Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 24. ágúst 1999
Verð ílausasölu 150 kr.
82. og 83. árgangur - 158. tölublað
Mikill titringur á
stj ómarheímilmu
Þmgmeim Framsókn-
arflokksms, sem Dag-
ur ræddi við í gær,
sögðu þaö „vægt til
orða tekið“ að það
væri titringur í
stj ómarsamstarfinu
vegna ummæla Davíðs
Oddssonar í Vest-
mannaeyjum iliii söl-
una á 51% hlut ríkis-
ins í FBA.
Ljóst er að ummæli Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra á
fundi ungra sjálfstæðismanna í
Vestmannaeyjum um að hugsan-
Iega væri heppilegra að selja 51 %
hlut ríkisins f FBA í einu lagi,
hafa vakið upp hörð viðbrögð hjá
framsóknarmönnum og titring á
stjórnarheimilinu. Þessi ummæli
forsætisráðherra koma þvert á
það sem Finnur Ingólfsson við-
skiptaráðherra, sem bankasalan
heyrir undir, hefur haldið fram
um nauðsyn þess að finna Ieiðir
til að eignaraðild að bankanum
verði sem dreifðust. Raunar
sagði Davíð sjálfur ekki alls fyrir
löngu að hann teldi að setja ætti
lög til að tryggja dreifða
eignaraðild að FBA.
Þingmenn Framsóknar-
flokksins, sem Dagur ræddi
við í gær sögðu það „vægt til
orða tekið“ að það væri titr-
ingur í stjórnarsamstarfinu.
I gær, voru haldnir þing-
flokksfundir hjá stjórnar-
flokkunum þar sem Ijárlaga-
gerð næsta árs var eina mál-
ið á dagskrá. Dagur hefur
heimildir fyrir því að þing-
menn Framsóknarflokksins
hafi rætt óformlega sín
milli um ummæli forsætis-
ráðherra og það hvernig þau
koma þvert á það sem Finnur
Ingólfsson viðskiptaráðherra
hefur sagt. Eru margir þeirra
reiðir vegna málsins og hvernig
forsætisráðherra hefur leikið
einleik í þessu máli undanfarið.
Stílbrot
Það hefur vakið nokkra athygli
að nú allt í einu eru ráðherrar
ríkisstjórnarinnar farnir að ræða
saman í gegnum fjölmiðla.
Hjálmar Arnason alþingismaður
segir að það sé vissulega nýtt í
samstarfi núverandi stjórnar-
flokka.
„Það er stílbrjótur í samstarfi
flokkanna að gera það. Eg hef
litið svo á að það hafi verið styrk-
ur stjórnarflokkanna að leysa
ágreining sín í millum en ekki að
bera hann á torg í fjölmiðlum,"
segir Hjálmar í samtali við Dag,
sem birt er í miðopnu.
„Það er alveg nýtt hjá þessari
ríkisstjórn að upplýsa um ágrein-
ing sinn í fjölmiðlum og tala
saman í gegnum þá eins og gerst
hefur að undanförnu. Hér er
auðvitað um veikleikamerki að
ræða og maður hefur skynjað
mikinn pirring milli ríkisstjórn-
arflokkanna vegna þessa máls.
Auk þess hefur maður heyrt inn-
an úr herbúðum þeirra vaxandi
pirring og þessi yfirlýsing Davíðs
Oddssonar Iagar ekki stöðuna,"
segir Guðmundur Árni Stefáns-
son alþingismaður þegar hann
var beðinn um að meta stöðuna
hjá stjórnarflokkunum eftir yfir-
lýsingu forsætisráðherra í Vest-
mannaeyjum.
I dag verður haldinn fundur
þingflokks og landsstjórnar
Framsóknarflokksins, þar sem
uppákomur vegna sölunnar á
FBA undanfarnar vikur verða
meðal mála sem rætt verður um.
- S.DÓR
Sjá nánar á bls. 8-9.
Þingmenn tala nú um stílbrot í stjórnar-
samstarfinu. - mynd: hilli
Kiunlfimdiir
Kuml fannst við svínabúið að
Hraukbæ í Kræklingahlíð skammt
norðan Akureyrar síðdegis í gær.
Skurðgröfustjóri var að grafa fyrir
rafmagnsstreng þegar beinin
komu upp, öll í sömu skóflunni.
Starfsmenn Minjasafnsins á Ak-
ureyri komu á vettvang og tóku
beinin til handargagns og munu
þeir svo rannsaka málið frekar.
Engir aðrir munir fundust á
staðnum, sem verður rannsakað-
ur frekar á næstu dögum.
„Beinin voru afar heilleg,“ sagði
Kristinn Björnsson, bóndi í
Hraukbæ, í samtali við Dag.
Hann segir að áður hafi bein
fundist á þessum slóðum, síðast
árið 1996. - Að sögn Harðar
Geirssonar, safnvarðar á Minja-
safninu á Akureyri, er enn ekkert
hægt að segja til um frá hvaða
tíma kumlið er, eða hve gamall
hinn látni var, annað en hann var
kominn á fullorðinsaldur. Málið
verður þó rannsakað frekar á allra
næstu dögum þegar fornleifa-
fræðingar kanna kringumstæður.
- SBS
Hér má sjá starfsrnann Minjasafnsins á Akureyri skoða bein úr kumlinu eftir að þau höfðu verið færð til
Akureyrar í gær. - mynd: brink.
Runólfur Úlafsson framkvæmda-
stjóri FÍB.
Ttónaskrán-
ing afmáð
Með nýjum reglum um tjóna-
skráningu í skráningarskírteini
bifreiða varð sú breyting að
ákveðnum bifreiðaverkstæðum
er heimilt að fella brott úr skrán-
ingarskírteini að um tjónabifreið
sé að ræða. Skilyrði fyrir heim-
ildinni er að verkstæði uppfylli
gæðakerfi Bílgreinasambandsins
fyrir réttingarverkstæði. Verk-
stæðin fá vottun frá sambandinu
að Iokinni sérstakri úttekt og
hafa tólf verkstæði á höfuðborg-
arsvæðinu og Akureyri fengið
slíkt leyfi.
Lendi bifreið í alvarlegu tjóni
er skylt að skrá í skráningarskír-
teini eftir viðgerð að um tjóna-
bifreið sé að ræða og er þá eink-
um vísað til þess ef um er að
ræða alvarlega ákomu sem veld-
ur skekkju á hjólabúnaði og/eða
fram kemur skekkja í burðar-
virki. Dæmin sýna hinsvegar að
mikið skemmd bifreið getur end-
að inni í skúr hjá eigandanum og
í raun enginn vitað í hvaða ásig-
komulagi bifreiðin er þegar hún
kemur aftur á götuna.
Hægt að leita upplýsinga
„Það verður að viðurkennast að
það voru mun færri ökutæki en
efni stóðu til sem fengu tjóna-
skráningu," segir Runólfur
Olafsson, framkvæmdastjóri
FIB. Hann segir þó að mjög stórt
hlutfall tjónabifreiða sem lent
hafi í alvarlegri tjónum komi
með einum eða öðrum hætti inn
á borð . hjá tryggingafélögunum
og í raun séu það hagsmunir fé-
laganna til frambúðar að öryggi
ökutækja í umferðinni sé sem
mest. Þrátt fyrir að þau verk-
stæði sem hafa til þess bært leyfi
felli brott tjónaskráninguna í
skráningarskírteininu eru upp-
lýsingarnar áfram til á ökutækja-
skrá (ferilsskrá) og aðgengilegar
þeim sem á þurfa að halda. Run-
ólfur segir að bifreiðakaupendur
eigi alltaf að kynna sér ferils-
skrána þegar bifreið er keypt og
raunar sé það skylda bílasala að
upplýsa kaupandann um hana.
- H1
FERJAYFIR
BREIÐAFJÖRÐj
Sigling yfir Breiðafjörð er
ógleymanleg ferð inn í stórbrotna
náttúru Vestfjarða. jA
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMiÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
mmmmm Exmrsx
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
I