Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 6
G'-fös'VWdá úíjé 2 o! A bts t VsWrv 3' <wír ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Amundi Amundason CAKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617HAKUREYRí) 55i 6270 creykjavík) Martröð í Kafkastíl í fyrsta lagi Fjölmiðlar hafa að undanförnu birt fréttir af hremmingum er- lendra sjómanna sem dvalið hafa hér á landi í reiðileysi um hálfs árs skeið vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Þetta eru lettneskir skipverjar á Odinicova sem gert er út af íslensku fyr- irtæki, en dallur þessi hefur legið við bryggju í höfuðborginni. Skipveijarnir bíða þess enn að fá launin sín greidd svo þeir geti farið til síns heima. Þeir hafa ítrekað reynt að vekja athygli ráðamanna á vanda sínum, meðal annars með mótmælastöðu fyrir framan aðalstöðvar Eimskipafélagsins og við Stjórnarráð- ið, en allt kemur fyrir ekki. í öðru lagi Sú mynd sem lettnesku sjómennirnir fá af hamingjulandinu Islandi hlýtur að vera afar dapurleg. Píslarganga þeirra minnir reyndar frekar á martröð í Kafkastíl en meðferð sem telst sæm- andi í velferðarsamfélagi, þar sem alþjóðlegir samningar um mannréttindi eru virtir. Sem kunnugt er treystir íslenskur sjáv- arútvegur að verulegu leyti á erlend vinnuafl. Það verður að sjálfsögðu að tryggja að íslensk fyrirtæki standi við gerða samn- inga við þá fjölmörgu útlendinga sem hingað koma en brjóti ekki á rétti þeirra. í þriðja lagi Það má geta sér til ura viðbrögð hér á landi ef íslensk áhöfn hefði verið bundin með þessum hætti launalaus einhvers stað- ar úti í heimi í hálft ár. Þá hefði þögnin ekki ríkt. Þeim mun furðulegra er það tómlæti kerfisins sem alls staðar virðist mæta lettnesku sjómönnunum. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld eiga ekki sök á því hvernig komið er; vandinn er búinn til af einkaaðilum. Engu að síður er orðið löngu tímabært að stjórn- völd taki á málinu, þótt ekki væri nema af mannúðarástæðum. Ráðherrar og embættismenn eiga ekki að flýja út um bakdyrn- ar á Stjórnarráðinu þegar lettnesku skipverjarnir standa íyrir framan húsið að vekja athygli á hörmungum sínum. Þeir eiga að láta málið til sín taka og sjá til þess að sjómennirnir fái það sem þeim ber og komist heim. Elias Snæland Jónsson Keisarans skegg Keisarar hafa margir verið um- deildir i mannkynssögunni. Nægir að nefna menn á.borð við Napóleon, Caligula, Pétur mikla og Neró. Þá hefur einnig oft verið hnakkrifist um keisar- ans skegg og ekki síður um það hvort keisarinn væri nakinn eða í fötum. En deilur um keis- ara hafa yfirleitt ekki verið há- værar á Islandi til þessa, enda engum slíkum til að dreifa hér heima. En nú er reyndar mildl þrætubók í gangi í henni Reykjavík út af tilteknum Keis- ara, Keisaranum við Laugaveg og mun vera veitingastaður en ekki maður. I þessum Keisara ku fást svo ótrúlega magn- aður bjór að menn hafa varla sporðrennt fyrsta glasinu þegar þeir komast í svo annarlegt ástand að þeir fara að eðla sig í nærliggjandi stigagöngum, æla á gangstéttar, hlaupa naktir um Laugaveg á sjötugsaldri, ellegar gera sín stykki heldur óyndisleg í ná- grenninu. Köku dropakrinunar? Það er greinilega meiri kengur í ölinu á þessum tiltekna veit- ingastað en á öðrum sambæri- legum stöðum og ekki furða þó viðskiptavinir séu fúsir til að gjalda Keisaranum það sem Keisaranum ber fyrir krúsina. Og þegar slíkur kraftabjór er á boðstólum þá er að sjálfsögðu engin þörf á hassi, heróíni og LSD. En sá böggull fylgir skamm- rifi að lífleg hegðan viðskipta- vina Keisarans hefur truflandi áhrif á viðskiptavini annars þjóðþrifafyrirtækis í grennd- inni, sem sé Tryggingastofnun- ar. Þannig hafa tryggingaþegar verið rændir af vímudrukknum V viðskiptavinum Keisarans, (nú, eða kökudropadrykkjumönnum kaupmannsins á horninu). Og eldri kúnnar Tryggingastofnun- ar þora tæpast lengur að líta þar við af ótta við hersveitir Keisarans. Glæpamaim a- geymsla? Þetta er náttúrlega engan veg- inn nógu gott. Og ef ástandið er svona slæmt þá vekur furðu að veitingaleyfi Keisarans skuli endurnýjað í þaula. Einhverjar ástæður liggja þarna að baki sem ekki hafa komið upp á yfir- borðið. Og Garri sér strax tvær skýringar í hendi sér. I fyrsta lagi er ljóst að ef viðskiptavinir Tryggingastofnunar sneiða hjá staðnum í stórhópum, i stað þess að Iíta þar við og ná í sínar lög- boðnu spesíur, þá sparar það auðvitað stofnuninni stórfé. Þessvegna er hugsanlegt að kvartanir TR séu meira svona til málamynda en undir niðri fagni forsvarsmenn Trygginga- stofnunar tilvist Keisarans. I öðru lagi auðveldar Keisar- inn kannski lögreglumönnum leitina að lögbijótum. Garri er nefnilega góðkunningi lög- reglumanns í bænum, sem tjáði honum að þegar löggumenn þyrftu að hafa upp á einhverj- um af öðrum góðkunningjum sínum, þá Iitu þeir fyrst við á Keisaranum og fyndu þar gjarnan sitt heimafólk. Þetta sparar löggunni auðvitað stórfé í bensínkostnaði og tíma. Keisarinn er sem sé einhver nauðsynlegasta stofnun sem nú er starfrækt í borginni, því eins og þar stendur: einhversstaðar verða vondir að vera. GARRI Naktn á sjötugsaldri Þeir voru margir sem stöldruðu við lýsingu Karls Steinars Guðnasonar á ástandinu í ná- grenni við og í anddyri Trygg- ingastofnunar og heilbrigðis- ráðuneytisins í bréfi sem for- stjóri TR sendi Félagsþjónust- unni í Reykjavík. Þar var verið að kvarta undan nábylinu við veit- inghúsið Keisarann. I bréfi Karls Steinárs segir m.a. að fólk hafi „oftar en einu sinni gert þarfir sínar við aðaldyr stofnunarinnar; ælur séu á gangstéttinni framan við TR; nakin kona á sjötugsaldri hafi komið hlaupandi út á Laugaveg á miðjum degi; og einn starfsmanna kom að pari í stiga heilbrigðisráðuneytisins, sem er jafnframt inngangur stofnunar- innar. Parið var að eðla sig í stig- anum.“ Þetta er aðeins brot af ástandslýsingu krataforingjans fyrrverandi. Og allt þetta telur hann vera skrautlega við- skíptavini Keisar- ans. Magnaðar lýsing- ar Almennt séð er hægt að taka undir með Karli Steinari, því þetta ástand er auðvitað ekld nægj- anlega gott. En það eru þó ekki síður lýsingar forstjórans sem eru magnaðar en sumar jafnvel ekki alveg ótvíræðar. Til dæmis þetta með nöktu kon- una. Maður veit ekki alveg hvort var það hræðilega, að konan var nakin eða að hún var á sjötugs- aldri! í samtölum við menn í gær var t.d. greinilegt að sumir veltu fyrir sér hvort konan hefði komist á lista Karls Steinars ef hún hefði verið ung og glæsileg. I spjalli sem ég átti við Jón Kristjáns- son, alþingismann í gær barst þetta mál örlítið í tal, svona í framhjá- hlaupi. Jóni þótti málið auðvitað merldlegt og kvað: Búllan Ijóta Kalla kvaldi, kona nakinn birtisl senn, hann sú að hún var ú sjötugsaldri, svona er hann glöggur enn! Vígðu vatni stökkt á búllur Það þarf þó ekkert sérstaklega glöggan mann til að sjá að þetta ástand er náttúrlega varla sæm- andi. Borgaryfirvöld hafa sýnt sig fús til að feta í fótspor Guð- mundar góða og stökkva vígðu vatni á sorabúllur sem staðsettar hafa verið á óheppilegum stöð- um í borginni og hér virðist ekki veita af einni góðri vatnsskvettu. Vissulega má til sanns vegar færa, að nú eins og forðum verða vondir einhvers staðar að vera, en staðsetning Keisarans við hlið TR er varla rétti staðurinn. Þess vegna verður þvi ekki trúað að borgaryfirvöld geri ekki eitthvað í málinu. Erkennslu í kristinfræái í skólum hindsins áfátt? Sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur á Glerárkirkju. „Miðað við núver- andi fyrirkomulag í grunnskólum fer mildð eftir kenn- urum hvernig kennslu í kristin- fræði er háttað. Svona blasa mál- in við mér, en nákvæma úttekt hef ég þó ekki tiltæka. í fram- haldsskólum er kennslu í siðfræði og trúarbragðafræðum Ijóslega ábótavant og ég held að herra Karl Sigurbjörnsson hafi einmitt verið að skerpa á því atriði í pré- dikun sinni og þar er ég sammála honum - og því að betur megi gera í þessum efnum í grunnskól- unum. Skólum ber að efla unga fólkið fyrir lífið; ekki síst andlega, til þess að þola bæði góða tíma og slæma. Velsældin hefur hættur, rétt einsog skorturinn." Valgerður Gunuarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á „Kennsla í krist- infræði í grunn- skólum landsins er eflaust misjöfn eftir skólum. Þar sem við Islend- ingar játum kristna trú þá þykir mér eðlilegt að kristinfræði sé kennd. I framhaldsskólum er kennslan hinsvegar meira á sviði heimspeki og siðfræði. Það er ástæða til þess að kenna siðfræði í framhaldsskólum, því nauðsyn- legt er að við höfum gildi og við- mið í lífi okkar til þess að styðjast við. Ef börn og unglingar fá ekki fræðslu um þau, er heldur ekki von til þess að þau geti farið eftir þeim.“ Jónina Bjartinarz formaðurHeimilis og skóla. „Ég hef ekki orðið vör við að kristin- fræðikennslunni sem slíkri sé ábótavant. Spyija má sig að því hvort siðfræði kristinnar trúar, sem er grundvöllur alls þjóð- skipulagsins, hafi skilað sér í kristinfræðikennslu grunnskól- anna. Einnigt má Iíka velta upp þeirri spurningu hvort siðfræði kristinnar trúar og siðferðisgildin eigi ekki að kenna á heimilunum jafnt og í skólunum. Og hvert er þá hlutverk kirkjunnar?" Gunnar Þorsteinsson forstöðwnaðurKrossins. „Kennslan er ekki eins góð og var þegar ég var ung- ur og ég er hræddur um að margir séu að út- skrifast úr grunn- skólanum án þess að kunna boðorðin tíu. Slíkt er menningarslys og getur verið framtíð okkar hættulegt. ÞeSsu held ég að valdí áhugaleysi kenn- ara um þessar greinar, en eina leiðin að breyta þessu er að trúar- vakning og iðrunarandi, sannur og hreinn, komi yfir þessa þjóð.“ Laugum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.