Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 1
Græða 100 millj- onir á mánuði Þaö stefnir í metár hvað feilmagóða af- komu oliufélagauua þriggja varðar. Græða 3-4 miUjónir hvem einasta dag. FÍB og N ej'teudasamtökin herja á „ofurskatt- heimtu“ ríkisins. Olíufélögin þrjú, Esso, Shell og Olís, hafa á fyrstu sex mánuðum þessa árs tvöfaldað hagnað sinn og nemur hann nú um 101 millj- ón króna á mánuði eða 3,3 millj- ónum króna hvern einasta dag. Hagnaður olíufélaganna þriggja á fyrstu sex mánuðunum var upp á 608 milljónir króna og stefnir í metár. Tölur yfír afkomu olíufélag- anna á 15 ára tímabili, 1984-98, sýna samanlagðan hagnað upp á 9,2 milljarða króna að núvirði eða 51 milljón upp á hvern ein- asta mánuð. Hagnaðurinn hefur farið vaxandi með árunum og var Gerðar út af klámhringjtmi Stígamótakonur segja að þær út- lendu nektardansmeyjar sem hingað koma séu „gerðar út af alþjóðlegum klámhringjum." Þær fjalla sérstaklega um „klámvæðinguna" í nýju eintaki Stígamótafrétta og segja frá heimsókn á þrjá nektardans- staði: „Þar hittum við margar bráðfallegar ungar stúlkur sem kepptust um að bjóða líkama sinn til sölu. Við tókum nokkrar þeirra tali og í ljós kom að þær voru allar útlenskar og þar af margar frá hinum fátæku lönd- um Austur-Evrópu. Þær eru gerðar út af alþjóðlegum klám- hringjum sem senda þær vítt og breitt um heiminn. A meðal gesta voru nær engar konur en markaðurinn fyrir Iíkama ungra stúlkna er stór meðal íslenskra karla og augljóst að klámiðnað- urinn er orðinn að stórútgerð," segir þar. upp á 4,5 milljarða 1994-98 eða sem nemur 894 milljónum á ári að meðaltali eða 74,5 milljónir á mánuði. Á umræddu 15 ára tímabili hefur það aðeins einu sinni gerst að olíufélag skilaði tapi; það henti OIís árið 1985. Milliuppgjör olíu- félaganna fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs sýna að nú stefnir í metár, með 100 milljóna króna hagnað hvern einasta mánuð. Arðsemi eiginfjár olíufélaganna er nú á bilinu 9 til 13 prósent. Arni Sigfússon fundar með Skattmann Arni Sigfússon, formaður FIB, og Jón Magnússon, varaformað- ur Neytendasamtakanna, eru sammála um að meginsökin á miklum bensínverðhækkunum að undanförnu liggi hjá ríkinu vegna ofurskattheimtu. Ætiar Arni á fund Geirs Haarde fjár- málaráðherra í dag til að ræða við hann um möguleikann á tímabundinni lækkun vegagjalds fram að þeim tíma að ríkið festir vörugjaldið með krónutölu í stað prósentu. „Við höfum gagnrýnt olíufé- lögin áður fyrir samspil heims- markaðsverðs og verðþróunar hér á landi, en þau hafa lagt spil- in á borðið og það er ekki hægt að saka þau um óeðlilega starfs- hætti. Hvað hagnað olíufélag- anna varðar þá sjáum við að hlutur olíufélaganna í bensín- verðinu er nú lægri en í fyrra og það skiptir máli. Að öðru leyti hafa olíufélögin ekki talist sér- lega spennandi fjárfestingarkost- ur,“ segir Arni Sigfússon. Jón Magnússon bendir einnig á samspil heimsmarkaðsverðs og innlends verðs og segir að olíufé- lögin hafi verið harðlega gagn- rýnd fyrir augljós verðsamráð og fákeppni. „Það er erfítt að tjá sig um þessi mál út frá afkomutöl- um, því staðreyndin er að ofur- skattheimtan skekkir allar við- miðanir. Mergurinn málsins er sá að það er engin siðræn rétt- læting fyrir því að skattleggja bif- reiðAeigendur langt út fyrir þann kostnað sem samfélagið hefur af bifreiðunum," segir Jón. - FÞG Finnur Ingólfsson. Vill ekki staðfesta orð Davíðs „Ég staðfesti ekki neitt,“ sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra, um yfirlýsingar Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum í gær- kvöld um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að 51% eignarhluti rík- isins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins verði seldur í einu Iagi í lokuðu forvali til dreifðs hóps fjárfesta. Forsætisráðherra sagði forvalið fara fram á allra næstu vikum. Strangt til tekið er sala FBA á forræði bankamála- ráðherra en málið hefur þó ver- ið á sameiginlegu borði þeirra Finns og Davíðs um skeið enda viðkvæmt pólitískt bæði út á við og innan ríkisstjórnar. „Þessi mál eru í vinnslu innan ríkisstjórnarinnar og ég vil ekk- ert um málið segja. Meðan svo er eiga málefni bankans heldur ekki að vera í umræðunni sam- kvæmt reglum Verðbréfaþings Islands," sagði Finnur Ingólfs- son, sem ekkert frekar vildi um málið segja. 10 niilljarðar Sú niðurstaða sem Davíð talar um er í samræmi við það sem Dagur greindi frá fyrir helgina að væri í farvatninu. Það eru ekki síst fjármálaöfl tengd Sjálf- stæðisflokki sem vildu að um lokað útboð yrði að ræða þar sem valdir aðilar fái að bjóða í ríkishlutinn. Þátt í því gætu svo tekið stofníjárfestar eins og líf- eyrissjóðir, verðbréfasjóðir Landsbanka og Búnaðarbanka, Burðarás og fleiri Ijármálafyrir- tæki tengd kolkrabbanum, auk smokkfisksins svonefnda. Heimildamenn blaðsins sögðu í gærkvöld að þótt samkomulag um útfærslu væri á lokastigi vissu þeir ekki til að hún væri í höfn. Sögðu þeir hugsanlegt að skoða bæri neitun Finns um að staðfesta orð forsætisráðherra í því Ijósi og viðskiptaráðherra teldi forsætisráðherra „kominn fram úr sér i málinu". - SBS/BG Nú er sumarið senn á enda og því síðustu tækifæri aö njóta þess sem sá árstími gefur færi á. Eitt afþví er dorg- veiði á bryggjunum. Er Dagur var á ferðinni á Hofsósi var Sævar Björnsson að aðstoða börnin sín við dorgveiði á bryggjunni. Hér fær Sigríður Margrét leiðsögn hans og Daníel er þar nærri, einbeittur við veiðina. Hvað upp úr sjónum kom fylgir ekki sögunni. mynd: bjb Sigling yfir BreiðaQörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. A Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMMDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.