Dagur - 20.08.1999, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Erfitt starf framimdan
Fyrir utan manutjón-
ið af völdnm jarð-
skjálftans hefur efna-
hagslíf Tyrkja orðið
fyrir alvarlegum
skakkaföllum.
Fjöldi þeirra sem fundist höfðu
Iátnir f rústum húsa á jarð-
skjálftasvæðinu í Tyrklandi, var
seinni partinn í gær farinn að
nálgast 7.000 og talað var um
að hugsanlega væru allt að
10.000 manns enn grafnir í
rústunum. Þannig að nokkuð
ljóst er að fjöldi þeirra sem fór-
ust verður kominn vel yfir
10.000 áður en yfir lýkur, þótt
enn sé vonast til að bjarga megi
mörgum á lífi úr rústunum.
Líkurnar á því minnka þó með
hverri stundinni sem líður og
björgunarstarfið hefur gengið
erfiðlega fyrir sig.
Fyrir utan manntjónið er ljóst
að jarðskjálftinn mun hafa mik-
il áhrif á efnahag landsins.
Efnahagsástandið í Tyrklandi
var erfitt fyrir og stóðu stjórn-
völd frammi fyrir því verkefni
að hrinda erfiðum aðhaldsað-
gerðum í framkvæmd til þess
að reyna að rétta efnahagslífið
við. Verðbólgan hefur verið um
50% á ári og fjárlagahallinn
nemur um 1500 milljörðum
króna.
Jarðskjálftinn varð á einu
þéttbýlasta svæði Tyrklands og
Fjöldi þeirra sem fundist höfðu látnir í rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í
Tyrkiandi, var seinni partinn í gær farinn að náigast 7.000 og talað var um að
hugsanlega væru allt að 10.000 manns enn grafnir írústunum
eignatjónið er gífurlegt. í gær
hafði ekki enn tekist að ráða
niðurlögum eldsins sem kvikn-
aði í olíuhreinsunarstöðinni
Tupras. Atvinnulíf hefur orðið
fyrir verulegum skakkaföllum,
fjölfarnir vegir eru lokaðir,
símalínur rofnar og byggja þarf
íbúðarhús fyrir þúsundir
manna. Ljóst er að fólk mun í
miklum mæli leita til ríkisins
um styrki til enduruppbygging-
ar.
Tyrkland mun því þurfa á
verulegri Ijárhagsaðstoð að
halda frá öðrum ríkjum í upp-
byggingarstarfið fyrir utan alla
aðstoðina við björgunar- og
hjálparstarf nú fyrstu dagana
eftir jarðskjálftann.
-GB
Samkomuhúsinu
á Akureyri:
26. ágúst, 27. ágúst,
28. ágúst og 29. ágúst.
Kl. 20.00 öll sýningakvöld
Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason,
ruðrún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson
Helga Bachmann, Þóra Friðriksdóttir,
Guðrún S. Gísladóttir og
Ólafur Darri Ólafsson.
Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson.
Leikm. og búningar: Hlín Gunnarsd.
Miðasala 462-1400
t $ mli
f ■ yhS* • f
iLjJjilim
oraq m wWUj
mtn.i LEIKF nlhflf? IftJ k.knl, Pfciol ÉLA6 AKUREYRAR
J y