Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1999, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUVAGUR 7. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Tíu milljdna BMW I tilefni af opnun nýs sýningarsalar hjá Bílasölunni Skeifunni 5 í dag verður til sýnis einhver dýrasti fólksbíll Iandsins, BMW 740IAL, ár- gerð 1998. Verðmæti bílsins er 10,2 milljónir króna. Mikið verður um dýrðir hjá þeim bílasölumönnum. Léttar veitingar verða í boði bæði í dag og á morgun, Bubbi Morthens leikur og syngur fyrir við- stadda. Einn heppinn kaupandi fær gjöf frá Hljómsýn og fjórar heppnar fjölskyldur sem skrá bílana sína fá máltíð frá Hard Rock. Norrænir lögreglustjórar funda Yfir helgina hafa verið að streyma hingað til lands lögreglustjórar og sýslumenn frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku til að sitja ráðstefnu í Reykjavík í vikunni, þá fyrstu sem haldin er hér á landi. Að sögn Stefáns Hirst, skrifstofustjóra hjá Lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, eru norrænir lögreglu- stjórar vanir að hittast á fjögurra ára fresti til að ræða sín mál. Von er á 210 manns, ef makar Iögreglu- stjóranna eru taldir með. Þar af koma 40 lögreglustjórar frá Nor- egi, 52 frá Svíþjóð, 31 frá Dan- mörku og 9 frá Finnlandi. Ráð- stefnan fer fram á Hótel Loftleið- um og verður sett í dag af Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Ráðstefnuna sitja um 40 Islend- ingar, þ.e. lögreglustjórar, sýslu- menn og starfsmenn dómsmála- ráðuneytisins. Asamt mökum tengjast alls 270 manns ráðstefn- unni. Auk ráðstefnuhalda verður skundað á Þingvöll og móttökur borgarstjóra og dómsmálaráðherra þegnar. — bjb GSM á Filippseyiiun Viðskiptavinir Landssímans hafa frá 1. september getað nýtt sér GSM-þjónustu farsímafyrirtækisins Smart á Filippseyjum. Þar með bætist við 56. landið, þar sem viðskiptavinir Símans GSM geta not- að símakortið sitt. Frá og með 2. september gátu viðskiptavinir Landssímans jafnframt notfært sér GSM-þjónustu Celcom í grann- landi Filippseyja, Malasíu. Þetta er þriðji reildsamningurinn, sem Landssíminn gerir í Malasíu. Virkir samningar Landssímans við er- lend farsímafélög eru nú orðnir 111 talsins. Sólveig Pétursdóttir setur ráð- stefnuna í dag. Áskrifta v w: * rsíminn er 8oo 7080 Daumr ■ Ljóst er þó að mörg umferðarmannvirki í borginni anna vart þeirri umferð sem er á álagstímum. Ökumenn verða því að gera ráð fyrir því að ferðir þeirra milli borgarhluta taki lengri tíma en áður, segir m.a. í dagbók lögreglunn- ar í Reykjavík. Beittu kylfum og piparúða Mörg lunferðarmann- virki í borginni aniia vart þeirri mnferð sem er á álagstímum, segir í dagbók lögreglunnar fyrir 3.-6. september. Mikið hefur verið um umferðaró- höpp undanfama daga án þess að lögreglan treysti sér til að tilgreina ástæður þeirra til hlítar. Ljóst er þó að mörg umferðarmannvirki í borginni anna vart þeirri umferð sem er á álagstímum. Ökumenn verða því að gera ráð fyrir því að ferðir þeirra milli borgarhluta taki lengri tíma en áður, í stað þess að auka umferðarhraða með tilheyr- andi slysahættu fyrir aðra vegfar- endur. Um helgina var lögreglu til- kynnt um 39 umferðaróhöpp og Voru slys á fólki í nokkrum þeirra. Að morgni Iaugardags veittu lög- reglumenn á eftirlitsferð athygli biffeið á Miklubraut við Kringlu- mýrarbraut. Er lögreglumenn hugðust ræða við ökumann sinnti hann ekki fyrirmælum þeirra og ók gegn rauðu ljósi á þessum umferð- armildu gatnamótum. Gerði ök- maður síðan tilraun til að komast undan lögreglu þar til hann náði ekki beygju af Háaleitisbraut við Brekkugerði og ók á skilti og hljóp brott af vettvangi. Þrír farþegar voru handteknir og færðir á lög- reglustöð en rannsókn stendur yfir hver ökumaður er. Um miðjan dag á laugardag varð árekstur á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka. Tveir farþegar og annar ökumanna voru fluttir á slysadeild vegna áverka. Annar ökumanna er grunaður um ölvun við akstur. Ekíð á gangandi vegfarendur Bifreið var ekið á þijá gangandi vegfarendur í Bankastræti skömmu eftir miðnætti á sunnu- dag. Ökumaður taldi hemla bif- reiðar sinnar hafa bilað með fyrr- greindum afleiðingum. Eftir að hafa ekið á vegfarendur stöðvaðist bifreiðin á vegarstólpa á Lækjar- torgi. Vegfarendurnir voru fluttir á slysadeild með minni háttar meiðsli en leyft að halda heim á leið eftir skoðun. Umferðarslys varð á Grensás- vegi við Hvammsgerði um hádegis- bil á sunnudag. Annar ökumanna var fluttur á slysadeild auk eins fullorðins og fímm barna úr hinu ökutækinu. Höfð voru afskipti af á fimmta tug ökumanna vegna hraðaksturs og þrettán vegna ölvunar við akst- urs. Slagsmál í Þingholtimiun Óskað var eftir aðstoð Iögreglu að veitingahúsi við Þingholtsstræti um miðnætti á laugardag. Þar áttu dyraverðir í erfíðleikum með gesti staðarins og óskuðu eftir aðstoð við að vísa fólki frá. Er lögreglu- menn hugðust ræða við viðkom- andi brást hann illa við þeirri málaleitan og þegar hann var færð- ur brott var ráðist að lögreglu- mönnunum. Talsverð átök urðu milli Iögreglu og nokkurra gesta og urðu lögreglumenn að nota kylfur og piparúða (vamarúða) til varnar. Þrír vom handteknir á staðnum og færðir til vistunar á lögreglustöð. Tveir Iögreglumenn slösuðust í átökunum en þó ekki alvarlega. Þá kom til átaka milli lögreglu og eftirlýsts brotamanns í ná- grannasveitarfélagi snemma á sunnudagsmorgun. Lögreglumenn sem voru að aka heim ölvaðri konu veittu því athygli að í húsnæði hennar dvaldi eftirlýstur síbrota- maður. Hann brást illa við hand- töku lögreglu og réðist að þeim vopnaður rörbúti. Síbrotamaður- inn var handtekinn og einnig ann- ar karlmaður sem var á staðnum. Þeir voru báðir vistaðir í fangahúsi lögreglu. Með þýfi og fflaúefni Þrennt var handtekið eftir að hafa hent frá sér ætluðum fi'kniefnum er lögreglan hugðist ræða við þau. Atburðurinn átti sér stað aðfara- nótt sunnudags í austurborginni. Karlmaður var handtekinn eftir að húsráðandi hafði orðið var við innbrot í húsnæði sitt síðdegis á föstudag. Hinn handtekni var fluttur á lögreglustöð. Þá var brotist inn í fbúð í Þing- holtum og stolið nokkrum verð- mætum meðal annars skartgripum og símtæki. Brotist var inn í íbúð við Hlemmtorg og þaðan stolið nokkrum verðmætum. Aðfaranótt mánudags var brotist inn í íbúð í Bfeiðholtí og stolið umtalsverðum verðmætum. Grun- ur beindist fljótlega að karlmanni og var hann handtekinn síðar um nóttina og fundust í fórum hans hlutir úr innbrotinu. Þá fundust í fórum mannsins ætluð fí'kniefni. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að bijótast inn f bifreið- ar í Breiðholti að morgni mánu- dags. Lögreglumenn handtóku einn karlmann á brotavettvangi eftir nokkum mótþróa en annar komst undan á bifreið. Sú bifreið fannst mannlaus skömmu síðar og var í henni ætlað þýfí. Talið er að þessir brotamenn bafí brotist inn í hið minnsta fjóra bíla. Skömmu eftir miðnætti á sunnudag barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið í Skipholti. Bif- reiðin er talin ónýt eftir brunann. Þau áttu víst erindi á HM Næstum tveir af hverjum þremur sem greiddu atkvæði um spurn- ingu Dags á Vísir.is töldu rétt að senda íslensku frjálsíþróttamenn- ina á heimsmeistaramótið í Sevilla á dögunum - en sem kunnugt er voru þeir Iangt frá sínu besta. Spurningin hljóðaði svo: Attu ís- lenskir frjálsíþróttamenn erindi á vísir.is I IM í Sevilla? Al þeim sem greiddu atkvæði svöruðu 65% spurning- unni játandi, en 35% sögðu nei. Nú geta þeir sem fara inn á Vísi.is svarað nýrri spurningu Dags, svohljóðandi: Á að fresta framkvæmdum við nýbyggingu Al- þingis f miðborginni? Vefslóðin er: visir.is.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.