Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 7
 w^ FÖWWtM# ,2 Q.x ^ -7«? ÞJOÐMAL N eyð arkall frá siómönmun ÁRNJJÓN KONRAÐSSON FRÁ MÚUM SKRÍFAR Sjómenn að störfum: Er verið að hlunnfara þá? Neyðarkall var sent út 3. febrúar 1999 til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Þetta neyðar- kall er frá 1007 öldruðum sjó- mönnum og 446 ekkjum sjó- manna og 595 sjómönnum sem eru á örorkubótum. Allir þessir bótaþegar fá greiðslur úr Lífeyr- issjóði sjómanna. Þetta neyðarkall var sent til Al- þingis vegna frumvarps sem var lagt fram á Alþingi 3. desember 1998 af Geir H Haarde Ijármála- ráðherra um breytingar á lögum frá 1. september 1994 um Líf- eyrissjóð sjómanna. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi 11. mars 1999 og varð að lögum 1. júlí 1999. I þessu frumvarpi er ákvæði um lækkun á bótagreiðslum. Ellilífeyrir lækkar um 39.123.085.52 kr, örorkulífeyrir um 45.064.515.81 kr. og maka- lífeyrir um 13.557.343.88 kr. Samtals 97.744.945.21 kr., eða 15,5% frá því sem er í lögum frá 1. september 1994. Þessi lækk- un hefur verið í gildi frá 1. jan- úar 1999 til 31. desember 1999. Með þessari lækkun á lífeyri úr Lífeyrirssjóði sjómanna fær sjóð- urinn starfsleyfi 1. júní 1999. í frumvarpi Geirs eru þetta samanlögð iðgjöld sjóðfélaga hvert almanaksár og skulu um- reiknuð í stig sem mynda lífeyr- isréttindi hans. Til grundvallar í stigaútreikningi skal grundvall- arfjárhæð í janúar 1996 vera 49.084 kr. og breytist hún mán- aðarlega í hlutfalli við breytingar á vísitölu til verðtryggingar frá 17,7 stigum. Þessi upphæð er ekki til sem mánaðarlaun sem 2. kauptaxti Dagsbrúnar í janúar 1996. Upphæðin er notuð til að lækka ellilífeyri, örorkulífeyri, makalífeyri og þeirra sem fá Iíf- eyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði sjómanna. Þessi upphæð breytist ekkert þó að 2. kauptaxti Dags- brúnar hækki því að hún er föst tala í lögum til að lækka Iífeyri til lífeyrisþega í Lífeyrissjóði sjó- manna. Rétt upphæð til grundvallar í stigaútreikningum til lífeyris er 70.000 kr. 1. janúar 1998 úr Líf- eyrissjóði sjómanna. Þessi tafla sýnir þá lækkun sem verður á ellilífeyri, örorku- lífeyri og makalífeyri úr sjóðn- um. Hæsta og lægsta upphæðin er til þess að sjá lækkun á greiðslum úr Lífeyrissjóði sjó- manna frá 1. júní 1999. 100 70.605 1,7% 170% 120.028 100 53.198 1,7% 170% 90.436 100 53.198 1,602% 160,2% 85.223 050 70.605 1,7% 170% 60.014 050 53.198 1,7% 170% 45.218 050 53.198 1,602% 160,2% 42.611 025 70.605 1,7% 170% 30.007 025 53.198 1,7% 170% 22.609 025 53.198 1.602% 160,2% 21.305 Vandi Lífeyrissjóðs sjómanna byrjaði þegar upp fór að safnast greiðsludráttur á iðgjöld við sjóð- inn. Vanskilin námu hæst 320 milljónum króna og voru gerðar kröfur á 120 skip vegna vanskila á iðgjöldum. Vegna þessara van- skila fór Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, fram á það að ið- gjöld sem sjómenn greiða í sjóð- inn komi úr greiðslumiðlun inn- an sjávarútvegsins eins og út- gjöld útvegsmanna. Þessari til- lögu Guðmundar var hafnað af útvegsmönnum á þeim forsend- um að þá tækju þeir þátt í því að greiða iðgjöld sjómanna í sjóð- inn. Með lögum frá 1. júní 1986 um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins breyttust greiðslur á iðgjöldum sem útvegsmenn áttu að greiða í sjóðinn. Nú koma þessar greiðsl- ur úr greiðslumiðlun innan sjáv- arútvegsins sem iðgjöld frá út- vegsmönnum. Þetta lækkar greiðslur útvegsmanna í Lífé)ris- sjóð sjómanna úr 6% í 3,6% sem er 40% Iækkun á iðgjöldum þeirra. Nú eru sjómenn skyldað- ir til að taka þátt í að greiða ið- gjöld sem útvegsmenn eiga að greiða í Lífeyrissjóð sjómanna. Hlutur sjómanna er 2,4% eða 3.727.808.152 kr. (Sjá töflu 1). Sjómenn fá ekki stig fyrir þess- ar greiðslur sem þeir greiða í Þeir in eim eru í vond- um máluin sem þurfa að fá lækkun á eign- um Lífeyrissjóðs sjó- manna þegar sjómenn fara að spyrja um þessar eignir. sjóðinn. Vandi Lífeyrissjóðs sjó- manna jókst á ný þegar ný lög tóku gildi um sjóðinn l.septem- ber 1994. Þegar honum var gert skylt að greiða sjómönnum líf- eyri sem ekki höfðu greitt í sjóð- inn. Til að bæta hag sjóðsins þarf að losna undan þeirri skuld- bindingu. Tryggingafræðileg úttekt var gerð á ársreikningum sjóðsins frá 1992, af Pétri Rlöndal Har- aldssyni stærðfræðingi, árið 1994. Helstu niðurstöður út- tektarinnar á stöðu sjóðsins mið- að við 31. desember 1992 eru þær að Pétur Blöndal hækkar eignir Lífeyrissjóðsins upp um 732.236.468 kr., sem er hærri upphæð en eignir voru Iækkaðar í ársreikningnum frá 1992. Lækkunin var 1.959.966.142 kr. í ársreikningnum frá 1992. Þetta breytir ársreikning sjóðsins 31. desember 1992 og hann verður 17.690.000.000 kr. Þessi upp- hæð á að færast á 1. janúar 1993 og á að koma fram í ársreikningi sjóðsins árið 1993 sem kom út árið 1994. í ársreikningum frá 1994-1998 sjást innborganir upp í iðgjöld næsta árs frá út- vegsmönnum, þessar greiðslur Iækka eignir sjóðsins um 899.779.188 kr. frá 1994 til 1998. í ársreikningnum frá 1975 sjást greiðslur úr ríkissjóði upp í skuldir stóru togaranna við Lífeyrissjóð sjómanna að upp- hæð 40.000.000 kr. Skuldirnar voru 225.839.730 kr. frá 31. desember 1980. Nú koma 2.692.202.610 kr. og 899.779.188 kr., þessar upp- hæðir hækka ársreikninginn frá 1988 og hann verður 35.610.384.644 kr. 31. desem- ber 1998 og þessi upphæð er flutt til 1. janúar 1999. (Sjá töflu 2). Þessi mismunur á tölum eru þær að eignir Lífeyrissjóðs sjó- manna eru lækkaðar frá 1. janú- ar 1980 til 31. desember 1998 um alls 23.156.688.579 kr. Þeir menn eru í vondum málum sem þurfa að fá lækkun á eignum Líf- eyrissjóðs sjómanna þegar sjó- menn fara að spyrja um þessar eignir. Verðbreyting er nýr liður í reikningum sjóðsins og er reikn- uð af stöðu eigna og skulda sjóðsins 1. janúar 1980 sbr. 53. gr. laga nr. 7 frá 22. febrúar 1980 um breytingu á lögum nr. 40 18. maí 1978, um tekju og eignaskatt. Verðstuðull er 54,91% árið 1980, þá voru eign- ir sjóðsins lækkaðar um 4.242.381.262 kr. og árið 1981 um 6.977.793.000 kr. sem er samtals 11.220.174.362 kr. Þetta kemur fram í ársreikning ársins 1981 sem 112.201.744 kr. Árið 1991 hættir Ríkisendur- skoðun að endurskoða ársreikn- inga sjóðsins og Bankaeftirlit Seðlabanka Islands tekur við. Sama ár er breytt um reiknings- aðferð við gerð á ársreikningum, þá koma f ársreikninginn gjald- fallnar næsta árs afborganir af verðbréfum. Þessi nýja reikn- ingsaðferð lækkar eignir Lífeyr- issjóðs sjómanna frá 1 .janúar 1991 til 31. desember 1996 um 16.794.710.049 kr. Mest var lækkunin 4.886.240.115 kr. árið 1995. Með lögum og reglugerðum á Alþingi fslands var Bankaeftirliti Seðlabanka fslands gefið vald til þess að breyta bókhaldi og reikn- ingsuppgjöri hjá lífeyrissjóðum landsins um tugi milljarða frá 1. janúar 1991 til 31. desember 1996 svo að eignarstaða Iífeyris- sjóða versnar það mikið að þeir eiga ekki fyrir áunnum réttind- um sjóðsfélaga. Þetta getur flýtt fyrir því að þeir hafa ekki starfs- grundvöll sem lífeyrissjóðir og verða að sameinast öðrum lífeyr- issjóðum. Lækkun á eignum líf- eyrissjóða frá 1991-1996 eru 119.563.456.000 kr. Þessi lækkun er til þess að lækka greiðslur til sjóðsfélaga sem eru á lífeyri. Stjórnarformaður og stjórnar- menn í Lífeyrissjóði sjómanna: er það í lagi að eignir aldraðra sjómanna sem eru í Lífeyrissjóði sjómanna lækki um 16.794.710.049 kr. frá 1. janúar 1991 til 31. desember 1996? Geir H. Haarde, það er létt verk að hækka eignir Lífeyris- sjóðs sjómanna, til að leiðrétta það óréttlæti sem sjómenn hafa orðið fyrir með lagasetningum frá Alþingi. Tafla 1 Þessax greiðslur eru frá 1. júni 1986 til 31. desember 1998 Hlutur Greiðsluhlutur útvegsmanna sjómanna 1986 118.291.005 47.316.236 1987 355.003.091 142.001.236 1988 513.539.028 205.415.612 1989 608.212.582 243.285.033 1990 605.601.119 242.240.448 1991 792.024.872 316.819.949 1992 760.414.000 304.165.600 1993 811.122.194 324.448.877 1993 551.290.234 340.516.094 1994 891.725.535 356.690.214 1994 931.151.327 372.460.531 1995 862.743.877 345.092.551 1996 870.230.787 348.092.315 1997 928.759.874 371.503.949 1998 983.884.085 393.553.643 Tafla 2 Þessi tafLa sýnir lækkun á eignum Lífeyrissjóðs sjómaima frá 1980 - 31. desember 1998 1980 8.802.661.119 13.045.042.381 1981 103.820.178 212.226.300 1982 166.744.469 395.122.803 1983 796.192.276 1.079.621.167 1984 1.068.265.905 1.564.437.372 1985 1.704.450.900 2.507.001.128 1986 2.445.316.829 3.732.158.529 1987 3.695.892.231 5.421.620.109 1988 5.498.949.829 7.864.180.730 1989 8.035.622.210 11.664.265.910 1990 10.092.028.520 15.101.524.979 1991 12.636.592.180 19.312.696.334 1992 14.997.797.393 24.360.497.746 1993 17.323.349.335 29.308.653.152 1994 19.856.392.137 33.726.627.694 1995 22.370.380.370 41.423.658.982 1996 25.357.407.591 51.322.010.191 1997 32.018.392.846 55.175.071.425 1998 35.610.384.644 55.175.071.425

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.