Dagur - 12.02.2000, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
ág50LEIKFÉLA(T
EY KJ AV í KIJR
BORGARLEIKHÚSIÐ
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM HEL-
GAR
Stóra svið:
Djöflarnir
-eftir Fjodor Dostojevskí,
leikgerð í 2 þáttum.
6. sýn lau 12/02 kl. 19:00,
örfá sæti laus,
lau 12/02 formáli að leik-
sýningu kl. 18:00
7. sýn lau 19/02 kl. 19:00
nokkur sæti laus.
Bláa herbergið
-eftir David Hare, byggt á
verki Arthurs Schnitzler,
Reigen (La Ronde)
Sun 20/02 kl. 19:00
Fös 25/02 kl. 19:00
Síðustu sýningar.
Litla hryllingsbúðin
-eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
Sun 13/02 kl. 20:00,
örfá sæti laus,
fös 18/02 kl. 19:00,
nokkur sæti laus.
Sýningum fer fækkandi.
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Mið 16/02 kl. 20:00,
örfá sæti laus,
Mið 23/02 kl. 20:00
Síðustu sýningar.
Litla svið
Afaspil
-Höf. og leikstj.: Örn Árna-
son
sun 13/02 kl. 14:00,
örfá sæti laus,
sun 13/02 kl. 17:00
aukasýning, uppselt,
sun 20/02 kl. 14:00,
uppselt,
sun 20/02 kl. 17:00,
örfá sæti laus
Fegurðadrottningin
frá Línakri
-eftir Martin McDonagh
fim 17/02 kl. 20:00,
fös 18/02 kl. 19:00
SÝNINGUM FER
FÆKKANDI
Leitin að vísbendin-
gu um vitsmunalíf í
alheiminum
-eftir Jane Wagner
lau 12/02 kl. 19:00,
nokkur sæti laus,
lau 19/02 kl. 19:00
ÍSLENSKI DANS-
FLOKKURINN
Diaghilev: Goðsagnirnar
eftir Jochen ulrich
Tónlist eftir Bryars,
Górecki, Vine, Kanceli.
Lifandi tónlist: Gusgus.
Frumsýning fös: 11/2 kl.
19.00, fim. 17/2 kl. 20.00
sun. 27/2 kl. 19.00
Takmarkaður sýningarfjöldi.
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
Af vísindaskáldum
BÓKA-
HILLAN
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
Vísindaskáld-
skapur hefur not-
ið mikilla vin-
sælda síðustu
áratugina, og
margir höfundur
verið í fremstu
röð metsöluhöf-
unda. Nægir þar
að nefna Isaac
Asimov, sem lát-
inn er fyrir
nokkrum árum,
Arthur C. Clar-
ke, Robert Heinlein, Ray Brad-
bury, Robert Silverberg. Margir
þeir vinsælustu er komnir til ára
sinna, en halda þó enn áfram að
skrifa - stundum í samvinnu við
aðra höfunda.
Þetta á við um Arthur C. Clar-
ke, sem vafalaust er frægastur fyr-
ir söguna á bak við kvikmyndina
2001. Hann er nú 82 ára og enn
að skrifa - að þessu sinni f sam-
vinnu við mun yngri höfund,
Stephen Baxter, sem er á fimm-
tugsaldri og hefur samið nokkrar
vísindasögur einn og sér. Arangur-
inn af samstarfi þeirra er skáldsag-
an „The Light of Other Days“ sem
er að koma út þessa dagana og er
beðið með nokkurri eftirvæntingu
af áhugamönnum um góðan vís-
indaskáldskap.
Meö tölvupósti
OIl samskipti höfundanna tveggja
við ritun bókarinnar fóru fram um
Netið. Clarke átti frumkvæðið að
samstarfinu og ritaði í upphafi
fjogurra blaðsíðna yfirlit um efni
sögunnar. Baxter tók svo til við að
semja fyrsta uppkast textans,
sendi hann jafnóðum til Clarke
sem gerði sínar breytingar og
sendi til baka.
Að sögn Stephens var það Iíka
ARTHUR C
Sagan sem Arthur C. Clarke og Steph-
en Baxter sömdu saman.
Clarke sem fékk upplýsingar um
alls konar tæknileg atriði sem nota
þurfti í bókina. Hann nefndi sem
dæmi að hann hefði sent Clarke
tölvupóst um að hann þyrfti að fá
upplýsingar um Lincoln Banda-
ríkjaforseta. Samdægurs hafi Clar-
ke sent til baka íjögur þúsund orða
ritgerð um allt það varðandi
Lincoln sem nota þyrfti í sögunni.
Það tók þá félaga fjóra mánuði
að semja söguna sem leikur sér
með suma þá möguleika sem
skammtafræðin býður upp á. Þar
segir frá iðnjöfri sem finnur fýrir
tilviljun Ieið fyrir fólk að sjá hvert
annað hvar og hvenær sem er.
Seinna kemur í Ijós að þessa tækni
má einnig nota til að sjá aftur £ for-
tíðina. Slík uppgötvun hefur að
sjálfsögðu stórfelld áhrif á sam-
tíma söguhetjunnar.
Höfundur 85 bóka
Arthur C. Clarke er svo heppinn
að halda góðri heilsu á níræðis-
Slan - frægasta vísindaskáldsaga A.E.
van Vogt
aldri. Kollegi hans A.E. van Vogt
var ekki eins lánsamur. Hann fékk
Alzheimer-sjúkdóminn fyrir
nokkrum árum og varð því að
dveljast um árabil á hjúkrunar-
heimili. Nú er hann látinn 87 ára
að aldri. Eftir hann liggur mikið
ævistarf sem birst hefur í samtals
85 bókum.
Van Vogt var í hópi nokkurra
snjallra höfunda sem gjörbreyttu
vísindaskáldskapnum á fjórða og
fimmta áratug tuttugustu aldar-
innar. Sú smásaga hans sem talin
er marka straumhvörf á ferlinum
nefnist Black Destroyer og birtist
árið 1939.
Hann var af hollenskum ættum,
eins og nafnið gefur til kynna, en
fæddist á bóndabýli skammt frá
Winnepeg í Kanada þar sem
margir íslenskir landnemar settust
einnig að. Hann átti heima í
Winnepeg þegar hann kynntist
tímariti sem var Iengi eins konar
biblía áhugamanna um vísinda-
skáldskap vestra - Amazing Stor-
ies. Og fór sjálfur að skrifa slíkar
sögur bæði í það tímarit og önnur.
Honum gekk svo vel, meðal ann-
ars vegna áhuga kvikmyndagerðar-
manna, að árið 1944 flutti hann
með konu sinni til Hollywood-
hæða í Los Angeles, en þar bjó
hann til æviloka. Um hríð átti
hann náið samstarf við þann um-
deilda mann L. Ron Hubbard.
Ofsótt ofurmenni
Viðfangsefnið í framtíðarsögum
van Vogts er ekki síst hinn innri
maður og óttinn við þá sem eru
öðruvísi. Hann fjallar mikið um
andleg afrek, svo sem hugsana-
flutning og annað af því tagi.
Fyrsta skáldsagan hans og sú
frægasta er einmitt af þessu tagi.
Hún heitir „Slan,“ kom fyrst út
árið 1946 og nýtur enn vinsælda.
Slan er heitið á erfðafræði-
lega ræktuðum ofurmönnum
sem áttu að auðvelda mannkyn-
inu lífið. En árekstrar milli kyn-
þáttanna leiða að Iokum til
styrjaldar á 25. öldinni og þá er
nánast öllum ofurmönnunum
útrýmt. Sagan gerist fimm öld-
um síðar og segir frá einni slíkri
fjölskyldu sem enn er á lífi - en
réttdræp ef til hennar næst.
Jommy Cross, sem er aðeins 9
ára, verður vitni að því þegar
móðir hans er drepin. Hann
sleppur sjálfur og einbeitir sér
að því að finna einhverja aðra af
sínum kynþætti - en er hundelt-
ur allan tímann.
Næstu áratugina eftir útkomu
Slan sendi van Vogt frá sér
hverja bókinna af annarri, allt
þar til sú síðasta kom út árið
1987. Eftir það tók Altzheimer-
sjúkdómurinn völdin.
Nöturleg borgarmynd
Hjónin Patricia Arquette og Nicolas Cage komast brádvel frá hlutverkum sinum
í myndinni Bringing out the Dead og mynda samskipti þeirra hjartnæma ástar-
sögu.
wmmmm^m ★ ★ ★ 1/2
KVIK- Bringing Out
Martin Scor-
sese
Handrit: Paul
Schrader eftir
samnefndri
sögu Joe Conn-
elly
Aðalhlutverk:
Nicolas Cage,
Patricia Arquette, Mary
Burke, John Goodman, Ving
Rhames, Tom Sizemore, Marc
Anthony, Cliff Curtis, Cynthia
Roman.
Sjónvarpsþátturinn Bráðavaktin
á sér fjölmarga aðdáendur hér-
lendis. Hugmyndin að myndinni
Þeir dauðu sóttir (Bringing out
the dead) er sótt á sömu slóðir.
Myndin gerist í NewYork snemma
á níunda áratugnum. Hún segir
frá þremur sólarhringum í lífi
sjúkraflutningamannsins Franks
(Nicolas Cage), hann er jafn-
framt sögumaður. Frank ekur
sjúkrabíi um hverfið sem hann
ólst upp í og er að kikna undan
álagi en það er sama hvað hann
reynir, hann losnar ekki úr starf-
inu. Hann er heltekin af ungri
vændiskonu sem dó í höndunum
á honum á gangstétt og sér svip
hennar í hverju horni.
Félagar hans eru hver öðrum
skrautlegri. Hinn feiti Larry
(John Goddman) kvartar yfir þyí
'aö fá ekki að borða og þurfa að
ganga alltof marga stiga. Marcus
(Ving Rhames) er sanntrúaður
svertingi sem er að gera góðverk
og fær uppdópaða popphljóm-
sveit til þess að fara með bænir
þegar trommuleikari sveitarinnar
hefur dópað of mikið. Og Tom
(Tom Sizemore) sem er klikkaður
ofbeldismaður.
Hjartnæm ástarsaga
Bandaríski hryllingssagnahöf-
undurinn Edgar Allan Poe skrif-
aði í eina tíð smásögu sem hét
Rauði dauðinn. I henni er sagt
frá borg þar sem er víggirt vegna
þess að allt umhverfis geysar
drepsótt. En sóttkvíin dugar ekki
og sjúkdómurinn dularfulli birt-
ist á hirðdansleik sem haldin er í
sal keisarans. Borgin er sjúk,
sama á við um New York bíó-
myndarinnar. Sóttin er í líki
fíkniefna sem fljóta um svæðin
og helstu útköllin hjá sjúkra-
flutningamönnunum eru vegna
lyíjamisnotkunar.
Límið í myndinni er ástarsaga
sem er mjög hjartnæm. Frank
kynnist Mary (Patrica Arquette)
þegar hann llytur föður hennar á
sjúkrahús eftir hjartaáfall. Mary
lífgar uppá veruleika Franks og
henni fylgir von um góðan endi.
Hann eltir Mary af sjúkrahúsinu
up]> í dópgreni. Þar hittir hann
dópsalann Cy, sem virðist vera
lieilbrigðasla .þezsónan. á, SMæö-
inu. „Slappaðu af maður, hver
vill drepa viðskiptavini sina,“ seg-
ir hann og fordæmir jafnframt þá
sem dreifa rauða dauðanum.
Frank biður um bjór og Cy á ekki
til það eitur en bíður honum í
staðinn pillu til þess að sjúkra-
llutningamaðurinn geti slappað
af.
Nöturleg borgarmynd
Tónlistin í myndinni er alveg dá-
samleg. Þegar að Frank kemur
aftur f grenið eftir skotbardaga
ómar Red, Red, Wine í fluttningi
UB40. Kaflinn þar sem Astro
gerir tilraunir með rapp. Lagið
„Bell Boy“ með The Who mynd-
ar undirstöðu í öðru atriði. I
myndinni hljóma lög flutt af
Mörthu og The Vandellas, REM
og breska rokksveitin The Clash
setur svip sinn á hana. En í
myndinni má heyra lögin „I’m So
Bored With the USA“ og „Janie
Jones“.
Leikstjórinn Martin Scorsese
og handritshöfundurinn Paul
Schrader hafa áður unnið saman
að kvikmyndum eins og Taxi,
Raging Bull og Sfðustu freist-
ingu Krists. Bringing out the
dead er ekki fýrsta mynd þeirra
sem gerist f New York. Myndin
sem dregin er upp af borginni er
nöturleg og þegar Frank fer fyrst
heim til Mary þvær hann sér
með þrennskonar náttúrusápum.
Borgin gerir alla vitlausa, en
náttúran kcmur til manna inn-
pökkuð í snyrtivörur.