Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 12
12 - FÖSTUDAtíUR 20. ÁGÚST 1999 Dpgur nyjA bio RÁÐHÚSTORGI ŒS SÍMI461 4666 TÍHX Sýnd kl. 12.30,15,18,21 og POWER SÝNING kl. 23.30 NÆTURSÝNING - MEGAPOWERSÝNING, EKKI FYRIR VIÐKVÆMA KL. 2 ÍÞRÓTTIR L J Frábært hjá Vigiii Júdókappinn Vignir Grétar Stef- ánsson, sem nýlega hélt til Bandaríkjanna, þar sem hann keppir fyrir háskólann í Dallas í Texas stóð sig frábærlega á sínu fyrsta móti sem fram fór nýlega. Hann sigraði í sínum þyngdar- flokki, sem er -73 kg flokkur og var einnig útnefndur maður mótsins. Mótið fór fram í Dallas og voru keppendur um þrú hund- ruð og þar af sextíu með svart belti. I flokki Vignis voru tólf keppenur og vann hann alla sína andstæðinga á Ipponi, eða á fullnaðarsigri. I úrslitaglímu lagði hann bandaríska landsliðs- manninn Seth Bregman. Hand- boltamót í Kaplakrika FH-ingar munu um helgina standa fyrir fyrsta handboltamóti haustsins, sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Fjögur Iið taka þátt j mót- inu, sem eru FH, Valur, IR og þýska liðið SGW, frá bænum Waldfishbach. FH-ingurinn Arn- ar Geirsson, þjálfar og Ieikur með liðinu, sem er í svokallaðri „Oberligu". Liðið er nokkuð sterkt og með því leika t.d. tveir rússneskir leikmenn, sem nýlega komu til þess. Tveir stórir og stæðilegir Lithá- ar, sem nú eru til reynslu hjá FH- ingum munu leika með á mótinu og er þar um að ræða Iandsliðs- markvörð Litháa númer tvö, en hinn er tveggja metra skytta. Leikir mótsins: Föstudagur 20. ágúst Kl. 18:00 ÍR - SGW KI. 19:30 FH - Valur Laugardagur 21. ágúst KI. 16:00 FH - ÍR Kl. 17:30 Valur- SGW Sunnudagur 22. ágúst KI. 16:00 Valur - IR Kl. 17:30 FH - SGW Einvigi miili Bjama og Olafs Bikarkeppni FRÍ í fjölþraut fer fram á Laugarvatni iini helg- iua. Dræm þátttaka er í mótinu, en samt búist við spenuandi keppni á miUi þeirra Ólafs Guðmundsson- ar, HSK og Bjama Þórs Trautasonar, FH. Um helgina fer fram á Laugar- vatni, Bikarkeppni FRÍ í fjöl- þraut og verður keppt í tugþraut karla og sjöþraut kvenna. Keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni og skipa tveir keppendur hverja félagssveit. Að þessu sinni er þátttaka á mótinu frekar dræm og aðeins sjö keppendur skráðir í karla- flokki og átta í kvennaflokki. Það vekur athygli að hvorki karlasveit FH né kvennasveit UMSS, sem sigruðu á mótinu í fyrra, eru skráðar til keppni og senda fé- lögin aðeins einn keppanda hvort, á mótið. Aðeins HSK og ÍR senda fullskipaðar sveitir til keppni í karlaflokki og í kvenna- flokki eru sveitirnar þrjár, frá HSK, UMSB ogÁrmann. Jón Arnar Magnússon, UMSS, er ekki með, þar sem hann er nú staddur á HM í Sevilla, en þeir Bjarni Þór Traustason, FH, sem sigraði í fyrra og Ólafur Guð- mundsson, HSK, eru báðir með. Þeir hafa báðir náð yfir 7000 stigum í tugþraut og stefnir í spennandi einvígi á milli þeirra. I kvennaflokki eru meðal keppenda þær Vilborg Jóhanns- dóttir, UMSS, Gunnhildur Hin- riksdóttir, HSK, og Agústa Tryggvadóttir, HSK, og má búast við spennandi keppni. Mótið hefst í kvöld klukkan 18:00 og heldur svo áfram á morgun, laugardag, klukkan 14:00. Bikarkeppni 16 áxa og yngri Samhliða bikarkeppninni í fjöl- þraut fer einnig fram Bikar- keppni FRI, 16 ára og yngri. Þar eru sjö Iið skráð til keppni, sem eru: UMSB, ÍR a- ogb-lið, HSK, UIA, FH og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. I fyrra voru það FH-ingar sem sigruðu með nokkrum yfirburð- um, en ÍR og Armann urðu í öðru og þriðja sæti. Nú er búist við að keppnin um bikarinn muni standa milli FH og IR. Keppnin hjá krökkunum hefst ldukkan 11:00 á morgun, Iaug- ardag og líkur síðdegis. Það er ljótt að skrökva GÞÖ er allt annað en í góðu skapi í pistli sínum í Degi 19. ágúst sl. og sannar enn á ný hið forn- kveðna að maður á ekki að skrifa reiður. Það gerist nefnilega oft að reiðir menn gera sig ekki alltaf skiljanlega og rök verða léttvæg. Svo er um pistil GÞÖ. Þar skammar hann mig fyrir að hafa „slegið upp sem „stórfrétt““ að Heiðar Helguson, leikmaður í Noregi, hefði leitað sér sálfræði- hjálpar vegna álagsins í norska fótboltanum. Hann segir þessa frétt vera mér til skammar og seg- ir hana ósanna og ég hafi ekki haft fyrir því að kynna mér málið með því að hafa samband við Heiðar. Það sé því Iágmarkskurt- eisi hjá mér að biðjast afsökunar á vinnubrögðunum og leiðrétta fréttina. I fyrsta lagi um sannleiksgildi fréttarinnar. Fréttin var í Dagbla- det og raunar einnig hjá NRK, norska ríkisútvarpinu, og vitnaði ég í þær heimildir. Hafi GÞÖ eitt- hvað út á fréttaflutning þeirra miðla að setja, þá ættu að vera hæg heimatökin að koma kvört- unum á framfæri við þá. Vitnað var í Heiðar, umboðsmann hans og fleiri í fréttunum, þannig að hér standa orð GÞÖ gegn þeirra og svo verða menn að meta hverj- um þeir trúa. í öðru Iagi um að ég hafi ekki kynnt mér málið. HALLÓ!!!! Hvað veit GÞÖ um það? En til að upplýsa hann og fleiri, þá hringdi ég nú reyndar heim til Heiðars, enda hef ég verið í fréttamennsku í nokkur ár og fylgi grunnreglum í þeirri atvinnugrein. Konan hans kom í símann og áttum við saman spjall, ágætt spjall ef út í það er farið, um málið og aldrei var neinni leiðréttingu komið á fram- færi við mig eða bent á að rangt væri farið með staðreyndir. Það vildi nú þannig til að Heiðar var á æfingu, svo ég bað fyrir skilaboð til hans, en þeim var ekki svarað. Þegar við hringdum daginn eftir, fengust þær upplýsingar hjá bil- unum, eftir itrekaðar tilraunir til að ná sambandi, að síminn þeirra væri bilaður. Þetta ætti GÞÖ að geta fengið staðfest, ef hann hef- ur áhuga á því, enda geri ég ráð fyrir að norski Landssíminn haldi skrá yfir hvenær ákveðin síma- númer eru biluð. Og ef GÞÖ er svona annt um að menn kynni sér málin og hafi samband áður en eitthvað er birt, af hveiju hafði hann þá ekki samband við mig áður en hann skrifaði þennan reiðipistil? Eg er í skránni! I þriðja lagi um að ég biðjist af- sökunar á vinnubrögðum mínum og leiðrétti fréttina. Já, ég sé það núna að auðvitað var rangt hjá mér að búa til frétt þar sem vitn- að er í heimildir og reynt er að hafa samband við viðkomandi aðila tvo daga í röð. Auðvitað hefði ég bara átt að láta sem grein Dagbladets og frétt NRK væru ekki til og vonast til að „ættingjar og vinir leikmannsins, landsliðs- þjálfarinn og fjöldi manna" fréttu aldrei af því að norskir fjölmiðlar væru að fjalla um þetta mál. Ég sé það nú að GÞÖ hefur rétt fyrir sér að maður á að grafa hausinn í sandinn og vonast til að aðeins sé skrifað jákvætt og uppbyggilega um allt og alla. Nei, að öllu gamni slepptu, kæri GÞÖ, þá verð ég nú að segja að svo virðist sem einhver annar en ég þurfi að leiðrétta skrif, þurfi að kynna sér málin áður en hann geysist fram á ritvöllinn og ætti að biðjast afsökunar á vinnubrögð- um sínum og leiðrétta skrifin. Hafi GÞÖ áhuga á sannleikanum og réttri aðferðarfræði í blaða- mennsku, þá getur hann alltaf hringt í mig...og kynnt sér málin. Það er nefnilega rétt sem þú seg- ir; það er ljótt að skrökva. Með vinsemd, virðingu og Liverpool kveðjum til GÞÖ. Steingrnnur Ólafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.