Dagur - 12.02.2000, Page 3

Dagur - 12.02.2000, Page 3
VfVptr LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 19 Margir hneykslaðir Hvað skyldi foreldrum finn- ast um farsímaæðið? Hjálm- fríður Bragadóttir gaf 1Ö ára dóttur sinni farsíma í jóla- gjöf. Hún segir: „Fyrst þeg- ar dóttir mín minntist á far- síma fannst mér það eigin- lega út f hött en svo fór ég að hugsa málið betur. Hún er farin að fara út um allt, niður í Kringlu og til vin- kvenna sinna og mér finnst þægilegt að geta náð sam- bandi við hana. Hún fer ekki með sfmann í skólann eða á íþróttaæfingar. Bara ef hún fer eitthvað lengra. En það voru margir voða hneykslaðir á mér. Flestar vinkonur dóttur minnar hafa þó aðgang að símum foreldra sinna og mér fannst gáfulegra að leyfa henni að eiga ódýran sfma sem hún rekur sjálf. „ - Borgar hún afhonum? „Já, hún verður að taka af sfnum vasapcningum fyrir símanum til að hún geri sér grein fyrir eyðslunni. Það fylgdi símanum einhver 1500 kall og hann er að verða búinn núna. Eg keyp- ti símann á 3.900 hjá Tal og átti sjálf GSM frelsi svo hún verður að kaupa kort. Mér finnst 500 kr. kortin hæfi- leg. En hún notar símann ekki mikið, það var mest fyrst. Eg hef trú á að þetta verði eins og hjá okkur full- orðna fólkinu. Mikið sport í upphafi og svo eru símarnir frekar til ama.“ apparat sem fæstir telja sig geta án verið „í nútíma þjóðfé- lagi“. Karlmenn, konur og ekki síst unglingar hafa tekið gemsann í þjónustu sína og það svo um munar. Við hittum nokkra níundu bekkinga í Öldulsesskóla og spurðum: Það fer víst ekki framhjá nein- um að farsíminn er vinsælt - Eigið þið farsúna? „Já,“ kvað við úr flestum áttum, eitt og eitt lágróma „nei“ heyrðist þó Iíka. „I okkar bekk eru bara sjö af tuttugu og átta sem ekki eiga síma,“ upplýsti ein- hver. - Ilvernig líður þessum sjö? „Eg er einn þeirra og finnst það fúlt“ „Pabbi bannar að ég fái síma.“ „Eg vil ekki síma.“ - Af hverju ekki „Bara, til að vera ekki eins og hinir." „En það er samt miklu betra að eiga síma." „Maður verður samt dálítið háður hon- um.“ Fyrir nokkrum árum voru það einkum læknar, lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn sem báru farsíma. Nú eru flestir komnir með GSM sima og vinsælastir eru þeir hjá unglingunum. Þessir hressu krakkar i Ölduselsskóla voru að minnsta kosti ánægðir með símana sína. mynd: e.ól. Marta Ewa Bartoszek „Ég vil ekki síma afþví allir eru með þá. Mér finnst miklu flottara að vera símalaus“ Nýársgjöf - Hvernig eignuðust þið símana? „Ég fékk minn í nýársgjöf." „Keypt’ann11 „Bróðir minn gaf mér sinn því hann var að flytja til útlanda og gat ekki tekið hann með sér.“ „Vá, ein heppin." - Er sama hvaða sort er afþess- um símum? „Nei, flestir eru með Nokia.“ - Af hverju Nokia? „Bara, þeir eru vinsælastir. Nokia byrjuðu með leikina og svo er hægt að skipta um fronta og svoleiðis." - Eru þeir ekki dýrastir líka? „Nei, ekkert endilega." - Hvað kosta meðal st'mar? „Svona tíu þúsund kall.“ - Hvað eru stmareikningarnir ykkar háir? „Það eru flestir með „frelsi" sem er þannig að við borgum bara vissa upphæð fyrirfram og svo þegar hún er búin þá lokast síminn." - Hvað er algengast að talafyr- ir mikið á mánuði? „Ætli það sé ekki 2-5 þús- und?“ - Eigið þið þá peninga sjálf? „Nei, foreldrar okkar borga það yfir- leitt.“ „Eg borga minn síma sjálfur." - Vitinurðu þér inn peninga til þess? „Já, með því að passa fyrir mömmu.“ - Týnið þið aldrei sttnunutn? „Jú, ég hef oft týnt mínurn en alltaf fundið hann aftur.“ „Mínum var stolið um daginn. Hann var tekinn úr tösku í íþróttahúsinu í Garði þegar ég var að keppa þar í körfu. Hann hefur ekki fundist en málið er í rannsókn." Gerðir upptækir við þriðja brot - Eruð þið tneð símana t skólanum? „Já, bara ckki kveikt á þeim í tímum.“ „Það er sko bannað.“ „Þeir geta verið teknir af okkur." „Jafnvel gerðir upptækir og ekki af- hentir aftur fyrr en í lok skólaárs." „Það er reyndar ekki fyrr en við þriðja brot.“ „Við megum vera með þá á göngun- „Ég skil minn oftast eftir heima þegar ég fer í skólann." - En er einhver melingur t gangi „Eg á It'ka betri st'ma en þúú..“ eða eitthvað svo- leiðis? „Já, já, að sjálfsögðu.'1 „Ég á til dæmis miklu betri síma en Steini.“ - Ertu búinn að láta hann vita af þvt'? „Já, ég hef aðeins ymprað á því við hann.“ „Hans er ekkert betri. Það er bara kjaftæði." „Sko, nýjasti síminn er yfirleitt alltaf flottastur." „Já, einn er kannski með flottasta sfm- ann í dag en svo er kominn enn annar fullkomnari á morgun.“ „Þannig að allir eru með flottasta sím- ann einhvern tíma.“ - Þora menn að láta sjá sig með hall- ærislega síma? ■Já, já.“ - Hvað kostaði þessi? „Hann kostaði tuttugu þúsund kall fyr- • £ • (( ir ari. „Og kostar níu þúsund núna.“ „Þetta er bara drasl.“ Rannveig Jónsdóttir „Mamma vill að ég hafi síma því henni finnst ég öruggar/ þannig" Andri Björn Úlfarsson „Ég borga af mínum síma sjálfur og vinn fyrir reikningnum með því að passa fyrir mömmu“ - Skammastu þtn hálfgert fyrir hann? „Nei, nei, ég fæ mér bráðum nýjan. „Maður veröur helst að fá sér nýjan á hverju ári.“ - Er nokkurn ttma slegist út af stmum? „Nei, rígurinn gengur ekki svo langt." - Hvað er sniðugast við gemsana? „SMSið, að geta sent SMS skilaboð inn á aðra síma. Það er flottast." „En það fer líka mestur peningurinn í það.“ ; . i t‘//l í > . . „Sumir eru með símann í vasanum og bara hljóðnema í eyranu og tala svo og tala. Maður heldur stundum að þeir séu að tala við sjálfa sig.“ „Það eru ekta bílasímar því það þarf ekki að halda á þeim meðan talað er í þá.“ - Nú ná foreldrar ykkar alltafi ykkur. Finnst ykkur það t góðu lagi? „Ekki kannski ef við erum eitthvað að laumast." „Uss, við skellum bara á þau.“ „Við sjáum sko á númera- birtinum hver er að hringja.“ „Samt finnst þeim öruggara að hafa okkur með síma.“ „Við getum þá alltaf hringt ef við þurfum á hjálp að halda.“ - Eru áttundu bekkingar eins sttnavæddir og þið nt'undu bekkingar? „Já, já, krakkarnir í sjöunda bekk eru mörg hver með síma, jafnvel sjötta bekk.“ Nú er Einar ljósmyndari kominn og biður unga fólkið að stilla sér upp. Það er auð- sótt mál og allir simar eru komnir á loft en hvað gerist? Dinga linga ling... hring- ir ekki gamli rauði gemsinn hjá Einari Ijósmyndara. Hann verður að biðja hóp- inn að bíða meðan hann svarar kallinu og tekur við afar áríðandi skilaboðum. Segið þið svo að farsímar séu ekki þarfaþing! GUN.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.