Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 9
ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 - 9 Xtegwr. minni vert á það sem viðskiptaráðherra hefur „Þetta er hins vegar svo stór pakki, upp á ekki minna en 10 milljarða króna, að enginn einn innlendur aðili ræður við að kaupa hann. Fjárfestar og fyrirtæki gætu hins vegar tekið sig saman og keypt hlutinn. Ef til að mynda Landsbankinn eða Búnaðarbank- inn ætluðu að kaupa hlutinn í FBA er það svo stór fjárfesting að hvor bankinn sem væri yrði að hjóða út hlutafé sjálfur til þess að ráða við þetta,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir að enda þótt 51 % hluturinn yrði seldur í einu lagi gæti vel orðið um dreifða eignar- aðild að ræða vegna þess að eng- inn einn ræður við þetta. Ef lífeyr- issjóðir hefðu áhuga yrðu þeir að vera nokkrir saman. „Það reiknaði enginn með því að þróunin yrði eins og hún varð. Sparisjóðirnir og Kaupþing voru búin að vera með þann einbeitta vilja að ná þeim styrk í FBA að hægt yrði að sameina Kaupþing og FBA. Því kom það mjög á óvart að þau skyldu síðan selja hlut sinn í bankanum og hvernig það mál allt æxlaðist var ekki nógu heppilegt. Þess vegna þarf að finna út hvern- ig framhaldið verður best í mál- inu,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Hann var spurður hvort hann ætti von á þvf að þetta mál verði að hörðu deilumáli milli stjórnar- flokkanna og sagðist hann vona að svo verði ekki. Sfílbrjótur Hjálmar Arnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það sína skoðun að tryggja þurfi dreifða eignaraðild við söluna á hlut ríkisins í FBA til að halda uppi samkeppni en ekki fákeppni á þessu sviði sem öðrum. „Ef hægt er að ná saman mörg- um aðilum til að kaupa hlut ríkis- ins ef hann yrði seldur í einum pakka þá tryggir það í raun dreifða eignaraðild. En ef einum eða tveimur stórum aðilum er seldur hluturinn þá væri það í andstöðu við það sem menn hafa talað um innan beggja stjórnarflokkanna. Ég held því að forsætisráðherra hljóti að vera að tala um að margir taki sig saman og kaupi hlutinn í FBA,“ segir Hjálmar. Hann segir að það sé vissulega nýtt í samstarfi stjórnarflokkanna að menn séu að tala saman í gegn- um fjölmiðla. „Það er stílbrjótur í samstarfi flokkanna að gera það. Eg hef litið svo á að það hafi verið styrkur stjórnarflokkanna að leysa ágrein- ing sín í millum en ekki að bera hann á torg í íjölmiðlum. Þess vegna freistast ég til að draga þá ályktun að forsætisráðherra hafi þarna verið að velta upp einum möguleika í stöðunni án þess að um harða skoðun hans sé að ræða.“ Ný staða „Það er alveg nýtt hjá þessari ríkis- stjórn að upplýsa um ágreining sinn í fjölmiðlum og tala saman í gegnum þá eins og gerst hefur að undanförnu. Hér er auðvitað um veikleikamerki að ræða og maður hefur skynjað mikinn pirring milli ríkisstjórnarflokkanna vegna þessa máls. Auk þess hefur maður heyrt innan úr herbúðum þeirra vaxandi pirring og þessi yfirlýsing Davíðs Oddssonar lagar ekki stöðuna,“ segir Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður, þegar hann var beðinn að meta það sem er að ger- ast hjá stjórnarflokkunum. Hann segir það óyfirvegað hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra að snúast svona í heilan hring í þessu máli og þetta sýni best að liann hafi ekki full tök á málinu. „Það er alveg nýtt að Davíð Oddsson segi eitt og dragi síðan í land skömmu síðar og segi að fyrst hann fái ekki sínu framgengt þá verði farið allt öðru vfsi að. Eg er Jná Jreirrar skoðunar að þetta mál allt geti dregið dilk á eftir sér,“ seg- ir Guðmundur Arni Stefánsson. Guðmundur Árni Stefánsson. FRETTIR Hér má sjá heilbrigða ösp, en ryðsveppir í ösp eru algengir erlendis þó þeir séu nýkomnir hingað tii lands. Tveir Jiýir sveppir a ösp Ryðsveppur á ösp skaut nýlega hér upp kollinum og aiinar sveppur fyrir fáum árum en áður herjaöi fátt á ösp hérlendis. „Það er áfall að fá þennan ryð- svepp á öspina, en erfitt að segja hvernig hann fer með hin ýmsu asparkvæmi og klóna sem hér finnast. Eins er spurning hvort þetta ár er óvenjulegt miðað við önnur ár, með tilliti til sveppa- sjúkdóma og því óvíst að ryð- sveppurinn verði eins slæmur næsta ár. Þannig að ennþá eru margar spurningar sem við eig- um engin svör við,“ sagði Sigur- geir Ólafsson hjá plöntueftirliti RALA, spurður hvort hætta sé á að ryðsveppurinn sem nýlega fannst í ösp í Hveragerði og á Selfossi, sé líklegur til að valda miklu tjóni í þessu mjög út- breidda og áberandi tré, sem fáir skaðvaldar ásóttu lengi vel hér- lendis. Annar sveppasjúkdómur kom upp í ösp fyrir fáum árum, en hefur ekki valdið miklum skaða. Þrír nýir á fáiun árum Sigurgeir segir ryðsvepp í ösp al- gengan í nágrannalöndunum, t.d. í Bretlandi þar sem dæmi séu um að vissir klónar geta verið svo viðkvæmir að varla sé hægt að rækta þá út af þessum sjúkdómi. Hérlendis séu til ryðsjúkdómar, t.d. á birki, vfði og ýmsum villt- um plöntum, sem alla jafna verði ekki mikið vart við. En ryð- sveppur í gljávíði sem kom upp á Hornafirði nýlega og síðar á Sel- fossi veldur því að gróðrastöðvar eru hættar að selja gljávíðiplönt- ur. Einkennandi fyrir ryðsveppi er urmull af gulleitum gróum sem myndast á blöðunum, eink- um á neðra borði þeirra og smit- ar við snertingu. Innfhitningsbaim Sigurgeir segist ekki treysta sér til að segja um hvernig þrír nýir sveppasjúkdómar hafi borist hingað á fáum árum. Innflutn- ingur á ösp hefur verið bannaður til að reyna að koma í veg fyrir svona sjúkdóma og víðiplöntur séu heldur ekki fluttar inn. Þekkt sé að gróin geti borist langar leið- ir með loftstraumum, en óvíst hvort þau geti borist alla leið frá Bretlandi t.d. Þetta geti Ifka borist með fólki og varningi. Fleiri skaðvaldar sækja á ösp í grannlöndunum og því er ekki útilokað að fleiri sífkum gæti skotið upp hér. - HEI Frá afhendingu myndfundabúnaðarins á Barnaspítaia Hringsins. Tækin voru svo prófuð með myndfundi með læknum og ungum beinmergsþega á Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. mynd: teitur Þrjú myndfundatæki Landssíminn afhenti Styrktarfé- lagi krabbameinssjúkra barna myndfundabúnað að gjöf nýlega og 3 tölvur sem honum fylgja. Verðmæti búnaðarins er um 600 þúsund krónur. Það er von Landssímans að búnaðurinn komi krabbameinssjúkum börn- pm, Ijölskyldum þeirra og þeim, sem sjá um meðferð þeirra, að góðum notum. Myndfundabúnaðurinn auð- veldar bömunum að stunda nám sitt, halda sambandi við skólafé- Iaga og eiga samskipti við fjöl- skyldu og vini. Þá er nú farið að nota búnað af þessu tagi til fjar- lækninga í auknum mæli, t.d. til læknisviðtala og -skoðunar á milli landa. Tækin verða til útláns frá skrif- stofu Styrktarfélagsíns, einkum inn á heimili barna sem fá tíma- bundið að fara heim af Barna- spítala Hringsins en mega þó ekki vera í sínurn skóla vegna sýkingarhættu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.