Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGV R 24. ÁGlj ST 19 9 9 - 11
X^ur
ERLENDAR FRÉTTIR
Rússamir óvdkomnir
Rússneskir henneun
eiga að fara til Ora-
hovac í Kosovo þrátt
fyrir harða andstððu
alhðnsku íbúanna.
Albanskir íbúar í bænum Ora-
hovac í Kosovo hafa undanfarið
óspart látið í ljós andúð sína á
því að rússneskir hermenn komi
til bæjarins til að sinna þar frið-
argæslustörfum.
Um 1.500 íbúar söfnuðust
saman á aðaltorgi bæjarins í gær
til að mótmæla komu Rússanna.
Ibúarnir höfðu komið upp vegar-
tálmum til að hindra för rúss-
nesku hermannanna með þeim
árangri að ein hersveit varð að
hverfa frá í gær. Engu að síður
hefur yfirstjórn friðargæsluliðs
Atlantshafshandalagsins, KFOR,
gert öllum ljóst að Rússarnir
íbúar í Orahovac komu í veg fyrir að fyrstu Rússarnir kæmu til bæjarins í gær.
færu til Orahovac, hvað sem
andstöðu íbúanna líður.
Orahovac er á friðargæslu-
svæði þýska hersins og vilja
íbúar svæðisins heldur að hol-
lenskir hermenn, sem sinnt
hafa friðargæslustörfunum
þar, verði þar áfram.
íbúarnir rökstyðja andstöðu
sína með því að rússneskir
málaliðar tóku þátt í Kosovo-
stríðinu undir merkjum
Serba. Þar hafi þeir tekið þátt
í sumum af verstu ódæðis-
verkunum og fjöldamorðun-
um sem framin voru í stríð-
inu.
Engar ásakanir hafa þó
komið fram á hendur rúss-
nesku hermönnunum, sem
sinnt hafa friðargæslunni í
Kosovo í samvinnu við Nató.
Hollendingarnir eiga að af-
henda Rússunum bæinn á
næstu dögum. Þátttaka rúss-
nesku hermannanna í friðar-
gæslustörfum í Kosovo er
ákaflega mikilvæg fyrir
serbneska íbúa héraðsins, sem
telja að einungis Rússarnir geti
tryggt nauðsynlega vernd gegn
Albönum í hefndarhug. I
Orahovac búa enn um 2.000
Serbar og eru margir þeirra að
búa sig á brott, því jafnvel þótt
Rússarnir komi þá fara Þjóðveij-
ar, sem Serbar eiga erfitt með að
treysta, með yfirstjórn friðar-
gæslunnar á þessu svæði. Stór
hluti Serbanna í Orahovac bíður
þess eins að fá fylgd friðargæslu-
manna út úr Kosovo.
Um síðustu helgi söfnuðu hol-
lensku hermennirnir saman
vopnum, sem Serbarnir í Ora-
hovac voru með í fórum sínum.
Áður bjuggu um 200.000
Serbar í Kosovo, en þeir eru nú
flestir flúnir frá héraðinu yfir til
Serbíu og er talið að ekki nema
um tíundi hluti þeirra sé enn eft-
ir. — GB
Samkomulag um
leiðiua til Gaza
Palestínumenn fá
ankið ferðafrelsi í
gegnum ísrael frá 1.
oktöber.
Palestínumenn og Israelsmenn
náðu í gær samkomulagi um
framkvæmd tveggja mikilvægra
deilumála þegar Israelsmenn
féllust á að veita Palestínu-
mönnum frá og með 1. október
næstkomandi aukið ferðafrelsi
milli Vesturbakkans og Gaza-
svæðisins ásamt því að hafnar-
bygging á Gazasvæðinu geti
hafist sömuleiðis þann 1. októ-
ber.
Palestínumenn hafa um
nokkurt skeið getað ferðast yfir
Israel á milli Vesturbakkans og
Gazasvæðisins, en þeir þurfa að
sækja um sérstakt Ieyfi í hvert
sinn. Afgreiðsla leyfisumsóknar
getur tekið nokkra daga og iðu-
lega er Palestínumönnum neit-
að um leyfi.
Frá og með 1. október eiga
Palestínumenn að hafa mun
meira frelsi til að ferðast í gegn-
um ísrael um veg frá Gazasvæð-
inu til Vesturbakkans. Meðal
annars verða sérstakar fólks-
flutningabifreiðar í áætlunar-
ferðum með verkamenn auk
þess sem fleiri Palestínumenn
en hingað til eiga að fá sérstakt
merki í bifreiðar sínar sem veit-
ir þeim leyfi til að aka á milli.
Hingað til hafa einungis örfáir
hátt settir Palestínumenn feng-
ið slíkt leyfi.
Samið var um bæði þessi at-
riði í Oslóarsamningunum og
þau síðan áréttuð í Wye-sam-
komulaginu frá því á síðasta ári,
en framkvæmd þeirra hefur
dregist líkt og mörg önnur
samningsatriði. Og enn er deilt
um framkvæmd á öðrum atrið-
um, sem þó hefur verið samið
um.
Þannig telja Palestínumenn
að Israelsmenn eigi að veita
650 Palestínumönnum frelsi,
en Israelsmenn fullyrða að að-
eins hafi verið samið um 500
fanga og þá einungis þá sem
ekki hafa tekið þátt i morðum á
Israelsmönnum. Þá vilja Palest-
ínumenn fá 11 % landsvæðis
Vesturbakkans í sínar hendur
nú þegar, en Barak vill draga af-
hendingu landsvæðisins í
áföngum allt þar til á næsta ári.
áfram®eð
Frábærir oíiiar, ótriilegt verð
HVÍTUR0FN F-142 ^Pkþúþennanofa býðst þéraö
, s- kaupa HELLUBORÐ PL-330
Jr--** CL/t f&nZS- áaðeins í-999--
•/ Venjulegt verð er 19-900.-
^ . ■ ■ ■ ■ .1 ■
HVlTl TR OFN F ?4? Kaupir þú hinsvegar þennan o£n, býðst
þér að kaupa KERAMIK HELLUB0RÐ
1 §®r- m. Halogen á aðeins 19.990.-
Venjulegt verð er 55-000.-
kr.39.900r
Gjörið svo vel, ágœtu viðskiptavinir.
cHeimilistœkjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222
Veffang: www.pfaff.is
leit.is
íslensk leitarvél á Internetinu
,%& wt.js5mrj» w
toméHft t Uitkti MrttNf rtipw **.ki írtrtírt <t» UHti »é béthftl fttWfi, Ömtnli
StManÍR j Vtwj H&*!**** I inmtilua i reafwptf i MarflunMB&a I BÚV ! Vter
At»v I lxv*itX2 1 <3*Uey& i AXrmScr&báUn ! SVR 1 Kvteyndr ! 'Mtíaftrtétor | UmtelJs
«*—■ 1
íftíwatf" *
Seintenerfir íjiénustuadilar
stmm
Bax
* Hac
«6»rtFram!»
&&& * Fastaanr
mmr
* FtöimiAiar
♦Htae
!ÍPs*as“a
♦ facgir innantffrwis
♦ Hetmtna
♦ tatwHujtflðtr
*■ aiittaiá
0*u
tWmrvlnno verkló