Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 6
6 - PRIDJVD AGU R 24. ÁGÚST 1999
Ttopir
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Simar auglýsingadeildar:
Sfmbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Skopparakrmglaii
í fyrsta lagi
Það er með ólíkingum að fylgjast með því hvernig „stefna"
Davíðs Oddssonar í bankasölumálunum snýst eins og skopp-
arakringla. Aðeins eru nokkrir dagar síðan forsætisráðherra
lagði þunga áherslu á nauðsyn þess að setja lög sem tryggðu
dreifða eignaraðild til frambúðar á einkavæddum bönkum.
Þetta olli nokkru uppnámi í hans eigin flokki. Samt neyddust
ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að drattast með, þótt
þeim væri það Ijóslega þvert um geð, enda hafa orð Davíðs
Oddssonar lengi verið lög í flokknum.
1 öðru lagi
Um helgina sneri Davíð Oddsson algjörlega við blaðinu og
boðaði þveröfuga stefnu; það væri best að selja meirihlutann í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í einu lagi! Nú skipti sem
sagt ekki lengur máli að tryggja til frambúðar dreifða eignar-
aðild að þessum arðvænlega banka ríkisins! Þeir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins sem höfðu tregir fylgt foringjanum inn á
hina nýju braut tóku þessari u-beygju forsætisráðherra fagn-
andi, enda auðveldar hún að sjálfsögðu að ná því markmiði að
koma meirihlutanum í Fjárfestingarbankanum í „réttar“ hend-
ur. Þeir sem þekkja til fjármálalegs baklands Sjálfstæðisflokks-
ins vita gjörla hverra hendur það eru sem bíða þess að hremma
þennan gómsæta bíta af ríkisborðinu.
í þriöja lagi
Sem stendur er frekari sala á ríkisbönkunum í algjörri óvissu.
Margar stefnur eru á lofti á stjórnarheimilinu - jafnvel fleiri en
ein hjá sama ráðherranum! Samstarfsflokkurinn vitnar til
stjórnarsáttmálans, en það er lítið hald í plaggi sem forsætis-
ráðherra gerir beinlínis grín að opinberlega með stefnubreyt-
ingum sínum. Enda minnir ástandið á stjórnarheimilinu um
margt á þá tíma þegar ráðherrar ræddu ekki málin sín á milli
heldur skiptust á orðsendingum á samkomum hér og þar og í
viðtölum við fjölmiðla. Það segir sitt að forsætisráðherrann
skuli sjálfur hafa forystu um að taka upp slíkt vinnulag.
Elias Snæland Jónsson
Eittlauf -
pass, pass, pass
Garri heyrði einu sinni ágæta
sögu um óumdeildan foringja
sem hafði f kringum sig tals-
verða hirð. OIl hirðin gerði sér
far um að gera foringjanum til
geðs - sitja og standa þar sem
honum þóknaðist og segja það
sem þeir héldu að honum lík-
aði. Foringjahollustan var þó
ekki með öllu sjálfsprottin, því
allir sem fóru með einhveijum
hætti gegn þessum foringa
höfðu verra af. Svo er það ein-
hverju sinni að foringinn situr
og spilar bridds með nokkrum
ráðgjöfum sínum og undirfor-
ingjum. Það er mikil
skipting í spilunum sem
foringinn sjálfur gaf.
Aður en röðin kom að
okkar manni, sem eðli
málsins samkvæmt var
sfðastur, hafði því verið
kraftur í sögnum sem
stóðu nú í 4 gröndum.
„Eitt Iauf,“ sagði þá for-
inginn og spilafélagarnir
svöruðu: „pass, pass,
pass“. Það fylgdi sögunni
að svona gerðu bara sannir for-
ingjar.
Fjölskyldumar
fjórtán
Garri hefur nú komist að því
að sanna foringja er víða að
finna. FBA málið hefur ein-
mitt verið ágætis prófsteinn á
foringjahæfileika. Davíð Odds-
son kom sér strax í upphafi
þess máls upp mjög ákveðinni
skoðun, enda átti hann og þeir
sem að baki honum standa
afar erfitt með að sætta sig við
að einhver annar en þeir sjálfir
keyptu tæpan þriðjung í þess-
um banka. Fyrirfram höfðu
menn nefnilega verið búnir að
ráðstafa þessu á annan veg
þannig að hagur hölskyldn-
anna fjórtán væri ekki fyrir
Davíð Odds-
son, forsætis-
ráðherra og
foringi.
borð borinn. Og þá kom Davíð
fram með yfirlýsinguna -
„dreifð eignaraðild eða dauði“!
Það virtist enginn meðalvegur
til og Morgunblaðið lofaði dýrð
Ieiðtogans og visku. Allir
flokksbræður Davíðs, hirð-
mennirnir skiptu nánast strax
um skoðun, snerust frá villutrú
hins frjálsa markaðar og ját-
uðu trú sína á hina sýnilegu
hönd Davíðs sem myndi dreifa
á réttlátan hátt eignaraðildinni
að íslenskum fjármálastofnun-
um. Það var sagt „eitt Iauf“ og
sjálfstæðiskórinn söng „pass,
pass, pass.“
„Pass, pass,
pass“
Um helgina var haldið
þing hjá SUS í Eyjum.
Þar sýndi Davíð aftur að
hann er óumdeildur for-
ingi. Nú datt honum í
hug að halda því fram
að engin leið væri að
tryggja dreifða eignarað-
ild og því væri bara best að
selja þetta allt í einu þannig að
einhver einn aðili gæti eignast
ráðandi hlut. Hefðu menn von
um að geta keypt sér völdin í
FBA væru þeir tilbúnir til að
borga meira en ella. Þannig,
sagði Davíð, myndi ríkið fá
meira fyrir bréfin sem óseld
eru. Og í DV í gær og í fjöl-
miðlum öðrum um helgina
mátti síðan sjá að hirð Davíðs,
sem nýlega var farin að lof-
syngja gildi dreifðrar eignarað-
ildar, syngur nú annað lag: Nú
skiptir eignaraðildin ekki máli
heldur verðið. Því vill hirðin
nú selja í einu lagi. Aftur hefur
Davíð sagt „eitt Iauf“, og sjálf-
stæðiskórinn syngur „pass,
pass, pass“. garri
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Mikið hefur verið rætt og ritað
undanfarna mánuði um bygging-
ar stórhýsa í Laugardal og flug-
völl eða ekki flugvöll í miðri
Reykjavík. Borgarbúar hafa,
kannski af eðlilegum orsökum,
einokað umræðuna enda standa
þessi mál þeim auðvitað næst.
En þetta eru ekki einkamál
Reykvíkinga. Reykjavík er höfuð-
borg allra Islendinga og ákvarð-
anataka og framkvæmdir sem
breyta ásýnd borgarinnar „okkar“
koma öllum landsmönnum við.
Undirskriftalistar hafa verið í
gangi í Reykjavík gegn byggingu
Landsímahúss í Laugardal og
hafa þúsundir borgarbúa skrifað
á þennan lista, eða nógu margir
til þess að ekki er þörf að hefja
söfnun undirskrifta úti á landi.
Ef það hefði hinsvegar verið
gert, þá er öruggt að þar hefðu
líka safnast þúsundir undir-
.lérn fiJiorj rnu
Umhverfismál eru ekki
einkamál
skrifta, því landsbyggðarmenn
vilja líka spranga um óspilltan
Laugardal þegar þeir sækja höf-
uðborg sina heim (eða flytja
þangað sem sum-
ir ku stunda upp-
styttulaust).
Borg mín borg
Hvað flugvallar-
málið varðar, þá
hafa þau rök ver-
ið notuð fyrir
áframhaldandi
staðsetningu vall-
arins í miðri borg,
að flutningur
hans kæmi lands-
byggðarmönnum
illa. íbúar í dreifbýli hafa reynd-
ar ekki verið spurð álits í þessu
máli, en það skiptir þá örugglega
ekki meginmáli hvort þeir eru
hálftíma lengur að komast frá
go rnbri \AAa 'r/(j moA rmig-j/
flugvelli og á áfangastað i
Reykjavík en nú er raunin. Að
minnsta kosti ekki ef flutningur
vallarins eykur hamingju og lífs-
gleði vina og ætt-
ingja í borginni.
Flugvallarmál-
ið er heldur ekk-
ert einkamál
Reykvíkinga,
nema síður sé
því líklega fara
fleiri landsbyggð-
armenn um
þennan völl en
Reykvíkingar.
Hagsmima-
árekstrar
Umhverfismál á íslandi eru
nefnilega ekki einkamál þeirra
sem búa í grennd. Þannig er
Fljótsdalsvirkjun ekki einkamál
Austfirðinga, enda hafa ekki síst
ófi rr.jrj lij finfiriialugöm go finu
málsmetandi menn í Reykjavík
tjáð sig um málið. Og náma-
vinnsla í náttúruperlunni okkar
allra, Mývatnssveit, ef einhvern-
tímann yrði sannað að spillti líf-
ríkinu, er heldur ekkert einka-
mál Mývetninga.
Vissulega virðist sjálfsagt og
eðlilegt að þeir sem byggja tiltek-
in svæði landsins hafi mest um
það að segja hvernig þau eru nýtt
eða meðhöndluð. En það getur
líka verið tvíeggjað því árekstrar
eru óhjákvæmilegir þegar vegast
á stað- og tímabundnir hags-
munir annarsvegar og heildar-
hagsmunir til lengri tíma Iitið.
Umhverfismál eru sem sé ekki
einkamál afmarkaðra hópa því
landið er okkar allra, hvar svo
sem við búum.
fifúgTod öiv TugnögmfiBgufi ifi
Flugvallarmálið er ekkert einka-
mál Reykvíkinga, nema síður sé.
SPUlíH
évairad
Á aðfriða rjúpuna, á
ákveönum veiðisvæðum
eða með styttingu veiði-
tíma, vegna ofmikils
veiðiálags?
Sigmar B. Hauksson
formaðurSkotveiðifélags íslands.
„Eg veit að það er
of mikið veiðiálag
í næsta nágrenni
Reykjavíkur, það
er í hlíðum Esj-
unnar, á Mos-
fellsheiði og Úlf-
arsfelli. Annars-
staðar frá hafa ekki komið upp-
lýsingar um of mikið álag. Þetta
veiðisvæði í nágrenni borgarinn-
ar er allt í lagi að friða, ef stund-
aðar eru þá samanburðarrann-
sóknir þar og á svæðum þar sem
veiðar eru stundaðar. Þegar
veiðitíminn var styttur um hálf-
an mánuð fyrir nokkrum árum
var ekkert minna veitt það árið.
Skotveiðifélag Islands telur með
öðum orðum enga þörf á aðgerð-
um í málinu."
PáU Pálsson
kaupmaðurí Veiðisporti á Akureyri.
„Það á ekkert að
friða rjúpuna,
enda er nóg af
henni. Ég bendi
til dæmis á árið í
fyrra, þá voru
mjög slæm veð-
urskilyrði til
veiða og því veiddist afar Iítið.
Það styrkir aftur stofninn í ár.
Einnig heyri ég það á veiðimönn-
um sem hingað koma í búðina til
mín að þeim finnist vera nóg af
rjúpu á þeim svæðum hér á
Norðurlandi sem helst og mest
er sótt á, en þau eru einkum í
Þingeyjarsýslunum."
Einar PáU Garðarsson
kenndmvið VeiðOtúsið.
„I upphafi veiði-
tímabilsins ganga
einhverjar þús-
undir manna til
rjúpna og það
segir sig sjálft að
flestar þessar
skyttur koma af
Reykjavíkursvæðinu og því er
augljóslega mikið álag á svæðinu
í nágrenni borgarinnar. Mín
skoðun er sú að friða ætti til
dæmis svæðið frá Borgarnesi og
austur í Vík í Mýrdal og þá
nokkurn hluta hálendisins í leið-
inni. En mér þætti ekki rétt að
stytta veiðitímabilið."
Eggert Skúlason
skotveiði-ogfréttamaður.
„Mér finnst alveg
klárt að það eigi
að friða rjúpuna í
nágrenni Reykja-
víkur. Persónu-
Iega er ég í sama
vanda og Siv
Friðleifsdóttir,
því mér finnst alveg koma til
greina að stytta veiðitímann þar
til fyrstu snjóar falla. Alltaf verða
einhverjir bæði reiðir og fúlir
þegar talað er um hömlur á
rjúpnaveiði, en mín skoðun er sú
að álagið hér í kringum borgina
sé slfkt að menn verði að láta
skynsemina ráða og gefa þessum
greyjum grið á einhverjum stöð-
um.“
- óiiíöri irvjH •luáfvKjjly'jH jItsvjuIH