Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 6
6 -ÞRIDJUDAGUR 7. SEPTEMRER 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórí: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstoðarrítstjórí: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjórí: marteinn jónasson
Skrífstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og 8oo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang aug/ýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6is Ámundi Amundason
(AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(ákureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Nýtt þjóðarmord?
í fyrsta lagi
Enn einu sinni hefur alþjóðasamfélagið látið pólitíska böðla
taka sig í bólinu. Að þessu sinni eru það stjórnvöld í Indónesíu
sem beita hermætti sínum gegn saklausu fólki í Austur-Tímor.
Vopnaðar sveitir Indónesa haga sér með sama hætti og hand-
langarar Milosevics gerðu í Kosovo - ýmist drepa óbreytta
borgara eða þvinga þá til að hafa sig á brott frá heimkynnum
sínum og brenna hús þeirra. Ef að líkum lætur mun Indónes-
um takast að murka lífið úr þúsundum manna og hrekja tug-
þúsundir úr landi áður en Sameinuðu þjóðirnar komast af
kjaftastiginu og grípa til raunhæfra ráðstafana til að koma í
veg fyrir þjóðarmorð.
í öðru lagi
Hryðjuverkin á Austur-Tímor eru viðbrögð stjórnvalda í
Indónesíu við niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um
sjálfstæði eyjunnar, en rúmlega áttatíu af hundrað voru fylgj-
andi því að rjúfa tengslin við Indónesíu og gera Austur-Tímor
að sjálfstæðu ríki. Hlálegt er að heyra fréttir af áskorunum til
Indónesa um að senda aukið herlið til eyjunnar til að stilla til
friðar. Þær sveitir hers og lögreglu Indónesa sem fyrir eru á
Austur-Tímor hafa ekkert gert til að stöðva blóðbaðið, enda
vitað mál að ofbeldismennirnir eru í reynd á þeirra vegum.
Þetta er einfaldlega útrýmingarherferð eftir forskrift frá
Belgrad.
1 þriöja lagi
Ekkert nema vopnað friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum
getur stillt til friðar í Austur-Tímor og tryggt að yfirlýstur vilji
þjóðarinnar til sjálfstæðis verði virtur. Vestræn ríki og alþjóða-
stofnanir hafa alla burði til að knýja Indónesa til að draga
sveitir sínar til baka. Alþjóðasamfélagið þurfti að koma
Indónesum til hjálpar með gífurlegum fjárframlögum til að
halda gjörspilltu efnahagslífí gangandi. Vestræn ríki hafa því
öll tök á að knýja indónesísk stjórnvöld til að láta af ofbeldinu
í Austur-Tímor og virða sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. Það ber
þeim að gera nú þegar.
Elias Snæland Jónsson
Bödvar á bremsuimi
Nú um helgina gerðu lög-
reglumenn í Reykjavík heyrin-
kunnugt að þeir hyggðust í
stórum stíl fara að leita fyrir
sér úti á hinum almenna
vinnumarkaði, enda væru
launakjör þeirra orðin slík að í
raun væri sjálfhætt. Svo
hressilega hefur Böðvar keyrt
fram úr fjárlögum síðustu árin
að nú þarf hann að stíga á
bremsurnar; skera ærlega nið-
ur yfirvinnu lögreglumanna og
grípa til annarra þeirra að-
haldsaðgerða sem þurfa þykir.
í afmæli
Garra
Nú er því ekki að leyna
að niðurskurðurinn hjá
Iögreglunni hefur ær-
lega skotið Garra skelk
í bringu, enda er hann
landsþekktur Ijúfling-
ur. Hann veit sem er að
lögreglumenn kunna
að greina rétt frá röngu
og stilla til friðar þegar í
snerru slær. Því þótti Garra
sárt að afmælisveisla hans sem
haldin var á Sportkaffi á laug-
ardagskvöldið skyldi leysast
upp í þann gauragang sem
endaði með kylfum og tára-
gasi. Garri var aumur fluttur á
slysadeildina þar sem gasið var
skolað úr augum hans, þannig
að hann gat með góðu móti og
án gleraugna lesið auglýsingu
lögreglumanna í sunnudags-
blaði Moggans þar sem lög-
reglumenn bjóða fram starfs-
krafta sína. Nú þegar hefur
Garri ráðið einn slíkan til starfa
á heimili sínu, við tiltektir og
önnur heimilisstörf og hver veit
nema að lögregluþjónninn gæti
heimilis Garra einnig þegar fé-
lagar hans af Sportkaffi gera
sig heimakomna með dólgsleg-
um tilburðum.
En eftir stendur svo spurn-
ingin um til hvaða ráða hinir
almennu borgarar eigi að grípa
nú þegar allt stefnir í að lög-
gæsla í landinu Ieggist af. Þeir
vita sem er að víða er verk að
vinna en augljóst er þó að
áherslu verður að leggja á að
verja landið gegn rússnesku
mafíunni, enda er það í góðu
samræmi við nýlega ræðu for-
sætisráðherra. Má svo minna á
að í ræðu á 17. júní sl. talaði
sami ráðherra einnig fyrir því
að löggæsla í landinu yrði efld.
En í Ijósi nýrra kringum-
stæðna í landinu verð-
ur þó ekki um annað
að ræða en hina svo-
nefndu nágranna-
vörslu, sem gengur í
stuttu máli sagt út á að
allir eigi að passa allt
fyrir alla. Eða með
öðrum orðum; þá eiga
öll dýrin í skóginum að
vera vinir.
Að hætti Hálsa-
skógs
Þau ráð sem borgararnir hafa
sem sagt núna er þeirra eigin
löggæsla að hætti Hálsaskógs.
Nýjar aðstæður krefjast nýs
hugsunarháttar og vinnu-
bragða. Kannski er fyrst núna
að renna upp blómaskeið vin-
áttu og kærleiks í landinu,
þegar löggan hættir störfum.
Garri ætlar að haga sér skikk-
anlega, leggja sitt af mörkum í
baráttu gegn rússnesku mafí-
unni og hver veit nema nú
sannist að ekkert geri til þó
Böðvar og félagar séu á brems-
unni og fjarri góðu gamni.
GARRI.
Garri blæs í
mæli.
JÓIIANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrífar
Kennarar eru líkast til sú starfs-
stétt sem hvað mest hefur kvart-
að undan lágum launum undan-
farin missseri. Og svo sannarlega
ekki að undra því laun kennara
hafa verið hraksmánarleg miðað
við menntun þeirra og mikilvægi
starfans. Enda hafa bæði for-
eldrar og forsetar lýðveldisins
tekið undir kröfur kennara um
mannsæmandi laun.
Það kom því vissulega nokkuð
flatt upp á marga þegar á dögun-
um kom í Ijós að kennarar virð-
ast ekki vita aura sinna tal. Þeir
hafa sem sé ekki einu sinni feng-
ið sín samningsbundnu Iúsar-
laun heldur hafa tæplega 200
kennara verið hýrudregnir um
einhvetja tugi þúsunda, af líkast
til vitlaust mataðri tölvu. Og það
sem meira er, kennarar tóku ekki
eftir því að nokkra þúsundkalla
vantaði í launaumslagið.
Og það er ekki óeðlilegt að al-
menningur álykti sem svo að fólk
Vita ekki aura sinna tal?
sem saknar ekki nokkurra þús-
undakalla úr launaumslaginu,
hljóti að vera harla vel haldið í
launum. Eða til hvers var farið í
harðvítuga kjarabaráttu sem
bitnaði ekki síst á nemendum ef
ávinningurinn er svo rýr að
kennarar taka ekki____________
eftir því þegar hann
skilar sér ekki?
Vont versnar
Menn álykta sem
sé að kennarar
hljóti að vaða meira
í peningum en þeir
vilja vera láta, fyrst
hýrudrátturinn fór
svo hrapalega fram-
hjá þeim. Fátæklingar og
launamenn hljóti að verða varir
við það um leið og grynnkar ögn
í þegar nánast tómu launa-
umslagi, en afturámóti geti slíkt
farið fram hjá hálaunamönnum
sem ekki vita aura sinna tal.
lág-
Þannig er þessu reyndar alls
ekki farið. Staðreyndin er nefni-
lega sú að þeir sem eru vanir þvi
að bera lítið úr býtum, kippa sér
ekki upp við það þó þeir fái held-
ur minna í hendur en þeir gerðu
ráð fyrir. Þeir sem aldrei eiga von
á góðu, þeir taka
varla eftir því þó
vont versni. Þess
vegna fór það fram-
hjá kennurum að
þeir voru að fá jafn-
vel enn minna upp
úr launaumslögun-
um en þeim þó bar.
Forfallapremía
Og í annan stað
segir þetta mál okkur ýmislegt
um kjarasamninga. Eins og marg
oft hefur verið bent á, eru þeir
orðnir svo flóknir að útilokað er
fyrir óbreytta launamenn að
setja sig inn í málin. Til þess
þyrftu þeir að hætta að vinna og
helga sig algjörlega rannsóknum
á kjarasamningum. Og það gefur
náttúrlega ekki mikið í aðra
hönd.
Það er samið um launaflokka,
launaþrep, ákvæði um aldur og
reynslu, yfirvinnuuppbót, aftur-
virkja forfallapremíu, eftirsetu-
bónus, yfirsetuálag og guð má
vita hvað. Og einhversstaðar
hálffalið langt inni í pakka-
haugnum undir jólatrénu, er svo
að finna pakkann sem inniheld-
ur hreinræktaða launahækkun.
En sá pakki er yfirleitt svo lítill
og rýr að þó menn finni hann í
haugnum, þá er alveg óvíst að
menn nenni að taka hann upp.
Og þetta á ekki bara við um
kennara heldur flesta aðra lág-
launamenn landsins. Þess vegna
vita þeir ekki aura sinna tala. En
þeir eru yfirleitt með skuldirnar
á hreinu - þær standa eins og
stafur í bók.
Hvaðfinnst þér um þjóð-
söngsgjöminginn á Eyja-
bökkum sl. laugardag?
Skarphéðmn Þórisson
menntaslwlaltennari á Egilsstöðimi.
„Mér þótti mikið
til gjörningsins
koma og hann
heppnast vel.
Þetta var sterk yf-
irlýsing um að
þeir sem þátt í
honum tóku hafa
sterkar taugar til landsins. Margir
leggja leið sína inn á hálendið til
að skoða Eyjabakka og jafnframt
hin sérstæðu Kárahnjúkagljúfur
og það er til vitnis um lifandi
áhuga fólks á landinu og þessu
svæði. Eg vil ekki meta stöðuna
einsog hún er núna í Eyjabakka-
málinu, en línur þess hljóta að
skýrast betur á næstu mánuðum."
Vilhjábiiur Hjálmsson
Jv. ráðherra á Brekku í MjóafitðL
„Mér finnst þessi
Iæti fáránleg og
menn fara offari.
Það er fleira hér
eystra en gæsir og
hreindýr og því
má ekki gleyma
að fólkið er hluti
af lífríki landsins og það verður að
geta nýtt gæði Iandsins sér til
framdráttar. Ekkert er að því að
menn rífist um málefni, ef það er
gert innan mannsæmandi tak-
marka. Einnig verður að virða
reglur í landinu og ekki Ieggjast
fyrir ýtutannir, einsog boðað hef-
ur verið. Nauðsyn er að fá aukna
fjölbreyttni í atvinnulíf á Austur-
Iandi, nú þegar fossandi útfluttn-
ingur er af fólki héðan og suður á
bóginn.“
Guðrún Eva Mínervudóttir
„Eg var á staðnum
og þótti stórkost-
legt að fá að taka
þátt. Mig langar
að þakka þeim
sem að gjörningn-
um stóðu fyrir
vandað og kraft-
mikið framtak. Athöfnin var falleg
eins og galdur og ég er ekki vafa
um að hún hefur áhrif. Nei, það
stendur ekki til að fasta öðru
sinni. Hvað varðar stöðu málsins
þá er ég ekki búin að missa trúna
á Iandið og þjóðina og vona að
þetta mál fái sem farsælastan
endi. Mér þykir mun vænna um
Austfirðinga en heiðargæsirnar og
óska þeim gæfuríkrar framtíðar í
sínu fallega unthverfi, umvafðir
stórkostlegri ósnortinni náttúru."
Þorsteiun Hilmarsson
upplýsingafulttnii Landsvirkjunar.
“Það er að sjálf-
sögðu ekkert að
því að listamenn
tjái sig með list
sinni um málefni
sem þeint liggja á
hjarta. Félag ís-
lenskra myndlist-
armanna mun t.d. halda mynd-
listarsýningar í virkjunum Lands-
virkjunar næsta sumar sem fram-
lag til Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu undir yfirskriftinni
Menning og náttúra. Fátt lýsir
betur jákvæðu samspili menning-
ar og náttúru en umhverfisvæn
nýting náttúrulegrar hringrásar
vatnsins til rafmagnsframleiðslu."