Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 8
8 -ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Ðzgur FRÉTTA SKÝRING Stflbrot hiá stjó SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Málefni Fjárfestmgar- banka atvinnulíísins valíla pirringi iiman stjómarflokkanna. Hjálmar Árnason al- þingismaður segir það nýtt að rfldsstjómar- flokkamir beri deilu- mál sín á torg og ræð- ist við í gegnum fjöl- miðla, það sé stflbrot á stjómarsamstarfmu. Yfirlýsing Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, sem hann gaf á SUS-þinginu í Vestmannaeyjum, um að hann teldi að heppilegt gæti verið að selja hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, sem er 51%, í einu lagi kem- ur þvert á það sem áður hefur verið talað um. Til þessa hefur verið talað um að tryggja dreifða eignaraðild og forsætisráðherra hefur talað um að setja eigi lög til að tryggja hana. Vestmanna- eyja-yfirlýsingin er því alger við- snúningur í málinu og sett fram án nokkurs samráðs við viðskipta- ráðherra Finn Ingólfsson eða Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra. Finnur hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann vilji tryggja dreifða eignaraðild við söluna á hlut ríkisins í FBA. Hjálmar Arnason alþingismað- ur segir það alveg nýtt að ríkis- stjórnarflokkarnir beri deilumál sín á torg með þessum hætti og ræðist við í gegnum fjölmiðla eins og gerst hefur að undanförnu. Það sé stílbrot á því samstarfi sem verið hefur á milli flokkanna sl. fjögur ár. Guðmundur Arni Stefánsson metur stöðuna hjá stjórnarflokk- unum nú þannig að kominn sé brestur í samstarfið. Hann segist hafa vissu fyrir því að mikill titr- ingur sé innan stjórnarflokkanna vegna málsins. Það vekur einnig athygli í þessu máli öllu, bæði í ræðu forsætis- ráðherra að Hólum á dögunum þegar hann ræddi um mafíu og eiturlyfjabaróna og svo yfirlýsing- in í Vestmannaeyjum, að Davíð Oddsson er farinn að ræða við samstarfsmenn sfna í ríkisstjórn í gegnum fjölmiðla. Hann lýsti því hins vegar yfir á síðasta kjörtíma- bili að það væri mikill munur á að starfa með framsóknarmönnum en krötum. I samstarfinu við kratana hefðu menn talast við í gegnum fjölmiðla, sem væri slæmt, en í samstarfinu með framsóknarmönnum leystu menn málin sín í milli. Nú virðist þetta vera breytt. Titringur innan framsóknar I samtölum við ýmsa framsóknar- menn í gær er aíveg Ijóst að þar er mikill titringur í gangi. Fram- sóknarmenn eru allt annað en ' ■ -!v' Framsóknarmenn eru allt annaö en kátir með þessar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar og ekki síst vegna þess að hann er að viðra skoðanir í máiinu, sem ganga þ sagt varðandi söluna á FBA. Hér eru Davíð og Halldór á meðan allt lék í lyndi í stjórnarsamstarfinu. kátir með yfirlýsingar Davíðs Oddssonar og ekki síst vegna þess að hann er að viðra skoðanir í málinu sem ganga þvert á það sem viðskiptaráðherra hefur sagt varðandi söluna á FBA. Þing- menn sem Dagur ræddi við í gær segja að ef til vill sé of mikið sagt að stjórnarsamstarfið sé í hættu en það hafi myndast glufa og að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði að í raun væri heldur lítið um þessa yfirlýsingu for- sætisráðherra að segja á þessari stundu vegna þess að það hafi ekki verið rætt f ríkisstjórn. Hann sagðist ætla að geyma sér að i^fca það efnislega þar til að það hefur verið rætt í ríkisstjórninni. „Eg er hins vegar áfram þeirrar skoðunar að við eigum að leita allra leiða til að tryggja dreifða eignaraðild þegar hlutur ríkisins í FBA verður seldur. Það hefur ekkert breyst," sagði Finnur í samtali við Dag. Persónuleg skoðun Finnur segir að í raun sé ekkert við því að segja þótt menn lýsi sínum per- sónulegu skoðunum á málum sem eru efst á baugi hverju sinni og hann líti svo á að það hafi for- sætisráðherra verið að gera í Vestmannaeyj- um. Finnur var þá spurður hvort forsætisráð- herra væri ekki með yfirlýsing- unni að taka fram fyrir hendurn- ar á viðskiptaráðherra, sem fer með málið og hefur lýst yfir annarri skoðun? „Það er ekki hægt að tala um að tekið sé fram fyrir hendurnar á mönnum fyrr en hlutirnir eru gerðir. Hér er verið að tala en ekki að fram- kvæma. Það er í raun eðlilegt að forsætisráð- herra hafi skoðun á öll- um málum sem uppi eru. I þessu tilfelli fékk hann spurningu úr sal og það er ekki hægt að bera svarið undir aðra ráðherra í slíku tilfelli. Þetta mál er ofar í umræðunni en margt annað þessa dagana og því er tekið bet- ur eftir öllu sem um það er sagt en öðrum málum," sagði Finnur Ingólfsson. Þróaðist óheppilega Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur er formaður efnahags- og viðskipta- nefndar en sala á eigum ríkisins heyrir undir þá þing- nefnd. Hann segir fulla ástæðu að skoða þá hug- mynd Davíðs Oddssonar að selja hlut ríkisins í FBA í einu lagi. Finnur Ingólfsson. Hjálmar Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.