Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2 0. ÁGÚST 19 9 9 - 9 FRÉTTIR raemdaleyfi ir ekki enn verið gefið. Andstæðingar vallarins benda hinsvegar á að á flugvallar- vaða- og loftmengun, sem flugvellinum sé samfara. Spuming ii iu fjarlægð Þorleifur Pálsson bæjarritari og starfandi bæjarstjóri f Isafjarðar- bæ segir að afstaða bæjarbúa til hugsanlegs flutnings á Reykjavík- urflugvelli hljóti að taka miða af því hvert hann mundi fara. Þetta sé fyrst og firemst spurning um þá fjarlægð sem sé frá flugvellinum og til höfuðborgarinnar. Ef völlur- inn verður í næsta nágrenni við borgina sé það ekki mikið mál. Hinsvegar yrði það verra ef völlur- inn væri það Iangt frá borginni að það færi að skipta máli bæði í tíma og vegalengdum. Þá mundi því fylgja töluvert óhagræði fyrir landsbyggðina, enda vandfundinn betri staðsetning en sú sem fyrir sé fyrir íbúa úti á landi sem þurfa að sækja erindi sín til borgarinnar. Enda sé töluvert um það að fólk nýtir sér flugið til alls kyns útrétt- inga með því að fara að morgni og koma aftur að kveldi. Lengri vega- lengdir frá flugvelli til Reykjavíkur mundi því stytta þann athafna- tíma sem fólk hefur í borginni. Keflavík ekki fýsileg Af þeim sökum sé Keflavík ekki fýsilegur kostur að óbreyttum samgöngum. I því sambandi bendir Þorleifur á að það tekur svipaðan tíma að keyra frá Kefla- vík til Reykjavikur og fljúga frá ísafirði til Keflavíkur. Hann telur því að höfuðborgin verði að reyna að axla þá ábyrgð að vera höfuð- borg og þjónusta landsmenn áfram hvað þetta varðar. Aðspurð- ur segir hann að deilurnar syðra um staðsetningu Reykjavíkurílug- vallar séu lítið í umræðunni þar vestra. Þessutan hafa engar sam- þykktir eða áskoranir verið um málið af hálfu bæjarstjórnarinnar uppá síðkastið. Það sé þó ekki úti- lokað að það hafi gerst áður en hann kom til starfa. Óhagræði Björn Hafþór Guðmundsson bæj- arstjóiri í Egilsstaðabæ tekur und- ir skoðanir starfsbróðurs síns að vestan um það óhagræði sem því yrði samfara fyrir íbúa Austur- lands ef flugvöllurinn yrði fluttur til Kellavíkur. I þessum efnum skiptir mestu máli fjarlægð og tími sem fer að koma sér á milli flugvallar og borgar. Hinsvegar hefur ekki verið fjallað formlega um þetta mál innan bæjarstjórn- Sturla Böðvarsson: Efá að kjósa um þetta mál, þá þyrftu fleiri að hafa atkvæðisrétt en einungis borg- arbúar. arinnar. Aftur á móti hafa verið líflegar umræður um málið í heita pottinum í sundlaug bæjarins. Gárungarnir þar bentu á að ef flugvöllurinn yrði fluttur til Kefla- víkur, þá yrðu menn einfaldlega að leggja af stað fyrr og seinna af stað að sunnan. Það vildu þó ekki allir skrifa upp á þessa breytingu. Sjálfur telur hann mjög gott eins og þetta sé um þessar mundir þegar fólk getur nánast lent \ið bæjardyr Reykjavíkur. Fjrnr allt landið Bæjarstjórinn segist þó eiga erfitt með að sætta sig við það ef aðeins Reykvíkingar ættu að greiða at- kvæði um staðsetningu flugvallar- ins. Það sé vegna þess að flugvöll- urinn sé ekki aðeins fyrir borgar- búa heldur einnig allt landið. Hann segir að Austfirðingar eigi að fá tækifæri til að hafa áhrif á þá niðurstöðu alveg eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins telja sig umkomna til þess að hafa áhrif á stefnuna í stóriðju og virkjunar- málum á Austurlandi. Hann bendir einnig á að á sama tíma og mönnum sé mjög umhugað um lífríkið úti á landi, þá skuli menn viðra hugmyndir um Iandfyllingar við eyjar og sker á höfuðborgar- svæðinu undir flugvöll. Sérstak- lega þegar haft sé í huga að við strandlengjuna sé lífríkið við- kvæmt fyrir allri röskun og breyt- ingum og trúlega alveg jafn verð- mætt og það sem sumir vilja vern- da uppá hálendinu. í óþökk aLmeimings A stjórnarfundi Samtaka um betri byggð í fyrradag var samþykkt ályktun þar sem þau harma und- irritun verksamnings um bygg- ingu nýs flugvallar í miðborg Reykjavíkur í óþökk almennings. Aldrei geti orðið sátt um flugvöll í hjata borgarinnar og um hann muni alltaf standa styrr. Það sé til tjóns fyrir alla, auk þess sem hann fær ekki staðist til lengdar. Þess- vegna sé það mikil sóun á Ijár- munum að ætla að leggja stórfé í endurbætur á vellinum. Stjórnin átelur borgarstjórn Reykjavíkur íyrir að hafa haldið slælega á hagsmunum borgarinnar í þessu máli og fyrir það að hafa fengið flugmálayfirvöldum og sam- gönguráðuneyti óeðlilega mikið áhrifavald í skipulagsmálum höf- uðborgarinnar. Máli sínu til stuðnings benda samtökin m.a. á einhliða tilkynningu samgöngu- ráðherra um fyrirhugaða umferð- armiðstöð í Oskjuhlíð án nokkurs samráðs við borgarstjórn eða borgarbúa. Breyta landnotkun Stjórnin skorar því á borgaryfir- völd að halda fullu forræði í skipulagsmálum borgarinnar og hefja þegar endurskoðun á aðal- skipulagi hennar með það í huga að breyta sem fyrst landnotkun í Vatnsmýrinni. í þeim sé brýnt að borgarstjóri taki strax af skarið um það að flugvöllurinn verði far- inn þaðan í síðasta lagi árið 2016. Þá skorar stjórnin á ríkisvaldið að falla frá áformum um nýjan flug- völl. Jafnframt skorar stjórn sam- takanna á yfirvöld sveitarfélaga og á yfirvöld samgöngumála að hefja strax leit að framtíðarlausn iyrir innanlandsflug á höfuðborgar- svæðinu. Hjá Norðuráli eru menn stórhuga og ræða nú um stækkun álversins um 30.000 tonn. Það yrði framkvæmt fyrir 5,5 milljarða kröna. Norðurál stækkar Við stækkiin Norðiir- áls verða allar fram- kvæmdir endurfjár- magnaðar, m.a. með þátttöku innlendra fjárfesta. Forráðamenn Norðuráls við Grundartanga eiga nú í viðræð- um við innlenda og erlenda fjár- festa um stækkun álversins úr 60 í 90 þúsund tonna framleiðslu- getu. Um 5,5 milljarða króna framkvæmd yrði að ræða. Að sögn Ragnars Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, er um leið verið að endurfjármagna fyrri framkvæmdir Norðuráls með pakka upp á 16-17 milljarða króna. Viðræður standa yfir við innlendar lánastofnanir um fjár- mögnun fjórðungs þess kostnað- ar, eða upp á um 4 milljarða. Fremstir þar í flokki eru Lands- bankinn og FBA en að sögn Ragnars gætu fleiri komið við sögu, m.a. lífeyrissjóðir og aðrar lánastofnanir. Það myndi skýrast um næstu mánaðamót. Lán Norðuráls til þessa hafa verið fjármögnuð af erlendum bönkum, ásamt FBA og Lands- banka íslands, en Ragnar sagði viðræður standa yfir við banda- rísk tryggingarfélög um endur- fjármögnunina, m.a. John Hancock tryggingarfélagið sem lánaði til Hvalijarðarganganna. Ragnar sagði tryggingarfélögin hafa það fram yfir bankana að lánstíminn væri lengri og greiðslubyrðin því léttari. „Ég tek þó fram að þessar leið- ir eru ekki endanlega ákveðnar og verða ekki fyrr en áhugi ijárfesta liggur fyrir og ljóst hvaða kjör eru í boði,“ sagði Ragnar. Norðurál hefur starfsleyfí fyrir 180 þúsund tonna álveri en að sögn Ragnars voru stækkanir, sem framkvæma á í tveimur áföngum, ótímasettar í upphafi. Aðspurður hvort hækkandi heimsmarkaðsverð á áli hefði áhrif á svona ákvörðun sagði Ragnar svo ekki vera. Stækkunin byggðist á góðum langtímahorf- um í áliðnaði og sífellt aukinni eftirspurn, til dæmis bíla- og flutningatækjaframleiðenda. Al- verð var orðið ansi lágt í vetur, um 1.150 dollara tonnið, en er nú komið í um 1.450 dollara. Skapar 50-60 ný störf Framkvæmdahraðinn ræðst af framboði á raforku og það er ekki fyrr en í apríl 2001 sem Lands- virkjun telur sig geta veitt Norð- uráli nægjanlega orku, eða 470 GW stundir á ári, sem er 50% aukning á þeirri raforku sem Norðurál fær í dag. Viðræður við Landsvirkjun eru á lokastigi, að sögn Ragnars. Miðað er við að framkvæmdir geti hafist í nóvember eða desem- ber næstkomandi og að þeim ljúki á 15-16 mánuðum þannig að stækkaði hlutinn komist í notkun í apríl árið 2001. Stækk- unin er eingöngu á kerskálum, steypuskáli og skautsmiðja verða óbreytt. Að sögn Ragnars þarf að bæta við 50-60 manns þegar stækkun Iýkur og þá verða starf- andi um 210-220 manns hjá Norðuráli. — BJB Aðgát skal höfð við Mýrarveg „Húsbyggjandi skal gæta fyllsta öryggis við byggingaframkvæmd- ir á svæðinu og sýna tillitssemi við nágranna þar sem byggt er í grónu hverfi.“ Þannig hljómar bókun bygginganefndar Akur- eyrar með samþykki um veitingu byggingaleyfis vegna byggingar tveggja íjölbýlishúsa fyrir aldr- aða við Mýrarveg. Fyrir liggur kæra vegna byggingarinnar en áður hafði verið gefið út svokall- að framkvæmdaleyfi til jarðvegs- vinnslu og var sú vinnsla hafín, meðal annars með sprengingum. Óhapp við sprengingu varð hins- vegar ekki til að bæta andrúms- loftið í nágrenninu og fer tvenn- um sögum af kynningu og \ið- vörunum vegna sprenginganna. I reglugerð um sprengiefni segir meðal annars í 38. grein um öryggisgæslu, viðvaranir og grenndarkynningu: „Sprengi- stjóri skal fyrir skot gera ráðstaf- anir sem tryggja að enginn dvelj- ist á eða ferðist um það svæði umhvefis sprengistað þar sem ætla má að hætta skapist. Setja skal upp merkingar sem vara við hættu sé slíkt nauðsynlegt til að koma boðum til óviðkomandi. Skömmu íyTÍr skot skal gefið hljóðmerki til merkis um að skot sé yfirvofandi. Þegar ætla má að sprengivinna geti valdið íbúum í nálægri byggð ónæði skal þeim gert viðvart." — Hl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.