Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 4
4- ÞRIÐJUDAGU H 24. ÁGÚST 1999
FRÉTTIR
130 milljóiiir til 86 sveitarfélaga
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag
íslands (EBÍ) hefur ákveðið að
greiða samtals 130 milljónir króna
í framlag til ágóðahlutar í ár.
Greiðslan rennur til þeirra 86
sveitarfélaga sem aðild eiga að
Sameignarsjóði EBI í réttu hlut-
falli við eignaraðild þeirra. Akur-
eyrarbær fær hæstu greiðsluna,
eða rúmar 14 milljónir. Kópavogs-
bær fær rúmar 11 milljónir,
Reykjanesbær um 9 milljónir, Isa-
Ijarðarbær rúmar 6 milljónir og
Vestmannaeyjabær rúmar 5 millj-
ónir. Greiðslur þessar hafa verið
við lýði allt frá árinu 1934 og regl-
ur um þær breyst nokkrum sinn-
um. Nú er mælst til þess við sveit-
arfélögin að þau verji framlaginu m.a. til forvarna, greiðslu iðgjalda
af tryggingum sveitarstjórna og brunavarna í sveitarfélögunum. - BJB
Vilja breytta vtsindasiöanefnd
Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá
sér ályktun þar sem því er beint til Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigð-
isráðherra að endurskoða ákvörðun um breytta skipan vísindasiða-
nefndar. Þingflokkurinn telur óeðlilegt að svipta óháða aðila rétti til
að tilnefna fulltrúa í nefndina og tekur sem dæmi Siðfræðistofnun
Háskólans, Líffræðistofnun, Læknafélagið, Félag hjúkrunarfræðinga
og lækna- og lagadeildir Háskólans. Vinstri-grænir telja að draga
þyrfti skarpari línur milli framkvæmdavaldsins og nefndarinnar og
tryggja þannig sjálfstæði hennar. Þingflokkur VG ætlar að beita sér
fyrir því að málið verði tekið til endurskoðunar í byrjun haustþings-
ins.
Sigurður tók Jónas
Sigurður Kári Kristjánsson hafði
Jónas Þór Guðmundsson í slagn-
um um formannsembætti í SUS,
Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna, í Eyjum um helgina. Sig-
urður Kári fékk 211 atkvæði en
Jónas Þór 143. Munurinn er tals-
vert meiri en haldið var í fyrstu.
Stuðningsmenn frambjóðenda tók-
ust mjög á og sökuðu hverjir aðra
um bolabrögð í baráttunni. Á með-
al þeirra sem náðu kjöri í stjórn
Sigurður Kári Kristjánsson. SUS er unnusta formannsins, Inga
Lind Karlsdóttir.
Akureyrarbær fær hæstu greiðsl-
una, eða rúmar 14 milljónir.
Lóðaúthlutanir í Áslandi í
Hafnarfirði
Lóðum í öðrum áfanga í Áslandi í Hafnarfirði, hins nýja byggingar-
lands í nágrenni fólkvangsins, verður úthlutað á næstunni. Bæjarráð
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag deiliskipulags-
tillögu að svæðinu, sem nú fer í formlega kynningu meðal íbúa bæj-
arins. Alls eru þetta 427 íbúðir, þar eru 83 lóðir fyrir einbýlishús, 24
fyrir parhús, 68 fyrir raðhús en íbúðir í fjölbýli verða 252. Búast má
við mikilli eftirspurn eftir þessum lóðum en í fyrsta áfanga voru tvær
umsóknir um hverja lóð.
EX P RESS
HAGLASKOTIN
—HÆFA BETUR
9 Sjömubrotin plasthylki
9 Plastbolla forhlöð
9 16-24mm sökkull
• VECTAN-hágæöa púður
• 36, 42 og 46 gr. hleðsla
• 3% ANTIMONY-högl
^ Stærðir 1, 3, 4, 5
• Hraði: 1375 fet/sek.
9 ClP-gæðastaðall
Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383
OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND
•Jp?______
SPORTVÖRU
GERÐIN HF.
Menningarnóttin í Reykjavík er það sem upp úr stendur í dagbók lögreglunnar. Eins og gefur að skilja var ölvun
talsverð þegar þetta mikill mannfjöldi kemur saman en teljandi vandræði urðu ekki. - mynd: hari
Hátt í 30 þúsimd
á meimingamótt
Af ýmsu er að taka í
dagbók lögregluimar í
Reykjavík fyrir dagana
20. til 23. ágúst.
Aðfaranótt föstudags var fjöl-
mennt í miðbænum. Fjórir voru
handteknir en höfð afskipti af 17
einstaklingum vegna ölvunar og
óspekta. Talsvert var af fólki á
veitingahúsunum fram eftir
morgni og því aldrei mikill mann-
Ijöldi sem safnaðist saman á göt-
um.
Aðfaranótt laugadags veitti Iög-
reglan því athygli í eftirlitsmynda-
vélum að fjórir piltar sátu út um
glugga bifreiðar sem ekið var um
Pósthússtræti. Bifreiðin var því
stöðvuð af nærstöddum lögreglu-
mönnum og má ökumaður vænta
sekta fyrir athæfi farþega sinna.
Hópslagsmál urðu á veitingastað
á Eiðistorgi. Minniháttar áverkar
urðu en eitthvað um skemmdir á
fatnaði.
Hreinsað fyrir maraþonið
Menningarnótt hófst síðdegis á
laugardag og stóð mislangt fram-
eftir sunnudagsmorgni hjá borg-
arbúum og gestum þeirra. „Þegar
á heildina er litið gekk hátíðin
áfallalaust lyrir sig, en nokkuð var
um ölvun,“ segir í dagbók lögregl-
unnar. Að mati lögreglu voru vel á
þriðja tug þúsunda íbúa í mið-
bænum þegar mest var en fækk-
aði síðan er Ieið á nóttina. Tals-
verðar tafir urðu við heimflutning
gesta frá miðborginni. Mikið verk
var síðan að hreinsa til í bænum
til að Reykjavíkurmaraþon gæti
hafist í tíma.
Aðeins fjórir gistu fangageymsl-
ur Iögreglu þessa nótt, allir vegna
ölvunar sem Iögreglan telur við-
unandi, sé tekið mið af þeim
mikla fjölda sem var í miðbænum.
Eitthvað var um samskiptaerfið-
leika og pústra milli manna.
Framkvæmdir hindruðu
Talsverðar tafir voru í umferðinni
þessa helgi. I fyrsta lagi varð að
íoka nokkrum götum í miðborg-
inni vegna framkvæmda við ný-
byggingu við Alþingshúsið. Þá
urðu tafir á Miklubraut vegna
framkvæmda við mislæg gatna-
mót við Réttarholtsveg. Sömu
sögu er að segja um lokunarað-
gerðir vegna menningarnætur og
Reykjavíkurmaraþons. Nær und-
artekningalaust tóku ökumenn
þessum töfum með skilningi, að
sögn lögreglu.
Ókumaður ók bifreið sinni á
Ijósastaur í Grafarvogi síðdegis á
föstudag. Hann ók af vettvangi án
þess að tilkynna lögreglu um
óhappið en ljósastaurinn er ónýt-
ur. Lögreglan hafði uppá öku-
manninum og voru gerðar „við-
eigandi ráðstafanir," eins og lög-
reglan orðar það.
Próflaus með farþega
Ökumaður á léttu bifhjóli var
stöðvaður á Gagnvegi á föstu-
dagskvöld. Ökumaðurinn var með
farþega á hjólinu, sem er óheim-
ilt, en auk þess var ökumaðurinn
réttindalaus og hjólið óskráð.
Lögreglan segir mikilvægt að for-
ráðamenn fylgist með því að ung-
menni þeirra sem eru á Iéttum
bifhjólum hafi tilskilin réttindi og
fylgi þeim reglum sem um slíkan
akstur gilda.
Á fjórða tug ökutækja var stöðv-
aður á Vesturlandsvegi sfðla
morguns á sunnudag. Ástand
ökumanna og ökutækja var kann-
að sérstaklega. I öllum tilvikum
var það til fyrirmyndar og ekki
þörf frekari afskipta lögreglu. Um
helgina voru 15 ökumenn stöðv-
aðir vegna gruns um ölvun við
akstur og 19 vegna hraðaksturs.
Bifreið var ekið yfir á rangan
vegarhelming og á ljósastaur á
Kringlumýrarbraut við Háaleitis-
braut á sunnudagskvöld. Öku-
maður var fluttur á slysadeild
með höfðuáverka auk innvortis
meiðsla. Hann var ekki í bílbelti.
Húsleit í Seljahverfi
Lagt var hald á fíkniefni við hús-
leit í Seljahverfi síðdegis á föstu-
dag. Einnig fundust fikniefni við
Ieit í bifreið pilts sem kom á vett-
vang. Sex einstaklingar voru
handteknir vegna málsins og
fluttir á lögreglustöð.
Enn eitt tilvikið kom upp um
helgina þar sem einstaklingur er
fluttur á slysadeild eftir neyslu e-
töflu. í þessu tilviki var um 26 ára
stúlku að ræða.
Lent á öðrum hreyfli
Síðdegis á sunnudag barst lög-
reglu tilkynning um að farþegavél
Islandsflugs með 47 farþega væri
að koma til lendingar á Reykjavík-
urflugvelli með bilaðan hreyfil.
Gerðar voru ráðstafanir í sam-
ræmi við neyðaráætlanir í slíkum
tilvikum. Lending tókst áfalla-
laust en vélin var að koma frá
Vestmannaeyjum.
Fundaferð imdirbúin
Forráðamenn Samfylkingarinnar
undirbúa nú mikil fundahöld um
allt land til að kynna það starf sem
unnið hefur verið í sumar við und-
irbúning að flokksstofnun Sam-
fylkingarinnar.
„Við erum að ljúka við uppkast
að skipulagi og framkvæmdaáætl-
un um stofnun Samfylkingarinn-
ar, sem formlegs stjórnmálaflokks.
I þessu hefur verið unnið í allt
sumar og við gerum ráð fyrir að
hefja fundahöldin í næsta mán-
uðí, þótt ekki sé búið að dagsetja
hvernær þau hefjast," sagði Sig-
hvatur Björgvinsson, alþingismað-
ur og formaður Alþýðullokksins.
Alineiuiir Itiiulir
Sighvatur segir að þingmenn og
aðrir forráðamenn Samfylkingar-
innar muni dreifa því á sig að fara
um landið og halda fundi. Þar
verður um að ræða fundi með
helstu Samfylkingarmönnum á
hveijum stað og líka verða haldnir
opnir almennir fundir.
Helstu talsmenn Samfylkingar-
innar hafa sagt í sumar að þeir bú-
ist við að flokksstofnun geti átt sér
stað næsta vor eða sumar. Aðrir
segja að það liggi á að flýta flokks-
stofnun, jafnvel að hún eigi að
fara fram strax f haust. Það þykir
flestum óráð vegna ónógs undir-
búnings.
Meðal þess sem ganga þarf ífá
áður en að flokksstofnun kemur
er frágangur fjármála þeirra flokka
sem að Samfylkingunni standa.
Sömuleiðis þarf að vinna að því
viðkvæma máli að leggja A-flokk-
ana niður og öllum ber saman um
að ekki sé sama hvernig að því
máli verður staðið. - s.DÓR