Dagur - 26.05.1999, Blaðsíða 11
MIJOVJK UO:A G um .2 6 . M A L' 1 9 9 9; — 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L
Norska lögregl-
an ráðþrota
Fjölmargir hafa veriö
yfirheyröir vegna
morða í Noregi um
helgina.
45 ára kona, Anna Orderud
Paust, var um helgina myrt
ásamt öldruðum foreldrum sin-
um á heimili þeirra skammt utan
við Oslo í Noregi. Málin hafa
vakið miklar vangaveltur í Nor-
egi, en lögreglan stendur ráð-
þrota eins og er. Tvær kenningar
eru þó helst uppi um það hver
vann þetta illvirki.
Annars vegar gætu innbrots-
þjófar hafa framið morðin, en f
desember árið 1996 voru tveir
menn handteknir vegna innbrots
skammt frá heimili Onnu þar
sem ofbeldi var beitt af hörku.
Rannsókn þessa máls leiddi í ljós
að hús Orderud-fjölskyldunnar
væri á lista, sem verið hefur í
höndum norskra glæpamanna,
yfir staði þar sem hugsanlega
væri að finna háar Ijárhæðir í
peningum. Hins vegar gætu þau
staðið í samhengi við tvö morð-
tilræði gegn Onnu og eigin-
manni hennar, Per Paust sem nú
er látinn, síðastliðið sumar.
Lögregluvörður hafði staðið
um heimili Onnu þar til í mars
síðastliðnum, en þá var vörsl-
unni hætt að ósk Onnu. Lög-
reglan segist þó hafa haft reglu-
lega samband við þau hjónin
vegna öryggismála.
Fjölmargir hafa verið yfir-
heyrðir vegna málsins, þar á
meðal Ijölskyldumeðlimir Onnu,
en bróðir hennar, Per Orderud,
er meðal þeirra sem liggja undir
grun. Að sögn lögreglunnar
tengist fjölskyldunni löng saga
um sprengjur og morðhótanir,
sem m.a. tengjast deilum um
húseignir. Einnig er óttast að
aðrir íjölskyldumeðlimir geti ver-
ið í hættu og stendur lögreglan
nú vörð um þá allan sólarhring-
inn.
Lögreglan fullyrðir að morðin
hafi verið framin á föstudags-
kvöld eða aðfaranótt laugardags.
Brotist var inn um svaladyr á
húsinu, og voru Anna og foreldr-
ar hennar skotin til bana með
byssu. Anna og móðir hennar
fundust látnar í náttfötum á
stofugólfinu, en faðirinn hafði
verið myrtur i rúminu.
Leynistríð gegn
Júgóslavíu
CIA fékk leyuilega
heimild frá Cliuton
til að heita óhefð-
bimdniun aðferðum.
Tímaritið Newsweek skýrði frá
því að Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hafi heimilað leyniþjón-
ustu Bandarikjanna, CIA, að
leita ýmissa óhefðbundinna
leiða til þess að grafa undan rík-
isstjórn Slobodans Milosevic
Júgóslavíuforseta. Ekki er vitað
hvort CIA hafi í raun beitt þess-
um aðferðum, eða hvort heim-
ildin feli í sér að þær séu fram-
kvæmdar.
Meðal þeirra möguleika sem
til skoðunar hafa verið er hvort
aðferðum tölvuþrjóta verði beitt
til að eyðileggja alþjóðlega
bankareikninga Milosevic for-
seta. Sömuleiðis hefur verið til
athugunar að rjúfa símalínur,
eyðileggja bensínbirgðir og mat-
væli í þeim tilgangi m.a. að grafa
undan stuðningi við Milosevic
meðal almennings.
BiII Clinton þykir hafa tekið
mikla áhættu með því að heimila
CIA að stunda þennan „leyni-
hernað" á hendur Júgóslavíu,
sem er á „gráu svæði“.
Að sögn Newsweek átti þessi
heimild að fara ákaflega leynt og
m.a. var ekki meiningin að skýra
öðrum aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins frá þessari
ákvörðun. Hins vegar var þing-
nefndum bæði í öldungadeild og
fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
sem fjalla um leyniþjónustumál,
skýrt frá heimildinni.
J ór daníukóngur heimsækir Arafat
JORDANIA - Abdullah, hinn nýi konungur Jórdaníu, ætlar að heim-
sækja sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á morgun, miðvikudag, og
hittir m.a. Jasser Arafat að máli í Gazaborg. Munu þeir ræða fram-
hald samningaviðræðna við Israel og hyggjast þeir vinna að því að
arabaríki hafi komið sér saman um sameiginlega afstöðu áður en við-
ræður hefjast við stjórn Ehuds Baraks, nýkjörins forsætisráðherra
Israels.
Heymarvandi veldur leshlindu
BANDARIKIN - Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco
hafa komist að því að Iesblinda stafi af ákveðinni tegund heyrnar-
vanda. Þessi tiltekni heyrnarvandi felst í því að heilinn vinnur ekki
rétt úr stuttum hljóðum sem breytast ótt og títt, sem veldur því að
Iesblindir eiga í erfiðleikum með að tengja saman hljóð og bókstafi.
Börn og fullorðnir sem eiga við Iesblindu að stríða eiga þess vegna
erfitt með að heyra fyrir sér framburð orða og brjóta þau upp í styttri
hljóðeiningar, en nákvæmlega sá hæfileiki gegnir lykilhlutverki í öll-
um lestri.
Lögfræðiugur Öcalaus kærður
TYRKLAND - Einn lögfræðinga Abdullahs Öcalans, Kúrdaleiðtog-
ans sem nú situr í fangelsi á eyju skammt utan við Istanbul, hefur
verið kærður og er krafist fangelsisdóms. Lögfræðingnum, sem heit-
ir Ulgan, er gefið að sök að hafa veitt hryðjuverkasamtökum stuðn-
ing með því að hvetja Mannréttindadómstól Evrópu til þess að taka
afstöðu gegn réttarhöldunum yfir Öcalan.
Stálgrindahús
Vélageymslur * vöruskemmur o.fl.
Verð kr. 8-10.000 ferm.
Afgreiðslufrestur ca 3 vikur.
Vottað af rannsóknarst. byggingariðnaðarins.
Leitið upplýsinga.
P.S. verktakar
sími 555 6275.
Heitur matur í
og á kvöldin...
hádeginu
- fyrir þig!