Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 FRÉTTASKÝRING ro^ttr óvissa með framk1 Óvíst er hvenær framkvæmdir geta hafist við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli vegna þess að ieyfi tii framkvæmda heft svæðinu sé hægt að byggja allt að 20 þúsund manna byggð og koma í veg fyrir alla þá há GUÐ- MIJNDUR RUNAR HEEDARS- SON SKRIFAR Strandar á umhverfis- ráðimeyti. Endurskoð- im á aðalskipulagi Reykjavíkur hefst í haust. Samgönguráð- herra gagnrýnir að- stoðarmann horgar- stjdra. Landsbyggðin óttast mikið óhagræði verði völlurinn fluttur til Keflavíkur. Ekkert lát virðist vera á deilunum um Reykjavíkurflugvöll. Samtök um betri byggð eru ekki búin að segja sitt síðasta í þessu máli auk þess sem skipulags- og umferðar- nefnd borgarinnar er ekki búinn að gefa út leyfi fyrir framkvæmd- unum. Landsbyggðarmenn eru heldur ekkert hrifnir af þeim hugmyndum að flytja flugvöllinn hugsanlega til Keflavíkur að óbreyttum landsamgöngum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar. Þar vegur þyngst það óhagræði og sá tími sem það mundi kosta að ferðast þarna á milli. Ef ákveðið verður að flytja völlinn í næstu framtíð virðast aðeins tveir möguleikar koma til greina. Annaðhvort að byggja nýj- an flugvöll í Kapelluhrauni eða nýta aðstöðuna sem fyrir er á Keflavíkurflugvelli. Aðrir valkost- ir koma vart til greina eftir að borgin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hagkvæmt að ráðast í landfyllingar fyrir nýjan flugvöll ýmist í Sketjafirði eða Engey. Stendnr á umhverfisráðu- neyti Þótt búið sé að skrifa undir verk- samning um endurbætur á Reykjavíkurflugvelli er eitthvað í það að framkvæmdir geti hafist vegna þess að ekki er enn búið að gefa út leyfi til framkvæmdanna. Sem kunnugt er þá var Istak hlut- skarpast í tilboði sínu í fram- kvæmdirnar, eða fyrir rúman einn milljarð króna. Arni Þór Sigurðs- son, aðstoðarmaður borgarstjóra og formaður skipulags- og um- ferðarnefndar borgarinnar, segir að það sé í verkahring nefndar- innar að gefa út það leyfi. Hann segir að áður en nefndin geti tek- ið afstöðu til leyfisins, þarf um- hverfisráðuneytið að auglýsa breytingu á aðalskipulaginu í stjórnartíðindum svo hún öðlist gildi. Það sé forsenda þess að skipulagsnefndín geti auglýst breytingu á deiliskipulaginu. Hann segir að nefndin geti því ekki auglýst breytingu á deiliskipulaginu fyrr en umhverf- isráðuneytið sé búið að vinna sína heimavinnu í þessu máli. Af þeim sökum reiknar hann ekki með því að málið komi til kasta skipulags- og umferðarnefndar á fundi hennar n.k. mánudag. Þá sé ekki útilokað að þetta ferli geti orðið tilefni til kærumála af hendi þeirra sem séu á móti því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýr- inni. Endurskoðim á aðalskipulagi Arni Þór Sigurðsson segir að borgin hafi Iengi gert þá kröfu á hendur ríkinu að ráðist verði í endurbætur á Reykjavíkurflug- velli. Hann segir að þrátt fyrir mikilvægi vallarins sem miðstöðv- ar í innanlandsfluginu, hefur völlurinn setið á hakanum í fjár- framlögum ríkisins til flugvallar- framkvæmda um Iangt árabil. Af þeim sökum sé það orðið Iöngu tímabært að laga flugvöllinn. Sjálfur segist hann hafna þeirri skoðun að með þessum fram- kvæmdum sé verið að festa flug- völlinn í sessi í Vatnsmýrinni, þótt hann verði þar samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2016. Hann sé þvi persónulega á þeirri skoðun að þegar endurskoðun hefst á aðalskipulagi borgarinnar í haust, þá sé eðlilegt að borgaryf- irvöld velti því fyrir sér hvað eigi að gera við þetta svæði að loknu þessu skipulagstímabili. Sjálfur telur hann að flugvöllurinn eigi þá að fara. Þá hafa bæði flugrek- endur og yfirvöld samgöngumála um hálfan annan áratug til að búa sig undir nýtt umhverfi og leita annarra lausna. Framþróun 1 samgöngum Aðstoðarmaður borgarstjóra spáir því að á næstu tíu árum verði t.d. búið að tvöfalda Reykjanesbraut- ina til Keflavíkur. Eftir álíka tfma gæti svo farið að allt aðrir mögu- leikar væru uppá borðum í sam- bandi við hraðlestir og þá jafn- framt ódýrari en um þessar mundir. Hann bendir á að tíminn vinnur með mönnum í þessum efnum hvað varðar framþróun í samgöngum og samgöngutækjum og hagkvæmni í nýjum farartækj- um. Persónulega telur hann það ekki fráleitt að halda því fram að innanlandsflugið fari til Keflavík- ur að afloknu núgildandi skipu- Iagstímabili Reykjavíkur, eða eftir um 16 ár. A Keflavíkurflugvelli sé nær allt til alls fyrir innanlands- flugið og því mun ódýrari kostur en ráðast í byggingu nýs flugvall- ar með öllu sem sé því samfara. Undir dóm borgarbúa Þá telur hann það koma mjög vel til greina að borgarstjórn ákveði að efna til atkvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um afstöðu þeirra til svæðisins sem flugvöllurinn stendur á í Vatnsmýrinni og hvernig þeir vilja nýta það. Ef meirihluti borgarbúa vill hafa flugvöllinn áfram á sama stað, þá sé einsýnt að borgin muni fram- fylgja þeirri stefnu og festa hann í sessi þar sem hann sé. Ef meiri- hlutinn sé andvígur þvf að hafa völlinn í Vatnsmýrinni og vilji hann á brott, þá yrði að sjálf- sögðu unnið út frá því. Áfram í Reykjavík Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra segist ekki sjá annan stað fyrir innanlandsflugið en í Kefla- vík ef ákveðið yrði að leggja völl- inn niður í Reykjavík. Hinsvegar sé ekkert í spilunum sem gerir ráð fyrir því að völlurinn verði annars staðar en í Reykjavík í ná- inni framtíð. Hann bendir einnig á að borgin hefði komist að þeirri niðurstöðu að völlurinn verði áfram en ekki hann. Ráðherra segir að vássulega geti aðrir staðir komið til greina fyrir innanlands- flugið og þá einhversstaðar á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hann segir að í þessu máli megi menn ekld gleyma þeim hagsmunum sem landsbyggðin hefur af því að hafa völlinn í höfuðborginni. Hinsvegar mundi það ekki ráða neinum úrslitum við þau óþæg- indi sem því yrðu samfara íyrir landsbyggðarfólk þótt Reykjanes- brautin yrði tvöfölduð vegna þessa. Þessutan þyrfti að leggja verulega fjármuni í þá fram- kvæmd. „Vegalending verður ekki stytt en það er spurning um tíma,“ segir ráðherra. Árni Þór Sigurðsson: Þegar endur- skoðun hefst á aðalskipulagi borg- arinnar í haust, er eðlilegt að borg- aryfirvöld velti þvi fyrir sér hvað eigi að gera við þetta svæði að loknu þessu skipulagstímabili. Sjálfur tel ég að flugvöllurinn eigi þá að fara. Þjóðaratkvæðagreiðsla Hann segir að þessi gagnrýni á endurbæturnar á Reykjavíkur- flugvelli komi sér ekki á óvart, enda vitað að skiptar skoðanir væru um málið. Hinsvegar segist ráðherra vera undrandi á við- brögðum Arna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa og aðstoðarmanns borgarstjóra um að Reykvíkingar eigi að kjósa um það hvort völlur- inn verði áfram eða ekki í Vatns- mýrinni. Ráðherra segir að ef á að kjósa um þetta mál, þá telur hann að það þyrftu fleiri að hafa at- kvæðisrétt en einungis borgarbú- ar. Rökin fyrir því séu m.a. sú að flogið sé yfir fleiri sveitarfélög en Reykjavík. Af þeim sökum sé þetta ekki bara spurning sem borgarbúar þurfa að fjalla um heldur landsmenn allir og þá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess geta borgarfulltrúar ekki firrt sig skipulagslegri ábyrgð í þessu máli. Sturla bendir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur sé mjög stór vinnustaður og því líklegt að mörgum mundi bregða við ef hann færi. Þá sé enn verið að vinna í því að finna lausn á snertifluginu á Reykjavíkurflug- velli, sem sé obbinn af þeirri um- ferð sem fer um völlinn dags dagslega. Umferðarmiöstöö Samgönguráðherra segir að hug- mynd sín um eina allsherjar um- ferðarmiðstöð við Öskjuhlíð sé ekki komin neitt á koppinn. Hann segist hafa varpað þessari hugmynd fram vegna þeirrar skoðunar sinnar að það þarf að vera samræmi í uppbyggingu samgöngukerfisins í landinu, bæðí í lofti og á landi. Það sé því einsýnt að þegar byggð verður flugstöð, þá verði að reyna að tryggja það að flugfarþegar eigi greiðan aðgang frá vellinum. I því sambandi bendir ráðherra á að það séu ekki allir sem eiga bíl sem bíður eftir þeim á bílastæð- inu við flugvöllinn vegna þess að þeirra bíll sé staðsettur f þeirra heimabyggð úti á Iandi. Af þeim sökum þarf m.a. að skipuleggja samgöngukerfið þannig að það sé eins þægilegt og kostur sé. I þessu tilviki eina umferðarmið- stöð sem þjónar bæði farþegum sem nýta sér þjónustu Iangferða- bíla og flugvéla. I tengslum við þetta þyrfti að skipuleggja stræt- isvagnakerfi borgarinnar þannig að það væri með snertipunkt við flugstöðina. Jafnframt yrði stöðin endastöð fyrir þá farþega sem koma og fara til Keflavíkur. Ráð- herra áréttar þó að þessi bygging yrði þó ekki byggð utan í Öskju- hlíðinni, enda væntanlega alltof viðkvæmt svæði fyrir slíka bygg- ingu. Önnur staðsetning yrði að vera sem næst flugvellinum. Hann segir í tengslum við um- ræður um Reykjavíkurflugvöll þurfi einnig að ræða þetta mál. Auk þess telur ráðherra að skipu- lagsyfinöld borgarinnar verði að taka tillit þessarar stefnumörkun- ar sinnar. Innan borgarkerfisins er þó fullyrt að álíka hugmyndir hafi komið fram áður en Sturla varð samgönguráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.