Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7 ■ SEPTEMBER 19 9 9 - S Páll Skúlason, rektor HÍ, úthlutaði þremur nýjum viðurkenningum á háskólahátíð. Þrjár viður- keimingar Páll Skúlason, rektor Háskóla Is- lands, afhenti þremur starfs- mönnum skólans tíðurkenningu fyrir Iofsvert framlag til kennslu, rannsókna og annarra starfa í þágu Háskólans. Viðurkenning fyrir kennslu féll í hlut Páls Hreinssonar, dósents við laga- deiid. Páll hefur m.a. fengið af- bragðsgóðan vitnisburð hjá nem- endum sínum. Viðurkenningu fyrir rannsóknir hlaut Kesara Anarnthawat-Jónsson, dósent í raunvísindadeild. Er viðurkenn- ingin m.a. fyrir mikilvirkar rann- sóknir á tegundablöndun birkis og plöntutegunda með mismun- andi fjölda litninga, en fá dæmi um slíkt eru til. Þriðja viður- kenningin var veitt Brynjólfi Sig- urðssyni, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, fyrir langt og farsælt starfs í þágu bygginga- mála Háskólans. Rektor afhenti starfsmönnun- um þremur viðurkenningarskjöl og peningaupphæð upp á 250.000 krónur hverjum. Mælt- ist þessi nýbreytni á háskólahá- tíð vel fyrir. Eini kosturinn að lyfta E1 GrUlo „Það er allur æðarungi í Seyðisfirði dauður, og eitthvað hefur drepist af fullorðnum fugli enda má hann ekki við miklu. Hann er jafnvel að drepast víða um land vegna olíu sem menn eru að lensa úr tönkum á leið út fjörðinn, það gerist því miður víða enn, “ segir Úlafur Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Æðarfuglinn á myndinni er ekki frá Seyðisfirði Það er allur æðarungi í Seyðisfirði dauður vegna olíumengunar frá E1 Grillo, segir bæjarstjórinn í Seyð- isfirði. Eitthvað hefur drepist af fullorðnum fugli enda má hann ekki við miklu. Mengunarvarnargirðing sem sett var upp á Seyðisfirði fyrir viku síðan hefur haft einhver áhrif við að tempra dreifingu á þeirri olíu sem streymir úr tönkum breska olíuskipsins EI GriIIo sem Þjóð- verjar sökktu í Seyðisfirði á stríðsárunum. Margir telja að aðeins brot af olíunni fangist í girðingunni. Olíuútstreymið hef- ur aukist þar sem sjórinn hefur verið að hitna á svæðinu og þar með á olían greiðari útgöngu um 40 cm langa rifu á dekkinu fram- an við stýrishúsið sem nýlega fannst á flakinu, en mörgum finnst að olían komi víðar upp. Talið er að allt að 2.000 lítrar séu enn í tönkum E1 Grillo. Olafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir að um miðjan september verði skipið ástands- skoðað, mæld þykktin í járninu og farið yfir það allt með djúp- sjávarmyndavél. Það var ákveðið af stýrihópi sem settur var á laggirnar af umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur. „Eg sé engan annan kost í þessu máli en að lyfta flakinu og fjarlægja það því ég er mjög van- trúaður á að það takist að hreinsa alla þessa olíu, sérstak- lega leifar sem eru í tönkum út um allt skip. En það kostar tugi, eða hundruð milljóna króna að Ijarlægja flakið," segir Olafur. „Það er allur æðarungi í Seyð- isfirði dauður, og eitthvað hefur drepist af fullorðnum fugli enda má hann ekki við miklu. Hann er jafnvel að drepast víða um land vegna olíu sem menn eru að lensa úr tönkum á Ieið út fjörð- inn, það gerist því miður víða enn,“ segir Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri. Óttast ekki biðina Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, á sæti í stýrihópnum. Hann segir það vilja ráðuneytisins að byrja sem fyrst en neðansjávarmyndavélar sem nota á séu í notkun og verði ekki falar fyrr en um miðjan mánuðinn. Einar segist ekki ótt- ast að biðin verði of löng, Iekinn komi síðla sumars þegar sjórinn sé heitastur og hafi ekki verið heitari um nokkurra ára bil, sé jafnvel óvenju hár inni í Seyðis- firði og það losi um olíuna sem sé einn klumpur. Einar segir að ástand skipsskrokksins verði kannað og honum lokað fyrir veturinn. - GG Tældfæri til að lækka tekjuskatt Ágúst segir lækkun tekjuskatts mikið hagsmunamál launafólks og sjálfsagt sé að nýta auðlindir og mengun til þess að lækka aðra skatta. Lækkun tekjuskatts muni örva hagvöxt og minnka undan- drátt. Jöfnunarhlutverk tekju- skattskerfisins sé ekki líkt því eins og var á árum áður og það séu til aðrar heppilegri leiðir til að stuðla að sanngjörnum jöfnuði í samfélaginu. „Tekjuskattslækkun einstak- linga er góð leið til framfara og það verður spennandi að sjá hvort eitthvert stjórnmálaaflið vill taka þessi mál sérstaklega upp og gera að sínum,“ segir Ágúst. „Nú er tækifæri til að lækka tekjuskatt úr 40 í 25 prósent," segir Ágúst Einarsson, fyrrver- andi alþingismaður, á vefsíðu sinni. Hann minnir á tillögur sínar í aðdraganda að síðustu kosning- um um breytingar á tekjuskatts- kerfinu. „Þær fólust í því að Iækka tekjuskatt einstaklinga úr tæpum 40% í 25% og lækka tekjuskatt smærri fyrirtækja. Þetta hefði kostað verulegt fé en yrði fjármagnað með auðlinda- gjaldi, mengunargjöldum og hækkun tryggingargjalds. Dæmið gekk upp og tillögurnar vöktu töluverða athygli." Ágúst Einarsson, prófessor. Fritt sakavottorð Sakavottorð er nú frítt fyrir þá sem hafa ekkert gert af sér í blóra við lög, en kostar 1.200 krónur fyrir þá borgara sem hafa komist í kast við lögin einhvern tímann á sl. 10 árum. Þessi breyting gekk í gildi um sl. ára- njót, en áður þurftu allir að borga fyrir sakavottorð, hvort sem það var „hreint" eða ekki. Reiður borgari á Akureyri, Guðmundur Sigurðsson, hafði samband við blaðið og sagði að verið væri að skattleggja sig fyrir að hafa brotið af sér með ung- lingabrekum sex árum fyrr. „Það er nákvæmlega sama vinnan við að prenta hreint sakavottorð út og að prenta vottorð með einni færslu. Eg braut af mér í ein- hverri unglingauppreisn og nú er ennþá verið að refsa mér fyrir það. Eg reyndi að fá skýringar á þessu, en það benda allir eitt- hvað annað,“ segir Guðmundur. Hjá Sakaskrá ríkisins fékkst staðfest að ef eitthvað kæmi fram á vottorðinu væri lagt á það 1.200 króna gjald. Hins vegar væri ekki krafist endurgjalds fyr- ir þá tegund vottorðs, þar sem staðfest væri að sakavottorð væri hreint og breyttist þetta um ára- mótin. Hjá Sakaskrá vildu menn ekki taka það að sér að útskýra þessa mismunandi afgreiðslu á vottorðum eftir því hver viðtak- andinn væri. - FÞG Umhverfisgj ömingux á Eyjabökkinii För listamanna upp á Eyjabakka þar sem þeir frömdu „umhverfis- gjörning" til að mótmæla fyrirhuguðum virkjunum hefur vakið athygli. Á vefsíðu Grósku er fjallað um gjörninginn, en hann fólst í því „að steinum sem greypt hafði verið á orð úr þjóðsöngnum, var raðað með reglulegu millibili á um þriggja kílómetra svæði þar sem fyrirhuguð stífla á að rísa. Ljóst er að ef af verður mun gríðarlega stórt Iandsvæði breyta um svip og sú ósnortna fegurð sem þarna er mun hverfa um alla framtíð." Gróska bendir á að vaxtarbroddur atvánnulífs á Austíjörðum hafi undanfarin ár verið „ferðamannaiðnaður þar sem gert hefur verið út á fagra náttúru og hreint umhverfi. Árlega kemur gríðarlegur fjöldi ferðamanna með Norrænu til Austfjarða og nú ætla heimamenn að taka á móti þeim með verksmiðjureyk og háspennulínum eftir að hafa selt þeim ferðina til landsins hreina og fagra í norðri. Getur verið að hér sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni?“ Gamansemi ríkisstjómar? Stjórn SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að ráðamenn landsins vilji draga úr op- inberum útgjöldum til að draga úr þenslu. I ályktuninni segir síðan: „En svo mjög sem ungir sjálfstæðismenn fagna þessum viðhorfum og taka undir þau, telja þeir sér skylt að geta þess að þar til ríkisstjórnin hlutast til um það að svokölluð „undirbúningsnefnd byggingar tónlist- arhúss" láti af störfum, hljóta fyrrgreindar hugmyndir að vera teknar íyrir gamansemi." Miimi gjaldeyrisforði Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Islands dróst gjaldeyrisforði bankans saman um 1,8 milljarða í ágúst og nam í lok mánaðarins 31,6 milljörðum króna, eða jafnviröi 434 milljónum bandaríkjadala. Frá ársbyrjun hafði forðinn styrkst um 1,8 milljarða. Seðlabankinn átti engin viðskipti á innlendum millibankamarkaði með gjaldeyri í ágúst. Rýrnun gjaldeyrisforðans í mánuðinum skýrist af endurgreiðslu er- lends langtímaláns bankans. Gengi krónunnar mælt með vísitölu gengisskráningar hækkaði um 0,6% í mánuðinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.