Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 24.08.1999, Blaðsíða 12
fi - fopr ■ <-s *5i9Aam«»8q 12 - ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 Þó er hún loksins komin, myndin sem Bondorikjamenn þorðu ekki að sýna í kvikmyndahúsum. Sími 462 3500 * Hófabraut 12 * www.nett.is/borgarbio Þrídjud. kl. 21 - Stmngl. b.i. 16. ám WfTM É RSflÖQN THE THiRTEEnTH FLOOR Þriðjud Þriðjud. kl. 23' - E.i.16 tirn □□ÍPÓIBYÍ 4 0 I G I T A L LSLIM 0IGITAL Sýnd kl. 16,18.30,21 og 23.30 NÆTURSÝNING - MEGAPOWERSÝNING, EKKIFYRIR VIÐKVÆMA KL. 2 Notting Hill Sýnd kl. 19,21 og 23:15 ___TBjgfCr .X^ur IÞROTTIR Þau Toby Tanser og Martha Ernstsdóttir, sigurvegarar í hálfu maraþoni. Sátíimdi hjá Mörthu Urslit ui ii helgina Landssímadeild karla: Leiftur - ÍA 1 -4 Breiðablik - KR 0-3 Grindavík - Víkingur 2-2 Fram - ÍBV 0-2 Valur - Keflavík 2-3 Staðan í Landssímadeild KR 14 10 3 1 31-11 33 ÍBV 13 9 3 1 23-8 30 ÍA 14 6 5 3 17-13 23 Keflavík 14 5 3 6 22-25 18 Leiftur 14 4 6 4 13-20 18 Fram 14 3 6 5 16-18 15 Breiðabl. 14 3 5 6 17-20 14 Grindav. 14 3 3 8 16-22 12 Valur 13 2 5 6 20-28 11 Víkingur 14 2 5 7 18-28 11 1. deild karla: ÍR - Dalvík 4-1 KA - KVA 6-1 Staðan í 1 deiltl karla Fylkir 14 11 0 3 31-17 33 ÍR 14 7 2 5 37-26 23 Stjarnan 14 7 1 6 29-26 22 FH 14 6 3 5 32-24 21 Skallagr. 14 6 1 7 28-27 19 Dalvík 14 5 3 6 24-34 18 Þróttur 14 5 2 7 22-22 17 Víðir 14 5 2 7 23-36 17 KA 14 4 4 6 19-19 16 KVA 14 4 2 8 24-38 14 Úrslitakeppni 3. deildar: Huginn/Höttur - Reynir S. 4-0 Hvöt - KÍB 2-2 Njarðvík - Þróttur N. 4-1 Afturelding - Magni 1-1 Næstu leikir í kvöld: Kl. 18.00 Magni - Afturelding Kl. 18.00 Þróttur N. - Njarðvík Kl. 18.00 Reynir S. - Huginn/Höttur Kl. 18.00 KÍB - Hvöt Martha Emstsdóttir sigraði um helgina í sínu tíunda hálfmara- þoni Reykjavíkur- maraþonsms. Þrátt fyrir leiðindaveður var metþátttaka í hlaupinu. Reykjavíkurmaraþon fór fram á sunnudaginn í leiðindaveðri, þar sem bæði rigndi og blés köldu. Þrátt fyrir veðráttuna var met- þátttaka í hlaupinu og hafa t.d. aldrei fleiri hlauparar tekið þátt í heilu maraþoni, eða alls 208. Sigurvegari í karlaflokki varð Bandaríkjamaðurinn Ryan Board á tímanum 2:48:12 klst., en hann var nú að hlaupa heilt maraþon í fyrsta skipti og var að vonum kátur með sigurinn. I kvennaflokki sigraði Ida Midtem frá Kanada á 2:56:15, en hún var nú að hlaupa sitt níunda heila maraþon. Martha Ernstsdóttir, IR, sigr- aði nú í tíunda skipti í hálfu maraþoni, en hún hljóp á 1:13:13 klst., sem er nokkuð frá hennar besta. I karlaflokki sigr- aði Toby Tanser, sem hljóp á 1:12:05. I tfu kílómetra hlaupi sigraði í karlaflokki Daníel Smári Guð- mundsson, hljóp á 32,52 mín. og í kvennaflokki Frfða Rún Þórðar- dóttir, sem hljóp á 38,45 mín. Guðjóni ekki hafnað Guðjón Þórðarson seg- ir að sér hafi ekki ver- ið hafnað sem þjálfara af leikmömmm Strömgodset. Varafor- maður félagsius stað- festir fullyrðiugu landsliðsþj álfaraus. Norska blaðið Rogalands Avis, segir að Guðjóni Þórðarsyni hafi verið hafnað sem þjálfara af leik- mönnum norska liðsins Ström- godset. Til sönnunar máli sínu vitnar blaðið í Oskar Hrafn Þor- valdsson, fyrrum leikmann God- set, og Tor AIsaker-Nöstdahl, fyrr- verandi formann félagsins og nú- verandi varaformann. Þegar Dagur náði tali af Guð- jóni, sem staddur var í Belgíu, sagðist hann hafa heyrt af þessari frétt í flutningi Stöðvar 2. „Þarna er einhver misskilningur á ferð. Eg fékk tilboð og samning, undir- ritaðan af stjórn Strömgodset, sem ég hafnaði. Eg hef aldrei heyrt um að leikmennirnir hafi neitað að fá mig sem þjálfara. Óskar Hrafn, sem vitnað er til í fréttinni, hringdi til mín og sagð- ist mjög sár yfir þessum frétta- flutningi og sagðist aldrei hafa varað félaga sína í Strömgodset við mér sem þjálfara. Eg veit ekki hvaðan þessi frétt er upprunnin. Maður verður hálf undrandi þeg- ar svona fréttir eru birtar heima, án þess að fá staðfestingu frá rétt- um aðilum. Eg skil ekki hver hef- ur hag af svona rógburði," sagði Iandsliðsþjálfarinn. Guðjón Þórðarson hefur und- anfarnar vikur verið sterklega orðaður sem næsti þjálfari norsku liðanna Viking í Stavanger og Válerenga í Osló. Viking hefur nú þegar rætt við Guðjón meðan Válerenga er enn í biðstöðu með sín þjálfaramál. Bæði Iiðin hafa kynnt sér þjálfaraferil Guðjóns og telja hann álitlegan kost í hremm- ingum sínum. Guðjón hafnaði samuingniun „Við vildum fá Guðjón Þórðarson til að þjálfa Strömgodset. Bæði stjórn og leikmenn voru sammála í því. Leikmenn okkar vissu iítið um Guðjón þegar hann kom fyrst inn í myndina hjá okkur. Við höfðum þijá Islendinga í liðinu sem voru mjög jákvæðir í garð Guðjóns og það styrkti okkur í því sem við ætluðum okkur í fyrra. Það gekk því miður ekki eftir þar sem við á endanum náðum ekki samkomulagi um launalið samn- ingsins. Guðjón fékk okkar síð- asta tilboð, ásamt undirskrifuð- um samningi af okkar hálfu, sem hann hafnaði," sagði Tor Alsaker- Nöstdahl, varaformaður Ström- godset, í samtali við Dag á sunnu- daginn. Nöstdahl var formaður félagsins í fyrra og fór fyrir félag- inu í samningunum við Guðjón. Frétt Rogalands Avisen, um að leikmenn Strömgodset hefðu hafnað Guðjóni sem þjálfara, sagði hann alranga og ekkert ann- að en hugarburð blaðsins. Hann sagðist vera búinn að ræða við rit- stjóra blaðsins og heimta skýr- ingu á tilvitnunum í sig, þar sem hann hafi ekki átt neitt viðtal við blaðið um Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara á Islandi. Nöst- dahl bætti því við að það væri miður að hafa ekki Guðjón sem þjálfara því kannski hefði liðið hlotið fleiri stig með hann við stjórnina. Ekkert nema jákvætt um Guðjón „Hvað heldur þú?“ sagði Valur Fannar Gíslason, leikmaður Strömgodset, og hló, þegar Dagur bar undir hann hvort það væri rétt að leikmenn Godset hetou neitað að fá Guðjón Þórðarson sem þjálfara sinn. Hann sagði að bæði leikmenn og stjórnarmenn Iiðsins hefðu spurt sig um Guð- jón og hann hafi ekkert getað sagt annað en jákvætt um hann sem þjálfara. „Oskar Hrafn þekkti Guðjón auðvitað miklu meira en ég og því leituðu menn frekar til hans vegna upplýsinga um Guð- jón. Eg veit ekki til þess að Oskar hafi haft neitt slæmt um Guðjón að segja. Hann var mjög jákvæður eins og allir hér. Við vissum allir að liðið þurfti að fá þjálfara sem nær árangri. Það hefur Guðjón Þórðarson gert og þess vegna hefðu menn verið mjög ánægðir með ráðningu hans.“ - GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.