Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 - 3 FRÉTTIR Þmgmeim lands- byggðar verj ast Hugmyndir eru uppi á bordum ríkisstjórnarinnar að draga úr vegaframkvæmdum á landsbyggðinni. Áformin mæta harðrí andstöðu þingmanna landsbyggðarinnar. Niðurskiirðarlisti rík- isstjómariimar til að draga úr þenslu verð- ur kynntur næstkom- andi mánudag. Átök em framundan vegna umræðu um niður- skurð á vegafram- kvæmdum. Niðurskurðarlisti opinberra framkvæmda á næsta ári, til að draga úr þenslu, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra talaði um á dögunum er væri að verða tilbúinn og mun verða ræddur á fundum þingflokka stjórnarinnar á mánudaginn. Dagur hefur heimildir fyrir því að mikil átök standi um þennan Iista því menn deila um hvar skera eigi niður. Þar er m.a. talað um að draga úr vegaframkvæmdum á lands- byggðinni og það er stóra deilu- málið. Landsbyggðarþingmenn segja að þenslan sé ekki á lands- byggðinni heldur hér á höfuð- borgarsvæðinu og þar þurfi að draga úr framkvæmdum. Landsbyggðarþingmenn minna á að þegar til höfuðborgarsvæð- isins kemur sé uppbyggingin slík að engu sé líkara en verið sé að byggja upp eftir loftárás. Og enda þótt ekki sé atvinnuleysi úti á landi sé engin viðlíka þensla þar og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram hjá nokkrum landsbyggðarþingmönnum sem Dagur ræddi við í gær. Frekar að herða fram- kvæmdir „Eg tel vást að landsbyggðarþing- menn standi saman um að vega- framkvæmdir úti á landi verði ekki skornar niður. Við þing- menn Reykjaneskjördæmis höf- um til að mynda lagt áherslu á að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt. Ég fæ ekki séð hvern- ig menn ætla að réttlæta það að skera niður framkvæmdir í vega- málum úti á landi á sama tíma og menn ætla að ráðast í að end- urnýja Reykjavíkurflugvöll, gegn vilja íbúasamtaka á svæðinu og borgaryfirvalda," segir Kristján Pálsson, alþingismaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Hann bendir á að menn séu talandi um nauðsyn þess að við- halda byggð um allt Iand. Allir séu líka sammála um að for- senda þess að fólk vilji búa á landsbyggðinni sé að samgöngur séu góðar. „Það sem þarf að gera í vega- málum úti á landi er að herða frekar á en alls ekki að draga saman. Það er líka staðreynd að með bættu vegakerfi minnkar þörfin fyrir innanlandsflug," seg- ir Kristján. A dögunum þegar fyrst var rætt um niðurskurðarlistann, sagði Hjálmar Jónsson, alþingis- maður og néfndarmaður í fjár- laganefnd, í viðtali í Degi að hann teldi ekki koma til greina að skera niður vegaframkvæmdir úti á landi. - s.DÓR Skemmitferðaskip á Akureyrarpolli. Það síðasta á þessu sumri kemur í dag og afþví tilefni verður efnt til flugeldasýningar. íverulega fjölgun skipa stefnir á næsta árí. FLugelda- sýning I dag, föstudag, er von á síðasta stóra skemmtiferðaskipinu til Akureyrar í sumar og hafa hafn- aryfirvöld af því tilefni ákveðið að halda upp á daginn með flug- eldasýningu í kvöld ld. 22. Að sögn Péturs Ólafssonar, skrif- stofustjóra hjá Hafnarsamlagi Norðurlands, hefur nú þegar 21 skip bókað endurkomu sína á næsta sumri, sem þýði í raun að það stefni í talsverða fjölgun skipa frá því sem var í ár þegar fjöldi skipa var 27. Þegar hafa komið til bæjarins um 19.000 manns með skipunum 12.500 farþegar og 6.500 áhafnarmeð- limir. Þannig stefnir í að eftir daginn í dag verði gestafjöldinn kominn yfir 20.000. Bjom og Getr í ungliðaslaginn Menn muna ekki eftir öðrum eins deilum og era núna fyrir þing ungra sjálfstæðis- inaima, sem hefst í Vestmannaeyjum í dag. Um er að ræða tvær fylkingar sem skiptast milli formannsfram- bjóðendanna tveggja, Sigurðar Kára Kristjánssonar og Jónasar Þórs Guðmundssonar. I vikunni var haldinn hatramur stjórnar- fundur hjá SUS, þar sem fjallað var um lögmæti þeirra lögheim- ilsbreytinga sem stuðningsmenn frambjóðandanna, þó aðallega stuðningsmenn Jónasar, hafa gert undanfarna daga til að geta mannað sum fulltrúarsætin út á landi. Málið var ekki útldjáð á stjórnarfundinum sem tók marga klukkutíma á tveimur kvöldum og á að klára að fjalla um málið á sjálfu þinginu. Löglegt en siðlaust Samkvæmt heimildum Dags skiptist stjórn SUS nákvæmlega í tvennt hvað varðar stuðning sinn við sitthvorn formannsframbjóð- andann en hins vegar hefur oddamanneskjan í stjórninni, sem er fráfarandi formaður SUS, Ásdís Halla Bragadóttir, verið er- lendis og er talið að stuðnings- menn Sigurðar Kára séu að bíða eftir heimkomu hennar enda hefur hún opinberlega stutt Sig- urð Kára þrátt fyrir að Jónas sé Björn Bjarnason. núverandi varaformaður SUS og hafi stutt Ásdísi þegar hún varð formaður í SUS. Einn viðmæl- andi Dags sagði að væntalega væru lögheimilsbreytingarnar löglegar en þær væru hildaust siðlausar. Samkvæmt heimildum er á brattan á sækja fyrir Sigurð Kára en hans stuðningur er fyrst og fremst frá Reykjavíkurfélaginu, Heimdalli. Talið er að verði lög- heimilsbreytingarnar taldar ólög- Iegar muni það gera út af við Jónas í slagnum. Til vitnis um hversu hörð baráttan er orðin hefur frést að stuðningsmenn Jónasar hafi pantað upp öll hót- elgistirými í Vestmannaeyjum og þvf þyrftu stuðningsmenn Sig- urðar Kára væntanlega að sofa á flatsæng einhvers staðar í bæn- um. Teygir sig til æðstu manna í ílokkiiuni SUS þingið teygir einnig anga Geir Haarde. sína til æðstu manna í Sjálfstæð- isflokknum því menn þykjast sjá að komandi formannsslagur í flokknum milli Björns Bjarna- sonar og Geirs H. Haarde endur- speglist í átökunum hjá unglið- unum. Björn er sagður vera dyggur stuðningsmaður Sigurðar Kára og vilji með þvf tryggja sér stuðning SUS þegar það kemur að formannskosningu í Sjálf- stæðisflokknum enda getur hlut- ur SUS vegið þar þungt. Einnig styður aðstoðarmaður Árna Mathiesen Sigurð Kára og sjá þar menn vísi að verðandi banda- Iagi Björns og Árna í formanninn og varaformanninn þegar Davíð Oddsson fer frá. Á móti er Geir Jónasarmegin þó hann sýni það ekki eins mikið og Björn gerir í sínum stuðningi við Sigurð en Jónas studdi Geir dyggilega í varaformannsslagnum á síðasta landsfundi. - ÁÁ INNLENT Nýtt fjarskiptafyrirtæki Landsvirkjun, Landssíminn og TölvuMyndir hafa stofnað nýtt fyrir- tæki á fjarskiptasviði, TNet ehf. Tilgangur þess og markmið er m.a. að setja upp og reka nýtt farstöðvakerfi sem kennt er við TETRA- staðalinn, sem er ný kynslóð stafrænna farstöðvakerfa. Munurinn á TETRA og t.d. GSM-símkerfinu er að hægt er að skilgreina lokaða notendahópa sem hafa opið samband sín á milli. Notendur TETRA eru m.a. lögregla, slökkvilið, björgunarsamtök, sveitarfélög, veitufyr- irtæki, flutningaaðilar og verktakar. Hver eignaraðili á jafn stóran hlut. Þátttaka Landsvirkjunar byggir á því fyrirheit ríkisstjórnarinnar að leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar fyrirtækinu að veita öðrum aðilum aðgang að fjarskiptakerfi sínu. Framkvæmda- stjóri TNets verður Guðmundur Gunnarsson, sem hefur verið fjar- skiptastjóri Landsvirkjunar. Kötturbm á við 5 menn Hér er kötturinn að störfum við Kringlukrána undir dyggri stjórn Björns Oddssonar. mynd: hilu. Á vegum verktakadeildar Ofnasmiðju Reykjavíkur er starfandi hjá Istaki við Kringluframkvæmdina róbóti, eða vélmenni, á beltum sem sker ldappir og brýtur allt sem á vegi þess verður. Vélmennið gengur undir nafninu Kötturinn og hefur vakið mikla lukku hjá verktökun- um. Kötturinn fer hljóðlega um og kemst inn um minnstu smugur. Afköstin eru heldur ekki af verri endanum þvi kunnugir segja að hún brjóti tífalt hraðar en 5 manna vinnuhópur með handfleyga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.