Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 - 3
FRÉTTIR
Umhverfismat ekki
rætt iirnan R-listans
Borgarstjdri vill um-
hverfismat vegna
Flj ótsdals virkjunar.
Engin formleg afstaða
í bæjarstjóm Akur-
eyrar. Skiptar skoðan-
ir í stjóm Landsvirkj-
unar.
Alfreð Þorsteinsson borgarfull-
trúi segir að lögformlegt um-
hverfismat fyrir Fljótsdalsvirkjun
hefði ekki verið rætt innan vé-
banda R-listans. Hann segir það
ekki heldur vera neina vfsbend-
ingu um að skiptar skoðanir séu
um málið innan R-listans þótt
borgarstjóri telji það sína skoðun
sem stjórnarmaður í Landsvirkj-
un að Fljótsdalsvirkjun eigi að
fara í lögformlegt umhverfismat.
Ásgeir Magnússon, formaður
bæjarráðs Akureyrar segir að
engin formleg afstaða hafi verið
tekin innan bæjarstjórnarinnar
um málið. Reykjavíkurborg á
tæplega 45% hlut í Landsvirkj-
un, ríkið um 50% og Akureyrar-
bær um 5% hlut.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri var í gær ásamt öðr-
Alfreð Þorsteinsson, formaður Orku-
veitu Reykjavíkur.
um í stjórn Landsvirkjunar í
skoðunarferð um Eyjabakka-
svæðið. Þar sagði hún það vera
sína skoðun að Fljótsdalsvirkjun
ætti að fara í lögformlegt um-
hverfismat, öndvert við opinbera
stefnu stjórnar Landsvirkjunar
og ríkisstjórnar. Máli sínu til
stuðnings benti hún m.a. á að
breikkun Gullinbrúar hefði þurft
að fara í lögformlegt umhverfis-
mat áður en leyfi fékkst fyrir
framkvæmdunum. Það sé því
ekki síður nauðsynlegt að lög-
formlegt umhverfismat fari fram
á Fljótsdalsvirkjun áður en ráðist
Ásgeir Magnússon, formaður bæjar-
ráðs Akureyrar.
verður í virkjunarframkvæmdir á
svæðinu.
Þarf atvinnuleysi
Alfreð Þorsteinsson, annar af
tveimur borgarfulltrúum Fram-
sóknarflokksins í R-listanum,
segir að borgarstjóri sé að taka
þessa afstöðu með umhverfis-
mati á Fljótsdalsvirkjun sem
stjórnarmaður í Landsvirkjun.
Hann segir ekkert óeðlilegt við
að borgarstjóri tjái sig um málið
sem stjórnarmaður í Landsvirkj-
un, enda hefur hún fullan rétt til
þess. Sjálfur segist hann ekki
vilja leggja neinn dóm á það
hvort Fljótsdalsvirkjun eigi að
fara í lögformlegt umhverfismat
eða ekki. Persónulega segist
hann vera á þeirri skoðun að það
virðist þurfa ákveðið atvinnuleysi
í landinu, eða um 4-5% til þess
að sæmileg sátt náist um fram-
kvæmdir í miklum mæli um
virkjanir og stóriðju. Þegar at-
vinnuleysi sé lítið sem ekkert þá
eiga þeir sem standa fyrir slíku
undir högg að sækja.
Hvorki stöðva né tefja
Ásgeir Magnússon, formaður
bæjarráðs Akureyrar og fyrrver-
andi bæjarstjóri á Neskaupstað,
segist persónulega ekki vilja gera
neitt sem getur stöðvað atvinnu-
uppbyggingu á Austurlandi né
heídur neitt sem getur tafið
áformaðar virkjunar- og stóriðju-
framkvæmdir í fjórðungnum.
Hann segist hafa fulla trú á því
að menn hafi verið að vinna
bæði vel og skynsamlega í þessu
máli, enda verður ekki haldið og
sleppt í öllum tihakum. Auk þess
telur hann að menn geti ekki
sagt að hérlendis sé til nóg af
ódýrri, ómengaðri og góðri orku
á sama tíma og varla megi virkja
neins staðar. - GRH
Járnblendiverksmiðjan á Grundar-
tanga. Orkuskerðingin í upphafi árs
hefur reynst fyrirtækinu dýrkeypt
MiMð tap
hjájám-
hlendmu
Rekstrartekjur Islenska járn-
blendifélagsins hf. á fyrri helm-
ingi ársins námu 1.124 milljón-
um kr. samanborið við 1.890
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Tap varð af starfsemi félagsins á
fyrstu sex mánuðum ársins er
nam 169 milljónum króna.
Heildareignir félagsins námu
6.834 milljónum króna í lok júní
og höfðu aukist úr 5.213 millj-
ónum frá áramótum vegna fjár-
festingar í nýjum bræðsluofni.
Eiginfjárhlutfall hefur lækkað
úr 74,9% í lok síðastliðins árs í
55,5% í lok júní.
Tveir veigamiklir þættir höfðu
neikvæð áhrif á reksturinn;
orkuskerðing í upphafi ársins og
lágt verð á járnblendi.
Vildu sýna hvers
er að vænta
Stjórnarmenn Félags um vernd-
un hálendisins Iokuðu brúnni
yfir Bessastaðaá á Fljótsdalsheiði
í gær þegar stjórn og yfirmenn
Landsvirkjunar bar þar að á leið
sinni inn á Eyjabakka. Friðrik
Sophusson forstjóri Landsvirkj-
unar, Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri og Jóhannes Geir
Sigurgeirsson stjórnarformaður,
stigu út úr rútunni. Hrafnkell A.
Jónsson, sem er í stjórn Félags
um verndun hálendisins, las þá
upp yfirlýsingu frá umhverf-
issinnum.
Þórhallur Þorsteinsson, sem
líka á sæti í stjórn félagsins,
sagði í samtali við Dag að lokun
brúarinnar hefði fyrst og fremst
verið táknræn aðgerð.
„Við vildum með þessu sýna
Landsvirkjunarmönnum á
hverju þeir geta átt von ef ekki
verður orðið við kröfunni um
umhverfismat vegna Fljótsdals-
Þórhallur Þorsteinsson.
virkjunar," sagði Þórhallur.
Tvær yfirfýsingar
Yfirlýsingar umhverfisverndar-
sinnanna eru tvær. Onnur er til
borgarstjórans í Reykjavík, þar
sem skorað er á hann að beita
sér fyrir því innan stjórnar
Landsvirkjunar að umhverfismat
fari fram. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir sagði í gær að hún
ætlaði að beita sér fyrir þessu
innan stjórnarinnar.
Hin jdFirlýsingin er til stjórnar
Landsvirkjunar þar sem skorað
er á hana að láta lögformlegt
umhverfismat fara fram. I þeirri
yfirlýsingu segir m.a.:
„Umhverfisverndarsinnar
munu aldrei sætta sig við að
Eyjabökkum verði sökkt og
munu með öllum tiltækum ráð-
um reyna að koma í veg fyrir
framkvæmdina. Allt tal um
málamiðlun eða sættir í þessu
máli er út í hött ef framkvæmda-
aðili hafnar kröfunni um Iög-
formlegt umhverfismat."
Undir þessa yfirlýsingu rita
nöfn sín Hrafnkell A. Jónsson,
Þórhallur Þorsteinsson og Karen
Erla Erlingsdóttir. - s.DÓR
Enn lækka FBA-bréfin
Verð hlutabréfa í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins lækkaði í
gær um 5,45% frá því að við-
skiptum Iauk fyrir helgi. Þegar
viðskiptum á Verðbréfaþingi lauk
í gær var gengi hréfanna komið
niður í 2,60 en sl. föstudag var
það 2,75. Alls fóru fram 14 við-
skipti f gær fyrir rúmar 12 millj-
ónir að nafnvirði, eða um 30
milljónir að söluvirði. Frá því að
Orca SA keypti hlut í FBA í byrj-
un mánaðarins hefur gengi bréf-
anna lækkað um rúm 13%.
Áffam bárust tilkynningar til
Verðbréfaþings í gær um inn-
herjaviðskipti með bréf FBA, f
þetta sinn fyrir 980 þúsund
krónur. Söluvirði bréfanna er 2,5
milljónir. Þar með hafa innherjar
selt sín bréf fyrir alls 17,5 millj-
ónir síðustu daga, eða frá því að
ljóst varð hverjir stæðu á bak við
Orca SA.
IHuthafafimdur eftir viku
Boðað hefur verið til hluthafa-
fundar í FBA þann 31. ágúst
næstkomandi. Það eru fjárfest-
arnir í Orca SA sem fara fram á
fundinn. Fundarefnið er breyt-
ingar á stjórn félagsins, þ.e. aft-
urköllun umboðs núverandi
stjórnar og kjör nýrrar í hennar
stað. Fastlega er búist við að
Guðmundur Hauksson og Sig-
urður Einarsson gangi úr stjórn,
en þeir voru fulltrúar Scandinav-
ian Holdings. Fundurinn fer
fram á Grand Hótel í Reykjavík.
- BJB
Bílslys í Revkjavík
Síðdegis í gær varð alvarlegt bílslys á gatnamótum Vatnagarða og Sæ-
garða þegar flutningabíll með tengivagn og sendiferðabíll lentu í
árekstri. Bílstjóri sendibílsins festist inni í bíl sínum og þurfti að kalla
til tækjabíl til að klippa hann út. Síðdegis lágu tildrög slyssins ekki
fyrir en ljóst mun þó að bílstjóri sendibílsins sinnti ekki stöðvunar-
skyldu.
10 milljarða afgangur
Þingflokkum stjórnarflokkanna
voru í gær kynnt drög að frum-
varpi um fjárlög fyrir næsta ár.
Samkvæmt þessum drögum er
gert ráð fyrir umtalsverðum af-
gangi á fjárlögum auk þess sem
fram kemur að fjölmörgum
framkvæmdum á vegum ríkis-
ins verður frestað. Geir H.
Haarde skýrði frá því í gær að
markmið frumvarpsins væri að
tryggja þann efnahagsramma
sem þjóðin hefur búið við,
sporna gegn þenslu og verð-
bólgu. Geir staðfestir að
stærstu framkvæmdaliðirnir sem fresta á séu á sviði samgöngumála.
Ekki hefur ráðherra upplýst um hversu miklum afgangi ríkissjóður á
að skila en Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, hefur talað
um að 10 milljarða afgangur væri æsldlegur. Geir segir slíkt hugsan-
Iegt með eignasölu.
Stofnun út úr orðabókinni
Hin nýja nafngjöf: Félagsþjónustan er hreint ekki eina nafn/orðalags-
breytingin hjá hinni ágætu þriggja áratuga gömlu Félagsmálastofn-
un Reykjavfkur. Orðinu; „stofnunin" hefur verið vikið þar úr orða-
bókinni og leyst af af orðinu; „starfseminni". Starfsmenn Félagsþjón-
ustunnar eru sömuleiðis hættir að tala og skrifa um skjólstæðinga
sína - heldur heita þeir nú viðskiptavinir eða neytendur. Þá hefur
hinu \’irðulega skjaldarmerki Reykjavíkur líka verið ýtt pent út af for-
síðum nýrra bældinga og skýrslna Félagsstofnunar, þar sem í staðinn
er komið nýtt merki: Blóm og hendur, sem eiga að tákna jákvætt váð-
mót og samvinnu starfsfólksins og viðskiptavinanna - blómstrandi
mannlíf.
Frá þingflokksfundi sjálfstæðismanna í
gærþarsem fjárlagafrumvarpið varkynnl