Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 2
2 - ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
X^«r
FRÉTTIR
Að mati margra hefur KR blómstrað sem félag eftir að hlutafélagið KR-sport var stofnað síðastliðinn vetur utan um meistaraflokk
og annan flokk karla í knattspyrnu.
Reynslan af KR hf.
hefur veriö góð
Mikil gróska hefur verið í
krmgiun KR í siiinar eftir
að það var hlutafélaga-
vætt.
Nú hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri fyrir KR-sport og Vesturbæjar-
veitingar sem reka Rauða Ijónið á
Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og er það
Helgi Björn Kristinsson, fyrrverandi
sölustjóri hjá Toyota. Magnús Orri
Schram verður hins vegar áfram fram-
kvæmdarstjóri rekstrarfélags KR-
sports, sem sér um fótboltahliðina á
hlutafélaginu.
Fagmannlegra starf
Að mati margra hefur KR blómstrað
sem félag eftir að hlutafélagið KR-
sport var stofnað síðastliðinn vetur
utan um meistaraflokk og annan flokk
karla í knattspyrnu. Meðal annars hef-
ur verið keypt krá, útvarpsstöð stofnuð
og blað er gefið út reglulega.
Björgólfur Guðmundsson, stjórnar-
formaður KR-sports, segist ekki vera í
neinum vafa að tilvist hlutafélags utan
um KR hafi styrkt félagið til muna.
„Það er óvenjumikil gróska í kringum
þetta og Vesturbæinn allan. Starfið er
orðið mun fagmannlegra og allt þetta
skilar sér síðan yfir í boltann," segir
Björgólfur.
Fyrirhugaðar hreytingar
KR-sport keypti Rauða ljónið 1. maí
síðastliðinn en Rauða ljónið hefur ver-
ið ein farsælasta kráin á landinu síðan
bjórinn var leyfður 1. mars 1989. Að
sögn Björgólfs standa núna yfir miklar
breytingar á staðnum en hingað til
hafi barstemmningin yfirskyggt starf-
semina svolítið.
„Við ætlum að bæta við starfsemina
með léttum mat og kaffíveitingum fyr-
ir íjölskyldufólk. Við höfum alltaf ætl-
að að breyta töluverðu og hafa dálítið
öðruvísi yfirbragð á staðnum. Rauða
ljónið í horninu og veitingastaðina að-
eins öðruvísi og kannski á öðru nafni.
Sömuleiðis að opna staðina svolítið og
nýta Eiðistorgið meira. Við viljum
koma með miklu meira líf á torgið,11
segir Björgólfur.
Ekki kvartað
yfir fjárhagsstöðiumi
Björgólfur segir að gestafjöldi á staðn-
um sé svipaður því og hann var áður
en KR-sport tók við, en hins vegar er
meiri fjöldi fólks fyrir og eftir fótbolta-
leiki. Björgólfur segir að hingað til hafi
engin vandamál verið varðandi áfeng-
isnotkun fyrir leikina og á þeim. „Fólk
kemur þarna og fær sér eina kók eða
einn bjór með pizzunni og fer síðan á
leikinn," segir Björgólfur. Varðandi
fjárhagsstöðuna segir Björgólfur að
hann geti ekki kvartað og fólk sé ánægt
með stöðuna.
-ÁÁ
í pottinum hafa mcnn
fylgst spenntir mcð
undirbúningi kvenna-
ráðstefnunnar miklu,
sem verður hér á landi 1
haust. Hillary Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, verð-
ur mcðal gesta sein kunnugt
er og hcyrist nú að áhyggjur
séu komnar upp í þeim kreðs-
um sem tengdust stuðnings-
mannaliði Ólafs Ragnars
Grímssonar í síðustu kosn-
ingum að aðkoma forsetaembættisins að ráð-
stefnunni sé ekki nægjanleg í ljósi þess hversu
tignir gestir verði á ferð. Pottverjum þykja
þessar áhyggjur sérstaklega skemmtilegar í
ljósi þess að margt af þessu fólki eru gamlir
vinstrimenn sem fyrir ekki svo mörgum árum
hefðu ekki látið nokkurn mann vita að þeir
hefðu áhyggjur af því hvað væri við hæfi þeg-
ar um tigna gesti væri að ræða...
Hillary Clinton.
Það vakti athygli á aðalfundi
Eyþings fyrir helgina að í sér-
stakri aðgerðaráætlun, sem
Rannsóknastofnun Háskól-
ans á Akureyri gerði fyrir þingið, er fjallað um
nauðsyn þess að styrkja fjölmiðla á svæðinu.
Er talað um að allir helstu fjölmiðlar hafi nú
viðveru á Norðurlandi og síðan talin upp nöfn
ýmissa fjölmiðla, en ekki Dags, sem er eina
dagblaðið í landinu sem er með lögheimili á
Akureyri, sem er jú „höfuðborgin" í umdæmi
Eyþings. Dagur fær þó uppreisn æru í þessari
umfjöllun þegar hann er nefndur í framhjá-
hlaupi, sem hluti af útgáfu Víkurblaðsins á
Húsavík. Sumir þingfulltrúar bcntu á að þetta
hlyti að vera andsvar skýrsluhöfunda við
gagnrýni um að skýrslan væri allt of Akureyr-
armiðuð...
Á sama tíma og allt leikur í lyndi hjá KR-ingum
með hlutafjárvæðinguna hafa menn áhyggjur af
slöku gengi Framara í deildinni. Spumingin er
ekki lengur bara um hversu mörg stig liðið fær
heldur er nú líka spurt um gengi bréfanna...
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Lára
Bjömsdóttir
félagsmálastjóri í Reykjavík.
Félagsþjótiustan í
Reykjavík kynnir nú nýjar
áherslur í starfsemi sinni
m.a. kvöld- og helgarþjón-
ustufyrir aldraða.
Tólf þúsund fá þjónustu
„Aðal áherslubreytingin er kannski sú að
við viljum opna Félagsþjónustuna - erum
búin að breyta bæði nafninu og fá nýtt
merki, sem á að tákna hið blómstrandi
mannlíf; einkum samstarf neytenda og
starfsmanna. Til að kynna þjónustuna fyr-
ir almenningi ætlum við að dreifa bæk-
lingi í hvert hús í Reykjavík. Við Ieggjum
áherslu á að koma til móts við fólk sem
þarf á þjónustu að halda. ÖII getum við
átt og munum eiga erindi við félagsþjón-
ustu einhvern tíma á lífsleiðinni, enda
sjálfsögð f nútíma þjóðfélagi. Og þegar
maður þarf á henni að halda á hún að vera
auðfengin, hraðvirk og hagkvæm," segir
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri.
- Breytist stofnunin með nafninu?
„Við íeggjum áherslu á að breyta ímynd
Félagsþjónustunnar í það að vera fyrst og
fremst þjónustustofnun, sem á að þjóna
borgarbúum fljótt og vel, en jafnframt
með hagkvæmum hætti, þ.e. að við nýtum
fjármagnið vel. Félagsþjónustan veltir 2,6
milljörðum á árinu og það eru um 12 þús-
und heimili (um 1/4 heimila) í borginni
sem fá þjónustu einhvern tímann á árinu.
Þá er meðtalin heimaþjónusta og liðveisla
fyrir aldraða og fatlaða, bæði börn og full-
orðna. En opna félagsstarfið fyrir aldraða
er ekki með í þessum tölum, þrettán þjón-
ustumiðstöðvar, sem eru m.a. mjög mjög
fyrirbyggjandi, því fólk sem kemur meðan
það er hresst heldur áfram að koma þótt
heilsunni hraki og hefur þá tengsl við
fólk.“
- Breytist heimaþjónustan?
„Já, þar höfum við einnig verið að brey-
ta um áherslur. Sjálfvirkri þjónustu; þ.e.
að sá sem er orðinn 67 ára geti fengið 4
tíma hreingerningu á viku, verður hætt.
Við erum nú farin að gera sérstaka þjón-
ustusamninga við einstaklingana og met-
um þá þjónustuþörfin á hverju heimili,
svo þeir sem virkilega þurfa á þjónust-
unni að halda njóti hennar meira. Við
vekjum þess vegna sérstaka áherslu á, að
aldraðir sem eru lasburða og einir geta nú
fengið þjónustu á kvöldin og um helgar."
- Hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð
verið aðjjölga eða fækka?
„Umsóknum fækkaði aðeins 1997, tölu-
vert mikið 1998 og hefur haidið áfram að
fækka í ár. Samt stefnir í að fjárhagsað-
stoðin verði um 530 milljónir 1999, sem
er þó geysilegur árangur frá því hún var
yfir 700 milljónir á árunum 1996/97. En
það situr enn eftir stór hópur fólks sem er
illa sett fjárhagslega - m.a. sem er afleið-
ing af atvinnuleysinu, fólk sem ekki hafur
komist aftur í gang. Ein af nýjungunum er
þess vegna að setja af stað 2-3 verkefni í
vinnu með langtímaatvinnulausnum fyrir
þá sem búnir eru að vera á fárhagsaðstoð
í meira en 12 mánuði. Enda bæði aðstoð-
in Iág, miðast við 58 þús. á mánuði fyrir
einstakling, og engum til góðs að vera
óvirkur í samfélaginu."
- Hafa skipulagshreytingarnar fyrir 2-
3 árum skilað sér?
„Okkur hefur tekist að ná því markmiði
okkar að eyða biðlistum eftir viðtali og af-
greiðslu fjárhagsaðstoðar eiginlega alveg.
Fólk þarf nú ekki lengur að bíða kannski í
2-3 vikur, sem var alveg ófært. Okkur
finnst þetta mikilvægur árangur. Greini-
lega hefur tekist að breyta þjónustuvit-
undinni, og það er það sem við viljum, að
starfsmennirnir okkar séu samkeppnis-
færir við hvaða fyrirtæki sem er, í viðmóti
og þjónustu." — HEi