Dagur - 26.05.1999, Page 2

Dagur - 26.05.1999, Page 2
I 1 J 1 2 - MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 FRÉTTIR Áætla má að íslendingar hafi varið kringum 40 milljörðum króna til utanferða á síðasta ári, sem samsvarar hátt í 150.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Um 40 milljarðar í ferðalög ifyrra íslendingar vörðu kringiim 40 milljörðiun króna til utanferða á síðasta ári, sem samsvarar 600.000 kr. að meðaltali á fjöl skyldu. Utanferðaútgjöld íslendinga hækkuðu um næstum fjórðung í fyrra. Ferðaút- gjöld íslendinga erlendis námu um 28.050 milljónum króna á árinu, sam- kvæmt hagtölum Seðlabankans, eða sem svarar ríflega 102.000 krónum að meðaltali á hvert mannsbam í landinu. Þá er ótalinn kringum 12 milljarða far- gjaldakostnaður, þ.e. ef miðað er við álíka fargjaldakostnað fyrir Islendinga út eins og útlendingar borguðu fyrir að koma hingað (50.000 kr. á mann að meðaltali). Um 150 þúsund á inaiui AUs má því áætla að Islendingar hafi varið kringum 40 milljörðum króna til utanferða á síðasta ári, sem samsvarar hátt í 150.000 kr. á hvert mannsbarn í landinu, en liðlega 176.000 kr. að með- altali á hvern þeirra 227 þúsund íslend- inga sem komu heim erlendis frá. Utanferðir íslendinga hafa um langt árabil verið álíka margar eins og komur útlendra ferðamenna hingað til lands (um 232 þúsund í fyrra). Stóri munur- inn er sá, að hver íslenskur ferðamaður eyðir að jafnaði tvöfalt hærri upphæð í útlöndum heldur en hver útlendingur eyðir í ferðakostnað hér á landi. Eyðum tvöfalt meira Samkvæmt hagtölum Seðlabankans var ferðakostnaður útlendinga á Islandi um 14,6 milljarðar í fyrra og hafði þá hækk- að um 2,6 milljarða frá árinu áður og samtals um 5 milljarða á síðustu fimm árum. Alíka margir íslendingar eyddu ríflega 28 milljörðum í útlöndum, um 5,2 millj- örðum (23%) meira en árið á undan og 10 milljörðum (54%) meira en fyrir 5 árum. Aætlaðar fargjaldatekjur hafa hins vegar tvöfaldast á þessum fimm árum. Helmingur viðskiptaliaUans Til samanburðar má t.d. benda á að hallinn á viðskiptajöfnuðinum sem veld- ur ráðamönnum og efnahagssérfræð- ingum hvað mestum höfuðverk var um 33 milljarðar í fyrra - um 25 milljörðum hærri en árið þar á undan - og öll sú hækkun kom fram í auknum innflutn- ingi umfram útflutning. Nærri 11 millj- arðar af þeirri viðbót fólust í auknum innflutningi neysluvara og fólksbíla. Að viðbættri 5 milljarða viðbót í ferðagjald- eyri mætti þannig á sinn hátt segja að helmingur viðskiptahallans gæti skrifast á aukna eyðslu einstaklinga. — HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ Það vakti athygli pottverja að Ágúst Einarsson siiáirþvíaðKári Stefánsson muni fá nóbelsverð- laun í læknavísindum. Ágúst seg- ist spá því „að í íyllingu tímans verði dr. Kári Stefánsson þess heið- urs aðnjótandi að fá Nóbelsverð- launin í læknavísindum. Haim er frumkvöðull í erfðarannsóknmn og beitingu nýrrar tækni á því sviði. Aðferðafræði Kára og áhersla á for- vamir með hjálp erfðafræðinnar og nýrri tækni er nálgun sem á skilið mikla athygb. Ef hiim miðlægi gagnagrunnur verður jafnmikil lyftistöng vísindum og heilsugæslu eins og margt bendir til þá munu fjöl- margar rannsóknir sjá dagsins Ijós sem fýrrum Harvardprófessoriim, Kári Stefánsson, hefur yfirum- sjón með og hefur gert mögulcgar," segir Ágúst á vef- síðu sinni. Hver var svo aö segja að gagnagrunnur- inn væri ekki þverpólitískur?!!... Nú heyrist i potthium að von sé á miklu og ítarlegu viðtali við Sig- bjöm Gunnarsson í Mannlífi. Þar mun Sigbjöm fara yfir sín mál með mmi ítarlegri hætti en áður. Víst er að fýrrum félagar Sigbjöms í Samfýlkhigunni inunu margir hverjir ekki fagna endurvakningu þeirrar umræðu, enda orðnir lang- þreyttir á að liggja undir því að vera óþokkar - eins og raunar hefur ítrekað komið frarn í Degi. Hhis vegar munumenn spenntir að sjá hvort Sigbjöm svarar því hvað gerðist milli Iaugardagsins þegar hann var for- ingi listans að skipuleggja staríið og smmudagsins þegar hann kom í sjónvarp og var hættur..... Sigbjörn Gunn- arsson. Ragnar Stef- ánsson. í pottinum ræða menn umþásér- kemiilegu jarðskjálftaspá sem kom á Stöð 2 mn helgina. Fyrri partinn í gær vom allir í kerfinu í óða önn að þvo hcndur sínar, af spánni - Veð- urstofan reyndi að koma málinu á Stöð 2, Almannavamir bentu á Veðurstofuna o.s.frv. Þá kom 3ja stiga skjáhtinn og hristi < meira upp í kerfinu!... Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró Hafrantisóknastoftiun hef ur kynnt tillögur sírnr um fiskaflafyrirnæsta ár. Þorskurhoraðri en menn sáu fyrir. Skarkolasýking veldur áhyggjum en bjartsýni vatf- andi stld og loðttu. Suint jákvætt - aimað neikvætt - Hvemig meturðu niðurstöðurrmr? „Sumt er jákvætt og annað neikvætt eins og gengur. Með tilliti til okkar mikilvægasta stofns, þorsksins, er þessi aflaráðgjöf okkar fyrir næsta ár í algjöru samræmi við spárnar í fyrra. Við gerðum þá ekki ráð fyrir aukn- ingu í ár og það mat er staðfest. Reyndar eru heldur fleiri einstaklingar í stofnunum en við gerðum ráð fyrir, en á móti kemur að einstaklingarnir eru heldur léttari og sér- staklega yngri aldurshóparnir. Þetta eru hlutir sem við erum alltaf að endurskoða." - Nú hefur einmitt komiðfram gagnrýni á að þorskurinn sé horaður? „Okkar mælingar sýna að fiskurinn er magrari en spár gerðu ráð fyrir. Þeir sömu og sögðu það fyrir ári að fiskurinn væri al- mennt rýrari þá, höfðu ekkert í höndunum þvf til rökstuðnings og við hljótum að byggja okkar spádóma á mælingum. Vitaskuld er fiskurinn misvel haldinn. Hann hefur verið ágætlega haldinn undanfarin ár, en er held- ur rýrari nú en í meðalári. Við höfum ákveðnar skýringar á þessu. Þó svo að loðnustofninn, aðalfæða þorsksins, sé stór um þessar mundir virðist loðnan ekki hafa gengið inn á þorskslóðina með sama hætti og áður og það segir fljótt til sín. Við erum ekki í vafa um að fiskvernd und- anfarinna ára hefur leitt til aukins afla- marks. Hins vegar helgast hún fyrst og fremst af fiskifriðuninni. Einstaklingarnir hafa náð að vaxa betur og skila betri af- rakstri en aukin nýliðun hefur ekki orðið. Til þess að við getum aukið verulega við aflamarkið næsta ár, þurfum við aukna ný- liðun. ‘96 árgangurinn sem kemur inn næsta ár er mjög slakur en ‘97 árgangurinn virðist a.m.k. í meðallagi. Ef sama verður uppi á teningnum með ‘98 árganginn og loðnustofninn verður í Iagi, eru horfur mjög góðar upp úr aldamótum." - Hvað með þessa sveppasýkingu í skar- kolanum? Er hún ekki grafalvarlegt mál? „Við viljum ekki gera of mikið úr þessu en staðreyndin er sú að hér er töluverð sýking og vel líklegt að hún hafi stuðlað að aukinni dánartíðni í stofninum. Hins vegar förum við ekki í grafgötur með það að sóknin í flat- fiskastofnana og þá sérstaklega skarkolann, hefur verið of þung á undanförnum árum. Veiðireynslan er hins vegar tiltölulega stutt þannig að við höfum takmarkaðar upplýs- ingar. Hvað skarkolann varðar höfum við reynt að ná betra mati um ástandið og höf- um nú í fyrsta skipti náð að gera afraksturs- spá. Útlitið er samkvæmt henni ekki gott.“ - Getur sýkingin horist t aðrar tegundir? „Þetta er svipuð sýking og greinist t.d. í síld og \4ð munum koma til með að fylgjast grannt með þessu. Heildardánartíðnin er of há.“ - Hvað með aðra stofna? „Góðu tíðindin eru þau að við virðumst með góðan Ioðnustofn fyrir næstu vertíð. Síðan náðum við að mæla sumargotssíld og erum því með betra mat á henni en undan- gengin ár. Hins vegar hefur sennilega verið sótt fullstíft í minni stofna ýmsa og eins rík- ir töluverð óvissa með karfastofnana. Hvað rækjuna varðar er niðursveifla sem kemur ekki á óvart.“ _ Rf, i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.