Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 13
l^MT
ÞRIOJVDAGVR 20. ÁGÚST 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Stefnir í niikla baráttu á
botni Landssímadeildarinnar
Baráttan á botni deildarinnar er nú í aigieymingi og Reykjavíkurliðin Valur
og Víkingur verma nú neðstu sætin. Myndin sýnir Víkinga í miklum
baráttuhug.
Á morgun hefst fjórtánda um-
ferð Landssímadeildar karla með
þremur leikjum, þar sem Grind-
víkingar fá botnlið Víkings í
heimsókn, Breiðablik tekur á
móti toppliði KR á Kópavogsvelli
og Skagamenn heimsækja Leift-
ur til Olafsíjarðar. Á sunnudag
leika svo Valsmenn gegn Keflvík-
ingum að Hlíðarenda og Framar-
ar fá Eyjamenn í heimsókn í
Laugardalinn.
Baráttan á botni deildarinnar
er nú í algleymingi og Reykjavík-
urliðin Valur og Víkingur verma
nú þrjú neðstu sætin, ásamt
Grindvíkingum. Það er ljóst að
baráttan verður mikil í leikjum
þessara liða um helgina og ekk-
ert annað en sigur getur bjargað
þeim frá falli, þar sem aðeins
fimm umferðir eru eftir í deild-
inni.
Botnlið Víkings vann góðan 5-
4 sigur á Valsmönnum í síðasta
Ieik, þar sem skoruð voru alls níu
mörk í öllum regnbogans litum.
Valsmenn sýndu þar mikinn
karakter eftir að hafa verið 4-1
undir í hálfleik og tókst með
ótrúlegri þrautseigju að minnka
muninn í eitt mark fyrir leikslok.
En Iítum á leikina sem botn-
Iiðin þrjú eiga eftir í deildinni:
Víkingur: Grindavík (U),
Breiðablik (H), ÍBV (Ú), KR (H)
og Fram (Ú).
Valur: Keflavík (H), ÍBV (Ú),
ÍA (Ú), Leiftur (H), Fram (H) og
Grindavík (Ú).
Grindavík: Víkingur (H),
Keflavík (Ú), ÍA (H), Leiftur (U)
og Valur (H).
Öll liðin eiga eftir fimm leiki
nema Valur sem á eftir að Ieika
frestaðan leik gegn Islandsmeist-
urum ÍBV á útivelli, þar sem
mjög ólíklegt er að þeir nái góð-
um úrslitum. Að öðru leyti á Val-
ur kannski eftir Iéttara prógram
heldur en Víkingur og Grinda-
vík.
Víkingar eiga eftir að spila
bæði við IBV og KR-inga þannig
að þeirra leildr verða að teljast
þyngri í fallbaráttunni, á sama
tíma og spennandi barátta fer
fram á toppi deildarinnar.
Grindvíkingar eiga aftur á
móti eftir að leika bæði gegn
Víkingi í næsta leik og gegn Val á
heimavelli í síðustu umferðinni.
Þeir eiga Iíka eftir tvo erfiða leiki
gegn Leiftri og IA, sem bæði eru
að keppa um þriðja sætið og það
gætu reynst erfiðir leikir.
Það er því ljóst að spennan er
mikil á botninum og ekkert verð-
ur gefið eftir til að bjarga því sem
bjargað verður.
Reynsluleysid hefur háð
okkux
- En hvað segir Luca Kostic,
þjólfari botnliðs Vikings, um
stöðuna?
„Auðvitað er ég óánægður með
stöðuna, en í raun, þrátt fyrir að-
eins tvo sigra í þrettán leikjum,
þá er ég aðeins óánægður með
einn leik, sem var 4-1 tapleikur-
inn gegn KR. Strákarnir hafa
verið að spila nokkuð vel, miðað
við það hvað liðið er ungt og
reynslulítið og hafa lagt sig alla
fram. Við höfum oft verið að
missa niður forystu og tapað
leikjum sem við hefðum með
smáheppi átt að vinna. Ég veit
ekki hvort hægt er að kalla þetta
óheppni, en alla vega höfum við
ekki verið heppnir í sumar. Það
sem hefur háð okkur mest er
reynsluleysið og það hefði auð-
vitað komið sér vel að fá fleiri
reyndari leikmenn til liðsins fyrir
tfmabilið. Þeir sem í dag hafa
mestu reynsluna í Iiðinu eins og
t.d. Hólmsteinn, Þrándur og
Sumarliði hafa litla reynslu í
Landsímassdeildinni, en hafa þó
verið að spila mjög vel. En eins
og staðan er í dag þá þýðir ekki
að fást um þessa hluti. Nú tök-
um við bara hvern leik fyrir sig
og hugsum aðeins um að sigra.
Eg hef tröllatrú á strákunum og
þeir láta engan bilbug á sér finna
og halda örugglega áfram að
berjast. Það er mikil barátta í lið-
inu og hún er mikils virði þegar
illa gengur.
Sigurinn gegn Val í síðasta leik
gefur okkur örugglega byr í segl-
in fyrir leikina sem eftir eru hjá
okkur í deildinni. Þessi leikur var
samt hálfgerður kúrekaleikur,
þar sem við opnuðum vörnina
hjá þeim upp á gátt í fyrri hálf-
Ieik, en svo sofnuðum við aðeins
á verðinum í þeim seinni og þeir
gengu á lagið. En svona er bolt-
inn og allt getur gerst,“ sagði
Kostic.
Næstu leikir:
Laugardagur 21. ágúst
Kl. 14.00 Grindavík - Víkingur
Kl. 14.00 Breiðablik - KR
Kl. 14.00 Leiftur - ÍA
Sunnudagur 22. ágúst
KI. 18.00 Valur - Keflavík
Kl. 20.00 Fram - ÍBV
ÍÞR ÓTTA VIÐTALID
ísland niður
um tvö sæti á
FIFA-Iistanum
Islenska knattspyrnulandsliðið
er nú í 48. sæti styrkleikalista
FIFA, samkvæmt nýjum lista
sem birtur var í vikunni og hefur
því fallið niður um tvö sæti síðan
í síðasta mánuði.
Staða sex efstu þjóðanna er sú
sama og fyrir mánuði og er
Brasilía sem fyrr í efsta sætinu
og hefur bætt við sig 87 stigum.
Heimsmeistarar Frakka eru
áfram í öðru sætinu, en aðeins
með tveimur stigum meira en
Tékkar sem eru í þriðja sætinu.
Spánverjar hafa lyft sér um
eitt sæti og eru nú í sjöunda sæt-
inu, einu stigi á undan Króötum
sem féllu niður í það áttunda.
Á topp tíu eru það Mexíkanar
sem taka mesta stökkið, en þeir
stökkva upp um tvö sæti, úr ell-
efta í það níunda, eftir 4-3 sigur-
inn á Brasilíumönnum í álfu-
keppninni.
Eftirtaldar þjóðir skipa 30
efstu sætin FIFA-Iistanum:
1. (1) Brasilía 842 stig
2. (2) Frakkland 755
3. (3) Tékkland 753
4. (4) Ítalía 720
5. (5) Þýskland 718
6. (6) Argentína 715
7. (8) Spánn 713
8. (6) Króatía 712
9.(11) Mexíkó 709
10. (9) Rúmenía 694
11. (10) Noregur 689
12. (12) Portúgal 679
13. (13) HoIIand 669
14. (14) England 665
15. (15) Svíþjóð 664
16. (16) Paragvæ 647
17. (17) Danmörk 627
17. (18) Kólumbía 627
19. (19) Marokkó 625
20. (20) Austurríki 623
20. (30) Bandaríkin 623
22. (21) Júgóslavía 620
23. (22) Chile 618
24. (23) Slóvakía 612
25. (24) Úkraína 610
26. (25) fsrael 609
27. (26) Pólland 606
28. (27) Rússland 598
29. (28) Túnis 594
30. (29) Suður-Afríka 593
48. (46) ísland 532
Stelpumar reynsliuuii ríkari
Helga Magnús-
dóttir
fararstjórí 20-ára landsliðs kven-
na.
íslenska 20 ára-landslið-
ið í handknattleik kvenna
tók í byrjun mánaðarins
þátt í heimsmeistara-
keppninni sem fram fór í
Kína. Uðið lenti þar í 18.
sæti eftir erfiðakeppni og
aðeins einn sigur, gegn Jap-
an. Helga Magnúsdóttir,
fararstjóri og handbolta-
frömuður, segirað stelp-
umarséu reynslunni rík-
arí.
- Hvar í Ktna fór mótið fram
og hvemig vortt aðstæður?
„Mótið fór fram á fjórum stöð-
um á svæðinu í kringum Canton.
Allar aðstæður voru mjög fram-
andi fyrir stelpurnar, enda Kína
allt annar menningarheimur en
við eigum að venjast. Hitastigið
þar var um 40 gráður og rakinn
var mjög mikill. Það má segja að
það hafi verið rigning með þrum-
um og eldingum mest allan tfm-
ann og engin smá læti. Maturinn
var líka framandi og stelpurnar
lifðu helst á hrísgrjónum og
melónum þegar leið á mótið."
- Hvaða þjóðir voru með ts-
lenska liðinu i riðli og hvemig
gekk riðlakeppnin?
Við spiluðum í riðli með Rúm-
eníu, Noregi, Ungveijalandi og
Kongó, sem var einn sterkasti
riðillinn í keppninni, en Rúmen-
ar unnu keppnina og Ungverjar
Iéku um þriðja sætið við Dani.
Rúmenska liðið er geysisterkt,
en þær eru einnig núverandi
Evrópumeistarar. Fyrsti leikur-
inn okkar var einmitt gegn þeim
og segja má að þar hafi verið við
ofurefli að etja. Staðan í hálfleik
var 14-6, en okkar stelpur áttu
betri seinni hálfleik og Iauk
leiknum með fjórtán marka sigri
Rúmena 30-16.
Annar Ieikurinn okkar var svo
gegn Ungverjum, sem við þekkt-
um frá því við spiluðum við þær
hér heima í vor í undankeppn-
inni. Sá leikur fór 20-28 fyrir
Ungverja, eftir að staðan var 8-7
í hálfleik. Þeim hefur farið mikið
fram síðan í vor, enda verið að
æfa á fullum krafti alveg síðan
og voru til dæmis í fimm vikna
æfingabúðum fyrir keppnina.
Þriðji leikurinn var síðan við
Noreg og þar áttu stelpurnar
skínandi fyrri hálfleik og var
staðan 15-14 fyrir Noreg í hálf-
Ieik. Síðan lentum við í meiðsl-
um í síðari hálfleik og þá hrundi
leikur okkar, þannig að lokatöl-
urnar urðu 36-20 fyrir Noreg.
í síðasta leik riðlisins, sem var
gegn Kongó, komumst við næst
því að sigra. Við vorum einu
marki undir í hálfleik 8-9, en
misstum þetta niður í þriggja
marka tap í lokin, 14-17. Við
vorum búnar að heyra að þær
væru með þokkalegt Iið og það
kom líka í ljós í leiknum að þær
voru engir byrjendur.“
- Hvað tók við eftir riðla-
keppnina?
„Eftir riðlakeppnina tók við
keppni í milliriðlum, þar sem við
lentum í riðli með Hollandi og
Japan. Munurinn á okkur og
þeim var ekki eins mikill og þar
unnum við okkar eina leik gegn
Japan 20-16. Leiknum gegn
Hollandi töpuðum við 28-23.
í keppninni um sæti lentum
\áð á móti Angóla um 17. sætið
en töpuðum með einu marki 19-
20. Mikil þreyta var þá komin í
liðið, eftir Ianga og stranga kepp-
ni og lentum \ið þar með í 18.
sætinu.
- Hvemig metur þú stöðuna
eftir keppnina?
„Við vorum þarna að taka þátt
í heimsmeistaramóti í fyrsta
skipti og í fyrsta skipti sem ís-
lenskt unglingalandslið kvenna
tekur þátt í svona stórmóti. Það
sem helst háði okkur var því
kannski reynsluleysið, en flestar
aðrar þjóðir hafa langa reynslu af
þessari keppni og öðrum stór-
mótum. Það hefur líka haft sitt
að segja að við lendum á móti
sjálfum heimsmeisturunum í
fyrsta leik. Rúmenska liðið er
mjög hávaxið og auðséð að það
hefur áralanga þjálfun að baki.
Flestir leikmenn upp á 1,80 m
að hæð, á meðan okkar leik-
menn eru töluvert lágvaxnari og
nettari. I því Iá kannski helsti
munurinn gegn þeim, en
reynsluleysi okkar hafði þó mest
að segja. Það sem uppúr stendur
eftir mótið er sú góða reynsla
sem stelpurnar okkar fengu og
að henni munu þær búa í fram-
tíðinni.11
Var undirbúningurinn
nægilegur?
„Undirbúningur fyrir mótið
hefur staðið alveg frá páskum og
síðan hafa stelpurnar verið að
æfa saman meira og minna. Þær
tóku um mánaðarmótin júní-júlí
þátt í æfingamóti í Danmörku,
þar sem þær spiluðu gegn Dön-
um, Litháum og Norðmönnum.
Þá voru þær á miðju undirbún-
ingstímaþili og nokkuð þungar
og töpuðu öllum leikjunum. Það
voru í raun einu alvöru leikirnir
sem þeir spiluðu f>TÍr Kínaferð-
ina. Það er augjóst að gera þarf
betur svo við drögumst ekki aft-
urúr öðrum þjóðum."