Dagur - 03.07.1999, Page 2
18 - LAÚÖARDAGUR 3. JÚLf 1999
HELGARPOTTURINN
Þrátt fyrir hremmingar þeirra sem senda
sögur eða Ijóð í samkeppni og fá svo í and-
litið þá niðurstöðu aó ekkert hinna innsendu
handrita þyki hæft til verðlauna, þá láta
menn ekki deigan síga og efna enn til sam-
keppni um ritun. Listahátíð í Reykjavík efnir
nefnilega til samkeppni um smásögur fyrir
Listahátíð 2000 í tilefni 30 ára afmælis há-
tíðarinnar. Hið erfiða hlutskipti að dæma
innsendar sögur fá þau Þorsteinn Þor-
steinsson, Bergljót Kristjánsdóttir og
Sveinn Einarsson en hann átti einmitt
eina af fjórtán sögum sem valdar voru til prentunar á bók eftir að
Listahátíð efndi síðast til smásagnasamkeppni 1986.
Sveinn Einarsson.
Meðal verðlaunahafa og annarra sem fengu
sögur sínar birtar þá má nefna Sveinbjörn
I. Baldvinsson, Guðmund Andra
Thorsson, Úlf Hjörvar, Ólaf Hauk
Símonarson, Iðunni Steinsdóttur,
Svein Einarsson, Svövu Jakobsdótt-
ur, Steinunni Jóhannesdóttur og fleiri.
Ljóðasamkeppni Listahátíðar 1996 gat af
sér bókina Blánótt, sem er heiti á verð-
launaljóði Gunnars Harðarsonar, heim-
spekings. Meðal þeirra sem fengu Ijóð sín
birt í þeirri bók eru Þórður Helgason,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Jóhann Hjálmarsson, Kristján
Þórður Hrafnsson, Njörður P. Njarðvík, Ólína Þorvarðar-
dóttir, Pétur Gunnarsson, Pjetur Hafstein Lárusson og Stef-
án Snævarr. Það er ekki heiglum hent að komast í þennan hóp og
verði þátttakan nú söm og áður má alveg reikna með að eitthvað af
því sem inn verður sent þyki nógu gott.
Menningin blómstrar sem fyrr á Café Menningu á Dalvík og i kvöld
verður þar standandi-grín-menning. Þar mun standa og grínast eng-
inn annar en Laddi sjálfur ásamt Hirti Howser. Þeir hefja grínið á
Café Menningu um tíuleytið í kvöld og þurfa áhugasamir að greiða
einn þúsund kall til að njóta þeirra félaga. Það er auðvitað ekki mikið
þegar gamnið er annars vegar...
Terían á Fosshótel KEA hefur tekið unga
myndlistarmenn upp á sína arma og er orðin
að eins konar nemendagalleril. í fyrrakvöld
var einmitt opnuð þar ný nemandasýning. Þar
sýnir Birgir Rafn Friðriksson - Biurf, akrýl-
myndir, allar unnar í áfanga í Myndlistaskól-
anum á Akureyri á liðnum vetri. Þema sýning-
arinnar er bollar og könnur og ber hún hið
sérstaka heiti „Bolli úr butalia". Sýning Birgis
Rafns stendur út ágúst.
Úr borgarstjórn Reykjavíkur berast fréttir af
mannfjölgun. Það er kvennalistakonan frækna
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem stýrt
hefur fþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur,
sem hefur tekið að sér að fjölga í heiminum.
Sagan segir að Steinunn Valdís hafi eignast
stúlkubarnið sitt í lok maí og farið þá í fríið en
kemur líklega aftur í haust.
Steinunn Valdís
Úskarsdóttir.
„Bolli úr butalia“
Úlafur Haukur
Simonarson.
Að austan berast þær fréttir að Karl Th.
Birgisson, sá hinn sami og ritstýrt hefur á
árum áður .ýmsum fræknum tímaritum og
vikuritum, sé nú orðinn háttvirtur ritstjóri Aust-
urlands, málgagns AB sem útleggst Alþýðu-
bandalagsins á Austfjörðum. Kalli hefur búið á
Stöðvarfirði í tvö ár og þrífst hið besta...
Karl Th. Birgisson.
D^ur
Georg Guðni er einn þriggja fslendinga sem tekur þátt í Carnegie Art Award sýningunni: „Þetta verðui svolítið sundurlaus sýning.
Þarna verða eitt, tvö, þrjú verk eftir hvern listamann og i raun verður ekkert þema í gangi." Myndin er frá sýningu hans á Kjarvals-
stöðum í fyrra.
Gæli skipt miklu máli
Þrír íslenskir myndlistarmenn hafa verið valdir til að taka þátt í norrænu listsýning-
unni Carnegie Art Award 1999, sem haldin verður í Kunstnernes Hus í Osló 15.
október til 4. nóvember í haust.
íslendingarnir sem valdir voru til
sýningarinnar eru Guðrún Einars-
dóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson og
Georg Guðni. „Það eru mikil verð-
laun í boði þannig að það skiptir
einhverju,“ segir Georg Guðni
spurður um þýðingu þessarar sýn-
ingar fyrir hann. „Hverju þessi sýn-
ing breytir fyrir utan það, ég veit
það ekki.“
- Er þetta bara eins og hvert ann-
að tækifæri til að koma sér á fram-
færi erlendis?
„Þessi sýning er ágætlega sótt en
þetta er ekki annar hópur sem sæk-
ir þessa sýningu, heldur en maður
hefur verið að sýna. Eg hef verið að
sýna auðveldlega í þessum Iönd-
um.“
- Þannig að þessi sýning breytir
kannski ekki öllufyrir þig?
„Hún gæti breytt ansi miklu en
breytir engu ef maður tekur þátt í
þessu án þess að fá einhver verð-
Iaun. En þetta skiptir miklu máli
fyrir þá sem hljóta þessi verðlaun.
Maður hefur kost á að senda inn
fimm myndir sem dómnefnd fer yfir
og velur.
- Eitthvað sérstakt sem þú hafðir í
huga þegar þú ákvaðst hvaða mynd-
ir þú sendir inn?
„Það var bara verk sem voru á
lausu. Þetta snerist um það. A þess-
um tíma sem ég þurfti að ákveða
hvað ég sendi inn var ég að sýna í
Stokkhólmi og tók bara verk sem
var ekki í notkun. Það var ekkert
öðruvísi. Það fór í raun ekki fram
neitt val, þetta er bara eitt af verk-
unum sem ég taldi fullgóð. Ef mað-
ur á verk á lausu þá er ekkert slæmt
að taka þátt í þessari sýningu. Mað-
ur gæti þess vegna selt verk ef mað-
ur er á þeim buxunum.“
- Einhvern veginn verða myndlist-
armenn að lifa og þá kæmu 500 þús-
und sænskar sér vel, ekki satt?
„Já, já. Það er eitt af því sem gæti
Iétt manni lífið og þó það væri
minna. Þetta verður svolítið sund-
urlaus sýning. Þarna verða eitt, tvö,
þijú verk eftir hvern listamann og í
raun verður ekkert þema í gangi.
Maður þarf svolítið að skoða þessa
sýningu sem stök verk án samheng-
is við næstu verk. Menn eru orðnir
svo vanir hinu,“ segir Georg Guðni
myndlistarmaður.
Farandsýning
AIIs taka 26 norrænir myndlistar-
menn þátt í sýningunni en upphaf-
lega voru 96 myndlistarmenn af öll-
um Norðurlöndunum tilnefndir.
Sérstök dómnefnd valdi listamenn-
ina 26 úr þeim hópi. Sú nefnd mun
einnig velja þá listamenn sem hljóta
munu Carnegie verðlaunin og mun
verða tilkynnt um verðlaunahafa í
byrjun september. Til mikils er að
vinna því fyrstu verðlaun nema vel
á fimmtu milljón króna (500 þús.
sænskar krónur), önnur verðlaun
eru rúmar tvær og hálf milljón (300
þús. sænskar krónur) og þriðju
verðlaun hátt á aðra milljón króna
(200 þús. sænskar krónur). Dóm-
nefndin pjun einnig . úthluta sér-
stökum styrk til myndlistarmanns
af yngri kynslóðinni.
Hennar hátign, Sonja Noregs-
drottning opnar sýninguna í haust
og mun þá jafnframt afhenda lista-
mönnum Carnegie verðlaunin.
Þegar sýningunni lýkur í Osló 4.
nóvember fer hún á flakk milli höf-
uðborga annarra Norðurlanda og
verður opnuð á Kjarvalsstöðum 4.
mars árið 2000 en ferðinni lýkur
síðan í London í maí það ár. - Hl
Þórdis
Kristmundsdóttir.
í viðtali um uppgötvun efnis sem drepur allar
skæðustu veirur og bakteríur sem valda kyn-
sjúkdómum sagði prófessor Halldór Þorm-
ar: „Ég var svo heppinn að komast í samstarf
við Þórdísi Kristmundsdóttur prófessor í
lyfjafræði lyfsala og lyfjagerð sem á ekki síóri
þátt í þessu heldur en égi Þórdís’ hefur unn-
ið að þróun hlaupsins sem Monocapríninu er
blandað T. Dagur misritaði nafn Þórdísar og
biður þau bæði, Halldór og Þórdísi, afsökun-
ar á þeim mistökum.
Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags-
Itfinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og
ábendingar til birtingar í Helgarpottinum.
Dagur clo helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja-
vtk eða á netfangið: ritstjori@dagur.
MAÐUR VIKUNNAR...
...er maðurinn sem setti allt á annan endann í fjölmiðl-
um um allan heim í vikunni þegar fréttir bárust af því að
fundist hefði náttúrulegt efni sem dræpi alnæmisveiruna
HIV og fleiri leiðindapöddur og kæmi þannig í veg fyrir
smit. Halldór Þormar prófessor og félagar hans fundu
veirudrepandi virkni í mjólk, af öllum efnum, meðan aðr-
ir rannsökuðu ýmis hreinsiefni. Við segjum: „Vel af sér
vikið Halldór Þormar og kó!“
i