Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1999 - 13 Thgur. ÍÞRÓTTIR Hasar á HiVhbury Mikill hiti og hasar var í mönnum þegar Arsenal og Manchester United mætust á Highbury í London. Hér eru þeir Roy Keane og Patrick Vieira í miðjum hanaslag. United sigraði í risaslagmmt. Chelsea himdheppnir á heima- velli. Rohhie Keane maður dagsins í Coventry. Everton að vaxa Rauða Hernuni yfir höfuð. Enn eitt áfaHið fyrir Gullit. Bæði Arsenal og Manchester United gáfu allt sem þau áttu í leik sinn í London á sunnudag- inn. Heimamenn náðu foryst- unni eftir hörmuleg mistök hjá Jaap Stam, en Arsenal var ekld lengi í paradís, því stálnaglinn hjá United, fyrirliðinn Roy Kea- ne, sá til þess að þrennumeistar- arnir fóru með stigin með sér til Old Trafford eftir 1-2 sigur. Mikill hiti og hasar var í mönn- um, jafnt utan vallar sem innan. Fyrir Arsenal, sem ætla sér stóra hluti og mikla í vetur, endaði baráttan sem harmleikur þegar dómarinn, réttilega, dæmdi ógilt mark heimamanna á síðustu mínútunum. Tottenham er greinilega komið á gott skrið strax í upphafi leik- tíðar. Eftir tap í fyrsta leik hefur liðið nú unnið þrjá sigra í röð. Maðurinn að baki velgengninni á vellinum, er Öyvind Leonhard- sen, norski vinnuhesturinn sem keyptur var frá Liverpool á dög- unum. Hann er nú orðinn að gullkálfi á White Hart Lane eftir að hann skoraði sigurmark Tottenham gegn Sheffield Wed- nesday og raðaði þar með liðun- um á topp og botn deildarinnar. Benito Carbone, vandræðabarn- ið hjá Danny Wilson, skoraði eina mark heimamanna og vand- séð er hvernig Wilson ætlar að stoppa í gatið sem hann skilur eftir sig, án þess að létta veru- lega á nánast tómri pyngju Mið- vikudagsmannanna. Robbie Keane, frændi Roy Keane hjá United, var maður dagsins á Highfield Road í Coventry, þegar hann tryggði sínu nýja liði sigur á lánlausum hrútunum frá Derby. Keane var keyptur til Coventry í síðustu viku og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum. Enn sjálfsmark hjá Aston Villa Aston Villa, sem tefldi eingöngu fram enskum Ieikmönnum, fékk sín færi gegn fjölþjóðaliði Chel- sea á Stamford Bridge. Þrátt fyr- ir vaska framgöngu gestanna var sigur heimamanna sanngjarn. Þrátt fyrir það skoruðu þeir ekki sigurmarkið. Það var sjálfsmark Ebiogu sem tryggði Vialli sigur- inn. Gareth Southgate, sem hef- ur í gegnum tíðina skorað flest sjálfsmörk úrvalsdeildarleika- mannanna, getur andað léttar eftir leik laugardagsins, því þrátt fyrir slakan leik í vörn Villa var það ekki hann sem skoraði sjálfs- markið að þessu sinni. Leikmenn Everton reimuðu á sig réttu skóna fyrir viðureignina við Southampton. Heimamenn á Goodison Park hömruðu inn Ijög- ur mörk, áður en gestum þeirra tókst að svara með einu marki. Everton hefur því tekið afgerandi forystu í kapphlaupi Liverpoollið- anna við Stanley Park, með ein- um sigri, jafntefli og tveimur töp- um. Liverpool, sem er hinum meginn við almenningsgarðinn, varð að sætta sig við annað tapið í röð og hefur nú aðeins þrjú stig, 1 sigur og tvö töp, eftir leikinn við Middlesbrough. Með ámóta ár- angri verður hlutskipti liðsins, að- eins barátta um að halda sæti sínu í deildinni, en ekki að beijast um Evrópusæti eins og Houllier ætlaði sér. Tapaði niðui tveggja marka forskoti „Drillo" ódýrasta knattspyrnu- stjóra úrvalsdeildarinnar, tókst það sem hann ætlaði sér, þegar hann heimsótti dýrasata knatt- spyrnustjóra í sögu enska bolt- ans, Ruud Gullit i Newcastle. Þrátt fyrir að vera tveimur mörk- um undir snemma í síðari hálf- leik, náði Wimbledon jafntefli á St. Jamses Park. Síðustu tuttugu mínúturnar hrundi Ieikur heimamanna og varamaður Wimbledon, Ainsworth, skoraði tvö síðustu mörk leiksins. Enn er Newcastle því án sigurs. Watford vann mikilvægan 1-0 sigur í nýliðaslag sínum við Bradford, en Sunderland var ekki eins heppið, því þrátt fyrir að ná forystu, dugði það ekki gegn Leeds á EHand Road. Ein- um færri voru lærisveinar Peter Reid engin hindrun fyrir heima- menn. West Ham heldur áfram á seiglunni. Nú var það Leicester sem tapaði niður forskoti á Upton Park. West Ham hefur því unnið tvo af þremur Ieikjum sín- um. Chelsea - Aston Villa 1-0 Ehiogu (sjálfsm. 52.) Coventry - Derby 2-0 Keane (43. og 74.) Everton - Southampton 4-1 Gough (37.), Lundekvam (48.), Jeffers (50.), Campbell (58.) - Pahars (76.) Leeds - Sunderland 2-1 Bowyer (53.), Mills (71.) - Phillips (36.) Middlesbr.- Liverpool 1-0 Deane (50.) Newcastle - Wimbledon 3-3 Speed (10.), Domi (28.) Solano (47.) - Hughes (45.), Ainsworth (70., 90.) Sheffield W. - Tottenham 1-2 Carbone (23.) - Ferdinand (18.), Leonhardsen (42.) Watford - Bradford 1-0 Mooney (71.) West Ham - Leicester 2-1 Wanchope (29.), Di Canio (52.) - Heskey (2.) Staðan L U J T Mörk S Man. Utd. 4 3 1 0 9-2 10 Tottenham 4 3 0 1 8-5 9 Middlesbr. 4 3 0 1 7-4 9 Chelsea 3 2 1 0 7-2 7 Aston Villa 4 2 1 1 6-3 7 Leeds 4 2 1 1 5-3 7 West Ham 3 2 1 0 5-3 7 Arsenal 4 2 1 1 5-4 7 Watford 4 2 0 2 4-5 6 Southampt. 4 2 0 2 6-9 6 Wimbledon 4 1 2 1 9-9 5 Coventry 4 1 1 2 3-3 4 Bradford 3 1 1 1 2-2 4 Everton 4 1 1 2 7-8 4 Leicester 4 1 I 2 5-6 4 Sunderland 4 1 1 2 3-6 4 Liverpool 3 1 0 2 2-3 3 Newcastle 4 0 1 3 6-11 1 Derby 4 0 1 3 2-7 1 Sheff. Wed. 4 0 1 3 3-9 1 I gærkvöld fór fram leikur Aston Villa og West Ham. Úrslit lágu ekki íyrir þegar blaðið fór í prentun. „Þrír sentimetrar frá þremtu“ Tromsö tapaði tveimur stigum á heimavelli. Heiðar hélt upp á af- mælið með sigri. Vih- iugsvömm eins og eft- ir haglabyssuskot. Helga sárt saknað og Stahæk steinrotað í Bodö. „Ég hef aldrei á mínum ferli lent í neinu eins og þessu. Við óðum í færum en var fyrirmunað að skora nema þetta eina mark. Ég átti þrjú skot í innanverða stöngina og slána en inn fór boltinn ekki. Það má segja að ég hafi aðeins verið þrem sentimetrum frá þrennu í dag“, sagði Tryggvi Guðmundsson eftir 1 - 1 jafntefli við Moss á Alfheim. „Við stjórnuðum leikn- um allann tímann utan nokkurra mínútna í upphafi seinni hálfleiks og það dugði þeim til að jafna. Við gerðum allt í þessum Ieik annað en að skora nógu mörg mörk til að vinna“. Ofan á allt annað hjá Tromsö í leiknum var Tryggvi snuðaður um vítaspyrnu. Stabæk, án Helga Sigurðssonar og Péturs Marteinssonar, sem er meiddur, var engin hindrun fyrir Bodö/Glimt sem unnu 4 - 0. Varnarmenn Stabæk náðu aldrei saman og án Helga er sóknarleik- ur liðsins ekld beittari en tann- Ríkharður Daðason. laus peysufatakerling. Það er ljóst að Stabæk hefur tapað af topp- baráttunni f ár. Pétur Marteins- son sagði að Iiðið þekkti ekki þá aðstöðu sem það er í núna, að takast á við erfiðleika og þess vegna vantaði alla samheldni í hópinn sem þarf til að rífa liðið upp. Þrú stig í afmælisgjöf Heiðar Helguson hélt upp á 22 ára afmælisdaginn sinn, sunnu- daginn 22. ágúst, með því að leggja upp fyrra mark Lilleström gegn Skeid. „Þetta var miklu ör- uggara hjá okkur en tölurnar, 2 - 1, segja. Fyrri hálfleikur var reyndar slakur hjá báðum liðum en í seinni hálfleik stjórnuðum við ferðinni," sagði Heiðar. Eftir tvo erfiða leiki í deildinni og landsleik þar sem lítið gekk upp hjá Heiðari átti hann fínan leik á Auðun Helgason. sunnudaginn. „Já, já ég er auðvit- að á uppleið aftur. Að öllu grfni slepptu þá gekk ágætlega hjá mér í dag. Mér gekk vel í móttökunum en var óheppinn að skora ekki. Nýji framherjinn, Sveinung Fjel- stad, kom vel út og ég held að það verði gaman að spila með honum í framtíðinni Hann skoraði fyrra mark okkar eftir fyrirgjöf frá mér og ég held að við munum ná vel saman „. Rúnar Kristinsson átti síðan gullfallega sendingu inn í vítateig Skeid þar sem brotið var á einum sóknarmanna Lilleström. Vítaspyrnan varð að marki og stig- in þrjú færðu Lilleström aftur í silfursætið þar sem Molde tapaði 1 - 3 á heimavelli fyrir Brann. Arni Gautur Arason stóð á milli stanganna hjá Rosenborg er liðið kom sá og sigraði Strömgodset í Drammen. John Carew skoraði tvö marka Rosenborg í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það merki- Iega var að hann var hund- skammaður af þjálfara sínum eft- ir seinna mark sitt af því hann hafði hlaupið inn í vitlausa eyðu. Hlaup hans var ekki til í leikkerf- um Rosenborgar og Nils Arne hafði ekki beðið hann um að smíða nýtt sóknarkerfi fyrir liðið. Erfitt án Auðuns Paul Erik Andersen, þjálfari Vik- ing, sagði fyrir Ieikinn við Váler- enga, að það y'rði á brattan að sækja þar sem besti varnarmaður liðsins, Auðun Helgason, væri meiddur eftir landsleikinn við Færeyinga. Hrakspá þjálfarans reyndist rétt, því vömin var eins og skotið hafi verið á hana úr hagla- byssu. Válerenga, eitt slakasta lið deildarinnar, gekk á Iagið og raðaði inn fjórutn mörkum. „Þetta var Iangt frá því að vera nógu gott. Við skoruðum reyndar tvö mörk, úr þeim fáu færum sem við fengum, en það dugði ekki til í dag. Vörnin bélt ekki. Svo er sóknarleikur okkar alls ekld nógu góður. Við þurfum alltof mörg tækifæri til að skora“ sagði Rík- harður Daðason sem skoraði fyrsta mark Viking og sitt ellefta í úrvalsdeildinni. Steinar Adolfsson í Kongsvin- ger var öllu ánægðari en Ríkharð- ur. „Þetta gekk upp hjá okkur í kvöld. Við vorum reyndar klaufar og brenndum af \áti en okkur tókst að skora í lokin og tryggja okkur þrjú stig. Liðið er alltaf að ná betur saman en það sem okkur vantar er að skapa færi og skora mörk. Það er enginn raunveruleg- ur framherji í liðinu heldur erum við að stilla upp miðvallarleik- mönnum f framlínunni. En við erum ekkert að gefast upp og nú er farið að styttast í skottið á næstu liðum", sagði Steinar eftir að Kongsvinger vann áhugalausa nýliðanna í Odd 1-0. - gþö Einkunnir Islendinganna: Tiy'ggvi Guðm.son Tromsö 6 Rúnar Kristinsson Lilleström 6 Heiðar Helguson Lilleström 6 Arni Gautur Arason Rosenborg 6 Ríkharður Daðason Viking 6 Steinar Adolfsson Kongsvinger 5 Valur F. Gíslason Strömgodset 5 Staðan L U J T Mörk S Rosenborg 20 15 2 3 58-20 47 LiIIeström 20 13 2 5 50-31 41 Molde 20 13 2 5 39-27 41 Brann 19 12 1 6 34-29 37 Stabæk 20 9 4 7 40-39 31 Odd Grenl. 20 9 2 9 27-37 29 Bodö/Glimt 20 8 4 8 27-37 28 Tromsö 18 8 3 7 43-32 27 Viking 20 8 3 9 36-34 27 Moss 21 6 3 12 31-39 21 Strömsgod. 20 6 2 12 31-44 20 Valerenga 20 5 3 12 31-44 18 Skeid 20 5 2 13 25-51 17 Kongsving. 20 5 1 14 28-46 16

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.