Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 - 3 FRÉTTIR Kampýlóbakter er Sigurður Guðmundsson landlæknir og Haraldur Briem kynna niðurstöður fyrir blaðamönnum ígær. Sannað kjúMmgar eru helstu sökudólgamir í kampýlóbakterfar- aldrinum í siimar, sem nú er í nokkurri rénun. Rénun kampýlóbakter-faraldurs- ins milli júlí og ágúst (úr 110 til- fellum í 70), telja heilbrigðisyfir- völd til marks um að aðgerðir sem gripið var til, m.a. „bláu auglýs- ingarnar" frægu, hafi þegar skilað sjáanlegum árangri. „Það er okk- ar mat að meginskýringu gífur- legrar fjölgunar kampýlóbakter- sýkinga hér á landi megi rekja til kampýlóbakter-mengunar í kjúklingum,'1 segir í sameiginlegu áliti Sýklafræðideildar Landspít- alans, sóttvarnarlæknis og emb- ættá Hollustuverndar og yfir- dýralæknis. Vísa þeir til fyrstu niðurstaðna rannsókna, sem enn standa yfir, er sýna umtalsverða mengun í kjúklingum og kalkún frá tilteknum búum. En kampýló- bakter hefur ekld fundist í öðru kjötmeti. Sala kjúklinga jókst um 90% frá 1994-98. Skyndibitastaðir og heima- hús Nákvæm greining á neyslu 15 kampýlóbakter-sjúklinga í ágúst, leiddi í ljós að 12 (80%) tengdust kjúklingum, en 2 höfðu í heim- sókn á sveitabæ drukldð ógeril- sneydda mjólk, sem ekki sýkti heimafólk. Borið hefur á sýking- um (3ja) starfsmanna ákveðins kjúldingabús og sláturhúss á Suð- urlandi. Sýkingar eru algengastar meðal 25-35 ára fólks. Meðal- veikindatími er a.m.k. 10 dagar. Upptök sýkinga hafa bæði verið á skyndibitastöðum og í heimahús- um. I 5 manna fjölskyldu sýktust t.d. bara þeir 2 sem ekki borðuðu sjálfan kjúklinginn, heldur salat sem sneitt var niður með sömu áhöldum og notuð voru við kjúklinginn. Alls greindust 340 sýkingar í mönnum janúar-ágúst, svo líklegt þykir að yfir 3.000 manns hafi í raun sýkst á árinu. Allt að 80% mengun Rannsóknir Hollustuverndar 9. til 27. ágúst leiddu í Ijós kampýlóbakter mengun í 8 af 10 sýnum (80%) frá einum framleið- anda og 11 af 21 frá öðrum, sem báðir nota sama sláturhúsið. Frá tveimur öðrum reyndust öll sýni neikvæð; 2 frá hvorum. Sama var um nær 80 sýni svínakjöts, nautakjöts, lambakjöts, fisks, grænmetis, hrámjólkur og ár- vatns. Við ræktun á Tilraunastöðinni á Keldum í ágúst fundust jákvæð sýni frá 3 af 5 kjúklingabúum. Hjá þeim tvæim sem höfðu hæst smithlutfall fannst ein smitfrí framleiðslueining hjá hvorum, í húsum með 32 og 35 daga göml- um ungum. A kalkúnabúi voru 2 einingar af 6 mengaðar. Á anda- búi fundust engin jákvæð sýni. Vilja reglubundið eftirlit Heilbrigðisyfirvöld leggja m.a. til að ábyrgð veitingahúsa og skyndi- bitastaða verði ítrekuð, Hollustu- vernd vakti sýkingar í matvælum, s.s. kampýlóbakter, salmonellu og fleiri og kjúklingaframleiðeodur fý'lgi fyrirmælum yfirdýralæknis um aðgerðir til að draga úr kampýlóbakter til hins ýtrasta. Hefja ætti reglubundið eftirlit með kampýlóbakter með svipuðu sniði og salmonellu. - hei Tíðmdalaust áMýrdal Engar nýjar fréttir eru af hrær- ingum í Mýrdalsjökli, en Al- mannavarnir ríkisins og fleiri stofnanir fylgjast náið með vís- bendingum um nýtt Kötlugos. Meðai annars hefur verið ákveð- ið að hraða sem kostur er upp- færslu á núgildandi séráætlun vegna eldgoss í Mýrdalsjökli. Að sögn Hafþórs Jónssonar hjá Almannavörnum hefur að vísu ekki viðrað vel til að skoða jökulinn síðustu daga, til að sjá hvort sigkatlar hafi myndast eða stækkað, en þó liggur fyrir að engin aukning í virkni hefur átt sér stað hvað jarðskjálftavirkni varðar eða rennsli í ám. „Við erurn ekki formlega í viðbragðs- stöðu, en fólk er meðvitað um að það eru að gerast hlutir sem engin fullnægjandi skýring er á. Við notum um leið tækifærið til að berja í bresti ef einhverjir eru,“ segir Hafþór. - FÞG Frá lestrarsal Þjóðskjalasafnsins, þar sem fólk á vegum íslenskrar erfðagreiningar hefur frá sl. vori að hamast við að slá manntöl inn í tötvur. - mynd: hilmar. Manntölin tölvuvædd fyrir gagnagrunninn Fjórar námsstúlkur, á vegum samvinnuverkefnis íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar ehf., hafa frá síðast- liðnu vori hamast við að slá inn í tölvur manntöl í húsnæði Þjóð- shjalasafnsins og hafa lokið við að slá inn manntölin 1835 og 1860. Þær munu í vetur starfa með námi við að slá inn mann- talið 1930, sem þær hafa byrjað á. Að sögn Þórðar Kristjánssonar hjá FS fer þessi vinna fram í samvinnu við Þjóðskjalasafnið og er hún hluti af því að tölvu- væða ættfræði Islendinga. „Við munum halda áfram með mann- talið 1930 í vetur og mögulega förum við síðan í sóknarmanna- tölin á síðari hluta 18. aldar. Það er endalaust hægt að kroppa uppúr þessum heimildum, en ég geri ráð fyrir að á einhverjum næstu árum verði sest niður og sagt að nú sé nóg komið,“ segir Þórður. Auk þess sem upplýsingarnar eru mikilvægar ættfræðigrunni Islenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar þá fær Þjóð- skjalasafnið þann akk af þessari vinnu að fá afurðirnar á tölvu- tæku formi. - fþg Mikið selt í ÚA Hampiðjan seldi í gær 1,2% hlutabréfa í Utgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. að nafnvirði 11 milljónir króna. Eignarhlutur Hampiðjunnar í félaginu eftir fý'rrgreinda sölu er 38,4 millj- ónir að nafnverði, eða 4,2% af heildarhlutafé, en fyrir söluna átti Hampiðjan 5,4% í félaginu. Samkvæmt upplýsingum Verðbréfaþings er „reiknings- haldslegur söluhagnaður" eftir reiknaðan tekjuskatt um 30 milljónir króna. Þá voru í gær nokkur innherjav'iðskipti í Samherja hf. Viðkomandi innherji seldi hlutabréf í félaginu að nafnvirði 4,4 milljónir króna. Grunuð um stóríellda fíkniefiiasölii Lögreglan í Keflavík rannsakar nú fíkniefnamál sem uppgötvaðist í síðustu viku, þegar töluvert af amfetamíni og hassi fannst í heima- húsi og bifreið pars, sem úrskurðað var í gæsluvarðhald. Ekki fengust upplýsingar um magn hins upptæka efnis hjá Iögregl- unni í Keflavík og ekki liggja fyrir skýlausar játningar í málinu. Grun- ur Ieikur á að parið hafi staðið fyrir umfangsmikilli sölu á fíkniefn- um og voru þau bæði úrskurðuð í gæsluvarðhald. Maðurinn losnaði um helgina, en að óbreyttu losnar konan ekki f)Tr en í fyrsta lagi í dag. - fþg Samið lun endurgreiðslu Borgaryfin'öld hafa ákveðið að senda öllum kennurum sem hafa fengið ofgreidd laun yfirlit yfir ofgreiðsluna fyrir árin 1997, 1998 og 1999. Skorað er á þá sem hafa fengið ofgreidd laun vegna yfirstand- andi árs að gera samkomulag við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um endurgreiðslu þeirra. Hins vegar sé ekki óskað endurgreiðslu vegna 1997 og 1998. í frétt frá kjaraþróunardeild borgarinnar kemur fram að ekki verður frekar aðhafst af hálfu borgarinnar til að knýja á um innheimtu ofgreiddra launa. Þá hefur einnig verið ákveðið að Fræðslumiðstöðin mun um næstu mánaðamót gera upp vangreidd laun til þeirra sem vegna mistakanna fengu of lágar launagreiðslur fyrir allt tímabilið 1997-1999. - grh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.