Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 13
ÞRIDJVDAGll K 7. S F. P T E M B E R I 999 - M Ðíupir. ÍÞRÓTTIR Vænleg staða fyrir leikinn gegn Úkraínum önnuni Það fór lítið fyrir sóknarieiknum hjá Andorra-mönnum og sjaldan sem boltinn komst fram yfir miðju. Hér eru þeir Lárus Orri Sigurðsson og Auðun Helgason í baráttu við leikmann Andorra. íslenska landsliðið betra en það franska? Yfirvegunog þolin- mæði í fyrirrnmi gegn Andorra. Svíar og Norð- menii nær öruggir í lokakeppnina. Alan Shearer þakkaði Keeg- an traustið með sinni fyrstu landsliðs- þrennu. Svo gæti farið að fjórar Norður- landaþjóðir tækju þátt í úrslita- keppni EURO-2000 í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Svíar og Norð- menn leiða sína riðla og hafa nán- ast gulltryggt farmiðann í úrslita- keppnina. Danir, fyrrum Evrópu- meistarar, standa í sömu sporum og íslendingar og leggja allt í söl- umar til að hreppa annað sætið í sínum riðli, með möguleikann á úrslitakeppninni að Ieiðarljósi. Is- lendingar og Norðmenn hafa aldrei náð svo langt í Evrópu- keppni landsliða fyrr og fari svo að báðar þjóðirnar komist áffam er Ijóst að nýr kafli verður skrifaður f sögu Evrópuknattspyrnunnar. Reyndar hefur árangur Islands þegar vakið óskipta athygli knatt- spyrnufræðinga álfunnar, sem horfa með undrun á stöðuna í Ijórða riðli, þar sem staða Islend- inga er vænlegri en staða heims- meistaranna ffá Frakldandi. Lcitóð á liálíuin velli Leikur íslands og Andorra á Laug- ardalsvelli var leikur kattarins að músinni. íslenska Iiðið var miklu betra og allur leikurinn fór meira og minna fram á hálfum vellinum, þ.e.a.s. á vallarhelmingi Andorra. Þetta er ömgglega einn rólegasti leikur sem Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður, hefur upplif- að á ferlinum, því aðeins í eitt ein- asta skipti þurfti hann að hafa fyr- ir því að grípa inn í, þegar hættu- Iaus bolti barst óvart inn í teiginn. Allir aðrir boltar sem rötuðu fram fyrir miðju vom stöðvaðir af sterk- um vamarmönnum Islands. Það var strax ljóst í upphafi leiks, hver dagskipun þjálfara And- orramanna var til sinna manna. Spila skildi upp á jafntefli og koma með öllum ráðum í veg fyrir að fs- lenska liðið skoraði. Til þess pakk- aði allt Iiðið í vörnina, þannig að okkar menn mættu allstaðar tvö- földum varnarvegg. Þetta er taktik sem okkar menn þekkja vel í bar- áttunni gegn okkur sterkari þjóð- um og menn því meðvitaðir um hvernig slíkir leikir spilast best. Þar er það þolinmæði sem virkar best, enda sýndu strákarnir okkar fádæma þolinmæði, svo mikla að flestum fannst nóg um. Meira að segja Guðjóni Þórðarsyni, Iands- liðsþjálfara, sem ekki kallar allt ömmu sína. Hann átti ófáar ferð- irnar út að hliðarh'nunni og reyndi eftir mætti að vekja strákana af værum blundi. Þolinmæðm þrautir viiimir allar En það er Ijóst að þolinmæðin þrautir vinnur allar og það sannað- 'ist á 28. mínútu Ieiksins þegar Þórður Guðjónsson Ioksins skor- aði mark, eftir skemmtilega sam- vinnu við Tryggva Guðmundsson. Þar með vaknaði „Þyrnirós" og í kjölfarið fylgdi skæðadrífa skota og horna í öllum regnbogans litum. En inn vildi boltinn ekki, fyrr en Hermann Hreiðarsson tók til sinna ráða, stökk manna hæst eft- ir hornspymu Þórðar Guðjónsson- ar og skallaði boltann af miklu afli í nærhomið. Eftir 2-0 forystu í hálfleik, von- uðust áhorfendur eftir enn fleiri mörkum f seinni hálfleiknum, en þau létu á sér standa og aftur var það þolinmæðin sem var í fyrir- rúmi. Boltinn gekk manna á milli, án þess að nokkur færi sköpuðust. Það var ekki fyrr en Eiður Smári Guðjohnsen, sem hafði komið inn á sem varamaður í lok leiksins, tók af skarið á síðustu mínútu leiksins og skallaði boltann í markið eftir sendingu frá Bjarna Guðjónssyni og Iokatölumar því 3-0 sigur Is- lands. Gott veganesti gegn TTlrrainiimiinninn Það mátti heyra á áhorfendum, að menn voru ekki á eitt sáttir með leik íslenska Iiðsins. Ekkert að ger- ast lengst af og allan neista vantaði í stanslausan sóknarleikinn. „Þetta hlaut að vera fyrirffam ákveðið," sögðu menn. „Þeir eru að spara sig fyrir átökin gegn Ukra- ínumönnum á miðvikudaginn." Enda er um að ræða einn mikil- vægasta Ieik sem íslenskt landslið hefur spilað um langan tíma. Leik sem ræður öllu um það, hvort Is- landi tekst í fyrsta skipti að komast í úrslitakeppni stórmóts í knatt- spymu. Það sem uppúr stendur eftir Andorraleikinn er að strákarnir virðast nú hafa aukið sjálfstraust og láta ekki auðveldlega slá sig út af laginu. Yfirvegunin er einmitt besta veganestið í leikinn gegn Ukraínumönnum á morgun og með henni og smá heppni í bland, náum við settu marki. Áfram ís- land! Svíar öruggir Þrátt fyrir að Svíar næðu aðeins að sigra Búlgara með einu marki í Svíþjóð á laugardaginn höfðu þeir tögl og hagldir allan leikinn. Þeir eru öruggir með sigur í riðlinum og hafa sjálfsagt þegar pantað flug- ið til Hollands. Danir áttu engan stjörnuleik þegar þeir náðu að merja 2-1 sigur á Sviss. Sá sigur nægði þeim þó til að halda öðru sætinu sem Wales- verjar gera harða atlögu að. Ætli Danir að tryggja sig til Benelux þurfa þeir að ná stigi á Italíu. Norðmenn léku einhvern slakasta leik í sögu sinni þegar þeir tóku á móti Grikkjum í Osló. Oy- vind Leonhardsen potaði inn sig- urmarkinu af miklu harðfylgi f fyrri hálfleik. Grikkirnir, sem héldu boltanum 60% af leiknum áttu að- eins tvö skot á norska markið. Það var því hressilegt lokaflaut dómar- ans sem vakti hina 24 þúsund vall- argesti upp af værum blundi í leikslok og þeir gátu farið heim, sáttir við þtjú stig fyrir nákvæm- lega ekki neitt. Shearer svaraði fyrir sig Alan Shearer, fyrirliði Englands, stakk upp í þá sem gagnrýnt hafa hann harðlega upp á síðkastið. Laus við Ruud Gullit frá Newcastle, virðist þungu fargi af honum létt og hann sýndi sinn besta Iandsleik í langan tíma. Hann þakkaði Keegan traustið með þrennu í 6-0 sigri Englands á Luxemburg. Þetta var fyrsta þrenna Shearer fyrir enska Iands- liðið. Steve McManaman skoraði tvö fyrstu mörk sín fyrir England í leiknum. Michael Owen Iék síð- asta leikfjórðunginn og bætti þá við sjötta markinu. Kevin Keegan hefur því efni á nokkuri bjartsýni fyrir átökin við Pólveija á morgun. Nái lið hans að vinna Ieikinn í Var- sjá eru Englendingar öruggir með annað sætið í 5. riðli og eiga þá von um að komast í lokakeppnina. - GÞö/ek Næstu leildr miðvikudagmii 8. september Rutill 1 Sviss - Hvíta Rússland Italía - Danmörk Riðill 2 Grikkland - Albanía Noregur - Slóvenía Georgía - Lettland Riðill 3 Þýskaland - N-Irland Moldavía - Tyrkland Riðill 4 Island - Ukraína Andorra - Rússland Armenía - Frakkland Riðill 5 Lúxemburg - Svíþjóð Pólland - England Riðill 6 Israel - San Marínó Spánn - Kýpur Riðill 7 Rúmenía - Portúgal Slóvakía - Lichtenstein Ungvetjaland - Azerbaijan Riðill 8 Malta - Irland Makedonía - Júgóslavía Riðill 9 Tékkland - Bosnía Færeyjar - Litháen Eistland - Skotland EURO-2000 - Staöan í riölum og úrslit síðustu leikja Úrslit siðustu leikja: Danmörk - Sviss 2 - 1 Mörk Dana: Nielsen 54., Thomasson 82. Mark Svissara: Turkyilmaz 80 Hvíta-Rússland - Wales 1-2 Mark Hvít-Rússa: fíarmiov 30. Mörk Wales: Saunders 42., Giggs 86. 1. RIÐILL 4. RIÐILL L. U I T Mörk S L U I T Mörk S Ítalía 6 4 2 0 11-2 14 Úkraína 8 4 4 0 12-3 16 Danmörk 7 3 2 2 8-6 11 Rússland 8 5 0 3 1940 15 Waies 7 3 0 4 7-14 9 fsland 8 4 3 1 10-3 15 Sviss 6 2 225-58 Frakkland 8 4 3 1 11-6 15 H.-Rússland 6 0 244-82 Armenía 8 J 2 5 3-12 5 2. RIÐILL L U I T Mörk S Noregur 8 6 11 15-8 19 Slóvenía 8 5 2 1 12-7 17 Lettland 8 3 3 2 10-8 12 Grikkland 8 2 3 3 8-8 9 Albanía 8 0 4 4 6-11 4 Georgía 8116 5-14 4 Úrslit síðtistu leikja: Albanía - Lettland 3-3 MörkAlbana: Bushi 29. og 78., Mului 90. Mörk Letta: Astajjevs 20. og 60., Stoleers 70. Noregur - Grikldand 1-0 Mark Norðmanna: Leonhardsen 34. Slóvenía - Georgía 2-1 Mörk Slóvena: Acimovic 48., 'Lahovic 80. Mark Georgíumanna: Arvaladze 55. 3. RIÐILL L U I T Mörk S Þvskaland 6 5 0 1 16-4 15 Tvrkland 6 5 0 1 14-5 15 Finnland 7 2 1 4 9-12 7 N.-frland 6 1 2 3 3-11 5 Moldavía 7 0 3 4 6-16 3 Úrslit síðustu leikju: Finnland - Þýskaland 1-2 Mark Finna: Salli 63 Mork Þjóðverja: Bierhoff 2. og 17. N-írland - Tyrkland 0 - 3 Mörk Tyrkja: Arif 45., 46. og 49. Úrslit síðustu leikja: Island - Andorra 3-0 Mörk íslendinga: Þórður Guðjónsson 29., Hermann Hreiðarsson 32., Eiður Smári Guðjohnsen 90. Rússland - Armenía 2-0 Mörk Rússa: Bestchastnykh víti 7., Karpin 70. Úkraína - Frakkland 0-0 5. RIÐILL L U 1 T Mörk S Svíbióð 6 5 1 0 7-1 16 England 7 3 3 1 14-4 12 Pólland 6 4 0 2 12-6 12 Búlgaría 7 1 2 4 3-8 5 Lúxemborg 6 0 0 6 2-19 0 Úrslit síðustu leikja: England - Lúxemborg 6-0 Mörk Englendinga: Shearer víti 12., 28. og 34., McManaman 30. og 44., Chven 90. Svíþjóð - Búlgarfa 1-0 Mark Svía: Alexandersson 64. 6. RIÐILL L U 1 T Mörk S Spánn 6 5 0 I 31-5 15 Kvpur 6 ± 0 2 11-10 12 Israel 6 3 1 2 17-6 10 Austurríki 7 3 1 3 16-19 10 San Marinó 7 0 0 7 1-36 0 Úrslit síðustu leikja: Austurríki - Spánn 1 - 3 Mark Austurríkism.: Hierro sjálfsm. 49. Mörk Spánveija: Raul 23., Hierro 50., tlenrique 88. Kýpur - ísrael 3 - 2 Mörk Kýpur: Engomitis 27., Spöljaric 53. og víti 86. Mörk Israei: Badir 31, Benayoun 82. 7. RIÐILL L U I T Mörk S Rúmenía 8 6 2 0 21-2 20 Portúgal 8 6 1 1 28-3 19 Slóvakía 8 3 2 3 9-9 11 Ungverialand 8 2 3 3 11-7 9 Azerbaiian 8 1 1 6 6-22 4 Lichtenstein 8 I 1 6 2-34 4 Úrslit síðustu leikja: Azerbaijan - Portúgal 1 - 1 MarkAzera: Tagizade 51. Mark Portúgala: Figi 92. Slóvakía - Rúmenía 1 - 5 Mark Slóvaka: Labant 22. Mörk Rúmena: llie 6., Hagi 30., Ciobotariu 66., Moldovan 88. og 90. Liechtenstein - Ungveijaland 0-0 8. RIÐILL L U 1 T Mörk S Króatía 7421 11-7 14 Irland 6 4 0 2 10-3 12 lúgóslavía 5 3 11 9-3 10 Makedónía 5 2 1 2 9-6 7 Malta 6 0 0 6 3-22 0 Úrslit síðustu leikja: Júgóslavía - Makedónía 3-1 Mörk Júgóslava: Stojkovic 37. og 54., Savicevic 77. Mark Makedóna: Ciric víti 64. Króatfa - írland 1 - 0 Mark Króata: Suher 90. 9. RIÐILL L iLL X Mörk S Tékkland 8 8 0 o 21-5 24 Skotland 7 3 2 2 11-10 J L Eistland 8 3 1 4 14-13 J0 Bosnía/Hers. 7 2 2 3 10-11 8 Lithócn 8 2 2 4 7-13 8 Færejjar 8 0 3 5 4-14 3 Úrslit stðustu leikja: Bosnía-Herzegóvfna - Skotland 1 - 2 Mark Bosníumanna: Bolic 23. Mörk Skota: Hutchinson 13., Dodds 45. Færeyjar - Eistland 0 - 2 Mörk Eista: Rein 88., Piiroga 90. Litháen - Tékkland 0 - 4 Mörk Tékka: Nedved 60. og 63., Kollar 68. og 90.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.