Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 1
MöguleiM á að semja skammt Skammtímasamning- ar út næsta ár í um- ræðunni. VSÍ spáir erfiðri samningalotu og segir líklegar launáhækkanir 2%- 4% á ári. „Ég á ekki von á öðru en að þetta verði erfið og langdregin lota. Hinn möguleikinn er að menn geri skammtímasamning út árið,“ segir Hannes Sigurðsson aðstoð- arframkvæmdastjóri VSI um gerð komandi kjarasamninga. Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, úti- Iokar ekki að vilji sé fyrir því inn- an verkalýðshreyfingarinnar að gera skammtímasamninga og segir þá hugmynd raunar hafa verið rædda manna í millum. Mlklar launakröíur hafa ekki áhríl Hannes segir að það komi ekki á óvart þótt Samstaða í Húnaþingi sé fyrst til að ríða á vaðið með þá kröfu að lágmarkslaun verði hækkuð í 120 þúsund krónur á mánuði. Lægstu taxtalaun verða um 70 þúsund krónur við Iok núgildandi samningstíma- bils. Þá sé við- búið að fleiri fé- lög muni verða með álíka kröfu- gerðir á hendur atvinnurekend- um. Hann telur hinsvegar að Hannes G. Sig- slíkar kröfugerð- urösson. ir muni ekki hafa áhrif á niðurstöðu væntan- Iegra kjarasamninga. Skiptir þá engu hvort gerð sé krafa um 80% eða 40% kauphækkanir. Niður- staðan í þeim efnum hljóti að markast af þeim raunverulegu aðstæðum sem liggja fyrir um svigrúm til launahækkana. Hann vill hinsvegar ekki tjá sig um það hvað þetta svigrúm geti verið mikið, enda sé undirbúningur ekki hafinn hjá VSÍ fyrir þá lotu sem framundan sé við gerð næstu kjarasamninga. Sá undir- búningur hefst ekki fyrr en með haustinu og helst einnig í hend- ur við stofnun Samtaka atvinnu- lífsins og þeirrar forystu sem þá tekur við. Hannes segir að miðað við launabreytingar sem átt hafa sér stað í helstu samkeppnis- Iöndum Islend- inga, þá séu þær á bilinu 2 til 4% Aðalsteinn á ári. Ef eitthvað Baldursson. sé þá séu þær frekar við neðri mörkin í þessum efnum. Þetta sé sá raunveruleiki sem fyrirtæki í samkeppnisrekstri búi við. Hann segir að ef samið verði um skammtímasamning sem gildir út næsta ár, þá verða flestir með lausa samninga á svipuðum tíma þegar þeir samningar losna. Það sé öndvert við þá stöðu sem blas- ir við eftir áramótin. A þvi ári verða kjarasamningar að renna úr gildi hver á fætur öðrum og þeir síðustu þegar fer að hilla undir árslok á næsta ári. Sótt með fu 11 iiiii þunga „Þeirri hugmynd að semja aðeins til eins árs hefur verið varpað fram, en fyrstu samningar á næsta ári losna þann 15. febrúar og koma síðan hver af öðrum fram á árið,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Hann segir að innan verkalýðshreyfingarinnar líti menn svo á að styrkja megi víg- stöðuna með því að gera skamm- tímasamninga fyrir alla línuna sem myndu þá losna um áramót- in 2000 og 2001. Á þeim tíma- punkti gæti hreyfingin svo komið fram með sameiginlega kröfugerð og sótt fram af fullum þunga. „Menn hafa verið ræða skammtímasamninga og vilji til að skoða hugmyndina nánar er undirliggjandi,“ segir Aðalsteinn. Hann vill ekki segja til um hve mikilla launabóta menn myndu krefjast verði þessi leið farin. Það sé þó ljóst að menn hafi töluverðar upphæðir í huga, nú þegar góðæri sé í efnahagslífinu og margir hópar í opinbera geir- anum hafi verið að fá launa- hækkanir sem nema tugum pró- senta. - GRH./- SBS. Sættir nást „Það voru mistök hjá mér að boða ekki til stjórnarfundar í Neytendasamtökunum þegar kjúklingamálið og umræða um það kom upp og dreg ég því til baka fyrri orð mín um afstöðu Jóns Magnússonar í þessu máli. Veit að hann mun vinna að hags- munamálum neytenda í framtíð- inni einsog hann hefur gert,“ segir Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. Fundi í stjórn Neytendasam- takanna lauk í gærkvöld með sáttum í kjúklingamálinu. I ályktun er undirstrikuð ábyrgð framleiðenda og eru heilbrigðis- yfirvöld hvött til að hafa gætur á því að ekki fari annað á markað en ósýkt vara. Á fundinum var tekist á um fullyrðingar Vilhjálms Inga Árna- sonar sem hefur sagt að hugbún- aður Neytendasamtakanna sé ólöglegur. Kom þar fullyrðing á móti fullyrðingu og engin niðurstaða fékkst - SBS. Jóhannes Gunnarsson, Vilhjálmur Ingi Árnason og Jón Magnússon við upphaf stjórnarfundar í Neytendasamtökum í gærkvöld. Kjúklingamálið var þar rætt og náðust sættir í málinu, en forystumenn samtak- anna hefur þar verulega greint á að undanförnu. mynd: pjetur. Ólafur Magnússon. Firnda með forystunni Umhverfissinar í Framsóknar- flokknum undir forystu Ólafs Magnússonar, sem var foringi samtakanna Sól í Hvalfirði, hafa fengið Ioforð um fund með Halldóri Ásgrímssyni óg Finni Ingólfssyni, formanni og vara- formanni flokksins, í dag. Um- ræðuefnið er krafan um að Fljótsdalsvirkjun fari í lögform- legt umhverfismat. Þessir sömu aðilar hafa talað um að nauð- synlegt verði að kalla saman auka flokksþing Framsóknar- flokksins, verði öllum kröfum þeirra hafnað. „Ég mun á fundinum leggja fram okkar hugmyndir í málinu. Það er síðan forystunnar í flokknum að taka ákvörðun um hvort hún vill lýðræðislegar um- ræður um umhverfismatið og þennan virkjanavalkost. Mitt út- spil í málinu byggist fyrst og fremst á að tryggja aðkomu al- mennings að málinu og lýðræð- islega umíjöllun um það, sam- kvæmt þeim lögum og reglum sem sett hafa verið um svona mál,“ sagði Ólafur Magnússon. Vaxandi stuðningur Hann var spurður hvað þeir fé- lagar hyggist fyrir ef forysta flokksins hafnar tillögum þeirra í dag: „Þá munu menn að sjálfsögðu bara fylgja sinni sannfæringu eftir af einurð enda þótt menn hafi enn ekki ákveðið það hvern- ig þeir munu bregðast við. Auka flokksþing er þá vissulega inn í myndinni. Menn mega ekki gleyma því að andstaða fólks í landinu við þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í þessu máli, er mjög vaxandi og það fer ekkert eftir stjórnmálaflokkum. Og ég verð að játa að innan Framsóknar- flokksins er miklu meiri stuðng- ur við okkar málstað en ég átti von á,“ segir Ólafur Magnússon. - s.dór FERJAYFIR BREIÐAFJÖRÐi Sigling yfir Brcidafjörð cr óglcy manlcg ferö inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. rr' Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.