Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 4
4- FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
FRÉTTIR
Ami Steinar í laimalaust leyfi
Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri
Akureyrarbæjar, hefur fengið launalaust
leyfi til fjögurra ára. Bæjarstjóm samþykkti
á fundi sínum í vikunni að veita Arna Stein-
ari Jóhannssyni, umhverfisstjóra Akureyrar-
bæjar, leyfi frá störfum hjá Akureyrarbæ út
yfirstandandi kjörtímabil en Arni Steinar
var sem kunnugt er kjörinn á þing fyrir
Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í vor.
Arni mun sinna sínu starfi á Akureyri til
loka september en engar ákvarðanir hafa
verið teknar um eftirmann hans. Arni
Steinar segist hafa viljað notfæra sér þann
rétt að fá launalaust leyfi og eiga þann
möguleika að snúa aftur til fyrra starfs,
enda sé erfitt að segja hvað framtíðin beri í
skauti sér, sérstaklega í pólitík. — Hi
5 þúsuud heiuisóttu Laudsvirkjuu
Aðsókn að opnu húsi í fjórum virkjunum Landsvirkjunar um síðustu
helgi fór fram úr björtustu vonum, að því er segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu. Alls heimsóttu um 5 þúsund manns stöðvarnar, þar
af komu um 3 þúsund í Hrauneyjarfoss, 1 þúsund í Blöndustöð og
um 500 manns í Laxá og Kröflu hvora stöð. Landsvirkjun bendir á að
þessar virkjanir verða opnar alla eftirmiðdaga fram á haustið. Því séu
þeir velkomnir í heimsókn sem ekki sáu sér fært að fara um síðustu
helgi.
Stefnir í metviðskipti í ágúst
Enn eitt metið var slegið á Verðbréfaþingi Islands sl. miðvikudag. Þá
voru viðskipti með hlutabréf upp á 671 milljón króna, sem eru mestu
viðskipti með hlutabréf á einum degi. Daginn áður höfðu viðskiptin
farið yfir 500 milljónir. Agústmánuður er þegar orðinn fjórði í röð-
inni yfir veltumestu mánuði á Verðbréfaþingi. Efstur þar á lista er
mars sl. með viðskipti upp á 3,2 milljarða, síðan kemur júlí sl. með
rúma 3 milljarða og þá janúar sl. með 2,8 milljarða. Það sem af er
mánuðinum, þ.e. til sl. miðvikudags, voru viðskiptin komin í 2,6
milljarða og nokkrir dagar eftir enn. Því mætti ætla að þessi mánuð-
ur fari ofar á listann. — bjb
Árni Steinar Jóhannsson.
Reiknmgiir helmingi
hæm en tilhoðið
Frá Raufarhöfn. íslensk miöiun hófþar rekstur fjarvinnslufyrirtækis en hár
kostnaður á leigulínum frá Landssímanum hefur þótt óeðlilegur og mis-
muna fyrirtækjum eftir búsetu.
Landssíminn stóð ekki
við eigið tilboð í sím-
kostnað vegna fjar-
vinnslu. Tvær fjar
vinnslur á Vestíjörð-
um. Forsetinn vestur.
Stórpólitískt byggða-
mál.
Þegar Islensk miðlun tók þá
ákvörðun að heíja rekstur á Ijar-
vinnslu á Raufarhöfh leitaði það
eftir tilboði frá Landssímanum
um væntanlegan símkostnað á
mánuði. Samkvæmt tilboði
Landssímans átti kostnaðurinn að
nema rúmum 300 þúsund krón-
um á mánuði. Þegar reikingurinn
kom svo ffá Landssímanum var
hann um helmingi hærri en til-
boðið, eða rúmar 600 þúsund
krónur. Svavar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Islenskrar miðlun-
ar, segist hafa óskað skýringa á
þessu misræmi hjá Landssíman-
um en hafði ekki fengið svar þeg-
ar síðast fréttist.
Forsetúm vestur
Svavar Kristinsson segist þó vera
vongóður um að einhverra breyt-
inga sé að vænta í þessum málum
innan tfðar og þá væntanlega til
lækkunar. I það minnsta gerir
hann sér vonir um að stjómvöld
láti málið til sín taka, enda um
mikið hagsmunamál að ræða fyrir
atvinnulífið á landsbyggðinni. Af
þeim sökum ætlar hann að halda
sínu striki og opna nýjar fjar-
vinnslustöðvar á Þingeyri og Suð-
ureyri við Súgandafjörð eftir viku,
eða föstudaginn 27. ágúst n.k. Til
marks um áhugann fyrir þessum
nýju atvinnutækifærum vestra, er
aílt eins líklegt að forseti Islands,
Olafur Ragnar Gnmsson heiðri
opnun fyrirtækjanna vestra með
nærveru sinni. Um 12 manns
munu fá vinnu við fjarvinnsluna á
hvorum stað fyrir sig.
Stórpólitískt byggðamál
Gunnlaugur Júlíusson, fyrrver-
andi sveitarstjóri á Raufarhöfn og
forstöðumaður hagdeildar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, seg-
ir að fjarvinnslan og hár rekstrar-
kostnaður á Raufarhöfn sé
stórpólitískt byggðamál. Ekki að-
eins fyrir Raufarhöfn heldur fyrir
alla landsbyggðina. Hann segist
jafnframt undrast það að Lands-
síminn skuli ekki standa við gefið
tilboð um símkostnaðinn. Hins-
vegar sé það stærra og alvarlegra
mál það sem sé haft eftir upplýs-
ingafulltrúa Landssímans £ fjöl-
miðlum þess efnis að þessi þjón-
usta við landsbyggðina verði dýr-
ari en á höfuðborgarsvæðinu. Það
sé m.a. vegna þess að Landssím-
inn verði að leggja í mun meiri
kostnað við að byggja þessa þjón-
ustu upp úti á Iandi en í Reykja-
vík.
ROdsfyrirtæki í
aliiiaiinaþjóiiiistii
Forstöðumaður hagdeildar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga segir
að í ljósi þessa hljóti menn að
velta því fyrir sér hvort þróunin
verði kannski sú að póstburðar-
gjald fyrir venjulegt sendibréf til
Raufarhafnar verði kannski 500
krónur en 50 krónur í borginni.
Hann bendir jafnframt á að í
þessu tilviki sé ekki verið að ræða
um verðskrá einhvers einkafyrir-
tækis úti í bæ heldur sjálfan
Landssímann, ríkisfyrirtæki sem
veitir almannaþjónustu. — GRH
Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig.
Og það leynir sér ekki...
Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic.
Ertu að hugsa utn:
• Rými?
• Þægindi?
• Öryggi?
• Gott endursöluverð?
• Allt þetta sem staðalbúnað:
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Renndu við hjá okkur í dag
og reynsluaktu Suzuki Baleno.
Hann kemur þér þœgilega á óvart.
TEGUND:
1.3 GL 3d
1.3 GL 4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4, 4d, ABS
1,6 GLX WAGON, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1,6 GLX WAGON 4x4, ABS 1.675.000 KR.
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa
Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar
$SUZUKI
- :^..^mmmm—mmmmmmmmmmmmmmmmm*