Dagur - 26.05.1999, Síða 5

Dagur - 26.05.1999, Síða 5
T)amtr_L M ÍÐVIKVDAGU R 2.6, 'M A íi 1 Sl9.« t- S FRÉTTIR Emi keppni um tvo ráðherrastóla Davíd Oddsson hefur verið að ræða við þingmenn fiokksins að undan- förnu og í gær ræddi hann m.a. við Katrínu Fjelsted. Aðal átökin iiiuau þingliðs stjdmarflokk- aiina em nú iim nýju ráðherrastólana tvo en hinar tíu ráðherra- stöðumar er sagt að verði skipaðar sömu ráðhemun og nú em í ríkisstjóminni Formenn stjórnarflokkanna hafa enn ekki gefið það upp hveijir verða ráðherrar verðandi tólf manna ríkisstjórnar Davíðs Odds- sonar. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Degi eru þeir ráðherrar sem fyrir eru sagðir öruggir með ráðherradóm en þar sem þeir Guðmundur Bjarnason og Þor- steinn Pálsson eru hættir sem ráðherrar eru tveir stólar lausir hjá báðum flokkunum. Um þessa tvo ráðherrastóla er fast tekist á í báðum stjórnar- flokkunum. Ef til vill þess vegna draga formennirnir að taka ákvörðun um hveijir skipi emb- ættin. Þær reglur gilda hjá Fram- sóknarflokknum að tillögur sem þar eru lagðar fram teljast sam- þykktar á jöfnum atkvæðum. Það þýðir að það skiptir engu máli hvað 6 nöfn Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setur á listann, hann verður alltaf samþykktur þar sem þingmenn flokksins eru 12. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á líka við þann vanda að glíma að verða að höggva á hnút þar sem fleiri sækj- ast eftir ráðherrastólum en lausir eru. Viðra ráðherrafötin Fyrir utan sitjandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Halldór Blöndal, er talið vfst að Arni M. Mathiesen verði ráð- herra og nú veðja flestir á Sól- veigu Pétursdóttur, sem líklegasta sigurvegarann í keppni kvenna í flokknum um ráðherrastól. Þing- menn Sjáifstæðisflokksins, sem Dagur hefur rætt við, telja mestar líkur á að Sturla Böðvarsson verði forsti Alþingis og Sigríður Anna Þórðardóttir áfram formaður þingflokks. Hjá Framsóknarflokknum er það sama uppi að sitjandi ráð- herrar verði áfram. Þar sem Guð- mundur Bjarnason er hættur eru tveir ráðherrastólar lausir. Guðni Agústsson er sagður öruggur um annan þeirra. Um hinn keppa Val- gerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifs- dóttir, Hjálmar Arnason og Krist- inn H. Gunnarsson. Enginn við- mælenda Dags þorði að segja til um með vissu hvert þeirra yrði ráðherra en flestir hölluðust að því að Valgerður Sverrisdóttir hreppti hnossið. Eina óvissan í þessum efnum er hvort Páll Pétursson treystir sér í slaginn áfram eftir erfið veikindi undanfarið. Sjálfur er hann sagð- ur fús til þess. Uppstokkuii seiirna? Skipting ráðuneyta milli flokk- anna er ekki lokið. Talað er um að flokkarnir skipti á heilbrigðis- ráðuneyti og menntamálaráðu- neyti og jafnvel iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti og sjávarútvegs- ráðuneyti. Þessar fréttir eru óstaðfestar en þetta hefur verið Iauslega rætt. Samkvæmt heimildum Dags er ákveðið að á kjörtímabilinu fari fram uppstokkun á ráðuneytun- um. Sú uppstokkun mun samt ekki eiga sér stað alveg strax. Vitað er að í umræðu Iiðinna vikna hefur verið rætt um að Halldór Asgrímsson taki við for- sætisráðuneytinu eftir tvö ár en Davíð Oddsson fari f Seðlabank- ann. Þetta hefur ekki fengist stað- fest en er mikið rætt manna á meðal. Ekki er ótrúlegt að upp- stokkun ráðuneytanna tengist breytingum á miðju kjörtímabili. - S.DÓR Afar alvar- legt mál Almannavarnaráð kom saman til reglulegs fundar í gær og fór þá yfir hvernig það gat gerst að til- efnislaus viðvörun um yfirvof- andi stóran jarðskjálfta var gefin út í aðalfréttatíma Bylgjunnar og Stöðvar 2 á sunnudag. Frétt- in var byggð á upplýsingum frá Veðurstofu Islands og staðfest af Almannavörnum. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins (AVRIK), var spurð hvort ekki hafi, þrátt fyrir allt verið um réttmæta viðvörun að ræða í Ijósi þess að kl. 13:20 í gær reið yfir 3,9 stiga skjálfti með upptök nokkra km norður af Hveragerði? „Ef spáð er jarð- skjálfta upp á 5,5 og það verður jarðskjálfti milli 3 og 4, gengur þá spáin eftir eða er um tilviljun að ræða? Því er ekki hægt að svara nema að fara yfir gögnin sem spáin - sem síðan var raun- ar ekki spá - byggir á, en þau liggja ekki fyrir. Að \isu eru til eldri gögn sem nefna 5,5 með 0,5 óvissumörk en þá gengur spáin ekki eftir. En þetta verða vísindamenn að ræða sín á milli. Lexían hér er að þessi vísindi eru afar óörugg og umdeild og því eiga vísindamenn að halda henni og umræðum um hana hjá sér þar til að hægt er að fara að stóla á þær. Ekki fyrr en þá á að gefa út jarðskjálftaspár til al- mennings, enda var engin opin- ber jarðskjálftaspá gefin út til al- mennings hvorki af AVRIK né af Veðurstofunni," segir Sólveig. Hún segir það mjög alvarlegt mál þegar svona nokkuð gerist því það minnki tiltrú fólks á við- vörunum. Hagvöxtur gæti minnkað um 0,5% Friðrik Már Baldurs- son, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að boðaður magnsam- dráttur í fiskveiðum dragi úr hagvexti sem nemur 0,5%. Reglu- gerð um heildarafla gefin út í gær. Davíð Oddsson, sjávarútvegsráð- herra, gaf í gær út reglugerð um leyfilegan hámarksafla á fisk- veiðiárinu 1999-2000. Ráðherra fer í öllu eftir ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar frá því á laugar- dag nema í þorski og ufsa, þar sem hann heldur eykur kvótann. Þorskvótinn á næsta fiskveiðiári verður 250.000 tonn, 3.000 tonnum meiri en Hafrannsókna- stofnun lagði til. Ufsakvótinn verður 30.000 tonn, eða 5.000 Banaslys í Borgamrði Kristján Oskar Sigurðsson, Grenigrund 48, Akranesi, lést í bílslysi aðfaranótt laugardags í Borgarfirði. Bíll með fimm ungum piltum fór út af Borgarfjarðarbraut skammt frá Varmalandi og fór nokkrar veltur. Annar slasaðist alvarlega í slysinu. / heildina hefur vægi sjávarafurða minnkað í þjóðarframleiðslunni. tonnum meiri en mælt hafði ver- ið með. Formenn stjórnarfiokkanna spáðu áframhaldandi stöðug- leika og hagvexti ef þeir sætu áfram við völd eftir alþingiskosn- ingarnar 8. maí. Hinum stöðuga báti er nú ruggað af vaxandi þenslu og verðbólgu. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, var í gær spurður hvaða áhrif þessi heildarafli myndi hafa á þann hagvöxt sem spáð er að verði á árinu og hvort væntanleg væri ný spá Þjóðhags- stofnunar. Friðrik sagði að ný þjóðhags- spá hefði oft komið í júní og lík- legt að svo verði einnig nú. Hann segir að þeir hjá Þjóðhagsstofn- un hafi siegið á þær framleiðslu- breytingar sem verða í sjávarút- veginum við þetta mat Hafrann- sóknastofnunar og að samanlögð áhrif, miðað við áætlanir fyrir þetta ár, séu í kringum 3% niður á við. Dregur úr hagvexti „Þetta er í sjálfu sér ekki mikil breyting ef við lítum til þess hvað verð á sjávarafurðum hækkaði gríðarlega á síðasta ári eða um 11-12%. Þess vegna má telja 3% sveiflu alveg eðlilega í greininni. Boðaður magnsamdráttur nú er bara í botnfiski. Þar hefur orðið mikil verðhækkun á mörkuðum og þau verð hafa haldið, þannig að það er hagstæðara heldur en ef magnsamdráttur hefði orðið í þeim tegundum sem mest hafa lækkað í verði,“ segir Friðrik Már. Hann segir því að þetta þurfi ekki að hafa mikil áhrif og geti raunar allt orðið í góðu lagi. Friðrik segir að þessi magnsam- dráttur sem Hafrannsóknastofn- un boðar muni draga úr hag- vexti, án margfeldisáhrifa, sem nemur 0,5%. „Hinu má ekki gleyma að vægi sjávarafurða hefur farið minnk- andi í þjóðarframleiðslunni, þótt hún sé vissulega feikilega mikil- væg grein. I leilt á Iitið er útkom- an hjá Hafrannsóknastofnun heldur Iakari en við vorum að vonast til en ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. Og ekki síst ef maður horfir til aðeins lengri tíma eru horfurnar í þorskinum ágætar," sagði Friðrik Már Bald- ursson. — S.DÓR Sex mánuðir fyrir líkamsárás Tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Reykjavfkur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 500 þúsund króna skaðabóta fyrir grófa líkamsárás í anddyri veitingahúss. Maðurinn var sakfelldur fýrir líkamsárás, sem átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum í anddyri veitingahússins Feita dvergsins við Höfðabakka. Hann „skallaði" dyravörð staðarins í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut þverbrot í miðjum rótum beggja miðframtanna í efri gómi og þurfti að íjarlægja tennurnar, bæði krónu- og rótarhluta þeirra. Hinn sakfelldi flúði vettvang og má af málslýsingu dómarans lesa þá merkilegu staðreynd að hinn sakfelldi hafi fyrst og fremst fundist vegna frumkvæðisleitar fórnarlambsins sjálfs. — FÞG Hádegisflug gegn sanLkeppnislögum Afrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest þá niðurstöðu sam- keppnisráðs að hádegisflug Flugfélags Islands til Egilsstaða brjóti gegn samkeppnislögum. í mars komst samkeppnisráð að þeirri nið- urstöðu að flugið bryti gegn ákvæðum samkeppnislaga en Flugfélag Islands áfrýjaði þeirri ákvörðun. Rök Flugfélagsins voru meðal ann- ars þau að aukin sóknarfæri, meðal annars í tengslum við uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Austurlandi, réttlættu áætlanir um að taka upp viðbótarflug. I úrskurði nefndarinnar segir hins vegar: „Gögn máls- ins gefa ekki haldbærar vísbendingar um að markaðurinn geti tekið við slíkri aukningu án þess að samkeppni raskist verulega." — m Ungir Gríinseyingíir heiðraðir Á hátíðarsamkomu í Grímsey í liðinni viku afhenti forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, ungum Grímseyingum við- urkenningar sem bera heitið „Hvatning forseta Islands til ungra Islendinga". Við- urkenningar hlutu Þorleifur Hjalti Al- freðsson ellefu ára, sem þykir góður námsmaður, prúður og félagslyndur og sýnir dugnað í öllum þáttum skólastarfs- ins, og Sunna Sæmundsdóttir níu ára, af- bragðsnemi, lífsglöð og bjartsýn og dug- leg við allt sem hún tekur sér fyrir hend- , Olafur Ragnar Grímsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.