Dagur - 21.12.1999, Side 10

Dagur - 21.12.1999, Side 10
10 -ÞRIOJUD AGV R 21. DESEMBER 199S rD^ftr SMA AUGLÝSING AR Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer í happdrætti Bókatíðinda 21. desember er 4.327. Ökukennsla_________________________ Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Krístín Hansdóttir, ökukennari, Þingvallastræti 18, heimasími 462-3837, GSM 893-3440. Húnæði óskast Ibúð óskast á Akureyri eða nágrenni. Upplýsingar í sima 464 4490. Óska eftir að taka á leigu íbúð í miðbænum. Upplýsingar í síma 862 2856. Kirkjustarf________________________ Glerárkirkja Kyrrðar og tilbeðslustund í dag þriðjudag kl. 18.10. Á miðvikudag hádegissamvera kl. 12-13, orgelleikur, helgistund og léttur hádegisverður á vaegu verði. VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890 www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, ÁRNI VALDIMAR SIGURJÓNSSON Leifshúsum, Svalbarðsströnd, lést fimmtudaginn 16. desember sl. Jarðsett verður frá Svalbarðskirkju miðvikudaginn 22. desember kl.14.00 Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Lyflækningadeild FSA eða Styrtarfélag krabbameinssjúkra barna. Þóranna Björgvinsdóttir, Björgvin Árnason, Arnar Sigurjón Árnason, Anna Kristín Árnadóttir, Arndís Ósk Arnarsdóttir, Ásta Sigurjónsdóttir Frumsýning á íslandi Halti Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh Leikstjóri Hallmar Sigurðsson Mánudaginn 27. desember kl. 20:30 Þriðjudaginn 28. desember kl. 20:30 Miðasala í síma 462 1129 nniramvl D I G I T A L Thx SÍMI 461 4666 - Sýnd kl. 23:15 kl. 16:50 m/ísl.tali ■ HVAfl ER Á SEYÐI? UPPLESTUR í KVERINU ÞÆTTIR VERU FRÁ TUNGU SKRIFARl: KRISTIN BJARNADÓTTIR Kristín Bjarnadóttir, höfundur ljóðsögunnar Því að þitt er landslag- ið: Þættir Veru frá Tungu (Uglur og ormar 1999), mun lesa úr bók sinni í Kaffi Kverinu í Bókvali á Akureyri á miðvikudagskvöld ld. 20.00. „Bókin er full af fallegum og eftirminnilegum myndum, og ein- kennist af frumlegu myndmáli..." voru orð Úlfhildar Dagsdóttur í Víðsjá. Og í Morgunblaðið skrifaði Skafti Þ. Halldórsson: „Þetta er áleitin og metnaðarfull bók og enn einn vitnisburðurinn um gerjun ljóðforms og efnis.“. Hann kvað það vert íhugunarefni hve skáld- konur samtímans rækta vel hefðina, sækja föng í þjóðsögur, Eddu- kveðskap, danskvæði og þulur, og „Kristín rær á slík mið“. Kristín, sem hefur lengi búið erlendis, hefur fengist við textagerð og þýð- ingar á undanförnum áratugum og hefur áður sent frá sér bæði ör- verk og einþáttunga, en fyrsta bók hennar var viðtalsbókin Reyndu það bara, rætt við sjö konur (Bríet 1985). Oftar en einu sinni hefur Kristín setið við ritstörf í Davíðshúsi á Ak- ureyri á undarförnum árum. LANDIÐ Jóladansleikur í Arskógi Eins og undanfarin ár verður haldinn dansleikur í Árskógi á annan í jólum. Gömlu og nýju dansarnir verða dansaðir og Jó- hann Daníelsson stjómar marsi. Kór kirkjunnar syngur nokkur létt jólalög undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Pálmi Stefánsson spilar fyrir dansinum og hefst samkoman kl. 22.00. Bikarkeppni Bridgesambands Norðulands vestra Dregið hefur verið í fyrstu um- ferð bikarkeppni Bridgesam- bands Norðurlands vestra. 13 sveitir skráðu sig til keppni, mögulegt er að bæta við í 3 sveitir ef skráð er strax. Skrán- ing er hjá Jóni Sigurbjörnssyni í síma 467-2188 og 467-1389. Sveitir sem spila saman í fyrstu umferð: Björn Ólafsson Siglufirði - Suðurleiðir Skagafirði, Ingibergur Guðmundsson Skagaströnd - Guðni Kristjáns- son Skagafirði, Guðmundur H. Sigurðsson Hvammstanga - Gunnar Þórð- arson Skagafirði, 3 Grönd og Toni Siglufirði íslandsbanki Siglufirði, Neta og veiðarfæragerðin Siglufirði - Karólina Sigurjóns- dóttir Siglufirði, Yfirseta 1 Stefán Berndsen Blönduósi Yfirseta 2 Eyjólfur Sigurðsson Skagafirði Yfirseta 3 Benedikt Siguijónsdóttir Siglu- firði Leikjum skal lokið fyrir 23. janúar. ■ frá degi ÞRIÐJUDAGURINN 21. DESEMBER 355. dagur ársins, 10 dagar eftir Sólris kl. 10.14 og sólarlag kl. 16.12 Þau fæddust 21. desember • 1639 fæddist franska skáldið Jean Baptiste Racine. • 1879 fæddist rússneski byltingarfor- inginn Jósef Stalín. • 1894 fæddist Benedikt Gíslason frá Hofteigi. • 1904 fæddist Þorsteinn Ö. Stephens- sen Ieikari. • 1929 fæddist Örlygur Hálfdánarsson bókaútgefandi. • 1932 fæddist Hringur Jóhannesson listmálari. • 1937 fæddist bandaríska leikkonan Jane Fonda. • 1959 fæddist bandaríska fijálsíþrótta- hetjan Florence Griffith Joyner. TIL DAGS Þetta gerðist 21. desember • 1965 komst lagið Turn, turn, turn með The Byrds á topp Bilboard-vin- sældarlistann. • 1968 var geimfarinu Apollo 8 skotið frá Kanaveralhöfða í Florída, fyrsta mannaða geimafarinu sem fór á spor- braut um tunglið. • 1975 gerði skæruliðinn lllich Ramirez Sanches, betur þekktur undir nafninu Carlos, árás á höfuðstöðvar OPEC, samtaka olíusöluríkja í Vínarborg. • 1988 hrapaði farþegaþota Pan Am flugfélagsins ofan á skoska þorpið Lockerbie. Talið er að hún hafi verið sprengd í loft upp. 270 manns létust. Vísa dagsins Bólu-Hjálmar heyrði eitt sinn lát ríkis- manns nokkurs, en sá hafði verið harðbýll og miskunarlítill og orti þá þessa vísu. Dó þar einn úr drengja flokk, dagsverk hafði unnið, lengi á sálar svikinn rokk syndatogann spunnið. Afmælisbam dagsius Bandarríski gítarleikarinn Frank Vincent Zappa fæddist þann 21. desember árið 1940 í Baltimore. Þegar hann var tíu ára flutti fjöl- skyldan til Kalifomíu. A 7. áratugn- um stofnaði hann hljómsveitina Mothers of Invention, og gáfu mæð- urnar út sína fyrstu plötu árið 1967. Hann var annaláður bindindismað- ur, þekktur iyrir vinnusemi og gaf út um 70 hljómplötur á ferlinum. I textum sínum réðist hann gjarnan gegn hræsni. Frank Zappa lést þann 4. desember árið 1993 úr krabba- meini í blöðruhálskirtli. „Samvinna er ekki tilfinngasemi, hún er hagfræðileg nauðsyn." K. Steinmetz Heilabrot Hvar í heiminum er alltaf hægt að finna frið, frelsi, jafnrétti og bræðralag? Svar við síðustu heilabrotum: Sá hreini hélt að hann væri jafn óhreinn og hinn og sá óhreini hélt hann væri jafn hreinn og hinn. Veffang dagsius Á vefnum má finna allskonar föndurhug- myndir í tilefni jólanna. Það má til að mynda skoða: http://www.isholf.is/arndisk/fondur.htm

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.