Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 9
8 - ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 - 9
FRÉTTA SKÝRING
FRÉTTIR
Margar löggur í atvmnuleit
GUI)
MXJNDUR
RUNAR
IIIvIÐARS
SON
SKRIFAR
Aðhald og samdráttur
í rekstri lögregliumar
í borgiuni. Um-
frameyðsla. 30 millj-
óna króna samdráttur.
Lögreglufélagið aug-
lýsir eftir viimu fyrir
félagsmenn. Flýja lág
laun.
Svo virðist sem ýmsir innan lög-
reglunnar í Reykjavík séu búnir
að fá sig fullsadda af aðhalds- og
niðurskurðaraðgerðum stjórn-
valda í málefnum embættisins.
Margir lögreglumenn telja að
þetta hafi gert það að verkum að
tekjur þeirra hafa dregist stórlega
saman vegna minni aukavinnu. Af
þeim sökum sé kominn tími til að
líta í kringum sig eftir betur Iaun-
uðum störfum á almenna vinnu-
markaðnum. Þótt einhveijir gráti
það kannski ekki að sjá á eftir
reyndum lögreglumönnum úr
starfi, þá eru þeir eflaust fleiri
sem telja að tímarnir séu þess eðl-
is að atgervisflótti úr lögregluliði
borgarinnar sé eitthvað sem verði
að koma í veg fyrir á einn eða
annan hátt. Sérstaklega þegar
haft sé í huga öryggi borgaranna í
viðsjárverðum heimi þar sem of-
beldi og glæpir séu annarsvegar
og þar sé borgin ekki undanskilin.
Nýstárleg auglýsing
Um helgina birti Lögreglufélag
Reykjavíkur nýstárlega auglýs-
ingu þar sem vakin var athygli at-
vinnurekenda á því að margir lög-
reglumenn séu knúnir til þess að
leita út á almenna vinnumarkað-
inn eftir framtíðarstörfum en
ekki hlutastörfum. Astæðan er
sögð stórfelldar niðurskurðar- og
aðhaldsaðgerðir stjórnvalda hjá
lögregluembættinu í Reykjavík. I
auglýsingunni er einnig tekið
fram að í hópi lögreglumanna sé
m.a. háskóla- og iðnmenntað
fólk, sem hafi mikla reynslu af
ýmsum störfum í þjóðfélaginu.
Þá sé tölvu- og tungumálakunn-
átta víðtæk. Ovíst er hvaða við-
brögð þessi auglýsing mun fá inn-
an raða atvinnulífsins, enda um
ný vinnubrögð að ræða af hálfu
stéttarfélags innan opinbera
geirans sem berst fyrir hagsmun-
um sinna félagsmanna.
Vantar lögreglumenn
Oskar Bjartmarz formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur og stjórn-
armaður í Landssambandi lög-
reglumanna segir að stjórn fé-
lagsins telji hag félagsmanna best
borgið með því að leita eftir vinnu
fyrir þá á öðrum vettvangi. Hann
vill þó ekki tjá sig um það hvort
þetta ástand sé einnig að finna
meðal Iögreglumanna hjá öðrum
lögregluembættum víðs vegar um
landið. Hann býst fastlega við því
að atvinnulífið muni bregðast við
þessari auglýsingu á jákvæðan
hátt. Það sem af er séu viðbrögð
almennings einkum þau að hann
rekur í rogastans yfir því að lög-
Aðhald og samdráttur í rekstri lögreglunnar í Reykjavík hefur komið við buddu margra lögreglumanna. Á sama tíma gerist það æ oftar að ráðist sé á lögreglumenn við sín skyldustörf.
reglan í borginni skuli vera kom-
in í þá stöðu að stéttarfélag þeirra
skuli vera tilneytt til að auglýsa
eftir annarri og betri vinnu fyrir
félagsmenn sína. Á sama tíma sé
ástandið þannig að það vantar
lögreglumenn til starfa innan lög-
reglunnar í borginni, eða allt að
20 manns miðað við þann mann-
skap sem starfaði í lögreglunni sl.
vetur. Hann segir tekjur margra
lögreglumanna hafa lækkað veru-
lega á ársgrundvelli. Þarna sé því
um verulega fjárhagslega hags-
muni að ræða fyrir marga lög-
reglumenn. Enda sé svo komið að
hjá allmörgum lögreglumannin-
um sé búið að skera niður auka-
vinnuna hjá honum um allt að
50%, eða úr rúmum 60 tímum á
mánuði í um 30 tíma vegna fjár-
skorts. Hann telur að ef ekki
verður gripið í taumana þá sé allt
eins víst að þetta ástand eigi eftir
að versna enn frekar. I þessu
sambandi bendir Oskar þó á að
lögreglumenn séu í sjálfu sér ekki
að sækjast eftir aukavinnu. Hann
minnir hinsvegar á að samkvæmt
lögum sé það skylda sérhvers lög-
reglumanns að vinna þá auka-
vánnu sem talin sé nauðsyn
hveiju sinni þegar fjárhagur emb-
ættanna leyfir.
Komið að fótum fram
Óskar segist persónulega vera á
þeirri skoðun að lögreglustjóra-
embættið í Reykjavík sé komið að
fótum fram. Þegar saman fer fjár-
skortur, færri menn og færri
stundir til að sinna verkefnum,
þá sé það nánast borðleggjandi að
það hljóti að koma niður á þeirri
þjónustu sem lögreglan veiti íbú-
um höfuðborgarinnar. Sem dæmi
um þann veruleika sem lögreglu-
menn lifa og hrærast í í sfnu
starfi bendir Óskar m.a. á að um
síðustu helgi var t.d. ráðist á lög-
reglumenn þar sem þeir voru að
sinna sínum skyldustörfum á
veitingastað í borginni. Því miður
sé það kannski að verða of al-
gengt að það sé ráðist á lögreglu-
menn með einhverjum hætti við
skyldustörf. Enda sé mörgum lög-
reglumönnum það ljóst að á flest-
um sviðum sé heimur glæpa og
afbrota að harðna frá því sem ver-
ið hefur.
Láglaunasvæði
Hann segir að lögreglumenn geti
unnið nánast hvaða vinnu sem
sé. Innan þeirra raða sé að finna
fólk sem sé með margvíslega
menntun að baki, eða nánast allt
lifrófið í bæði bóklegri og verk-
legri menntun á ýmsum stigum.
Þá séu lögreglumenn í heildina
séð einna bestu sérfræðingarnir í
mannlegum samskiptum sem völ
sé á, enda sé obbinn af starfi lög-
reglunnar sem snýst um mannleg
samskipti á einn eða annan máta.
Það breytir ekki þeirri heildar-
mynd þótt dæmi séu um að lög-
reglumönnum hafi orðið á mistök
í þeim efnum. Þess utan þurfa at-
vinnurekendur í sjálfu sér að
kosta miklu til að geta boðið lög-
reglumönnum betri kjör en þau
sem þeir hafa hjá embættinu í
Reykjavík. I því sambandi bendir
hann á að fastakaup hjá mörgum
lögreglumanninum sé um 95-130
þúsund krónur á mánuði. Á sama
tíma sé fólk að fá allt að 150-200
þúsund krónur fyrir hin ólíkleg-
ustu störf á vinnumarkaðnum.
Hann gerir ráð fyrir að það geti
verið allt að 30% af þeim 250 lög-
reglumönnum sem starfa hjá
embættinu í Reykja\’ík sem geta
hugsað sér að skipta um starf ef
annað og betra býðst. Ef eitthvað
sé þá sé sú tala frekar í lægri
kantinum af þeim sem telja sig
knúna til að flýja það láglauna-
svæði sem lögreglustjóraembætt-
ið í borginni sé orðið. Hann segir
að stjórn Lögreglufélagsins muni
funda um framhald þessara nýj-
ustu aðgerða í næstu viku. Þá sé
búið að ræða þetta mál við Böðv-
ar Bragason Iögreglustjóra auk
þess sem félagið mun ræða málið
við hann og þá trúlega á fundi í
næstu viku. Þá sé ekki útilokað
að stéttarfélagið muni setja sig í
samband við borgarstjóra til að
upplýsa borgina um stöðu þessa
máls. Jafnframt hefur komið til
tals að ræða málið einnig við
dómsmálaráðherra.
30 milljóna króna
samdráttur
Böðvar Bragason lögreglustjóri í
Reykjavík segir að fjárliagslegut
rammi embættisins á yfirstand-
andi ári séu uni 1437 milljónir
króna. Hann segir að á fyrri hluta
ársins hafi rekstur embættisins
farið frarn úr því sem áætlað
hafði verið. Það þýðir að það
verður að draga saman í rekstrin-
um á seinni hluta ársins. Sá sam-
dráttur nemur um 2% af heildar-
rekstrargjöldum ársins, eða sem
nemur 30 milljónum króna. Þarna
sé því verið að reyna að koma
rekstrinum í það jafnvægi sem
IJárhagsrammi embættisins setur
starfsemi Iögreglunnar. Lögreglu-
stjórinn segir að það sé rétt að það
vanti lögreglumenn til starfa mið-
að við það sem áður var og því
knappt um mannskap á vöktun-
um. I því sambandi bendír hann á
að í fýrra hefði verið tekið upp svo-
kallað fimm vakta kerfi í stað fjög-
urra vakta kerfis.
Eilífðarspuraing
Lögreglustjórinn segir að það sé
vissulega erfitt fyrir hvaða vinnu-
stað sem í hlut á að missa frá sér
reynda og hæfa starfsmenn. Það
sé hinsvegar ekkert við því að segja
ef menn kjósa að velja sér annan
starfsvettvang. Aftur á móti segist
lögreglustjóri ekki hafa fengið
neinar uppsagnir frá lögreglu-
mönnum inná sitt borð, hvað sem
síðar kann að verða. Hann segir að
skoðanir manna séu mjög skiptar
um það hvað löggæslan þarf að
vera mikil svo að allir séu ánægðir.
Þetta sé nánast eilífðarspuming
hversu fjölmenn Iögreglan eigi að
vera á hverjum tíma og hvort hún
eigi að geta sinnt öllu mögulegu
sem fyrir hana ber, bæði stóru og
smáu. Hinsvegar þarf lögreglan að
forgangsraða verkefnum hverju
sinni og svo sé gert. Lögreglustjóri
telur aftur á móti að þrátt fyrir að-
hald og samdrátt í rekstri, þá muni
það ekki bitna á viðbúnaði lögregl-
unnar gegn baráttunni gegn fíkni-
efnum svo dæmi sé nefnt. Böðvar
segist ekkert vilja segja til um það
hvort þessi atvinnuauglýsing Lög-
reglufélagsins komi til með að
hafa neikvæð áhrif á ímynd lög-
reglunnar í borginni. Hann segir
að menn verði að fjalla faglega um
það ástand sem fyrir sé í fjármál-
um embættisins. I þeim efnum
verða menn einfaldlega að skipast
á skoðunum um það hvort það eigi
að auka fjármagn til embættisins
eða jafnvel minnka það. Sjálfum
finnst honum það ekki verra og
raunar nauðsynlegt að menn hafi
áhuga og vilja til að ræða starfsemi
lögreglunnar og hvernig hún eigi
að líta út í framtíðinni og svo
framvegis.
Af starfsmöimuiii ís-
lenska álfélagsins eru
7-8% langskólageng-
in, en 63% verka-
menn.
Af rúmlega 510 starfsmönnum
Islenska álfélagsins í apríl sl.
voru alls 35 háskólamenntaðir,
eða tæplega 7% starfsliðsins.
Formaður félagsins „Afl fyrir
Austurland", Einar Rafn Har-
aldsson, sagði í Degi í síðustu
viku: „Eg er sæmilega bjartsýnn
um það að orkufrekan iðnað eða
stóriðju verði að hafa á Reyðar-
firði innan eigi langs tíma. Það
er búið að draga okkur Austfirð-
inga á asnaeyrunum í 20 ár, fyrst
með kísilmálmverksmiðju og
Bessastaðaárvirkjun. Þetta hef-
ur m.a. valdið fólksflótta úr
fjórðungnum enda hefur hér
skort vel launuð störf fyrir Iang-
skólagengið fólk.“ Þar sem fleiri
Austfirðingar hafa að undan-
förnu talað um álverksmiðju á
Austurlandi sem uppsprettu
starfa fyrir Iangskólagengna
þótti Degi ástæða til að leita
upplýsinga um hlut langskóla-
genginna hjá ISAL, sem fram-
leiddi 162.000 tonn af áli í fyrra.
Verkamenn 63%
starfsliðsins
Hrannar Pétursson, blaðafull-
trúi Islenska álfélagsins, hafði
handbærar tölur frá því í lok
aprfl í vor. Samanlagður starfs-
mannafjöldi var þá um 510
manns: þ.a. 320 verkamenn, 19
verkstjórar (sem geta verið vél-
fræðingar eða því um líkt), 18
almennir skrifstofumenn, 120
iðnaðarmenn, þ.a. rúmur helm-
ingurinn vélvirkjar en líka marg-
ir rafvirkjar, bifvélavirkjar, raf-
Af rúmlega 510 starfsmönnum íslenska álfélagsins í apríl sl. voru alls 35
háskólamenntaðir, eða tæplega 7% starfsliðsins.
eindavirkjar og úr fleiri iðngrein-
um.
Langskólagengnir voru 15
verkfræðingar og 20 aðrir há-
skólamenntaðir fræðingar, m.a.
véltæknifræðingar, viðskipta-
fræðingar, tölvunarfræðingar og
fleiri, eða samtals 35 manns, eða
tæplega 7% af heildarfjölda sem
fyrr segir.
Hrannar tók fram að alltaf sé
einhver smáhreyfing innan
starfsliðsins. Þannig hafi há-
skólamenntuðum t.d. ljölgað um
2-3 síðan í vor og færu því að
nálgast fjóra tugi. Langskóla-
gengnir gætu því verið um 7-8%
stafsmannanna um þessar
mundir. — HEI
Langskólagengnir
7-8% í Straiunsvik
Farsímaverja
Farsímaverja dregur verulega úr áhrifum af útvarpsbylgjum við notkun far-
síma. Fyrirbyggjandi vörn.
Farsímaveija, sem nýlega kom á
markað hér á landi, dregur veru-
lega úr áhrifum af útvarpsbylgj-
um við notkun farsíma. Þetta
kemur fram í rannsókn á algeng-
um farsímavörnum, sem fram-
kvæmd var í Bretlandi nýverið.
Með sífellt aukinni notkun
farsíma hefur umræða um skað-
leg áhrif þeirra á heilsu notenda
farið vaxandi. Ekki hafa enn
fengist óyggjandi sannanir fyrir
því að geislun frá farsímum sé
skaðleg þó margt bendi til þess.
„Mér fannst vera full þörf á því
að koma farsímaverjunni á
markað hér á landi,“ segir Erling
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ný-Tækni, sem sér um inn-
flutnig á farsímaverjunni. „Þó að
engar beinar sannanir Iiggi fyrir
um skaðsemi farsímanotkunar
vitum við að gríðarlegt magn
geisla fer inn í höfuðið á okkur
við notkun farsíma og talsverður
hópur af fólki kennir sér meins
vegna mikillar notkunar. Far-
símaverjan er þvf skynsamleg
fyrirbyggjandi vörn.“
Handfrjáls liúnaður engin
lausn
Margir töldu að handfrjáls bún-
aður væri svarið gegn útvarps-
bylgjunum þvf þá er síminn
hafður í beltisstað og höfuðið
verður ekki fyrir eins mikilli
geislun. Svo virðist hins vegar
ekki vera því hugsanlegt er að
útvarpsbylgjurnar hafi áhrif á
þau líffæri sem næst eru og jafn-
vel er talið að líkaminn dragi til
sín meiri útvarpsbylgjur en höf-
uðið. „Handfrjálsi búnaðurinn
færir í rauninni bara vandamálið
frá einum stað til annars,“ segir
Erling.
Farsímaverjan er svipuð venju-
legri farsímatösku í útliti að und-
anskildum loftnetsvaranum sem
liggur meðfram loftneti símans.
Taskan er gerð úr sérhönnuðu
varnarefni úr nickel og polyester
sem vafið er á ihilli leðurlaga
hennar og ver þannig notandann
fyrir útgeislun frá símanum
sjálfum. Nú þegar eru fáanlegar
hjá Ný-Tækni, farsímaverjur fyr-
ir algengustu tegundir farsíma.
- GÍS