum Iista í hveiju kjör- dæmi einhvern sjálfsagðan for- gang að stjórnardeildum. Þeir sem vinna á í sínum kjördæmum eru efnilegri ráðherra- efni en þeir sem tapa fylgi. Dreif- býlið á rétt á til- teknum stjórnar- deildum, svo sem landbúnaðarráðu- neyti, samgöngu- ráðuneyti og sjáv- arútvegsráðuneyti. Þessu fylgja alls- kyns skringileg- heit, svo sem eins og að Reykvík- ingar hafa engan ákvörðunarrétt um að hrörlegur flugvallargarmur kljúfi heimabyggð þeirra og geri hana að ljótari og erfiðari bæ en ella. Spamaður „Það er ekki Iengi teymdur einn hestur af tveim mönnum," sagði Jón vinnumaður í Miklholti svo spaklega hér um árið. Samkvæmt kenningunni ættu 12 ráðherrar að spara meira en 10. Þá mun að- stoðarmönnum ráðherra fjölga að sama skapi og 12 ráðgjafar bljóta að gefa 20% betri ráð en 10. Það er því margt sem mælir með fjölg- un ráðherra. Hálaunastörfin verða fleiri og framkvæmdavaldið eflist og þeim þingmönnum fækkar, sem hafa þann höfuðtilgang með þingsetunni að afgreiða stjórnar- frumvörp og greiða atkvæði á móti öllum málum sem stjórnarand- staðan ber fram. Það er því margt sem mælir með fjölgun ráðherra, en skyldi nokkur hafa framreiknað hvenær allir þingmenn geta vænst þess að setj- ast í ráðherrastóla þegar að lokn- um kosningum með sömu þróun og verið hefur í nokkur kjörtíma- bil? Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. ro^ir svauraíd) Er reihnilíkan Hafró utn stofnstærdirhélstu nytja- stofnn vitlaust? GuðjónAmar Kristinsson alþittgisinaðitrogformaðurFFSÍ. „Mér sýnist að skv. framsetningu gagna séum við ekki í neinu upp- byggingarstaríi, kvótinn er að minnka frekar en stækka í mörgum botnfisktegund- um - og sérstaklega veldur ástand þorsksins vonbrigðum. Eg tel að grálúðan sé á uppleið en það mælist engan veginn í skýrslum Hafró. Kolastofninn er skorinn niður um helming og þá eru veiði- heimildir í djúpkarfa minnkaðar á sama tíma og við erum að veiða mikið af honum í úthafinu og skráum hann sem úthafskarfa. Eg held að menn þurfi að velta vís- indunum fyrir sér, því ég efa að við séum á réttri Ieið.“ Sverrir Leósson útgeiðamiaðnrá Ahureyri. „Sem leikmaður get ég ekki verið með neinar alhæf- ingar í þessu sam- bandi. En það sem Hafró er að setja fram er Iíkinda- reikningur sem byggist á ákveðn- um forsendum. Um forsendurnar má svo deila, en ég hef oft bent á að mér finnst vanta inn í allan þennan talnaleik hvaða áhrif hin- ar ýmsu hvalategundir hafa á vist- kerfið í sjónum. Það er viðurkennt af fiskifræðingum að úr vistkerf- inu rífa ýmsar hvalategundir millj- ónir tonna í sig á ári hveiju og á endnum munu þær éta okkur Is- lendinga út á gaddinn, nema i taumana verði gripið.“ Jón Kristjánsson fiskijræðingur. „Reiknilíkan Hafró er gallað, þar sem það er með innbyggðan fastan ágiskaðan dánarstuðul, 18% á ári, og tekur því ekki tillit til síkvikuls umhverfis- ins í sjónum. Það sýnir sig Iíka að ekki er hægt að geyma fiskinn í sjónum og ætla að ganga að hon- um seinna. Forsendan fyrir slíku er að nægt æti sé til staðar í sjón- um, en nú sýna mælingar að fisk- urinn er að léttast og er því farinn að þjást af ætisskorti. Með öðrum orðum, þá er það fæðan sem tak- markar stofnstærðina. Náttúran verður ekki barin til hlýðni.“ Friðrik M. Guðmundsson Jramkvæmdastjóri Tanga lif. á Vopna- firði. „Forsendurnar i líkaninu held ég að séu ekki rangar, en þetta er spurn- ing um hvort líkanið tekur nægilegt tillit til þess sem er að gerast í umhverf- inu af náttúrulegum ástæðum. Hvað gerist til dæmis þegar 1,7 milljónir tonna af kolmunna koma hér inn á hafsvæðið og þorskstofriinn er talin vera ein milljón. Eitthvað verður kol- munninn að éta. Hér hlýtur að verða uppi einhver barátta um æti, sem ég tel að ekki sé tekið til- lit til í líkani Hafró.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.