Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 11
ÞRIDJUD AGV R 7. SEPTEMBER 1999 - 11 Ouyir ERLENDAR FRÉTTIR Allt stjómlaust á Austur-Tímor Sjálfskipaðir „varðliðar“ hafa farið um með ofbeldi á Austur-Tímor í kjölfar kosninganna I síðustu viku. Indónesíski herinn tekur þátt í ofbeldis- verkunum, hundruð manna hafa látist og þúsundir ílýja á degi hverjum. Svonefndir „varðliðar“ á Austur- Tímor, sem vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir sjálfstæði eyjar- helmingsins, hafa svo sannarlega staðið við hótanir sínar um að halda áfram ofbeldisverkum sín- um ef þátttaka í kosningunum, sem fram fóru í síðustu viku, yrði mikil. Flestum kom á óvart hversu friðsamlegt var á sjálfan kjördag- inn, en þá flykktust eyjarskeggjar á kjörstaðina þrátt fyrir hótanir varðliðanna. Eftir kosningar má segja að ógnaröld hafi ríkt á eyjunni, hundruð manna hafa látið lífið og þúsundir manna hafa flúið frá Austur-Tímor. í gær voru tugir húsa brenndir, þar á meðal hús eins helsta leið- toga sjálfstæðissinna á Austur- Tímor, Carlosar Belos biskups. Varðliðarnir réðust á um 6.000 manna hóp sem hafði leitað hæl- is á jarðareign Belosar. Carlos Belo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1996 ásamt Jose Ramos- Horta. Stjórnvöld í Indónesíu hafa sent fjölmennt herlið til Austur- Tímors í því skyni að hafa hemil á varðliðunum, en vitað er að sterk öfl innan indónesíska hers- ins eru andvíg sjálfstæði. Margir ráðamenn hersins eiga efnahags- legra og viðskiptalegra hagsmuna að gæta á Austur-Tímor, þar sem þeir hafa komið sér vel fyrir í skjóli indónesískra yfirráða. Indónesískir hermenn hafa þvf margir hverjir slegist í hópinn með varðliðunum og farið um eyjuna með ofbeldi. Vitni sögðu að hermenn hefðu skotið úr byssum sínum til að hræða bæði fréttamenn og starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna á burt. Sömu- leiðis sást til hermanna Ieggja eld að húsum. Yfirmaður lögreglunnar á Indónesíu viðurkenndi í gær að ástandið á Austur-Tímor væri farið algjörlega úr böndunum og að stjórnvöld hafi enga stjórn lengur á þróun mála. Tugir þúsunda hafa flúið frá Austur-Tímor og í gær var flótta- mannastraumurinn orðinn það stríður að um 1.000 manns fóru yfir landamærin til Vestur- Tímors á hverri klukkustund. Urslit kosninganna voru til- kynnt á laugardag, og kom þá í ljós að 78,5% hefðu hafnað tak- markaðri sjálfstjórn Austur- Tímors innan Indónesíu, en það þýðir að stefna skuli að fullu sjálfstæði eyjarhelmingsins. Kosningaþátttakan var gífurlega mikil, nærri 99% þeirra sem voru á kjörskrá mættu á kjörstað. Urslit kosninganna eru reynd- ar ekki bindandi, heldur aðeins ráðgefandi, en reiknað er með því að stjórnvöld í Indónesíu virði úrslitin og setji af stað ferli, sem muni ljúka með því að Austur- Tímor hljóti fullt sjálfstæði. Það ferli gæti hins vegar tekið um fimm ár. Stjórnvöld í Indónesíu hafa ekki verið til umræðu um að af- henda Sameinuðu þjóðunum fullt eftirlit með öryggismálum á Austur-Tímor, heldur viljað sjá um þau sjálf jafnvel þótt bæði her og lögregla hafi samúð með varðliðunum. Bílasprengjur eftir imdirritim ISRAEL - Þrír menn létust og einn er alvarlega slasaður eftir að tvær sprengjur sprungu á sunnudag í bifreiðum í norðurhluta Israels. Talið er að þeir sem létust hafí verið sprengjumennirnir sjálfir. Sprengjurnar sprungu í tveimur borgum, Tíberias og Haífa, nokkrum klukkustundum eftir að samkomulag Israels og Palestínumanna var undirritað. Ekki var vitað strax hveijir báru ábyrgð á sprengingunum, en herskáir múslimar hafa hótað því að halda áfram sprengjuárásum í mótmælaskyni við samkomulagið. Rússneskir hermenn skutu þrjá Serba JÚGÓSLAVÍA - Rússneskir hermenn skutu þrjá Serba í austurhluta Kosovo í gær. Serbarnir voru vopnaðir og höfðu skotið á bifreið með Albönum en síðan beint skothríðinni að rússneskum hermönnum sem komu aðvífandi. Serbarnir höfðu þá orðið einum Albana að bana. Tilrædi við Mubarak EGYPTALAND - Skýrt var frá því í gær að gerð hafí verið tilraun til að ráða Hosní Mubarak, forseta Egyptalands, af dögum. Maður réðst að honum með hníf á lofti og hlaut Mubarak sár á handlegg, sem mun þó ekki vera alvarlegs eðlis. Lífverðir Mubaraks skutu manninn. Tyrkneskur verktaki handtekinn TYRKLAND - Tyrkneskur byggingarverktaki hefur verið handtekinn, en hann bar ábyrgð á byggingu margra húsa sem hrundu eins og spilaborg í jarðskjálftanum sem varð þann 17. ágúst. Ekki er vitað hvort fleiri handtökur fylgja í kjölfarið, en mörgum byggingarverktök- um hefur verið kennt um að manntjónið varð jafn mikið og raun varð á vegna þess hve lítið var hugsað um öryggi húsanna þótt vitað sé að um jarðskjálftasvæði sé að ræða. Friðarviðræðnr hefjast á ný NORÐUR ÍRLAND - Á Norður-írlandi hófust í gær viðræður kaþ- ólskra og mótmælenda til að reyna að finna lausn á deilumálum þeirra, en lítil bjartsýni ríkti í herbúðum beggja. Það er George Mitchell, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum, sem hefur tekið að sér enn á ný að vera milligöngumaður í samninga- viðræðunum, en hann átti hlut að máli þegar samningar tókust á föstudaginn Ianga árið 1998. Framkvæmd þess samkomulags hefur strandað á því að Irski lýðveldisherinn hefur ekki viljað hefja afvopn- un og þykir mörgum sem hann hafi rofið vopnahlé með hótunum og ofbeldi sem átt hefur sér stað. Hæstiréttur ísraels banitar pyntingar ÍSRAEL - Hæstiréttur í Israel hefur komist að þeirri niðurstöðu að leyniþjónustan Shin Beth megi ekki beita pyntingum. Allir níu dóm- arar hæstaréttarins voru á einu máli um að slíkt teldist lögbrot. Mannréttindasamtök hafa árum saman beint spjótum sínum að ísra- elskum stjórnvöldum fyrir að láta það viðgangast að leyniþjónustan beiti pyntingum, en talið er að um þúsund Palestínumenn hafi mátt sæta slíkri meðferð á ári hverju. Fjórar ferðir alla virka daga til Akureyrar: Fleiri ferðir REYKJAVIK - AKUREYRI TIL FRÁ BROTTFÖR KOMA BROTTFÖR KOMA virka daga mán-fös 07:40 - 08:25 08:45 - 09:30 mán-fös 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 mán-fös 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 mán-fös 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 Laugardaga laugard. 08:40 - 09:25 09:45 - 10:30 laugard. 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 laugard. 17:40 - 18:25 18:45 - 19:30 Sunnudaga lau/sun 11:40 - 12:25 12:45 - 13:30 sunnud. 15:40 - 16:25 16:45 - 17:30 sunnud. 18:40 - 19:25 19:45 - 20:30 Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum vió bætt við fjórðu ferðinni í síðdegisflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar og nýrri ferð á laugardagsmorgnum. Þjónustan um borð er einnig til fyrirmyndar. Þú getur látið fara vel um þig í sætinu og blaðað í Degi eða Viðskiptablaðinu með nýtt og ilmandi kaffi í bollanum. Taktu flugið með íslandsflugi! www.islandsflug.is sími 570 8090 Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelli, sfmi 461 4050 • fax 461 4051 • aey@is!andsfíug.is gf»rr fi&irum ifsart mö

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.