Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 2
2 -ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR í rúmið klukkan níu á svefnlyijiiin Geölyfjanotkun meðal aldraðra á stofnunum er hér oft tvö til þrefalt meiri en fram kemur I ámóta rannsóknum austan hafs og vestan. Andleg vanlíðan er mjög algeng meðal aldraðra á þjónustn- og hjúkranar- heimilum þar sem 84% eru á a.m.k. einu geðlyfi, um tvö til þrefalt fleiri en í grannlöndunum. „Andleg vanlfðan einstaklinga á stofn- unum er mjög aigeng sem og geðlyfja- notkun hjá öldruðum. Aðeins 16% voru án geðlyfja í könnun," segir í grein í Læknablaðinu (9. tbí. '99), þar sem læknarnir Hilmar Kjartansson og Pálmi V. Jónsson segja frá rannsókn sinni á notkun geðlyfja á elli- og hjúkr- unarheimilum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Geðlyljanotkun meðal aldr- aðra á stofnunum er hér oft 2-3 falt meiri en fram kemur í ámóta rann- sóknum austan hafs og vestan. Flestir eru á róandi- og svefnlyfjum, m.a. 71% aldraðra á þjónusturýmum. „Algengi svefntruflana var 74% og virðist því sem svefntruflanir séu nánast alltaf meðhöndlaðar með lyfjum," og oftast með góðum árangri. I nunið klukkan niu á kvöldin Þrátt fyrir minnkandi svefnþörf með aldrinum segja læknarnir þá tilhneig- ingu á stofnunum að láta aldraða fara mjög snemma í rúmið, jafnvel klukkan 9 á kvöldin. Margir vakni síðan upp klukkan 3-4 að nóttu, eftir þann 6-7 tíma svefn sem þeir þurfa. „Þessir ein- staklingar eru Iíklegir til að vera sagðir með svefntruflanir, þótt sú sé ekki raunin." Æskilegt væri að leysa ein- hvern hluta svefntruflana með öðrum úrræðum en lyfjum: M.a. hvetja þá sem vakna upp á nóttunni til að fara seinna að sofa, sleppa kaffidrykkju á kvöldin, sofa ekki á daginn og hreyfa sig meira. Lyf auka hættu á byltum Læknarnir, Iýsa áhyggjum af mikilli notkun langverkandi bensódíazepín- sambanda (helmingunartími yfir 20 stundir), sérstaklega á þjónusturýmum (60%). Margar rannsóknir hafi sýnt fram á aukna hættu á byltum, þreytu og sljóleika. „Væri fróðlegt að fara (hér) ofan í saumana á tíðni byltna og sambandi þeirra við langverkandi benzódíazepínsambönd." Hér séu þessi lyf aðallega notuð sem svefnlyf og fólk oft verið á þeim í meira en ár. En eftir langtímanotkun hætti Iyfin að virka sem svefhlyf, en viðkom- andi fái fráhvarfseinkenni. I ljósi óvenjulega mikillar díazepamneyslu hér á landi upp úr 1970 segja læknarn- ir hugsanlegt að margir úr þeim hópi séu nú á heimilum aldraðra. „I mörg- um tilvikum er það því þannig að ein- staklingar krefjast þess að fá sín svefn- Iyf eins og mörg undanfarin ár. Það krefst því sérstakrar umhyggju og alúð- ar að styrkja fólk til að hætta slíkri notkun.“ Alls 84% á geðlyfjum Rannsóknarhópurinn var 115 háaldr- aðir einstaklingar; 65 í þjónusturými og 50 á heilabilunardeildum. LyQun- um skipta læknarnir í þijá flokka. I ljós kom að 84% reyndust a.m.k. á ein- um flokki geðlyfja en 45% á tveim flokkum eða fleiri: A sterkum geðlyfjum voru aðeins 15% fólks á þjónusturýmum en yfir 60% á hjúkrunarheimilum. Geðdeyfð- arlyf fengu nær 40% fólks á þjónustu- rýmum en 30% á hjúkrunarheimilum, um tvöfalt meira en erlendar rann- sóknir sýna, sem að mati læknanna gæti verið vísbending um að íslenskir læknar greini og meðhöndli þunglyndi oftar en erlendis. A róandi og svefn- lyfjum var 71% á þjónusturýmum en heldur færri á hjúkrunarheimilum, sem er a.m.k. tvöfalt meira en tíðkast erlendis. - HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ Pottverjar hafa undanfarið fylgst meö því af atliygli livem- ig atlaga sjálfstæðismamia að fréttastofu sjónvarpsins hefur hreytt mannahaldi og vinnu- hrögðum þar á bæ. Það er ekki aðeins að sífellt fleiri frétta- menn séu með rétt flokksskír- teini, eins og greinilega kom í ljós á dögunum þegar leió að þingi ungra sjálf- stæðismanna, heldur sjást þess sífellt ljósari merki hversu greiðan aðgang ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins eiga að sjónvarpsfréttunum. Ætli met hafi þó ekki verið slegið um helgina þvl þá var Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, í annarri hvoni iimlendri frétt eða þar um bil. Pottverjum til síaukinnar gleði hirtist hann aftur og aftur - var í það minnsta í þreinur viðtölum í sama fréttatímanum. Sannkallaðar BB fréttir... í heita pottinuin vora menn að ræða um sjávar- útvegssýninguna og þann sterka orðróm sem þar gekk um að vændiskonur væra á svæðinu að bjóða þjónustu sína. Fæstir sýningargesta virð- ast þó hafa orðið varir við þetta þjónustutil- boð.og sumir telja jafnvel að það hefði átt að vera sýnilegra, hafi þessi þjónusta á annað borð verið til staðar. í pottinum hafa menn fallist á að hugs- anlega sé það ekki alvont mál að hafa þj ónustu af þessu tagi á sjávarútvegssýninu - að því gefnu að sjálfsögðu að þetta séu sæmilegar gellurl... Ýmsir suniilenskir hændur og hestamenn eru nú fúlir út í sinn mann í landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir að ætla Skagfirðingum svo mikinn hlut í hrossarækt sein raun ber vitni, og þykir illt að senda 1S0 inilljónir norður í land. Ekki munu þeir þó fá skilning hjá 1. þingmanni kjördæmisins, Áma Johnsen, en haim er þessa dagana sagður vera aó stilla gítarinn og æfa sönglögin fyrir Hrunaréttir sem verða á föstudag... Arni Johnsen. Bjami Þór Jónsson hjá Alþjóðlegum vörusýningum og í sýningarstjóm íslensku sjávar- útvegssýningarinnar 1999 ísletisku sjávarútvegssýn- ingunni lauk á laugardag- inn. Tæplega 17þúsund manns komu á sýninguna, þaraf960útlendingar, en sýningarsvæðið náði um 7.1 OOfermetra svæði. Margt tókst frantar voniun Bjarni Þór Jónsson segir að sýningin hafi tekist frábærlega vel, aðstaðan og samskipt- in við Kópavogsbæ hafi verið með miklum ágætum og þeir hafi staðið sig um margt bet- ur en sýningarstjóm hafi þorað að vona fyr- irfram. Sýningargestir urðu nálægt 17 þús- und, sem er nálægt markmiðinu en af þeim voru um 960 útlendingar auk þeirra sem voru að vinna í básunum. „Á sjávarútvegssýningu hérlendis kemur meira af fólki sem starfar í sjávarútvegi, eins og sjómenn og fiskvinnslufólk en þess má geta að um 70% Grímseyinga munu hafa heimsótt sýninguna. Eríendis eru þetta meira þeir sem sjá um innkaupin, og þar eru böm fremur fátíð. Fyrir seljendur er gott að fá allt þetta fólk, þetta verður í umræðunni og allir hafa áhrif á það hvað er keypt. Það voru óvenju margir söiusamningar undirrit- aðir á þessari sýningu. Það kom okkur þægi- lega á óvart hvað það var lögð mikil vinna í það að snyrta og fegra svæðið allt í kring og bílastæðin voru gerð mun betur úr garði en við áttum von á. Þau voru t.d. merkt sem gerði það að verkum að bílar röðuðust mun betur og settir voru auka gangstígar. Einnig var lagað mjög vel fyrir neðan við tennishall- irnar og á þær settar stórar innkeyrsluhurðir sem gerði það mjög auðvelt að koma lyftur- um þar inn.“ - Næsta sýningin ú íslandi verður árið 2002. Er þaðjrágengið mál hvar hiín verð- ur en það var nokkur togstreita milli Reykjavtkur og Kópavogs um að fá þessa sýningu? „Samningurinn sem undirritaður var á sínum tíma var um það að næsta sýning yrði einnig í Kópavogi. Á síðasta degi sýningar- innar var dreift til sýnenda forpöntunarblaði fyrir sýninguna árið 2002 og því er þegar far- ið að skila. Þeir sem eru að skila eru mjög ánægðir með sýningarstaðinn í Kópavogi og eru jafnvel að biðja um stærri sýningarbás.“ - Fór ekki eitthvað úrskeiðis sem draga verður lærdótn af fyrir sýninguna árið 2002? „Ekkert stórvægilegt. Það þarf að vísu að bæta aðstöðuna í tennishöllunum og fjölga snyrtingum og sumum fannst tennishallirn- ar verða svolítið úr leið. Einn sýnenda, Þór- arinn Kristjánsson hjá Gúmmívinnslunni á Akureyri, taldi að um 30% gestanna hefði vantað í tennishöllina, en þar var Gúmmí- vinnslan með sýningarbás. Ég veit þó að það kom ekki að sök fyrir þá sem voru að sýna búnað og tæki til sjávarútvegsins, allir í þeim „geira“ voru virkilega í vinnunni alla sýning- ardagana, en þeir sem einnig voru að höfða til almennings, og voru með sýningarbása í tennishöllinni, fannst að þeir hefði farið á mis við eitthvað af fólki. En úr þessu verður bætt fyrir næstu sýningu með betri teng- ingu.“ - Var þessi sýning íslenskum sjávarút- vegi til framdráttar? „Mjög mikið.“ - Hvað kostar að halda svona sýningu og taka þátt í henni? „Það er ekki búið að gera það upp en það er vel á annað hundrað milljónir króna. Hver fermetri kostaði 17.500 krónur ef það er bás með sýningarkerfi en með Ijósum og fleiru eru menn að borga umSlO þúsund krónur. Minnsti bás er 9 fermetrar svo þar er kostn- aðurinn um 180 þúsund krónur en 12 fer- metra bás var nokkuð algengur, eða um 240 þúsund krónur. Ég mundi telja að kostnaður fyrir 12 fermetra bás með öllu væri ekki undir 470 til 500 þúsund krónur. Fyrir allt sýningarsvæðið undir þaki var þá verið að greiða um 150 milljónir króna." - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.