Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 7
X^MT--- ÞJÓÐMÁL <?#■?* ssmsfiW'VM- .k h - A ÞRIDJUDAGUR 7. SEPTEMRER 1999 - 7 Staðreyndir iun atvinnumál á Aus turlandi Með stofnun samtaka virkjun- arsinna á Austurlandi hefur umræðan um virkjunarmálin í meira mæli beinst að stöðu austfirðinga gagnvart þeim áformum að virkja í Jökulsá í Fljótsdal og atvinnumála á Austurlandi. Áður en ég kem nánar að þessu vil ég vara við svo þröngri nálgun í þessu máli. Áform um nýtingu orku og orkufrekan iðnað eru ekki mál austfirðinga einna, þótt orku- Iindirnar sem deilurnar standa um séu á Austurlandi. Þarna er verið að takast á um atvinnu- uppbyggingu sem varðar alla þjóðina sem mun auka atvinnu, útflutning og þjóðartekjur í þágu hennar allrar. Atvinnulíf út um landsbyggðina er ekki einkamál þess Iandsfjórðungs þar sem atvinnustarfsemin fer fram. Það er þáttur í efnahags- lífi allrar þjóðarinnar og ávinn- ingurinn deilist meðal hennar allrar þar á meðal til höfuð- borgarsvæðisins. Af umræðu síðustu daga um atvinnuþátt virkjunarmála, og þeim tóni sem austfirðingum er sendur mætti ætla að fjölmörgum væri þetta samhengi ekki ljóst. Tónninn í greinarskrifum um virkjunarmál er sá gagnvart at- vinnulífi á Austurlandi að þar sé ekkert atvinnuleysi. Alfram- leiðsla sé ekki hentugur at- vinnuvegur fyrir þá. Fjölmargir Iýsa skilningi í orði á atvinnulífi austfirðinga og telja að „styðja verði þá til þess að fá eitthvað annað“, eins og það er orðað. Við lestur þessara greina mætti ætla að austfirskt atvinnulíf væri einn allsherjar félagsmála- pakki sem menn af rausn sinni vilja bæta svolítið í til þess að koma í veg fyrir að bandóðir virkjunarsinnar og „þrír Fram- sóknarráðherrar“ drekki há- lendisperlum sem eru í eigu allrar þjóðarinnar. Borgarfull- trúi í Reykjavík hefur komið fram á ritvöllinn, síðast í Morg- unblaðinu um helgina og segist tala fyrir hönd 97% þjóðarinnar og þessi þrjú prósent sem eftir eru og búa á Austurlandi eigi að hafa sig hæga. Hvar hann hefur fengið þetta umboð veit ég ekki. Hins vegar var maðurinn uppfullur af skilningi á „vanda austfirðinga“ eins og það er orðað. Framsækið atvinnulíf á Austurlandi Vegna þessarar umræðu vil ég hafa um það nokkur orð, hvern- ig ástandið er í raun á Austur- landi. Þar er framsækið at- vinnulíf og gífurlega mikið hef- ur verið búið í haginn þar á undanförnum árum. A árunum 1995-1997 var fjárfest gífurlega mikið í sjávarútvegi. Síldar- og loðnubræðslur voru endurnýj- aðar og ein ný byggð, og nú er búið að nær útrýma þvf um- hverfisvandamáli sem reykur- „Orkufrekur iðnaður er umtalsverður á íslandi og hér eru tvær álverksmiðjur. Hingað til hefur verið eftirsótt að fá vinnu íþeim.“ inn frá þeim var. Frystihúsin voru vélvædd, endurbyggð og endurskipulögð fyrir vinnslu uppsjávarfiska. I Neskaupstað var byggt hátæknivætt frystihús upp frá grunni á vegum Síldar- vinnslunnar. Flotinn hefur ver- ið endurnýjaður og afköst auk- in. I ferðaþjónustunni hefur verið byggt gríðarlega mikið upp og framboð á gistirými og afþreyingu aukið til muna. Of langt væri að telja allt upp í stuttri grein sem gert hefur ver- ið á því sviði bæði á Fljótsdals- héraði og við sjávarsíðuna. Fjárfestingarfélag hefur verið stofnað, og atvinnuþróunar- verkefni eru í gangi á mjög mörgum sviðum. Austfirðingar hafa verið brautryðjendur í fjar- námi. Skógrækt á bújörðum er í fararbroddi og svo mætti lengi telja. Fyrirtæki f tölvuþjónstu eru að vaxa í fjórðungnum. Tæknin fækkar störfum Hitt er svo annað mál að þessi atvinnuuppbygging hefur ekki fjölgað atvinnutækifærum svo umtalsvert sé. Hin mikla upp- bygging við sjávarsíðuna er á forsendum tæknivæðingar sem fækkar fólki og hin gamla ver- tíðarstemning með tilheyrandi uppgripum, heyrir sögunni til. Ferðaþjónustan hefur enn ekki orðið nema árstíðabundinn at- vinnuvegur, þrátt íy'rir miklar framfarir á því sviði. Það sem atvinnulífið við sjávarsíðuna á Austurlandi er að glíma við er einhæfni. Þess vegna horfir fólk til þess að iðnaður skapi öfluga stoð og umsvif við hlið- ina á sjávarútveginum. Slíkt mundi hafa áhrif út í allar aðr- ar atvinnugreinar. Hliðarverkanir fólksfækkunar. Vonbrigðin á Austurlandi eru fólgin í því að þrátt fyrir alla þessa uppbyggingu heldur fólki áfram að fækka í fjórðungnum um þrjú til fimm hundruð manns á ári. Þetta veldur mikl- „Verð á húseigmmi í Haíiiarfiröi sem standa nánast undir vegg álverksmiðjunn- ar í Straumsvík er stórum hærra heldur en í hyggðarlögum út á landi sem standa víðs fjarri öllum verksmiðjum.“ um áhyggjum í fjórðungnum. Þetta veldur því líka að mark- aðsverð húseigna á stöðum sem fækkar á, er miklu lægra en á höfuðborgarsvæðinu, og veð- hæfni þeirra er skert af Iána- stofnunum. Þegar hins vegar á að fara að greiða fasteigna- skatta af sömu eignum eru þær reiknaðar upp til samræmis við fasteignamat á höfuðborgar- svæðinu. Það er vegna þessa sem fólk horfir á að það þurfi að koma upp öflug atvinnugrein við hlið sjávarútvegsins með þeim um- svifum, atvinnulegum og fjár- hagslegum sem þeim fylgja. Að vinna í „mengandi stóriðju“ Ein viðbáran í umræðunni um álver er sú að það mundi eng- um detta í hug að fá sér vinnu í álveri, hvað þá að flytja í fjórð- unginn til þess að vinna f „mengandi stóriðju", eins og það er kallað. Því er til að svara að það ber ekkert á þessum vandkvæðum í stóriðjunni hér syðra. Orkufrekur iðnaður er umtalsverður á Islandi og hér eru tvær álverksmiðjur. Hingað til hefur verið eftirsótt að fá vinnu í þeim. I umræðunni er dregin upp röng fmynd af þess- um störfum. Þetta eru sérhæfð störf sem krefjast tækniþekk- ingar á ýmsum sviðum. Hreinsitækni í þessum iðnaði hefur einnig fleygt fram, og umræða hér syðra um umhverf- isþátt álverksmiðjanna er sára- lítil. Verð á húseignum í Hafn- arfirði sem standa nánast undir vegg álverksmiðjunnar í Straumsvík er stórum hærra heldur en í byggðarlögum út á landi sem standa víðs fjarri öll- um verksmiðjum. Það er líka staðreynd að ungt fólk á Aust- urlandi sem hyggst afla sér verkmenntunar hefur í mjög miklum mæli spurst fyrir um horfurnar í þessari uppbygg- ingu í fjórðungnum. Nýjar lausnir Islendingar eru nýungagjarnt fólk og framsækið. Ef nýungar koma upp verður umræðan oft þannig að þær séu það eina sem verði ráðandi í framtíðinni og hefur það hver upp eftir öðrum. Eitt af því sem talið er bjargráð fyrir Austurland er að þar rísi upp hátækniver til þess að framleiða hugbúnaðarlausnir. Ég hef mikla aðdáun á þessum nýja atvinnuvegi. Hins vegar er það sannfæring mín að hann mundi ekki síður koma upp á Austurlandi við hliðina á öflug- um framleiðsluatvinnuvegum. Uppbygging iðnaðar og þau umsvif sem því fylgja mundu að mínu mati efla aðrar atvinnu- greinar, bæði nýjar og gamlar. Hugsun midstýriugarinnar Austfirðingar eru ekki að biðja um neina ölmusu frá hendi þjóðarinnar. Málið snýst um það að nýta orkulindir í fjórð- ungnum af því að það er hag- kvæmt fyrir þjóðina alla. Það fer í raun ekkert meir í taugarn- ar á fólki á Austurlandi sem ég hef hitt heldur en snakkið um það að „fólk skilji vanda aust- firðinga", en af mestu náð verði að fá þeim, „eitthvað annað“, ef þeir snúi frá villu síns vegar um nýtingu orkulindanna. Þetta er einhver angi af miðstýrðri hugs- un, sem auðvitað á sér enga stoð í veruleikanum. JÓN , KRISTJANS- SON ALÞINGISMAÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.