Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 5
ir>v il.
--------------
FRÉTTIR
T2S»> ,«S yffDAigygft'V -*
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 - 5
Starfsmenn FBA að
selj a sín hlutabréf
Síðustu daga hefur
iiiikið verið um iuu-
herjaviðskipti með
hlutahréf FBA.
Innherjaviðskiptin í FBA hafa
vakið athygli, ekki síst á verð-
bréfamarkaðnum, og telja menn
þau tengjast sölu ICaupþings og
sparisjóðanna á íjórðungshlut til
Orca SA. Tilkynningar fóru að
berast Verðbréfaþingi um inn-
heijaviðskiptin 12. ágúst sl., dag-
inn áður en hluthafahópurinn á
bak við Orca SA gaf sig fram og
sama dag og stjórn Scandinavian
Holdings staðfesti söluna á bréf-
unum til Orca. Verðbréfamiðlar-
ar sem Dagur ræddi við veltu því
fyrir sér hvort viðskiptin hefðu
átt sér stað fyrir eða eftir að inn-
herjunum var kunnugt um hverj-
ir stæðu á bak við Orca.
Samkvæmt reglum Verðbréfa-
þings um upplýsingaskyldu út-
gefenda verðbréfa ber að til-
kynna um slík viðskipti. Þar til
sl. miðvikudag höfðu sex slík við-
skipti verið tilkynnt, öll vegna
sölu á bréfunum fyrir alls um 15
milljónir að nafnvirði, eða fyrir
rúmar 40 milljónir að söluvirði.
Samkvæmt
upplýsingum
frá hluthafa-
skrá FBA hef-
ur bankinn
verið milli-
gönguaðili
með þessi við-
skipti en end-
anlegir kaup-
endur liggja
ekki fyrir. Von
er á nýjum
hluthafalista í
næstu viku.
Viðskiptin
hafa verið sem hér segir, og um
nafnverð er að ræða:
12. ágúst kl. 13.14. 4.000.000
12. ágúst kl. 14.55. 3.000.000
12. ágúst kl. 15.55. 720.000
13. ágúst kl. 15.32. 950.000
16. ágúst kl. 14.55. 1.000.000
18. ágúst kl. 15.42. 5.280.000
Ncikvæð áhrif af óvissu
Viðmælendur blaðsins töldu að
vafi léki á því að innherjar í FBA
teldu hagsmuni sína fara saman
við hagsmuni nýju hluthafanna.
Ovissan hefði
einnig haft
neikvæð áhrif
á mat fjárfesta
á FBA og sú
umræða að
minni líkur
væru á sam-
einingu FBA
og Kaupþings
og að ríkið
myndi hugs-
anlega breyta
áformum sín-
um um áfram-
haldandi sölu
bréfa sinna í FBA.
Ekkert hafði áður borið á inn-
herjaviðskiptum með bréf FBA
og Ieita þarf aftur til aprílmánað-
ar sl. þegar ein Wðskipti áttu sér
stað upp á 1 milljón að nafnvirði.
Aðspurður hverjir þessir innherj-
ar séu sagði Svanbjörn Thorodd-
sen, framkvæmdastjóri mark-
aðsviðskipta FBA, í samtali við
Dag að bankinn hafi, líkt og önn-
ur fyrirtæki á Verðbréfaþingi,
lista yfir innherja. A þeim væru
einstakir starfsmenn og stjórn-
endur bankans sem hefðu að-
gang að upplýsingum er kynnu
að vera innherjaupplýsingar. Af
hverju starfsmenn væru að selja
sagðist Svanbjörn ekki geta skýrt
það eða hverjir væru eiginlegir
kaupendur bréfanna.
Einn verðbréfamiðlari, sem
Dagur ræddi við, taldi eðlilegt að
fram kæmi hvaða tilteknu inn-
heijar væru að selja hluti sína.
Eðlilegt væri að Verðbréfaþing
kæmi þeim upplýsingum á fram-
færi um leið og þær bærust þing-
inu. Þegar haft var samband við
Stefán Halldórsson, forstöðu-
mann Verðbréfaþings, vildi hann
ekki tjá sig um þetta mál að öðru
leyti en því að innherjaviðskipti
væru alltaf til skoðunar á þing-
inu. - BJB
Þórhallur Ölver.
Játará
sig morð
I viðtali við tímaritið Mannlíf
játar Þórhallur Ölver Gunn-
Iaugsson að hafa orðið Agnari
W. Agnarssyni að bana í átökum
í íbúð Agnars við Leifsgötu að-
faranótt 13. júlí sl. Þarna kveður
við fastari tón en lögreglan í
Reykjavík hefur sagt í samtölum
við Ijölmiðla, þ.e. að Þórhallur
hafi aðeins viðurkennt að hafa
lent í átökum við Agnar. I
Mannlífi er vitnað í lögreglu-
skýrslur þar sem Þórhallur lýsir
atþurðarásinni og segir m.a. að
þeir Agnar hafi verið undir áhrif-
um fíkniefna og deilt um fjár-
mál. Aðspurður hvort hann hafi
orðið Agnari að bana svarar Þór-
hallur í viðtalinu: „Já, ég varð
honum að bana, því miður, en
ég vildi að ég gæti verið þar sem
hann er og hann fengi að vera
hér."
Innherjaviðskipti með bréf FBA hafa
vakið athygli.
Þingmeim ræða
fjánagagerðina
Fjárlagagerðin lögð
fyrir þingflokka
stjómarinnar á mánu-
daginn. Allt bendir til
að markmið fjárlaga
þessa árs standist
fuUkomlega.
A mánudaginn kemur munu
þingflokkar stjórnarflokkanna
halda fundi þar sem m.a. fjár-
lagagerð næsta árs verður rædd.
Ráðuneytin hafa í sumar unnið
að rammaáætlun hvert fyrir sig
um Ijárveitingar til eigin þarfa og
þær verða til umræðu á þessum
þingflokksfundum. Eftir með-
höndlun stjórnarflokkanna á
þeim verða drög að Ijárlagafrum-
varpi samin og lögð fyrir Alþingi
þegar það kemur saman 1. októ-
ber.
Jón Kristjánsson, formaður
Ijárlaganefndar, sagði í gær að
Jón Kristjánsson.
hann teldi víst að ríkisstjórnin
inni að málinu á þeim nótum að
gert verði ráð fyrir umtalsverð-
um hagnaði á ríkisreikningi á ár-
inu 2000.
„Það þarf að vera svo. Og mið-
að við efnahagsástandið eins og
það er nú er nauðsynlegt að rík-
ið hægi ferðina í opinberum
framkvæmdum og dragi inn eitt-
hvað af peningum og afgreiði
fjárlög með afgangi," segir Jón
Kristjánsson.
Niðurskurðarlistiim
Hann segir að ekkert bendi til
annars en að þau markmið sem
sett voru með fjárlögum þessa
árs standist. Þar var gert ráð fyr-
ir 2,5 milljarða króna afgangi á
rekstrargrunni. Þá hafa allar
skuldbindingar verið teknar með
í dæmið.
Jón Kristjánsson segist ekki
hafa séð endanlega gerð hins
svokallaða niðurskurðarlista op-
inberra framkvæmda á næsta ári
sem forsætisráðherra hefur
nefnt opinberlega. Jón segist
eiga von á því að þetta verði
kynnt þingflokkunum á mánu-
daginn. Það er fyrsta vers því
þingflokkarnir verða síðan að
Ieggja blessun sína yfir niður-
skurðarlistann og hann gæti tek-
ið breytingum í meðförum þing-
flokkanna. — S.DÓR
Siv „úti í skurði“
Ólafur Magnússon, foringi Sólar
f Hvalfirði, er í hópi umhverfis-
sinnaðra framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi sem telja að
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hafi svikið þá með yfirlýs-
ingum sínum að undanförnu
varðandi umhverfismat vegna
Fljótsdalsvirkjunar. Þeir hafa nú
orðið að krefjast þess að kallað
verði saman auka flokksþing til
að afgreiða málið flokkslega.
„Eg bar fram tillögu á kjör-
dæmisþingi framsóknarmanna í
Reykjanesi síðastliðið haust um,
meðal annars, að þingið legði til
að Fljótsdalsvirkjun færi í lög-
formlegt um-
hverfismat. Siv
Friðleifsdóttir
Iýsti yfir stuðn-
ingi sínum við
tillöguna og
sagði þá mikil-
vægt að þessi
tillaga kæmi frá
Reyknesingum.
Síðan hefur
hún tekið meira
en u-beygju í
málinu og lent úti í skurði með
allt saman,“ sagði Ólafur í sam-
tali við Dag.
Jón Kristjánsson þingmaður,
sem var formaður umhverfis-
nefndar á síðasta flokksþingi,
sagði við Dag að eftir að tillaga
Ólafanna um umhverfismat kom
fram hafi málið verið rætt fram
og aftur í nefndinni og skoðanir
verið skiptar.
„Eftir ítarlega umræðu varð
niðurstaðan sú að tillaga færi
ekki í atkvæðagreiðslu en að við
einbeittum okkur að mjög ítar-
Iegri ályktun um umhverfismál
almennt og stefnumótun í þeim,
sem Ólafur Magnússon og fleiri
sættu sig við og töldu sig hafa
náð ýmsum góðum stefnumálum
fram þar,“ sagði Jón. - S.DÓR.
Siv Friðleifs-
dóttir.
Stærsta ftíatiefnamálið á Akureyri
Lögreglan á Akureyri gerði í fyrrakvöld upptækt meira magn fíkniefna í
einu og sama máli en í nokkru sinni lyrr. Fíkniefnin voru tekin á flug-
vellinum á Akureyri þegar þau komu til bæjarins í fyrrakvöld, en í kjöl-
farið voru fjórir menn handteknir. Þremur þeirra varsleppt síðdegis í
gær en einn var enn f haldi. Sá, Akureyringur á þrítugsaldri, er grunað-
ur um fíkniefnasölu. Að sögn Daníels Snorrasonar hjá rannsóknardeild
Lögreglunnar á Akureyri er þetta mál og mál sem kom upp eftir versl-
unarmannahelgina stærstu mál sem komið hafa til þeirra kasta. Hann
segir fíkniefnaneyslu fara vaxandi á Akureyri sem sjáist á því að í ár hafi
Iögreglan haft afskipti af á áttunda tug mála, en allt árið í fyrra hafi mál-
in verið um 40.
Tíu til Tyrklands
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að senda 10 manna björgunarsveit
til Tyrklands. Sveitin, sem fer af stað í dag, mun starfa að björgunar- og
leitarstörfum undir stjórn samræmingarstöðvar SÞ í Tyrklandi. Sólveig
Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, mun veita
sveitinni forystu. - Með henni fara Tómas Tómasson, Magnús Þórsson
og Kristján Birgisson, sem munu stjórna leitarmyndavél, Guðjón S.
Guðjónsson, Þór Magnússon og Þorsteinn Þorkelsson, sem munu
stjórna hlustunarleitartæki, bráðatæknarnir Lárus Petersen og Hösk-
uldur Friðriksson og Jóhann Valtýsson læknir. — bjb
Sókn gegn válsleðum
Rannsókn á hávaða og mengun frá vélsleðum og áhrifum þeirra á þjóð-
garðana er að hefjast á vegum Þjóðgarðaráðs Bandaríkjanna, í fram-
haldi af óskum hóps umhverfisverndarsamtaka, sem segja að vélsleðar
ógni lífríki garða, mengi loft og vatn og rjúfi kyrrð. „Þetta gæti verið
fýrsti aðdragandi þess að setja reglur um takmörkun á notkun vélsleða,"
hefur Ökuþór, blað FÍB, eftir AP fréttastofnunni. Framleiðendur sleð-
anna benda á að nýjar gerðir sleða, hreinni og hljóðlátari, séu væntan-
legar. Fyrr á árinu gaf umhverfisráðuneyti Bandaríknanna út, að áætl-
að sé að setja reglur um útblástur vélsleða og annarra torfærutækja. Að
líkindum hefðu þær í för með sér að annað hvort yrði að hætta að nota
tvígengisvélar í þessi farartæki, eða þær endurhannaðar. — HEI
Halldór formaður Samtaka
fj ármálafyrirtækj a
Halldór Kristjánsson bankastjóri Landsbanka íslands
var kjörinn formaður Samtaka íjármálafyrirtækja á
stofnfundi þeirra í gær. I samtökunum eru öll helstu
Ijármálafyrirtæki í landinu; viðskiptabankar, sparisjóð-
ir, tn'ggingafélög og verðbréfafyrirtæki, samtals 51 fyr-
irtæki. Samtök fjármálafyrirtækja munu taka þátt í
stofnun Samtaka atvinnulífsins„Verður þetta í fyrsta
sinn sem svo stór hópur fjármálafyrirtækja tekur þátt í
starfi heildarsamtaka atvinnurekenda en nokkur trj'ggingafélög hafa
hingað til átt aðild að VSI og Vinnumálasambandinu. Vægi Ijármálafyr-
irtækja innan Samtaka atvinnulífsins er áætlað um 12%,“ segir í frétt
frá Samtökum fjármálafý'rirtækja. - SBS
HalldórJ. Krist-
jánsson.