Dagur - 26.05.1999, Side 13

Dagur - 26.05.1999, Side 13
mwiKVú-hG'a* a*. »t-mywrm- M ÍÞRÓTTIR Þriðj a United-tveiman í höfn hj á Alex Ferguson Teddy Sheringham, maður leiksins í 2-0 bikarsigrinum gegn Newcastie. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, við upphaf ferðar Hann skoraði sjálfur fyrra markið og átti sendinguna á Scholes sem skor- til Barcelona, eftir sigurinn á Newcastle í enska bikarnum. aði það seinna. Þrisvar tvenna á fimm áruin. Annað árið í röð sem Newcastle tapar bikanírslitaleiknum. Líkari nautkálfum en knattspymumönnum. Óánægja á St. Jamse’s Park. Alex Ferguson vann það ótrúlega afrek að leiða lið sitt til sigurs, í bæði deild og bikar, í þriðja sinn á fimm árum á laugardaginn. Newcastle United átti aldrei möguleika gegn frábæru Iiði Manchester United í bikarúrslita- Ieiknum á Wembley. Manchester átti engan stórleik en Iallaði til- tölulega auðveldlega í gegnum allar stöður Newcastle, allt frá arfaslökum markmanni, Steve Harper, til stjörnunnar í fremstu víglínu, Alan Shearer. Ronny Johnsen var með Shearer í rassvasanum allan leikinn. Fram- staða landsliðsfyrirliða Englands hlýtur að hafa vakið ugg í hijósti nýráðins landsliðsþjálfara, Kevins Keegan. Góð samvinna Scholes og Sheringham Bæði mörk Manchester voru skólabókardæmi um hvernig varnarmönnum í tindátaleik er refsað fyrir slóðaskapinn. Frábær samleikur endaði með marki frá Teddy Sheringham tveimur mín- útum eftir að hann kom inn á fyr- ir Roy Kean. Sheringham lagði síðan boltann meistaralega fyrir fætur Paul Scholes sem skoraði seinna markið snemma í síðari hálfleik. Leikmenn Newcastle fengu þrjú færi í leiknum og klúðruðu þeim öllum, fyrst Shear- er, þá Temuri Ketsbaia og síðast Stephen Glass, sem skaut fram- hjá í dauðafæri. Afturhjóladrifnir nautkálfar Fyrir úrslitaleikinn hafði Ruud Gullit Iofað skemmtilegum Ieik. Það stóð hann svo sannarlega ekki við. Ekkert af því sem lið hans sýndi á vellinum átti skylt við „sexy football" eins og hann hafði Iofað. Leikmenn Newcastle reyndu að pressa andstæðinga sína stíft á miðjunni en höfðu aldrei erindi sem erfiði. Þeir upp- skáru aðeins athygli dómarans sem þurfti að grípa til flautunnar oftar en góðu hófi gegndi. Leik- menn Manchester voru einfald- lega miklu betri og skildu and- stæðingana eftir eins og aftur- hjóladrifna nautkálfa sem hleypt er út úr Ijósi. Emhæfur sóknarleikur Newcastle Herbragð Gullit í hálfleik, að senda Duncan Ferguson meiddan inn á, hafði næstum borið árang- ur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikur Newcastle var alltof einhæfur og illa skipulagður til þess að hætta stafaði af honum til lengdar. Lið Newcastle virðist vera illa þjálfað, í slöku formi og einbeitingarleysið upp við mark andstæðinganna er fylgifiskur þess. Manchesterliðið er alger andstæða Newcastle þegar kemur að skipulagi og líkamlegu ástandi Ieikmanna. Þess vegna var sigur- inn jafn auðveldur og raunin varð og þeir röndóttu máttu hverfa tómhentir heim frá Wembley annað árið í röð. Bæði liðin tapað tveimur bik- arúrslitaleikjuui í röð Newcastle er þriðja liðið í sögu bikarkeppninnar sem tapar tveim- ur bikarúrslitaleikjum í röð. Af öllum liðum var það hlutskipti Manchester United að tapa fyrir Bolton á Wembley 1956 og Aston Villa árið eftir. Everton tapaði síð- an fyrir Manchester United 1985 og Liverpool 1986. I fyrra tapaði Newcastle fyrir Arsenaí og nú aft- ur fyrir Manchester United. - Gt>Ö •■s Stórleikur Tryggva gegn LUleström Helgi Sigurðsson og Pétur Marteinsson höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir að hafa lagt Válerenga að velli á Bislett. Öll botnliðin í norska boltanum unnu á mánudag. Helgi Sig- urðsson maður leiks- ins gegn Válerenga. Tryggvi og Tromsö tóku LiUeström í kennslustund. Víking- amir þungir í Drammen. „Nú gekk þetta loks upp hjá okk- ur. Við áttum ágætan leik á móti Rosenborg og fengum jafn mörg færi og þeir en náðum ekki að nýta þau. Eins var það á móti Válerenga. Viking fékk fleiri færi en við í dag en við nýttum eitt af okkar og það var nóg í þetta sinn,“ sagði Valur Fannar Gísla- son, sem átti ágætan leik fyrir Strömgodset. „Eg gerði klaufa- lega feila í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var betri. Þetta fer vonandi allt að koma hjá okkur.“ Ríkharður Daðason var ekki jafn kátur eftir leikinn og sagði að þetta væri lélegasti leikur Vik- ing síðan hann kom til félagsins. „Eg náði inér aldrei almennilega á strik enda voru alltaf komnir tveir og þrír leikmenn á mig um leið og ég fékk boltann. Sending- arnar gengu illa hjá okkur og sóknarleikurinn var í hlutlaus- um. Það er kannski það versta við leikinn núna loksins þegar Hð erum búnir að koma góðu lagi á vörnina," sagði Ríkharður Daðason. Auðun Helgason lék í stöðu vinstri bakvarðar að þessu sinni. „Ég var færður yfir til þess að passa Lasse Olsen en þetta verð- ur ekki mín framtíðarstaða. Þetta var mjög lélegt hjá okkur og sendingarnar eins og hjá byrj- endum,“ sagði Auðun, sem var besti maður Viking í leiknum. Annars voru Víkingarnir líkari írskum munkum að þessu sinni en alvöru víkingum og þeir verða að taka sig verulega á ætli þeir sér að vera með í toppbarátt- unni. Liðið virkar þungt og svifa- seint og Iangt frá því að vera sannfærandi. Tvö mörk hjá Helga og Tryggva Helgi Sigurðsson átti mjög góð- an leik með Stabæk, gegn Váler- enga, á Bislett og kórónaði fína frammistöðu með tveimur mörk- um í 1-3 sigri á lærisveinum Drillo. Þar með .skaut hann Sta- .a'iilU'ji/ lógíjí; ,norn rriu<: bæk á topp deildarinnar. Pétur Marteinsson átti einnig góðan leik með Stabæk. Tryggvi Guðmundsson átti líka fínan leik með Tromsö þegar lið- ið tók á móti Rúnari Kristinssyni og Heiðari Helgusyni og félögum þeirra í Lilleström. Heimamenn léku sér að gestunum og sigruðu 4-1. Tryggvi skoraði tvö mark- anna og veiddi vítaspyrnu, sem Rune Lange gerði að marki. Eft- tir leikinn sagði Trygg\á það ekk- ert Ieyndarmál að þótt honum liði vel hérna í Tromsö vildi hann komast í Evrópuknattspyrnuna og þá helst til Englands. Heiðar Helguson var einna skástur hjá Lilleström og skoraði eina mark þeirra. Loks sigur hjá Steinari Steinar Adolfsson og félagar í Kongsvinger unnu loks J^ngrj Valur Fannar Gíslason var ánægð- ur með sigurinn á Viking og er viss um að nú rofi til hjá Strömgodset. þráðan sigur, 1-0 á Moss, eftir tap í fyrstu sjö leikjum tímabils- ins. Fyrir umferðina á mánudag hafði þjálfarinn Per Brogeland, fengið nýtt nafn, 007, sem nú verður að breyta í 107, einn sig- ur, 0 jafntefli og 7 töp. Skeid gerði fína ferð til Bergen þar sem liðið vann heimamenn í Brann, 0-1. Það sem uppúr stendur eftir þann leik er fram- koma fyrirliða Brann, Stefan Paldan, við þjálfara sinn, sem hann sagði að steinhalda kjafti og hundskast á bekkinn, í miðj- um Ieik. Leikur umferðarinnar var viðureign Molde og Rosenborg á „Rökkelokka". Meistararnir í Rosenborg stálu öllum stigunum með tveimur mörkum frá markamaskínunni Sigurd Russ- felt, í fyrri hálfleik. Molde sótti ^ngajláts en án árangurs og tap- aði þar með toppsæti deildarinn- ar til Rosenborg og Stabæk. - GÞÖ Einkunnir íslendinganna: Tryggvi Guðmundsson, Tromsö 8 Helgi Sigurðsson, Stabæk 7 Pétur Marteinsson, Stabæk 6 Auðun Helgason, Viking 6 Heiðar Helguson, Lilleström 6 Ríkharður Daðason, Viking 5 Valur F. Gíslason, Strömgodset 5 Steinar D. Adolfsson, Kongsvinger 5 Rúnar Kristinsson, Lilleström 5 Bodo/Glimt - Odd Grenland 4-0 Brann - Skeid 0-1 Kongsvinger - Moss 1-0 Stromsgodset - Viking 1-0 Tromso - LiIIestrom 4-1 Válerenga - Stabæk 1-3 Staöan L U JL T Mörk S Rosenborg 8 6 í 1 26-7 19 Stabæk 8 6 í 1 22-10 19 Molde 8 6 0 2 16-7 18 Lilleström 8 5 í 2 19-15 16 Tromsö 8 4 2 2 22-13 14 Viking 8 4 1 3 16-11 13 Brann 8 4 0 4 13-17 12 Odd Grenl. 8 4 0 4 10-17 12 Valerenga 8 3 1 4 10-13 10 Bodö/Glimt 8 2 2 4 16-19 8 Skeid 8 2 1 5 10-22 7 Moss 8 2 0 6 10-16 6 Strömsgod. 8 2 o U Kongsving. 8 1 0 2 i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.