Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 2
Dggtur
2-FÖSTVDAGVR 20. ÁGÚST 1999
FRÉTTIR
Byggt upp jQolbreytt
fuglalíí í Þemuvík
Æðarvarpið heíiir gengið
framar vonum hjá Kon-
ráði og Önnu í Þemuvík -
sem segir varp þd víðast
hvar hafa dottið aðeins
niður í ár.
„Þetta hefur gengið alveg rosalega vel
- framar öllum vonum," sagði Anna
Guðmundsdóttir, spurð hvernig æðar-
varpið hafí gengið hjá þeim Konráði
Eggertssyni núna síðustu árin. Sem
frægt er orðið tóku þau hjónin stóran
skara aeðarunga í fóstur fyrir nokkrum
árum, í þvf skyni að koma upp æðar-
varpi í Þernuvík í Isafjarðardjúpi, þar
sem ekkert varp var fyrir. „Við byijuðum
þama með ekki neitt, en fyrir þremur
árum verptu 42 kollur og 94 í fyrra en
fækkaði aðeins í ár, niður í 84. Krían
og tjaldurinn, sem ekki voru þarna
áður, komu þegar við fórum að vera
þarna, eru nú líka farin að verpa hjá
okkur."
Halda ótrauð áfram
Anna segir enga ástæðu til að ætla
annað en að kollunum eigi enn eftir að
fjölga. „Það er ekkert óeðlilegt við það
að varp detti aðeins niður milli ára -
enda virðist það hafa gerst víðs vegar
um landið. Við höfum talað við marga
sem eru með æðarvarp og öllum ber
saman um að varp hafí dottið svolítið
niður - en það veit enginn af hverju
það er.‘‘ Og þau ætla að halda ótrauð
áfram? „Já - og okkur langar líka til að
taka unga aftur, en ætlum fyrst að sjá
hvernig þetta kemur út. Þetta er heil-
mikil vinna, en líka mjög gaman og
gefandi."
Sólaxhringsvakt í 6 vikur
Anna segir þau hjón verða að flytja
inneftir snemma í maí til að líta eftir í
varpinu. Minkurinn sé ferlegur og
krummi lfka. Kollurnar setjist upp um
miðjan maí og yfirgefi hreiðrin um 20
júní. „Og við förum ekki heim aftur
fyrr en kollurnar eru farnar, kannski 2-
3 eftir. Já, við erum erum með kíkinn
á augunum og sjáum ef eitthvað ef að,
enda lætur krían þá vita af því. Núna
er þarna fullt af kríu, sem er óskaplega
gott að hafa þar sem varp er, því sjái
hún mink eða vargfugl þá heyrum við
lætin í henni. Tjaldurinn er líka góður,
því hann flýgur upp og gargar um Ieið
og eitthvað er að. Við erum búin að
girða svæðið alveg af með þéttu neti
svo tófan kemst ekki á svæðið og okk-
ur hefur Ifka tekist að halda minknum
frá,“ segir Anna.
Snýst ekki allt tini peninga
Miðað við alla þessa vinnu og aðeins
nokkur grömm af dún í hverju hreiðri
þá hlýtur tímakaupið enn að vera
ósköp lágt? „Kaupið er ekki neitt - og
það snýst ekki allt um peninga í dag.
Ánægjan af þessu er aðalatriðið.
Barnabörnunum finnst þetta alveg
æðislegt og Iifa sig alveg inn í þetta.
Þau Iabba með manni í fjöruna, gefa
ungunum að borða og fá þá til að elta
sig. Þau eru alltaf með okkur þarna
innfrá, bíða alveg eftir þessu á vorin,
enda er þetta alger upplifun fyrir börn
sem þekkja lítið annað en að vera á
götunni hérna í bænum.“
Rugluð hugmynd, en....
Anna brosir nú að minningunni um
viðbrögð fólks við hugmyndinni í byrj-
un. „Við Konni fórum þá m.a. á æðar-
ræktarfund. Þar var maður sem var
óskaplega hneykslaður á okkur. „Fólk-
ið er bara ruglað að Iáta sér detta í hug
að fara að ala upp unga,“ sagði hann.
Og hann hefur ábyggilega ekki verið
einn um þessa skoðun. Það hefði
fæstum dottið í hug að hægt væri að
stjórna þessu svona. En um leið og
maður kom út á veröndina á morgn-
ana komu fuglarnir gargandi upp í
hlíðina til okkar," sagði Anna.
-HEI
FRÉTTA VIÐTALIÐ
í pottinum voru meim að
ræða dauðaþögn Davíðs
Oddssonar eftir Hólahátíð
og ræðuna frægu. Pottverj-
ar minntust þess ekki að
liafa hcyrt hósta né strniu frá
honum í jjöhniðlum og voru
að vclta fyrir sér hvort hami
skammaðist sín svona, eða
að hann þyrði ekki að koma
úr felum. Eins veltu pott-
verjar því íyrir sér af hverju
hann svaraði ekki spuming-
unum sem Dagur sendi honum. Litu menn svo á
að gamla góða máltækið gilti, að þögn væri sama
og samþykki...
Davíð Oddsson.
Pottverjar ráku augun í litla
frétt í Degi í gær um hópreið
Skagfiröinga rnn aðra helgi.
Skagfirðhigar hafa löngum
þótt kokliraustir enda segja
þeir að þetta eigi að verða
mesta og stærsta hópreið
aldarinnar. Stefnan er tekhi
á Vindheimamcla frá ystu og
innstu hæjum fjarðarins og heiðursgestur hefur
vcrið boðaður Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra. Pottveijar voru að velta þvi fyrri sér hvort
Guðni myndi ríða á hraða snigilsins...
Guðni Ágústsson.
Nú hcfst SUS-þing í Vest-
mannaeyjum í dag og stend-
ur yflr helgina. Minningar-
greinar hafa þurft að láta í
minni pokann í Mogganum
fyrir aragrúa af heitum
greinum stuðningsmanna
fratnbjóðendanna tveggja.
Pottverjar voru hhis vegar
að velta fyrir sér öðrum hlut í tengslum við þingiö,
þ.e. hvemig fréttastofa Sjónvarpshis hyggst ijalla
mn þaö. Bogi Ágústsson gæti lent í vanda að út-
hluta verkcfninu þar sem nær allir fréttameimirn-
ir tengjast Heimdalli og Sjálfstæðisflokknum á
cinn eða annan hátt. Ekki getur Bogi treyst á frétta-
ritarann í Eyjum, Gísla Óskarsson, sem hefur ver-
ið ötulasti stuðningsmaður Áma Johnscn og því
haflast pottverjar helst að því að Sjónvarpið kalli
Bogi Ágústsson.
til framsóknarmanniim Helga H. Jónsson, þ.c.
Jens Andrésson
formaður Starfsmannafélags
ríkisstofnana.
Samtök ríkisstaifsmatina á
Norðurlöndum bera saman
bækursínar. Áhrífevró á
launamyndun. Nýsköpun í
ríkisrekstrí. Áhersla á aukin
gæði í opinberri stjómsýslu.
Hæfarí ogframagjamari
starfsmenn.
Sviptmg á írelsi
að táka upp evrómynt
- Hver eru helstu múlin á ráðsiefnu og aðal-
fundi Samtaka ríkisstarfsmanna á Norður-
löndum, sem stendur yfir í Reykjavík fram
á laugardag?
„Þetta er eiginlega tvískipt. Annarsvegar er
þetta ráðstefha með þátttöku okkar og við-
semjenda okkar, þ.e. formönnum samninga-
nefnda viðkomandi landa eða þeirra sem eru
með starfsmannamálin á sinni könnu. Þar
eru tvö mál til umræðu. Hinsvegar evró-
myntin og þróun hennar á launmyndun og
hinsvegar hvað opinber stjórnsýsla eigi að
vera og þá um leið hvert hlutverk hins opin-
bera starfsmanns á að vera. Þá erum við ekki
aðeins að tala um snillingana í efstu lögunum
heldur ekki síst fótgönguliðana og límið í öllu
gagnverkinu hjá hinu opinbera. Þetta tengist
jafnframt þeirri félagslegu umræðu um hlut-
verk okkar í Evrópu. Við erum einnig að
reyna að stimpla okkur inn í þá umræðu að
opinber stjórnsýsla eigi að vera eitthvað ann-
að en annarsflokks starfsemi. Þess í stað eiga
menn að vera stoltir opinberir starfsmenn.“
- Er eitthvað um það að menn líti á sig
sem annarsflokks við það að vinna hjá hinu
opinbera?
„Ja, fólk þekkir nú þá umræðu, þar sem
sagt er að starfsmenn hins opinbera séu
komnir á jötuna við það að vinna hjá ríkinu
og að þeir séu áskrifendur að sínum launum.
Oft eru viðbrögðin þau að menn varla and-
mæla þessu. Þessu viljum við snúa við með
þvf t.d. að gera hinn opinbera starfsmann
hæfari til að takast á við sitt hlutverk og verða
framagjarnari fyrir sitt starf og þeirrar stofn-
unar sem hann vinnur hjá.“
- Hefur evran einhver áhrif á kjör opin-
berra starfsmanna á Norðurlöndum?
„Finnar hafa ákveðið að taka upp evruna og
líka Svíar. Danir eru í startholunum og segj-
ast ætla að skoða málið innan næstu tveggja
ára og láta þá fara fram kosningu um það. Þá
erum við ásamt Norðmönnum meðvitaðir
um það að sé evran komin á einum stað, þá
sé stutt í það að við þurfum að fara að hug-
leiða það hvers konar tengingar eigi að vera
og með hvaða hætti. Þannig að þetta er svo-
lítið flókin umræða út af því að sumir eru
komnir lengra en aðrir í þessu máli. Finnar
eru t.d. mjög uppteknir af þessu og m.a.
vegna þess að þeir gegna forystu í ESB.“
- Hvað með ísland. Eigum við að taka upp
evruna?
„Nei, við eigum ekki taka liana upp si
svona. Það má alveg eins spyrja hvort við ætt-
um að sækja um inngöngu í Evrópusamband-
ið. Hinsvegar erum við alveg klárlega háðir
mörkuðum í öllu tilliti. Ég veit ekki hvort það
sé annað en svipting á ákveðnu frelsi með því
að taka upp evruna vegna þess að gengisstýr-
ing hefúr verið eitt helsta hagstjómartækið.
Spurningin er því öðrum þræði hversu mikið
við eigum að gefa eftir og hver sé þessi ávinn-
ingur. Þannig að þetta er mjög umdeilt við-
fangsefni.“
- Er eitthvað öðrufremur uppi á borðum í
sambandi við nýsköpun í ríkissrekstri?
„Ekki í þeirri merkingu að það sé verið að
búa til einhver ný störf, eða yfirtaka einhveija
verkþætti eða störf. Þarna er fyrst og fremst
um að ræða nýsköpun í skipulaginu. Hluti af
því er t.d. þegar menn eru að færa verkefni
frá ríki yfir á sveitarfelög og til einkaaðila.“
- Hafa sltkar yfirfærslur verhefna eitthvað
fækkað í röðum opinberra starfsmanna?
„Nei, eins furðulegt og það nú er. Ég held
að við í BSRB höfum aldrei verið eins fjöl-
mennir og um þessar mundir, eða um 17.500
rnanns."
-GRH